Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við reynum að fá sem mest út úr hverri skepnu, til þess erum við í þessu. Það er ekki kappsmál að komast á lista heldur að reyna að hafa eitthvað upp úr búskapnum,“ segir Gréta Brimrún Karlsdóttir, bóndi á Efri-Fitjum í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Bú fjölskyld- unnar varð í öðru sæti á lista yfir afurðahæstu sauðfjárbú landsins á nýliðnu ári. Bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum er með mestu meðalafurðirnar, 45,2 kíló kjöts eftir hverja á. Eiríkur hefur um langt árabil skarað fram úr öðrum sauðfjárbændum á þessu sviði. Íslandsmet hans frá 2017, 48,1 kíló, var þó ekki í hættu að þessu sinni. Búið á Efri-Fitjum sótti í sig veðrið á milli ára, var nú með 42,5 kg að meðaltali en á árinu 2020 voru afurðirnar 40,7 kg og bú- ið þá í fjórða sæti. Frjósemin var með ágætum hjá þeim, 2,13 fædd lömb eftir hverja á. Miðast þessi listi við bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær. Tíu fjáreigendur með 6 til 25 ær hver eru með meiri meðalafurðir en Ei- ríkur Jónsson. Kristjana og Björg- vin í Vorsabæ 1 standa þar efst með 49,4 kíló að meðaltali eftir 10 ær. Koma sjálfum sér á óvart Gréta og Gunnar Þorgeirsson, maður hennar, hafa búið á Efri- Fitjum í hátt í þrjá áratugi en þau keyptu jörðina af foreldrum Gunn- ars. Fyrir þremur árum komu Jó- hannes Geir, sonur þeirra, og Stella Dröfn Bjarnadóttir, kona hans, inn í búið með kaupum á helmingi þess. „Þetta potast áfram. Maður kem- ur sjálfum sér á óvart á hverju hausti, hugsar alltaf að ekki sé hægt að toppa síðasta ár. Þetta hefur gengið vel,“ segir Gréta. Hún segir að settar séu á gimbr- ar sem líklegar eru til að vera mjólkurlagnar og frjósamar. „Þetta gengur út á það að hver kind skili tveimur lömbum eða meira og að þær mjólki vel. Þegar búið er að gera þetta í mörg ár kemur þetta smám saman í alla hjörðina. Lömb- in þurfa einnig að vaxa vel og þroskast á þeim stutta tíma sem þau fá,“ segir Gréta. Ekki áhugi á öðru „Ég hef ekki áhuga á að gera neitt annað en þetta svo það er ekki um annað að ræða,“ segir Jó- hannes Geir. Hann viðurkennir að ekki sé bjart yfir sauðfjárbúskapn- um um þessar mundir. Afurðaverð- ið lágt og holskefla hækkana á að- föngum að ríða yfir. „Verður maður ekki að vera bjartsýnn og vona að þetta gangi yfir? Þá þarf afurðastöðin að gyrða sig í brók, ef menn vilja á annað borð halda sauðfjárbúskap í land- inu,“ segir Jóhannes. Hann segir að það auðveldi þeim lífið að geta komið inn í bú foreldra hans og keypt sig smám saman inn í það. Þá hjálpi afurðasemin til og bú- skapur á góðu sauðfjárræktar- svæði, það bæti afkomuna. Bændurnir á Efri-Fitjum þurfa að leita sér að annarri vinnu til að hafa með, eins og flestir sauð- fjárbændur. Gréta nefnir sem dæmi að Gunnar starfi sem frjó- tæknir og þau vinni í sláturhúsinu á haustin. Þá séu þau með hrossa- rækt sem gangi ágætlega. Íslandsmet í landsmeðaltali Kjötþungi eftir hverja kind í skýrsluhaldinu var á árinu 2021 29,5 kíló. Eru það mestu meðalaf- urðir sem sést hafa og því nýtt Ís- landsmet. Meðaltalið var 18,5 kíló árið 1954 þegar skýrsluhaldið hófst. Á áttunda áratug síðustu aldar rokkaði meðaltalið í kringum 23,5 kíló. Þróunin hélt áfram. Lengst af fyrsta áratug þessarar aldar var meðaltalið um 26 kíló en hefur nú tekið annað stökk. Frjósemi sauðfjár hér á landi jókst mjög frá miðri síðustu öld og fram yfir miðjan tíunda áratuginn. Síðan hefur frjósemin verið svipuð þótt alltaf séu einhverjar sveiflur. Á síðasta ári var meðaltalið 1,85 lömb eftir hverja á en til nytja komu 1,66 lömb. Reynt að hafa eitthvað út úr búinu - Búið í Gýgjarhólskoti 1 er með mestu meðalafurðir sauðfjárbúa enn eitt árið - Bændurnir á Efri- Fitjum eru ánægðir með árangur áralangs ræktunarstarfs - Bjartsýn þrátt fyrir erfiðar aðstæður Næsta kynslóð Heimasætan, Sólveig Gyða, með sína fyrstu kind sem hún kallar Lísu. Foreldrarnir, Jóhannes Geir og Stella Dröfn, eru með henni. Bú með fleiri en 100 ær Meðalafurðir 2012-2021, reiknaður kjötþungi eftir kind, kg 30 29 28 27 26 25 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Afurðahæstu sauðfjárbúin 2021 Nr. Skýrsluhaldari Býli Fjöldi áa Kjöt, kg Fædd lömb á hverja á 1 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 297 45,2 2,05 2 Gunnar, Gréta, Jóhannes, Stella Efri-Fitjar 850 42,5 2,13 3 Elín Anna og Ari Guðmundur Bergsstaðir 501 40,3 2,18 4 Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð 326 40,3 2,11 5 Félagsbúið Lundur Lundur 487 40,2 2,02 6 Jón og Hrefna Hóll 197 39,6 2,12 7 Ágúst Ingi Ketilsson Brúnastaðir 1 101 38,9 2,11 8 Hellur ehf. Hellur 161 38,9 2,13 9 Ólafur og Dagbjört Syðri-Urriðaá 549 38,9 2,07 10 Björn og Badda Melar 1 384 38,9 1,96 Íslandsmet, sett 2017 Eiríkur Jónsson Gýgjarhólskot 1 48,1 Heimild: rml.isÁmyndinni er Snoppa frá Neistastöðum 29,5 28,3 27,2 28,6 Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Stefnt er að því að halda Unglinga- landsmót UMFÍ á Selfossi um versl- unarmannahelgina í ár. Þetta segir í tilkynningu frá UMFÍ. Mótið átti upprunalega að fara fram verslunarmannahelgina 2020 en hefur verið frestað í tvígang vegna faraldurs kórónuveirunnar. Síðast fór mótið fram á Höfn í Hornafirði verslunarmannahelgina 2019. „Miðað við jákvæða þróun farald- ursins og fyrirhugaðar afléttingar er gert ráð fyrir því að Unglingalands- mót UMFÍ fari fram á Selfossi um verslunarmannahelgina,“ segir í til- kynningunni. Þá munu mótsgestir geta tekið þátt í meira en 20 íþróttagreinum á daginn og farið með fjölskyldu og vinum öll kvöldin. „Unglingalandsmót UMFÍ er komið aftur á dagskrá. Það er auð- vitað mikið lagt á sjálfboðaliða að undirbúa það í fjögur ár. En það er enginn bilbugur á okkur. Nú er þriðja atlagan hafin að því að halda mótið og enginn hefur skorast und- an,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndar Ung- lingalandsmóts UMFÍ. Þórir segir jafnframt að framlag sjálfboðaliða fyrir undirbúninginn síðustu tvö ár nemi alls 1.096 vinnu- stundum, sem jafngildir átta stunda vinnudegi á hverjum degi í hálft ár, en hann hefur haldið utan um upp- lýsingar um framlag sjálfboðaliða. Ásamt UMFÍ standa að mótinu Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og sveitarfélagið Árborg. Þriðja tilraun til að halda mótið - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi Gleði Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.