Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 20

Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 ✝ Grétar Felix Felixson, raf- eindavirki, var fæddur í Reykjavík 7 júní 1947. Hann lést 25. janúar 2022. Foreldrar hans voru Hanna Felix- dóttir og Gunnar Mekkinósson. Grétar var alinn upp á Baldursgötu 7 af ömmu sinni og afa, þeim Guðmundu Jóhannesdóttur, húsmóður og Felix Jónssyni yf- irtollverði. Grétar átti átta hálfsystkini. Úr móðurlegg þau Sigríði, Guð- mundu, Birgi og Hebu Þóris- börn en Birgir féll frá fyrir ald- ur fram. Í föðurlegg voru þau Vilborg, Björk, Dagmar og Gunnar Gunnarsbörn. Grétar giftist Guðlaugu Þórs Ingvadóttur 30. september 1972 og átti með henni þrjá drengi, þá Valgeir, Guðmund og Inga. Grétar lætur einnig eftir sig níu barnabörn og 13 barna- barnabörn. Grétar starfaði um tíma á eig- in radíóverkstæði og vann til sjós en lungann úr starfsaldri hálendið og gista þar eina nótt í fjallakofa. Hann var einn af stofn- félögum Flugsögufélagsins árið 1977 og var ávallt mjög virkur innan þeirra vébanda. Hann var m.a í stjórn félagsins tvö tímabil árin 1982 og 1983. Hann, ásamt Sævari Jóhannessyni, tók við út- gáfumálum félagsins árið 1989 til ársins 2000. Frá árinu 2011 var hann í Flugminjar og saga, þar sem hann ritaði fjölmargar greinar. Hann kom m.a að upp- gerð á TF-ÖGN, fyrstu flugvél sem var smíðuð á Íslandi. Hann var einnig hluti af því teymi sem gerði upp Grunau 9 renniflugu og hóf endurbyggingu á Waco- flugvél félagsins. Grétar náði sér í einkaflugmannspróf á full- orðinsárum og varð meðlimur í flugklúbbnum Þyt. Hann var einnig einn af stofnfélögum í Fé- lagi skipa- og bátaáhugamanna sem var sett á laggirnar árið 2013. Grétar var vígður í Odd- fellow-regluna Leif heppna 13. nóvember 2006 og sinnti hann þar ýmsum störfum. Hann var mjög liðtækur tækniteiknari og liggur eftir hann stórt safn af tölvuteiknuðum flugvélum ásamt gríðastóru ljósmynda- safni og heimildaskrá. Grétar verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag, 7. febrúar 2022, klukkan 13. Hlekkir á streymi: https://www.lindakirkja.is/utfarir/ www.mbl.is/andlat/ sínum vann hann hjá varnarliðinu í Keflavík. Grétar var með- limur í fjölda fé- lagasamtaka. Allt sem viðkom flugi, útivist eða sigl- ingum lét Grétar sig varða. Hann byrjaði ungur í skátahreyfingunni og varð sveitafor- ingi ylfingasveitar víkinga í tvö ár. Hann gekk svo til liðs við hjálparsveit skáta og fór síðar yfir í flugbjörgunarsveitina. Grétar var í fyrsta B-flokki ný- liða. Hann var aðeins 16 ára þegar hann hóf þjálfun hjá sveit- inni og var formlega meðlimur 17 ára gamall. Hann kom einnig að stofnun Lávarðardeildar sveitarinnar en hún var stofnuð til að koma elstu meðlimum saman. Lávarðarnir hittust í laugadagskaffi í hverri viku auk þess sem þeir fóru reglulega saman í vor- og haustferðir. Einnig var hann félagsmaður í RÁF (Rafeindavirkjar á ferð) sem hafði það á stefnuskrá sinni að fara í eina ferð á hausti hverju, í byrjun október, inn á Ég hef þekkt Grétar í mörg ár vegna vinskapar Gullu og konu minnar til margra ára. En það var árið 2005 sem ég sagði Grétari að ég ætti hlut í flugvél og það væri verið að leita að fleiri félögum í hópinn. Grétar, sem þá var nýlega kominn með einkaflugmannspróf, keypti hlut og gekk þar með í Flugfélagið Frímann sem átti eina flugvél, Stinson Voyager 108, árgerð 1947 sem er stélhjólsflugvél. Það var áræði hjá Grétari að ganga til liðs við eigandahópinn sem samanstóð af atvinnuflug- mönnum. Um það bil ári seinna sameinaðist þessi hópur Flug- klúbbnum Þyt þar sem Grétar naut sín vel meðal frumherja Ís- lenskrar flugsögu sem og ann- arra sem flestir voru atvinnu- flugmenn og var hann fljótur að samlagast og taka virkan þátt í starfseminni og var fljótlega sestur í stjórn Þyts. Grétar var áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur og var virkur í mörgum félögum eins og Flugsögufélag- inu, Flugbjörgunarsveitinni og Oddfellow svo eitthvað sé nefnt. Við Grétar áttum margar stund- ir saman um borð í einshreyfils- flugvélum Þyts sem voru allar gamlar stélhjólsflugvélar og leiðbeindi ég Grétari hvernig ætti að fljúga þeim sem er gjör- ólíkt hefðbundnum nefhjólsflug- vélum eins og hann hafði lært að fljúga. Þetta meðtók Grétar af miklum áhuga og sýndi fljótt að hann var þess verður að stjórna svona flugvélum og gerði allt á yfirvegaðan og fag- mannlegan máta. Það var aldrei hikað við að segja já þegar ég hringdi og spurði hann hvort hann hefði áhuga á að koma í flugferð um Snæfellsnes, Suður- land, Fjallabak eða bara í æf- ingaflug. Áhuginn var mikill. Grétar var vanalega í daglegu kaffi í flugskýli Þyts og tók þátt í umræðum og skoðanaskiptum um margskonar málefni ásamt því að vera liðtækur í flest störf sem inna þurfti af hendi. Þegar ég sendi Grétar í sitt fyrsta ein- flug á Cessna 170-stélhjólsflug- vél Þyts frá Bakkaflugvelli í Mosfellsbæ gerði ég ráð fyrir stuttu flugi í um 10-15 mínútur. Eftir 45 mínútur og smá óró- leika fór ég að heyra í flugvél sem nálgaðist og var lent á Bakkaflugvelli af fagmennsku og út kom svo eitt sólskinsbros á andliti Grétars og hann sagði að það hefði bara verið svo gam- an að hann flaug yfir Þingvelli og nágrenni og naut sín eins og best verður á kosið. Hvað er betra? Grétar var alltaf góður félagi og vinur í raun. Gulla mín og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur til ykkar. Freysteinn G. Jónsson. Í dag kveðjum við vin minn Grétar Felix. Okkar leiðir hafa legið saman allt frá því upp úr 1960. Við kynntumst fyrst í starfi sem rafeindavirkjar. Á svipuðum tíma gengum við báðir í Flug- björgunarsveitina í Reykjavík og áttum mikið samstarf í að hugsa um fjarskiptamálin og þar kom sér vel að Grétar var einnig menntaður loftskeytamaður. Við erum bræður í sömu Oddfellow- stúkunni og ferðafélagar með hópi rafeindavirkja sem áður hét útvarpsvirkjar og kölluðum hóp- inn RAF félagar. Á hverju hausti var farin ein helgarferð inn á há- lendið í samfellt 52 ár þar til fyr- ir stuttu. Fleira höfum við gert saman, eins og vera í stjórn hús- félags og framvegis. Grétar var ávallt viljugur að taka að sér ut- anumhald um boðskipti, til dæm- is að senda póst um ferðir eða eitthvað sem var á döfinni ásamt að halda utan um félagatal okkar. Ávallt var stutt í brosið hjá Grét- ari þegar við ræddum um það sem á daga hafði drifið og hann var fljótur að finna skemmtilegu hliðarnar á öllu, sama á hverju hafði gengið. Nú síðustu árin höf- um við hist á laugardögum yfir kaffibolla með Lávörðum Flug- björgunarsveitarinnar, en þar var Grétar eins og annarstaðar sá sem hélt utan um hópinn. Grétar bar sig ávallt vel þrátt fyrir mikil áföll í hans fjölskildu vegna slys sonar hans og slæmr- ar heilsu hans sjálfs nú síðustu árin. Ég kveð þennan góða vin minn og þakka fyrir þær stundir sem við höfum átt saman. Bless- uð sé minning hans. Ég sendi fjölskyldu Grétars samúðakveðju mína með ósk um farsæla framtíð. Guð veri með ykkur. Sigurður Harðarson. Fallinn er frá vinur og félagi, sem ávallt lagði sig fram á öllum sviðum. Við nutum forystu hans í Lávarðadeild Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík og fór- um við margar fræknar menn- ingarferðir um Suðurland og til Vestmannaeyja í þeim hópi en áform hafa verið um að heim- sækja frændur vora í Færeyjum að auki. Skoðuð voru söfn og í öllum ferðunum voru góðar veislur haldnar að kveldi dags áður en til heimferðar var hald- ið. Leiðir okkar Grétars lágu fyrst saman á fyrsta ári mínu með FBS, síðar lágu leiðir okk- ar saman í Hinu íslenska flug- sögufélagi en þar störfuðum við saman í stjórn með mörgum mætum mönnum og sá háttur var á að við skiptumst á að halda stjórnarfundina heima hjá hver öðrum og voru miklar kræsingar í boði eftir hvern stjórnarfund. Flugsaga var okk- ur mikið hjartans mál alla tíð og vorum við einnig handhafar flugskírteinis sem einkaflug- menn. Myndavélum var ávallt brugðið á loft ef haldin voru flugmót eða sýningar. Á stjórn- artíma okkar í Flugsögufélaginu var björgun flugvélar upp úr sandleirum í Þjórsá sennilega eitt mesta þrekvirki í varðveislu flugsögu, Northrop NPB, var hún í framhaldi send til end- urgerðar til verksmiðjunnar í Kaliforníu og eftir endurgerð hennar var hún afhjúpuð á Vatnsmýrarflugvelli árið 1984 við mikla viðhöfn og er síðan varðveitt á flugsafni í Ósló í Noregi. Grétar tók sér margt fyrir hendur og lauk þeim verk- um sem hann tókst á við með prýði, aldrei gekk hann frá hálf- köruðu verki. Við félagar hans, í Lávarðadeildinni, munum sakna hans og hans ágætu forystu og bið ég hinn hæsta um að varð- veita hann og hugga fjölskyldu hans á þessum sorgartímum. Jón Svavarsson. Við félagar í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík minnumst nú látins félaga okkar Grétars Felix Felixsonar sem lést 25 janúar sl. Grétar hóf æfingar í B flokki 1963 þá 16 ára gamall og fékk fulla aðild eftir hefðbundna þjálfun. Grétar starfaði af mikl- um áhuga innan félagsins alla tíð og kom að fjölda verkefna sem mótað hafa störf sveitarinn- ar til framtíðar. Auk þess að hafa tekið þátt í björgunarverk- efnum í áratugi þá var hann einn sá duglegasti að mæta í út- köll þar sem stjórnstöðvabílar sveitarinnar voru notaðir. Grétar var menntaður loft- skeytamaður og rafeindavirki sem nýttist honum vel auk þess sem hann var góður og yfirveg- aður skipuleggjandi. Hann átti einstaklega auðvelt með að eiga samskipti við fólk. Þeir eigin- leikar nýttust honum vel í lífinu og þar sem hann átti aðild að verkefnum á vegum sveitarinn- ar. Árið 1987 var Grétar í for- svari ásamt nokkrum eldri fé- lögum sem hættir voru að geta sinnt erfiðum útköllum og stofn- aði hóp innan Flugbjörgunar- sveitarinnar og hlaut sá flokkur nafnið „FBS Lávarðar“. Grétar hefur verið í forystu þessa hóps alla tíð. Með árunum þegar fjölgaði í hópi eldri félaga hefur það sýnt sig hversu gríðarlega mikilvægur þessi þáttur hefur verið í félagsstarfi meðlima björgunarsveitarinnar. Árið um kring mætir stór hópur þeirra alla laugardagsmorgna til að hitta gamla vini úr björgunar- starfinu og spjalla yfir kaffibolla og meðlæti í bækistöðvum fé- lagsins. Það hefur fjölgað í þessum lávarðahópi jafnt og þétt seinni árin þar sem gamlir félagar hafa komið til baka eftir langa fjarveru. Auk þessara föstu laugardagsfunda þá skipu- lagði Grétar fjölda ferða með lá- varðahópinn víða um land og eru margar ferðirnar ógleyman- legar. Tindfjöll og Jökulheimar voru heimsóttir nokkrum sinn- um, Vestmannaeyjar, Vestfirðir og listinn er langur. Allt til samans var FBS Lávarðaflokk- ur mikilvægur vettvangur björgunarmanna eftir áratuga sjálfboðastarf á vegum Flug- björgunarsveitarinnar í Reykja- vík. Á þessum tæplega 60 árum sem eru liðin síðan Grétar gekk til liðs við sveitina hafa orðið gríðarlegar framfarir í björgun- arstörfum og hverskonar aðbún- aði fyrir félaga í björgunarsveit- unum almennt. Grétar tók virkan þátt í öllu þessu ferli og þróun björgunarsveitanna og sinnti auk þess fjölda annarra verkefna vegna áhuga á björg- unarstörfum og flugmálum. Hann safnaði til dæmis gríð- arlegu magni ljósmynda frá starfi Flugbjörgunarsveitarinn- ar auk þess sem hann vann mik- ið við að taka saman efni um sögu félagsins í sínum frítíma til margra ára. Vegna þessa áhuga Grétars hafa bjargast og varð- veist ómetanleg verðmæti og þættir úr sögu sveitarinnar. Við félagar FBSR og FBS Lávarðaflokks kveðjum nú þennan góða félaga með hlýhug og þakklæti fyrir allt það óeig- ingjarna og ómetanlega starf sem hann vann fyrir félagið í áratugi og auk þess haft forystu að miklum félagslegum umbót- um í þágu heldri félaga sveit- arinnar. Við vottum fjölskyldu Grétars okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Lávarðanna Ingvar F. Valdimarsson. Æskuvinur minn Grétar Felix er fallinn frá en minning um góðan dreng lifir. Við Grétar kynntumst í gegn- um skátahreyfinguna um 1960 og leiðir okkar lágu síðan áfram saman í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Grétar var í eðli sínu hæglát- ur maður, grandvar og varfær- inn þannig að hann átti auðvelt með að halda vináttu við fólk þó það væri ekki endilega í daglegu sambandi. Hann tók skátastarfið alvarlega og var þannig séð allt- af trúr þeim lífsreglum sem skátar höfðu í heiðri. Þannig eignaðist Grétar mikið af góðum og tryggum vinum sem héldu vináttu við hann ævilangt. Á þessum unglingsárum vor- um við duglegir að ferðast um nærliggjandi fjöll og firnindi eins og búnaður okkar í þá daga leyfði. Útilegur og skálagisting- ar voru tíðar og minningar um ógleymanlegar ferðir tengdar þessum unglingsárum eru marg- ar. Eitt sinn gerðum við okkur ferð inn í Innsta Dal í Hengl- inum til að gista þar eina nótt í gömlum skála innst í dalnum. Við lögðum af stað síðdegis að vetri til í miklu frosti og var komið myrkur þegar við geng- um upp Sleggjubeinsskarðið sem var uppljómað af tungskini og norðurljósum. Ofarlega í brekkunum lögðumst við á bakið til að horfa á alla ljósadýrð norðurljósanna sem voru svo svakaleg að það gleymist aldrei. Við náðum loks inn að skálanum í myrkrinu sem var þá fullur af hagamúsum en vanir menn hreinsuðu út og áttu frábæra helgi saman á fjöllum. Eitt gamlárskvöldið fórum við félagarnir í skíðaskálann í Hveradölum og snæddum þar áramótakvöldverð saman og spjölluðum fram eftir nóttu en á nýársdagsmorgun röltum við af stað í bæinn í talsverðu frosti – á jakkafötunum – en vorum snarlega teknir upp í næsta bíl sem átti leið um sem skutlaði okkur í bæinn. Áhugamál Grétars þróuðust í átt til fjalla- og ferðamennsku þegar hann ásamt félögum okk- ar gengum í Flugbjörgunar- sveitina í Reykjavík um 1963. Með þátttöku í æfinga- og björgunarstörfum sveitarinnar opnaðist aðgangur að miklu öfl- ugri tækjabúnaði en við höfðum haft áður og nutum auk þess þjálfunar þrautþjálfaðra fjalla- manna þannig að fljótlega vor- um við farnir að fara í langa æfinga- og björgunarleiðangra með sveitinni inn í óbyggðir og upp á jökla auk þeirra ferða sem við fórum á eigin vegum. En lífið var ekki bara leikur og eftir að við félagarnir stofn- uðum fjölskyldur eða fórum í framhaldsnám þá breyttust áherslur og ferðir og annað í þeim dúr varð að víkja fyrir al- vöru lífsins. Engu að síður hélst vinátta og trúnaður auk þess sem tryggð við Flugbjörg- unarsveitina rofnaði aldrei. Grétar var öflugur liðsmaður sveitarinnar alla tíð og var ým- ist í forystu eða forystuhópi ýmissa verkefna innan sveitar- innar svo sem ýmsum verkefn- um í loftskeytamálum, rekstri á loftskeyta- og stjórnstöðvarbíls FBSR og var einnig einn helsti hvatamaður og veitti forystu kaffihóps eldri félaga FBSR í áratugi. Þessi hópur hlaut nafnið FBS Lávarðar og stóð Grétar fyrir margskonar af- þreyingu og ferðalögum á veg- um hópsins. Ég votta fjölskyldu Grétars mína dýpstu samúð. Sigurður Sigurðsson. Grétar Felix Felixson HINSTA KVEÐJA Ég kveð Grétar með hlýju og þakklæti fyrir vin- áttu okkar um langt árabil. Grétar sýndi börnum mín- um einstakan kærleik og umhyggju. Margar voru ferðirnar með fullan bíl af börnum og fullorðnum í sumarbústaði og útilegur og alltaf var sjálfsagt að hafa mig og mína með. Elsku Gulla og fjöl- skylda, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Björg Kjartansdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN JÚLÍUSDÓTTIR kennari, Ásklifi 14, Stykkishólmi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi þriðjudaginn 2. febrúar sl. í faðmi fjölskyldunnar. Útför auglýst síðar. Halldór Jóhann Kristjánsson Snæbjört Sandra Gestsdóttir Júlíus Már Halldórsson Álfheiður Sól Halldórsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF MAGNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Laufskógum 8, Egilsstöðum, lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 30. janúar. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 8. febrúar klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á egilsstadaprestakall.com. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Alzheimersamtakanna. Reikningsnúmer er 0515-26-24302 og kennitala er 580690-2389. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Bjarni Guðmundur Björgvinsson Björgvin Harri Bjarnason María Guðmundsdóttir Heiðdís Halla Bjarnadóttir Ásgrímur Ingi Arngrímsson Guðm. Magni Bjarnason Heiður Vigfúsdóttir Sólveig Edda Bjarnadóttir Kári Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, RÖGNVALDUR INGÓLFSSON dýralæknir, lést á heimili sínu í Litháen þriðjudaginn 1. febrúar eftir langa baráttu við krabbamein. Jarðarförin hefur farið fram í Litháen þar sem hann hafði heimili síðasta áratug ævi sinnar. Aldona Vaitiekiené Anna Margrét Rögnvaldsdóttir Ingólfur Rögnvaldsson Sigurður Rögnvaldsson barnabörn barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.