Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 38
Af störfum ræðara og stýrimanns Starf Ræðara og Stýri- manns, sem byggist á Félagslegri framkvæmda- áætlun Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags, heldur áfram af fullum krafti. Hvað hefur svo verið gert og hvað stendur fyrir dyrum? Vorblót Umtalsverður tími fór í undir- búning Vorblóta, er voru haldin þann 14. maí síðastlið- inn á fjórum stöðum á landinu. Það viðfangsefni var fyrsta stóra sameiginlega verkefnið sem samtökin leggja út í eftir að framkvæmdaáætlunin var samin. Að mörgu leyti tókst vel til með þessar samkomur sem voru kynntar vel og fengu góða umfjöllun í fjölmiðlum. Síðan þá hafa Ræðarar og Stýrimaður snúið sér að öðrum verkefnum. Stýrimaður hefur fengið ýmsa til að skrifa í blöð um málefnið. Hefur það komið úr ýmsum áttum og verið birt víða. Þá hefur Stýrimður skrifað greinar í tímarit og fréttablöð samtakanna og aðildarfélaga þeirra. Ferlimál Grúskað hefur verið í því efni sem til er varðandi ferlimál í samráði við Carl Brand og Ólöfu Ríkarðsdóttur. Helgi og Carl hafa einnig, í fylgd með blaðamönnum og ljósmyndur- um, skoðað útivistarsvæði borgarinnar, opinberar stofn- anir, skemmtistaði og þjónustustofnanir með tilliti til aðgengis. Þessum heim- sóknum hefur verið fylgt eftir með bréfaskriftum til viðkom- andi forráðamanna, þar sem aðstæðum er lýst og farið fram á endurbætur. Þá hefur einnig verið farið út á land í sama til- gangi. Eftir Helga Hróðmarsson, stýrimann ÖBÍ og Proska- hjálpar Útilífsnámskeið Stýrimaður fór af stað og athugaði hvað væri á boð- stólum af tómstundastarfi í sumar. Ársel er eina Félags- miðstöðin sem sérhæfir sig í námskeiðum fyrir fatlaða. Þessi námskeið eru vinsæl og verða því fljótt fullbókuð. A hinum félagsmiðstöðvunum voru forráðamenn tregir til að taka til sín fötluð börn. Á ein- staka stað var það samþykkt ef fylgdarmaður væri með þeim. Þess má geta að nóg var af lausum plássum fyrir ófötluð börn. Borgaryfirvöld hafa því engan vegin staðið sig í að sinna þörfum fatlaðra barna á meðan mörg laus pláss eru á önnur námskeið. Stýrimaður ákvað því að skipuleggja svipað námskeið sem kallað var Útilífsnámskeið í samstarfi við Bandalag íslenskra skáta. En eins og kunnugt er hafa skátarnir mikla reynslu í þessum málum. Tvö nám- skeiðin voru haldin vikuna 25. til 29. júlí með tíu þátttak- endum og voru þau styrkt af Borgarráði. Námskeiðin tók- ust mjög vel og er þegar ákveðið að halda svipuð nám- skeið næsta sumar. Kijnningarstarf Samstarf Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags hefur verið kynnt allnokkuð. Stýrimaður 36 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.