Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Verðbólgan er aftur að verða al-
vörumál hér á landi, en að
þessu sinni er Ísland ekki eyland í
þeim efnum, verðbólgan er
áhyggjuefni víða nú um stundir.
Þetta stafar meðal
annars af því að
hrávörur hafa
hækkað mjög í verði
en einnig af því að
slaki í peninga-
stefnu, meðal ann-
ars vegna kórónu-
veirufaraldursins,
er farinn að hafa
áhrif. Tilætluð áhrif, mætti jafnvel
segja. En nú þarf að kveða verð-
bólgudrauginn niður hér á landi áð-
ur en hann nær að valda miklu tjóni
og þó að hluti af skýringunni á
hækkun neysluverðsvísitölunnar sé
innfluttur, þá er stór hluti inn-
lendur.
- - -
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra orðaði það svo í við-
tali við mbl.is í liðinni viku að nú
væri framboðshliðin að bresta og
vísaði í því sambandi til lóðaskorts,
sem hefur valdið hækkuðu húsnæð-
isverði sem aftur á stóran þátt í
vaxandi verðbólgu. Þetta er hóf-
lega orðað en rétt mat og sömuleið-
is það að skipulagsmál og húsnæð-
ismál á höfuðborgarsvæðinu verði
stórt mál fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingar. Augljóst er að brjóta þarf
nýtt land undir byggð.
- - -
Fjármálaráðherra nefndi einnig
að bregðast þyrfti þannig við í
opinberum fjármálum að spenna
ykist ekki. Í því efni er óhjá-
kvæmilegt að horfa til gríðarlega
kostnaðarsams gæluverkefnis sem
engu mun skila, borgarlínunnar
svokölluðu.
- - -
Hið opinbera getur ekki sóað
stórfé í slíkt mál á sama tíma
og raunveruleg þörf fyrir útgjöld
er víða og krafa vex um aukið að-
hald.
Bjarni
Benediktsson
Glíman við verð-
bólguna hafin á ný
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Í Kringlunni í Reykjavík hófst um
helgina ljósmyndasýningin Er komið
að skimun hjá þér? Þetta er hluti af
hvatningarátaki Samhæfingarstöðv-
ar krabbameinsskimana og Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins um mik-
ilvægi skimana fyrir
leghálskrabbameini. Þátttaka kvenna
í þessum skimunum hefur farið
minnkandi síðustu ár. Eftir flutning
skimana fyrir leghálskrabbameini til
heilsugæslunnar í upphafi síðasta árs
komu upp vandkvæði sem nú hafa
verið leyst. „Við höfum lagt mikla
vinnu í að koma þessari mikilvægu
þjónustu í lag,“ segir í tikynningu,
haft eftir Ágústi Inga Ágústssyni,
yfirlækni samhæfingarmiðstöðvar.
Þegar Heilsugæslan tók við leg-
hálsskimunum í ársbyrjun 2021 var
HPV-frumskimun innleidd eins og
tíðkast í nágrannalöndum okkar. Tal-
ið er að um 80% kvenna smitist af
HPV. Sé sýkingin viðvarandi aukast
líkur á forstigsbreytingum og síðar
krabbameini sé ekkert að gert.
Í hópi kvennanna sem styðja átakið
með þátttöku sinni í ljósmyndasýn-
ingunni eru Eliza Reid forsetafrú,
Brynhildur Guðjónsdóttir leikhús-
stjóri og Þuríður Sigurðardóttir söng-
kona. Sýningin stendur út febrúar í
Kringlunni auk þess sem hún er á
netinu. sbs@mbl.is
Vekja athygli á leghálsskimunum
- Átak vegna krabbameins - Ljós-
myndasýning í Kringlunni opnuð
Velferð Sýningin opnuð. Konur
segja sögur sínar þar á myndum.
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Mikil uppbygging á sér nú stað í
Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ en
úthlutun lóða í Dalshverfi III er haf-
in. Bærinn hyggst úthluta lóðum í
norðurhluta áfangans 18. febrúar
nk. og hafa þegar fjölmargar um-
sóknir borist, að sögn bæjarstjóra.
„Síðast þegar ég vissi voru komn-
ar rúmlega 100 umsóknir um þessar
lóðir þannig að það er greinilega
mikil eftirspurn,“ segir Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri Reykja-
nesbæjar.
Um er að ræða par- og fjölbýlis-
lóðir auk örfárra einbýlislóða í norð-
urhluta áfangans en sá syðri verður
auglýstur síðar, að sögn Kjartans.
Hann segist vonast til að sú úthlutun
verði kláruð með vorinu en unnið er
að gatnagerð þar.
Dalshverfi á sér um tuttugu ára
sögu en uppbygging á því hófst upp
úr aldamótum. Þegar er til staðar
grunn- og leikskóli þar, Stapaskóli,
en í Dalshverfi III er gert ráð fyrir
nýjum leikskóla.
„Það verður ekki byggður nýr
grunnskóli því að Stapaskóli verður
grunnskóli þessa hverfis. Svo verður
byggður annar leikskóli og við erum
að byrja að undirbúa þau áform.“
Spurður út í frekari uppbygging-
aráform Reykjanesbæjar segir
Kjartan að ýmis áform séu í kort-
unum, bæði að því er snýr að nýjum
hverfum og þéttingarmöguleikum.
Bæjarfélagið muni þó ekki byggja
austar á stapanum, heldur beinist
augu manna næst að reit sunnan við
Reykjanesbrautina. Auk þess séu
víða þéttingarmöguleikar innan-
bæjar í grónum hverfum sem og á
Ásbrú .
Rúmlega hundrað
umsóknir borist
- Mikil eftirsókn
eftir lóðum - Innri-
Njarðvík þenst út
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Loftmynd Innri-Njarðvík þenst út í
austurátt með nýju Dalshverfi.