Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 England Burnley – Watford................................... 0:0 - Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna veikinda. Aston Villa – West Ham .......................... 1:2 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Chelsea – Plymouth......................... 2:1 (frl.) Kidderminster – West Ham ........... 1:2 (frl.) Crystal Palace – Hartlepool .................... 2:0 Huddersfield – Barnsley ......................... 1:0 Peterborough – QPR ............................... 2:0 Southampton – Coventry................ 2:1 (frl.) Everton – Brentford ................................ 4:1 Stoke – Wigan........................................... 2:0 Manchester City – Fulham ..................... 4:1 Wolves – Norwich..................................... 0:1 Cambridge – Luton.................................. 0:3 Tottenham – Brighton ............................. 3:1 Liverpool – Cardiff................................... 3:1 Nottingham Forest – Leicester.............. 4:1 Bournemouth – Boreham Wood ............. 0:1 Þýskaland Augsburg – Union Berlín ....................... 2:0 - Alfreð Finnbogason var ónotaður vara- maður hjá Augsburg. Bayern München – Sand......................... 4:0 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn, skoraði mark og lagði upp annað fyrir Bayern, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og Ce- cilía Rán Rúnarsdóttir var ónotaður vara- maður. Eintracht Frankfurt – Freiburg............ 1:2 - Alexandra Jóhannsdóttir var ónotaður varamaður hjá Frankfurt. Wolfsburg – Werder Bremen................. 3:1 - Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður á 84. mínútu hjá Wolfsburg. B-deild: Schalke – Regensburg ............................ 2:1 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn og var fyrirliði Schalke. Holstein Kiel – Düsseldorf ..................... 1:0 - Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Holstein Kiel. Ítalía Venezia – Napoli...................................... 0:2 - Arnór Sigurðsson var ónotaður vara- maður hjá Venezia og Óttar Magnús Karls- son var ekki í leikmannahópnum. Roma – Genoa .......................................... 0:0 - Albert Guðmundsson var ónotaður vara- maður hjá Genoa. AC Milan – Lazio...................................... 3:1 - Guðný Árnadóttir var ekki í leikmanna- hópi AC Milan vegna meiðsla. Inter Mílanó – Empoli ............................. 3:2 - Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Inter. B-deild: Como – Lecce ........................................... 1:1 - Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá Lecce og Davíð Snær Jóhannsson var ekki í leikmanna- hópnum. Alessandria – Pisa ................................... 1:1 - Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður hjá Pisa. Frakkland B-deild: Nimes – Dunkerque ................................ 0:1 - Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 58. mínútu hjá Nimes og fékk beint rautt spjald á 67. mínútu. Rodez – Valenciennes ............................. 0:0 - Árni Vilhjálmsson kom inn á sem vara- maður á 69. mínútu hjá Rodez. Belgía Oostende – OH Leuven ........................... 1:3 - Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn í marki Leuven. Tyrkland Rizespor – Adana Demirspor................. 1:3 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn og skoraði fyrir Adana Demirspor. Grikkland PAOK – Panathinaikos........................... 2:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK og skoraði. Ionikos – Olympiacos .............................. 0:3 - Ögmundur Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Olympiacos. 50$99(/:+0$ ÓL 2022 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Snorri Einarsson keppti í gær fyrst- ur af Íslendingunum fimm sem taka þátt á Vetrarólympíuleikunum í Peking þegar hann tók þátt í úrslit- um 30 kílómetra skiptigöngu. Í henni er byrjað á að ganga 15 kíló- metra með hefðbundinni aðferð, þá er skipt um skíði og síðari hlutinn genginn með frjálsri aðferð. Snorra gekk afar vel og hafnaði hann í 29. sæti, sem er jafnbesti árangur ís- lensks keppanda í skíðagöngu á Ól- ympíuleikum frá upphafi. Ívar Stef- ánsson náði sama árangri á leikunum í Ósló árið 1952. Snorri kom í mark á 1:22:50,1, sex mínútum og 40 sekúndum á eftir Rússanum Alexander Bolshu- nov sem krækti í ólympíugullið. „Fyrir fram var markmiðið að ná topp 30 en undirbúningurinn var svolítið flókinn hjá okkur. Við feng- um ekki að fara mikið út að æfa eða keppa. Ég er mest búinn að vera heima að skipta á bleyjum og svo æfa eins mikið og ég get með fjögur börn og æfandi á Íslandi, þar sem veðrið er upp og niður. En það hefur nú alveg gengið vel. Ég var ekki alveg viss hvar ég stæði áður en við byrjuðum en svo var svolítið íslenskt veður, mikill vind- ur og smá kuldi. Mér finnst það bara fínt en það er örugglega mörgum sem finnst það ekki. Ég var með mjög góð skíði og átti fínan dag. Mér gekk eiginlega betur í hefðbundnu að- ferðinni en ég bjóst við því í henni vorum við mest óvissir um hvar ég stæði. Ég var í 28. sæti á Tour de Ski fyrir jól með frjálsri aðferð en mér var ekki búið að ganga eins vel með hefðbundna aðferð,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið. Ekki verri í vindi Snorri ræsti í 44. sæti og komst alla leið upp í 25. sæti þegar gang- an var rétt tæplega hálfnuð, er hann studdist við hefðbundna að- ferð, áður en 29. sæti reyndist nið- urstaðan. Hann minntist á vindinn í Peking í gær. Telur Snorri að að- stæðurnar hafi hjálpað sér? „Ég er allavega ekkert verri í vindi. Margar af mínum bestu frammistöðum hafa komið þegar það er vindur, ég veit ekki alveg af hverju en að vísu æfi ég örugglega töluvert meira í vindi en flestir sem eru að keppa hér. Þannig að ég er alveg undirbúinn í svoleiðis að- stæður, er búinn að prófa þær oft,“ sagði hann. Mikill léttir Snorri er bjartsýnn á framhaldið og kveðst sérlega ánægður með að vera í það minnsta búinn að ná að keppa í einni grein á leikunum, sem honum hafi í þokkabót gengið vel í. „Það er mikill léttir að vera a.m.k. búinn að gera vel einu sinni því það eru kórónuveiruskimanir allan tím- ann meðan á keppni stendur. Ef ég fengi veiruna gæti ég ekki keppt meira þannig að það er mjög gott að hafa náð þessu. Ef ég fengi Covid núna væri það því ekki alveg hræðilegt. En liðakeppnin í sprett- göngu er mjög skemmtileg og 15 kílómetra gangan líka. Mér gekk vel og ég er ánægður í dag þannig að ég er bara jákvæður fyrir framhald- inu,“ sagði hann við Morgunblaðið. Smit í íslenska hópnum Á laugardag tilkynnti ÍSÍ að einn íslensku ólympíufaranna, skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason, hefði greinst smitaður af kórónuveirunni. Er hann því í einangrun í ólympíuþorpinu í Pek- ing um þessar mundir og mun dvelja þar næstu daga. Smitið hef- ur ekki haft áhrif á aðra íslenska keppendur. Sturla Snær á enn möguleika á að keppa í greinunum tveimur sem hann er skráður í á leikunum. Keppni í stórsvigi fer fram 13. febrúar og keppni í svigi 16. febr- úar. Framvísi Sturla Snær nokkr- um neikvæðum PCR-prófum í röð má hann keppa, samkvæmt reglum leikanna. Jafnaði besta árangurinn - Snorri í 29. sæti í skiptigöngu AFP 29 Snorri Einarsson við keppni í 30 kílómetra skiptigöngu í gærmorgun. Valur var í miklu stuði í Mosfells- bænum í Olís-deild kvenna í hand- knattleik á laugardaginn og sigr- aði Aftureldingu með sextán marka mun, 37:21. Saga Sif Gísladóttir og Sara Sif Helgadóttir, markverðir Vals, áttu báðar frábæran leik. Saga varði 12 skot og var með rétt tæplega 43 prósenta markvörslu og Sara Sif kom sterk inn af varamanna- bekknum, varði sjö skot og var með 63,6 prósenta markvörslu. Mariam Eradze var markahæst Valskvenna með tíu mörk og Lovísa Thompson skoraði níu mörk.Markahæst í liði Aftureld- ingar var Sylvía Björt Blöndal með sjö mörk. Haukar unnu sannfærandi 28:20- heimasigur á HK en með sigrinum fóru Haukar upp í 3. sæti. Ásta Björt Júlíusdóttir lék afar vel fyrir Hauka og skoraði tíu mörk. Valgerður Ýr Þorsteins- dóttir og Jóhanna Margrét Sigurð- ardóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir HK. sport@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Markverðirnir Sara Sif Helgadóttir og Saga Sif Gísladóttir stóðu vaktina. Stórsigur að Varmá Liverpool er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3:1- sigur á Cardiff í gær. Góður dagur varð enn betri fyrir Liverpool þegar Harvey Elliott kom inn á sem vara- maður og skoraði þriðja markið á 76. mínútu. Hinn 18 ára Elliott hafði verið frá keppni vegna meiðsla frá því í september, en hann er einn efnilegasti leikmaður liðsins. Manchester City vann þægilegan 4:1-sigur á Fulham á laugardag en Chelsea lenti í töluvert meira basli því liðið rétt marði C-deildarlið Plymouth Argyle á heimavelli. Úr- slitin réðust í framlengingu og gat Plymouth jafnað með marki úr víti í blálokin en Kepa Arrizabalaga varði og bjargaði sínum mönnum. Chelsea mætir Luton á útivelli í næstu um- ferð, sem gæti verið sýnd veiði en ekki gefin. Þá vann gamla stórveldið Nott- ingham Forest, sem leikur nú í B- deildinni, magnaðan 4:1-sigur á Leicester úr úrvalsdeildinni á heimavelli. Leikmenn Forest kunna vel við sig í elstu bikarkeppni heims, því liðið vann Arsenal í síðustu um- ferð. Þá vann Tottenham öruggan 3:1-heimasigur á Brighton þar sem Harry Kane skoraði tvö mörk. Man- chester United féll úr leik gegn Middlesbrough á föstudag. Afar góður dagur fyrir Liverpool AFP Mættur Hinn 19 ára gamli Harvey Elliott er mættur aftur eftir meiðsli. Baldvin Þór Magnússon náði um helgina besta tíma Íslendings frá upp- hafi í míluhlaupi innanhúss þegar hann sigraði á háskólamóti í Tennes- see í Bandaríkjunum. Baldvin varð fyrstur Íslendinga til að hlaupa vega- lengdina undir fjórum mínútum. Ís- landsmet Hlyns Andréssonar í grein- inni er tveggja ára gamalt, 4:03,61 mínútur. Baldvin hljóp hinsvegar á 3:58,02 mínútum. Hann fær tímann þó ekki viðurkenndan sem Íslandsmet þar sem hlaupið fór fram á 300 metra braut. _ Andrea Rán Snæfeld Hauks- dóttir, landsliðs- kona í knatt- spyrnu, er gengin í raðir mexíkóska félagsins Club Am- érica. Andrea Rán lék síðast fyrir Houston Dash í bandarísku atvinnumannadeildinni en fékk fá tækifæri þar. Áður hafði hún leikið með Le Havre í frönsku 1. deild- inni og þar áður um árabil með Breiða- bliki hér á landi. _ Þórdís Björk Georgsdóttir úr Hjól- reiðafélagi Reykjavíkur og Helgi Berg Friðþjófsson úr Brettafélagi Hafnar- fjarðar sigruðu í reiðhjólakeppni Reykjavíkurleikanna en keppt var á fjallahjólum í nýföllnum snjó í Öskju- hlíðinni. Þórdís kom í mark á 8:07,34 klukkustundum en Helgi á 6:53,53. _ Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftriffilkeppninni á Reykjavíkurleikunum í gær þegar hún fékk 587,8 stig. Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í keppni með loftskammbyssu í Egils- höllinni. Fékk hann 562 stig. Í þeirri keppni hafnaði Jórunn í þriðja sæti og var því áberandi um helgina. _ Katrín Tanja Davíðsdóttir og Andre Houdet sigruðu í CrossFit-keppni leik- anna á laugardaginn. Fjögur tveggja manna lið reyndu með sér í fimm greinum og unnu þau Katrín og Houdet eftir spennandi keppni þar sem úrslitin réðust í síðustu greininni. Annie Mist Þórisdóttir og Khan Porter urðu í öðru sæti. _ Andri Nikolays- son Mateev sigraði í opnum flokki í skylmingakeppni leikanna þar sem keppt var með höggsverði. Andri lagði Gunnar Egil Ágústsson að velli í úr- slitum, 15:11. _ Aldís Kara Bergsdóttir, sem braut blað í íslenskri íþróttasögu á síðasta ári, var á meðal keppenda í listskauta- keppni leikanna. Aldís Kara hafnaði í 2. Eitt ogannað KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Vestri...................... 19 Smárinn: Breiðablik – Tindastóll........ 19.15 Origo-höllin: Valur – KR...................... 20.15 1. deild karla: Vallaskóli: Selfoss – Hrunamenn........ 19.15 Dalhús: Fjölnir – Höttur...................... 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – HK ........................... 19.30 TM-höllin: Stjarnan – Haukar ............ 19.30 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Eimskipsv.: Þróttur R. – Valur ................ 19 KR-völlur: KR – Fylkir............................. 19 Víkingsv.: Víkingur R. – Fram................. 19 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.