Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 38
Af störfum
ræðara og
stýrimanns
Starf Ræðara og Stýri-
manns, sem byggist á
Félagslegri framkvæmda-
áætlun Þroskahjálpar og
Öryrkjabandalags, heldur
áfram af fullum krafti.
Hvað hefur svo verið gert
og hvað stendur fyrir
dyrum?
Vorblót
Umtalsverður tími fór í undir-
búning Vorblóta, er voru
haldin þann 14. maí síðastlið-
inn á fjórum stöðum á landinu.
Það viðfangsefni var fyrsta
stóra sameiginlega verkefnið
sem samtökin leggja út í eftir
að framkvæmdaáætlunin var
samin. Að mörgu leyti tókst vel
til með þessar samkomur sem
voru kynntar vel og fengu góða
umfjöllun í fjölmiðlum.
Síðan þá hafa Ræðarar og
Stýrimaður snúið sér að öðrum
verkefnum. Stýrimaður hefur
fengið ýmsa til að skrifa í blöð
um málefnið. Hefur það komið
úr ýmsum áttum og verið birt
víða. Þá hefur Stýrimður
skrifað greinar í tímarit og
fréttablöð samtakanna og
aðildarfélaga þeirra.
Ferlimál
Grúskað hefur verið í því efni
sem til er varðandi ferlimál í
samráði við Carl Brand og
Ólöfu Ríkarðsdóttur. Helgi og
Carl hafa einnig, í fylgd með
blaðamönnum og ljósmyndur-
um, skoðað útivistarsvæði
borgarinnar, opinberar stofn-
anir, skemmtistaði og
þjónustustofnanir með tilliti til
aðgengis. Þessum heim-
sóknum hefur verið fylgt eftir
með bréfaskriftum til viðkom-
andi forráðamanna, þar sem
aðstæðum er lýst og farið fram
á endurbætur. Þá hefur einnig
verið farið út á land í sama til-
gangi.
Eftir Helga
Hróðmarsson,
stýrimann ÖBÍ
og Proska-
hjálpar
Útilífsnámskeið
Stýrimaður fór af stað og
athugaði hvað væri á boð-
stólum af tómstundastarfi í
sumar. Ársel er eina Félags-
miðstöðin sem sérhæfir sig í
námskeiðum fyrir fatlaða.
Þessi námskeið eru vinsæl og
verða því fljótt fullbókuð. A
hinum félagsmiðstöðvunum
voru forráðamenn tregir til að
taka til sín fötluð börn. Á ein-
staka stað var það samþykkt ef
fylgdarmaður væri með þeim.
Þess má geta að nóg var af
lausum plássum fyrir ófötluð
börn. Borgaryfirvöld hafa því
engan vegin staðið sig í að
sinna þörfum fatlaðra barna á
meðan mörg laus pláss eru á
önnur námskeið. Stýrimaður
ákvað því að skipuleggja
svipað námskeið sem kallað
var Útilífsnámskeið í samstarfi
við Bandalag íslenskra skáta.
En eins og kunnugt er hafa
skátarnir mikla reynslu í
þessum málum. Tvö nám-
skeiðin voru haldin vikuna 25.
til 29. júlí með tíu þátttak-
endum og voru þau styrkt af
Borgarráði. Námskeiðin tók-
ust mjög vel og er þegar
ákveðið að halda svipuð nám-
skeið næsta sumar.
Kijnningarstarf
Samstarf Þroskahjálpar og
Öryrkjabandalags hefur verið
kynnt allnokkuð. Stýrimaður
36 SJÁLFSBJÖRG