Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 54

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Síða 54
12. þing bandalags fatlaðra á Norðurlöndum Bandalag fatlaöra á Norður- löndum hélt 12. þing sitt í Þrándheimi í Noregi dagana 16. til 19. júní sl. Þátttak- endur á þinginu voru um 110, þar á meðal var töluverður hópur íslendinga frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Bandalagið heldur þing sitt til skiptis í aðildarlöndunum á fjögurra ára fresti. Meðal efnis á þinginu nú voru skýrslur landanna um þróun málefna fatlaðra árin 1984 til 1988. Hópumræður voru síðan um eftirtalin efni: 1. Einkarekstur á þjónustu við fatlaða. 2. Tölvur og fatlaðir. 3. Líknarsjónarmið og þjón- usta samfélagsins við fatl- aða. 4. Samöngumál fatlaðra, framsögumaður þar var Valdimar Pétursson frá Akureyri. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum hefur undanfarin ár átt þess kost að tilnefna fulltrúa í ýmsar samnorrænar nefndir á sviðum málefna fatlaðra. Jafn- framt hefur innan bandalagsins verið mikið rætt um sameigin- lega merkingu á bifreiðum fatl- aðra sem stöðumerki á bif- reiðastæðum. Bandalagið hefur einnig rætt mikið fjár- öflunarleiðir aðildarfélaganna og ýmis önnur sameiginleg hagsmunamál. Núverandi formaður banda- lags fatlaðra á Norðurlöndum er Jens Knudsen Kokborg frá Danmörku og framkvæmda- stjóri bandalagsins er Boo Fog- elberg frá Svíþjóð. Fulltrúar íslands í stjórn bandalagsins eru Jóhann Pétur Sveinsson og Theodór A. Jónsson. í lok þingsins var samþykkt ályktun sem send var öllum ríkisstjórnum Norðurlandanna og fer hún hér á eftir. „Við viljum minna ríkis- stjórnir Norðurlandanna á, að öll Norðurlöndin undirrituðu samþykkt Sameinuðu þjóð- anna um málefni fatlaðra 1983. Sex ár eru liðin og ennþá höfum við ekki séð að þróunin í þessum málum hafi verið sú sem við vonuðumst eftir. Þró- unin hefur ekki veitt okkur jafnrétti. Þvert á móti full- yrðum við, að Norðurlöndin fremji augljós brot á mannrétt- indum, að fatlaðir séu beittir misrétti. Eftir Theodór A. Jónsson Okkur er ekki tryggður aug- ljós réttur okkar til að geta lifað innihaldsríku og mannsæmandi lífi. Á okkur er lagður meiri kostnaður, t.d. vegna heimilishjálpar og ferða- laga. Stjórnmálamenn hafa stöðvað framgang félagslegra mála og í heilbrigðis- og sjúkrakerfinu með þeirri afsökun að samfélagið beri ekki meiri kostnað. Þetta er misrétti. Við getum ekki verið þátt- takendur í samfélaginu þegar grundvallarréttindi okkar eru ekki virt. Þessi þróun er í mót- sögn við þá samstöðu sem við berjumst fyrir í NHF, Banda- lagi fatlaðra á Norðurlöndum. NHF krefst þess að ríkis- stjórnir Norðurlandanna axli ábyrgð sína gagnvart fötluðum á Norðurlöndum. Norrænu ríkisstjórnirnar og stjórnvöld verða að notfæra sér þá þekk- ingu sem samtök fatlaðra hafa. Forsenda þess er að litið sé á fulltrúa samtaka fatlaðra sem sérfræðinga hvað varðar lausnir á málefnum fatlaðra. Við bjóðum fram alla okkar þekkingu og reynslu. Við viljum gjarnan vera með í ráðum en víkjum aldrei frá kröfunni um mannsæmandi líf.“ Á heimleið stoppuðu íslensku fulltrúarnir tvo daga í Osló og kynntu sérþá starfsemi landssambands fatlaðra í Nor- egi. Næsta þing Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum verður haldið að fjórum árum liðnum í Danmörku. 52 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.