Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 1
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snjómokstur Ingólfur G. Vigfússon
var á vakt á Hellisheiði um helgina.
Almannavarnir lýstu í gærkvöldi yfir
hættustigi á landinu öllu vegna að-
steðjandi óveðurs. Stjórnstöðvar
björgunaraðgerða voru virkjaðar um
og eftir miðnætti, það er í kjölfar
funda með fulltrúum Veðurstofu,
Vegagerðar, orkufyrirtækja og fleir-
um. Þar var farið yfir veðurspár og til
hvaða viðbúnaðar skyldi grípa þegar
óveðrið skellur á. Miklar líkur eru á
foktjóni og víðtækum truflunum á
samgöngum.
Vegagerðin undirbjó í gærkvöld
lokanir á nánast öllum þjóðvegum
landsins. Spáð er SA-roki eða ofsa-
veðri, 23-30 m/sek. með snjókomu og
skafrenningi en slyddu við ströndina.
Sérstaklega verður ef að líkum lætur
hvasst í efri byggðum höfuðborgar-
svæðisins og á Kjalarnesi. Síðdegis í
gær voru gefnar út tilkynningar um
lokanir skóla, Strætó fellir niður
ferðir og fleira slíkt. Lokun vega
gildir yfirleitt fram til hádegis í dag
og stundum lengur, en staðan er end-
urmetin reglulega og tilkynningar
gefnar út skv. framvindu mála og
upplýsingum sem fyrir liggja.
Rysjótt veður var á landinu um
helgina. Snjóruðningsmenn héldu í
horfinu, enda sættu margir lagi til að
komast á áfangastað áður en óveðrið
brysti á. Á Hellisheiði var á ferð Ing-
ólfur G. Vigfússon hjá Þjótanda ehf.
sem sinnir vetrarþjónustu á leiðinni
austur fyrir fjall og víða um Suður-
land.
Veðurspár sífellt betri
„Þegar vegum er lokað verða alltaf
einhverjir ósáttir. Slíkt verður bara
að hafa sinn gang, en á móti kemur
að ef yfirgefnir bílar eru ekki fyrir er
fyrirhafnarminna en ella að opna
vegi aftur þegar óveðri slotar. Spárn-
ar verða líka sífellt betri,“ segir Ing-
ólfur um vetrarþjónustuna á Hellis-
heiði sem haldið er úti allan
sólarhringinn.
Þjótandi ehf. sér um snjómokstur
frá Reykjavík og austur undir Eyja-
fjöll. Vegna þessa er fyrirtækið með
tólf vörubíla í útgerð. Á landsvísu eru
bílarnir alls 84 og þjónustu sinnt fyr-
ir Vegagerðina af alls 43 verktökum.
sbs@mbl.is »2 og 6
Lýsa yfir hættustigi á öllu landinu
- Spáð ofsaveðri með snjókomu og skafrenningi - Víðtækar lokanir - Björgunarlið í viðbragðsstöðu
M Á N U D A G U R 7. F E B R Ú A R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 31. tölublað . 110. árgangur .
SNORRI JAFNAÐI
BESTA ÁRANGUR
Í SKÍÐAGÖNGU
TEKUR VIÐ
SVIÐSLISTA-
MIÐSTÖÐ
SAMGÖNGUKERFI
FYLGI ÞRÓUN
ÞJÓÐFÉLAGSINS
FRIÐRIK RÆR Á NÝ MIÐ 29 BERGÞÓRA Í VIÐTALI 6
_ Lækkun hluta-
bréfaverðs Meta
á fimmtudag
jafnaðist á við
það að lands-
framleiðsla með-
alstórs Evrópu-
ríkis þurrkaðist
út.
Móðurfélag
Facebook virðist
eiga í erfiðleikum með að vaxa og
tekjuhorfurnar fara versnandi.
Slagurinn við TikTok harðnar með
hverjum deginum og ímyndar- og
upplifunarvandi samfélags-
miðlaveldis Zuckerbergs er marg-
þættur.
Það högg sem Meta fékk á sig
gæti sent fjárfestum skilaboð um að
bandarísku tæknirisarnir geti ekki
vaxið endalaust og ekki hrist alla
samkeppni af sér. »12
Aldrei meiri verð-
lækkun á einum degi
Mark Zuckerberg
_ „Ég vann gjörsamlega yfir mig
en áttaði mig engan veginn á því,“
segir Sindri Már Finnbogason,
stofnandi og aðaleigandi miðasölu-
fyrirtækisins Tix. Sindri hefur
haldið sér til hlés síðustu mánuði
eftir að hann fékk heilablóðfall við
komuna til landsins úr vinnuferð í
Englandi. Hann telur að ástæðan
fyrir því að hann fékk áfallið sé sú
að hann hafi unnið of mikið og ekki
hlúð nægilega vel að sjálfum sér.
Síðustu misseri hefur Sindri lagt
grunninn að útrás Tix til fjölda
landa og nú er komið að Bandaríkj-
unum. »10
Morgunblaðið/Unnur Karen
Álag Sindri Már Finnbogason hyggst vera
duglegri að fela öðrum verkefni hér eftir.
Rekur heilablóð-
fallið til vinnuálags
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Lík þeirra fjögurra sem voru um
borð í flugvélinni sem fannst í sunn-
anverðu Þingvallavatni fundust öll í
gærkvöldi.
„Búið er að finna og staðsetja lík-
amsleifar 4 einstaklinga á botni
vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar.
Undirbúið var að kafa eftir þeim en
þar sem veður er að versna hratt
var ákveðið að hætta aðgerðum
enda ekki hægt að tryggja öryggi
kafaranna við þær aðstæður sem
eru núna,“ sagði í tilkynningu frá
lögreglunni. Öllum aðgerðum á
Þingvallavatni var í kjölfarið hætt
en björgunaraðgerðir hefjast um
leið og veður leyfir. Aðstandendur
flugmaður á fimmtugsaldri og hét
Haraldur Diego. Farþegarnir þrír
voru á ferðalagi um Ísland.
Belgíski áhrifavaldurinn og ævin-
týramaðurinn Nicola Bellavia, 32
ára, var um borð í vélinni. Þá var
bandaríski áhrifavaldurinn og hjóla-
brettakappinn Josh Neuman, 22
ára, einnig meðal farþega vélarinn-
ar. Þriðji farþeginn var hinn hol-
lenski Tim Alings. Hann starfaði á
vegum fatalínunnar Suscpicious
Antwerp.
FÓRUST Í FLUGSLYSINU
- Voru á 37 metra dýpi eða neðar - Kafa eftir líkunum þegar veður leyfir - Aðstand-
endur færa þakkir - Íslendingur, Belgi, Hollendingur og Bandaríkjamaður um borð
MHalda áfram þegar veður … »4
hafa beðið fyrir kærar kveðjur til
björgunaraðila fyrir þeirra störf
undanfarna daga.
Flugstjóri vélarinnar var reyndur
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Leit Björgunarsveitarmenn leituðu á Þingvallavatni frá því í gærmorgun og fram á kvöld. Öll líkin eru nú fundin og verða sótt við fyrsta tækifæri.
Haraldur Diego Josh Neuman Tim AlingsNicola Bellavia
VETRARÓLYMPÍULEIKAR 26