Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 50

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 50
Fræðslumál Haldin hafa verið tvö nám- skeið af hvorri gerð þ.e. for- eldra forskólabarna (ca. 4-11 ára) og foreldra unglinga (ca. frá 12 ára). Þau námskeið voru haldin í nóvember 1987 og apríl 1988, en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur lánað Reykjadal í Mosfells- sveit fyrir námskeiðin. Þetta eru helgarnámskeið og ekki er gert ráð fyrir barna- gæslu eins og á fyrri námskeið- um. Hámarksþátttaka foreldra er 15 og er reiknað með því að foreldrar sofi á staðnum. Einn- ig er reiknað með 3-4 for- eldrum utan af landi og er þeim greiddur ferðakostnaður. Þátttökugjaldi foreldra á þessum námskeiðum er haldið í lágmarki. Auk þeirra hagsmunafélaga fatlaðra sem standa að nám- skeiðunum hefur Öryrkja- bandalag íslands styrkt nám- skeiðin fjárhagslega. Fyrirlesarar eru fjórir á hverju námskeiði um sig og eru þeir þessir: Börn á forskólaaldri: Stefán Hreiðarsson, lœknir Wilhelm Norðfjörð, sálfrœðingur María Björk Ingvadóttir, félagsráðgjafi Guðlaug Sveinbjarnardóttir, foreldri. Um unglingsárin: Sveinn Már Gunnarsson, læknir Tryggvi Sigurðsson, sálfrœðingur Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi Ásta B. Þorsteinsdóttir, foreldri Námskeiðin skiptast á um að vera fyrirlestrar og hópvinna foreldra. Reynslan af þessum nám- skeiðum hefur verið mjög jákvæð og nú hefur verið ákveðið að halda tvö námskeið í Reykjadal í Mosfellssveit, eitt af hvorri gerð í september og október 1988. Fyrir foreldra unglinga: 24.-25. septemb'er 1988 Fyrir foreldra barna á forskóla- aldri: 29.-30. október 1988. Þess skal getið að þátttaka foreldra utan af landi hefur verið mjög góð. Nú er um að gera að grípa tækifærið og láta skrá sig á námskeiðin. Það er gert milli kl. 17.30 og 19.30, í síma 91-32961 hjá Kristínu Jónsdóttur þroskaþjálfa, sem jafnframt gefur allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðanna. Námskeið fyrir foreldra/aðstandendur fatlaðra barna Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Landssamtökin Þroskahjálp Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna Eftirtalin námskeið eru íboði: I. Fyrir foreldra unglinga Sveinn Már Gunnorsson, lceknir Tryggvi Sigurðsson, sálfrœðingur Láro Björnsdóttir, félagsráðgjafi Ásta B. Porsteinsdóttir, foreidri Námskeiðið verður helgina 24.-25. september 1988 II. Fyrir forskólaaldur og fyrstu skólaárin Stefán Hreiðarsson, lceknir Wilhelm Norðfjörð, sálfrceðingur María B. Ingvadóttir, félagsráðgjafi Guðlaug Sveinbjarnardóttir, foreldri Námskeiðið verður helgina 29.-30. október 1988 Námskeiðsstaður er REYKJADALUR í MOSFELLSSVEIT Þetfa eru helgarnámskeið cetluð 15 foreldrum eða ein- staklingum,- Námskeiðsgjald er kr. 1.500; innifalið í því er fceði, gisting og námskeiðsgögn. Ferðakostnaður er greiddur fyrir fólk utan af landi. Mceting er kl. 8.45 á laugardegi. ATH! Allar nánari upplýsingar gefur Kristín Jónsdóttir, þroska- þjálfi sem einnig tekur við innritunum í síma 91-32961 milli kl. 17.30 og 19.30. 48 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.