Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 43

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 43
Ferlimál og stundum verður þeim á að fá sér einu glasi of mikið eins og okkur. Hinir menningarlega sinnuðu í þeirra hópi stunda leikhús eða hljómleika eins og við. Þeir elda daglega mat heima hjá sér og þurfa að þvo af sér, þeir> sem stunda vilja heilsurækt, fara með reglulegu millibili í gufubaðstofu, þeir, sem íþróttalega eru þenkjandi, í líkamsrækt, og þeir sem hvíldar og hressingar eru þurfi, ferðast með konu, barn og hund í sumarfrí, á hótel, í sumarbústað eða á tjaldstæði. Yngri kynslóðin leitar á diskótek, og einhverjir þeirra lenda meira að segja í fíkni- efnaneyslu, alveg eins og við. Alla langar þá til að lifa, elska, vinna og eiga sér heimili. Það, hvort þetta er þeim kleift, fer að verulegu leyti eftir því, hvernig byggingarlegu umhverfi þeirra er háttað. Þar birtist aftur á móti hugsunar- háttur arkitekta, byggingar- aðila og hlutaðeigandi stjórn- valda. Þetta varð arkitekt nokkrum skyndilega ljóst, er hann leitaði ráða hjá ráðgjafarstöðinni (ráðgjafarstöð Svisslendinga fyrir hönnun bygginga fyrir fatlaða), þegar hann vann við hönnun sumardvalarhótels í Ticino-héraði. Með opnum huga og tölu- verðri fagþekkingu á hindrun- arlausri hönnun mannvirkja hafði hann í hóteli sínu hannað rökrétt 4 hótelherbergi fyrir fatlaða, sem auðvelt var að komast til á jafnsléttu frá jarð- halla utandyra. Svaladyrnar voru án þröskulda, baðher- bergin einkar rúmgóð, með salernisskálarnar hannaðar í réttu horni fyrir hjólastólanot- endur. Ekki hafði heldur gleymst að hugsa fyrir hand- festu handa hreyfihömluðum né óaðfinnanlega hönnuðum sturtuklefa, sem aka mátti hjólastól inn í. Sem sagt, öllu var fyrir komið eins og best varð á kosið, nema hvað arki- tektinum hafði yfirsést í einu, og einmitt það sýndi, hversu rangar hugmyndir við höfum um líf fatlaðra: Arkitektinn hafði hannað öll fjögur herbergin sem eins manns herbergi. í viðtali við ráðgjafana í ráðgjafarstöðinni var svo eins og augu hans lykj- ust upp. Menn skyldu varla trúa því: Fatlaðir eiga sér stundum vin eða vinkonu eða meira að segja maka. Þá vantar sem sagt hjónaherbergi. Nú rúmaðist hins vegar hvorki hjónarúm né tvö eins manns rúm í þessum fjórum herbergj- um, vegna þess að arkitektinn hafði teiknað þau alltof lítil. Á hinn bóginn höfðu baðher- bergin orðið of stór hj á honum, þannig að aka mátti hjóla- stólum um þau í valstakti. Það var auðvelt að stækka her- bergin á kostnað snyrtiher- bergjanna. Svo flýgur hver sem hann er fiðraður Það verður að teljast grundvall- aratriði að umhverfið sé skipu- lagt með þarfir allra þegna þjóð- félagsins í huga. Helstu stefnu- mið Sjálfsbjargar í ferlimálum eru því eftirfarandi: • Tryggt verði í löggjöf lands- ins að allar nýbyggingar verði aðgengilegar öllum. • Unnið verði að því á skipu- legan hátt að gera allar eldri byggingar aðgengilegar öllum. • Unnið verði skipulega að breytingu gatnakerfis og úti- vistarsvæða bæjar- og sveit- arfélaga og þau gerð öllum aðgengileg. • Unnið verði að því að ná fram breytingum á almennings- vögnum og öðrum sam- göngutækjum, hótelum og ferðamiðstöðum til að auð- velda fötluðum ferðalög. • Komið verði upp ferðaþjón- ustu fyrir fatiaöa í öllum sveit- arfélögum landsins. Jafn- framt verðri tryggt að þjón- usta leigubifreiðastöðva sé fyrir alla, þar á meðal fatlaða í hjólastólum. • Fötluðum verði bættur sá umfram kostnaður er óhjá- kvæmilega fylgir ferðalögum þeirra, hvort heldur er innan eða utanlands. Helstu stefnumið Sjálfs- bjargar í farartækjamálum eru eftirfarandi: • Tryggja verður að fötluðum sé gert kleift að eignast og reka eigin bifreið án tillits til efnahags. • Tryggt verði í lögum að styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa hækki í samræmi við verð- hækkanir bifreiða. • Styrkir Tryggingastofnunar ríkisins til bifreiðakaupa þeirra er þurfa sérinnréttaðar bifreiðar séu ávallt það háir að viðkomandi einstaklingur greiði ekki meira en sem nemur tveimur þriðju af verði bifreiðar í meðal verðflokki. Úr stefnuskrá Sjálfsbjargar SJÁLFSBJÖRG 41

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.