Morgunblaðið - 07.02.2022, Blaðsíða 17
MINNINGARQ 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
✝
Stefanía Þor-
valdsdóttir
fæddist á Ketils-
stöðum í Jökulsár-
hlíð 24. janúar
1956. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 20. janúar
2022.
Foreldrar henn-
ar eru Þorvaldur
Jónsson frá Torfa-
stöðum í Jökuls-
árhlíð, f. 13. janúar 1931, og
Fregn Björgvinsdóttir frá Ket-
ilsstöðum í Jökulsárhlíð, f. 15.
október 1934, d. 8. apríl 2005.
Stefanía (oft kölluð Stebba)
var elst sjö systkina. Systkini
hennar eru: Jón Torfi, f. 18.
október 1957; Björgvin Ketill, f.
25. desember 1959; Margrét, f.
25. desember 1959; Vordís, f.
25. apríl 1964; Frigg, f. 14. des-
ember 1966; Þorri, f. 14. desem-
ber 1966.
Árið 1975 giftist Stefanía
Víglundi Rúnari Jónssyni, f. 1
desember 1953. Þau skildu.
Hinn 19. nóvember 1988 gift-
ist Stefanía Kristjáni Ágústi
Baldurssyni, f. 1. nóvember
Synir Stefaníu og Kristjáns
eru: 1) Baldur, f 21. mars 1989,
í sambandi með Brynju Þórs-
dóttur, f. 11. júní 1987. 2) Finn-
ur, f. 1. ágúst 1991, í sambúð
með Önnu Köru Eiríksdóttur.
Barn Finns og Áslaugar Brynju
Ingþórsdóttur er Ísak Nóel.
Fyrstu 10 ár ævinnar bjó
Stefanía ásamt fjölskyldu sinni
á Háafelli í Jökulsárhlíð og hóf
skólagöngu sína á Hrafna-
björgum í Jökulsárhlíð. Ellefu
ára gömul flutti hún ásamt for-
eldrum og systkinum suður til
Reykjavíkur. Þar gekk hún í
Álftanesskóla, Árbæjarskóla og
lauk síðan skólagöngu sinni í
Ármúlaskóla.
Árið 1985 flutti Stefanía á
Seyðisfjörð og starfaði þar í
fiski næstu árin, þá sneri hún
aftur til Reykjavíkur og hóf
sambúð með Kristjáni.
Stefanía vann við ýmis versl-
unar- og þjónustustörf en
lengst af í Þinni verslun við
Seljabraut í Breiðholti og þaðan
þekktu hana margir. Eftir að
Þín verslun hætti starfaði Stef-
anía með Jórunni dóttur sinni
sem dagforeldri. Síðustu árin
starfaði hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.Jarðsungið verður frá
Bústaðakirkju í dag, 7. febrúar
2022, og hefst athöfnin kl. 13.
Athöfninni verður streymt á
https://tinyurl.com/ycxftzux
https://www.mbl.is/andlat
1954, starfsmanni
hjá Toyota. For-
eldrar hans voru
Baldur Krist-
jánsson, f. 28.
ágúst 1923, d. 24.
október 1994, og
Unnur Sveins-
dóttir, f. 7. mars
1923, d. 27. júní
2016.
Dætur Stefaníu
og Víglundar Rún-
ars eru: 1) Jórunn Fregn, f. 21.
október 1973, gift Árna Inga
Steinssyni, f. 30. október 1970.
Börn Jórunnar Fregnar og
Sverris Steindórssonar eru
Stefanía Lind, Sigurður og Jón
Theodór. Börn Árna Inga frá
fyrra sambandi eru Ingibjörg
Erla og Steinn Ingi. Jórunn
Fregn og Árni eiga samtals sex
barnabörn. 2) Hilda Bára, f. 24.
október 1975, gift Sigurði
Gunnari Gunnarssyni, f. 15.
september 1965. Synir þeirra
eru Þorvaldur Daði og Eyþór
Andri. Börn Sigurðar frá fyrra
hjónabandi eru Gunnar og Ásta
Sigríður. Hilda Bára og Sig-
urður eiga eitt barnabarn.
Elsku mamma mín.
Það varst þú sem rakst mann
og annan til læknis ef hann svo
mikið sem hnerraði, eða svo gott
sem. En það tók aðeins 190 daga
fyrir krabbameinið að taka þig frá
okkur. Frá því við fengum þær
fréttir að þú værir með óskurð-
tækt æxli og meinvörp. Meinið
hafði átt mun lengri dvalartíma í
litla kroppnum þínum áður en þú
fékkst loksins til að láta athuga
þessa stöðugu verki sem þú varst
búin að vera með.
Augnablikið á fundinum með
lækninum mun ég ávallt geyma í
hjarta mínu. Ró þín og yfirvegun
þegar okkur voru sögð tíðindin
var svo aðdáunarverð. En ég gat
ekki horft á þig, augun störðu svo
stíft á lækninn að ég hefði senni-
lega getað brennimerkt hann með
þeim. Ég heyri þig segja: Já ok,
einmitt, þetta er bara verkefni
sem þarf að klára. Hvað tekur nú
við? Þannig varstu allt meðferð-
arferlið þar til yfir lauk. Róleg og
yfirveguð. Aldrei sá ég þig beygja
af, þú gerðir það kannski í ein-
rúmi. Þú varst alltaf sterk fyrir
okkur.
En við ætlum ekki að staldra
við það sem við getum ekki breytt.
Þú kenndir mér það. Það tók tíma
en ég held að ég sé að ná þessu. Þú
varst mín besta vinkona og ósjald-
an leitaði ég til þín með eitt og
annað sem lá mér á hjarta. Þú átt-
ir alltaf góð ráð eða náðir ávallt að
sýna mér hlutina frá öðru sjónar-
horni en ég sá og oftar en ekki fór
ég sáttari frá borði eftir heimsókn
til þín. Þú varst mín klappstýra.
Ró þín og yfirvegun skein
skært ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur systkinunum eða nánasta
fólkinu þínu. Ég held ég tali fyrir
marga þegar ég segi hversu gott
var að hlusta á þig með okkar öll
heimsins vandamál eða hafa þig
nálægt þegar stórir sem smáir
viðburðir gengu á í okkar lífi. Það
varst það þú sem hughreystir eða
leyfðir okkur að baula þar til okk-
ur leið betur. Já, fyrstu 100 árin
eru vandlifuð, sagðir þú oft.
Sama hvað var, ef einhver var
að flytja, var í framkvæmdum, að
fara að halda veislu, að halda
Vogadaga eða Skræk, ef börn eða
barnabörnin þurftu pössun, já
hvað sem er, þá varst þú ekki svo
róleg og yfirveguð, ónei! Áður en
maður vissi af, þá varst þú eða
Kristján komin til að hjálpa en oft
komuð þið saman. Það eru nokkr-
ir vatnslásar sem liggja í valnum,
eða bakarofn hefur ekki jafnað sig
ennþá eftir að þú komst nálægt
með skrúbbinn að vopni. Skipulag
heimila tók oft góðum breytingum
þegar þú hafðir komið við hjá okk-
ur systkinum og elsta barnabarni
þegar hún fór að búa en ef við vor-
um að heiman á meðan, þá áttu þá
helst tengdasynirnir það til að
hringja í þig eftir upplýsingum
um hvar sumir hlutir áttu nú stað.
Það verður erfitt að feta þín
spor sem þú markaðir svo djúpt.
Þú ert mín fyrirmynd og ég mun
ávallt hafa hana að leiðarljósi. Ég
elska þig, mamma mín. Taktu ut-
an um ömmu Fregn fyrir mig. Ég
veit að þið tvær lítið til með okkur
hinum.
Ég mun taka utan um okkur
systkinin, Kristján þinn, ömmu-
börnin þín, langömmubörn, afa og
syskini þín. Við öll sem elskum þig
og söknum munum styrkja hvort
annað í sorginni.
Þín dóttir
Jórunn Fregn Víglundsdóttir.
Elsku elsku mamma. Ég bíð og
bíð eftir því að vakna, því ég óska
þess svo innilega að þetta sé bara
martröð. Mér líður sem ég fljóti
fyrir utan þennan heim, og að
þetta sé ekki veruleikinn.
15. júlí 2021 er dagur sem mun
aldrei fara úr minni mér því þá
breyttist lífið hjá okkur systkin-
um og Stjána að eilífu. Síðasta
hálfa árið er búið að vera ansi erf-
itt fyrir okkur og þig, þú ert hetj-
an mín sem barðist til síðasta
blóðdropa við þetta bévítans
krabbamein sem þú og gerðir og
stóðst þig frábærlega, ég er gíf-
urlega stolt af þér.
Þegar þetta er skrifað eru 11
dagar síðan þú lést, 11 dagar síðan
ég talaði við þig síðast, 11 dagar
síðan ég kyssti þig bless. Ég held
að ég gæti talið á fingrum ann-
arrar handar hversu oft það hefur
liðið svo langur tími frá því ég
heyrði frá þér og ég fæ nístandi
sársauka í magann þegar ég
hugsa til þess að hann eigi aðeins
eftir að lengjast. En mér líður bet-
ur að vita að þú ert laus við alla
verki og mér líður betur að vita að
amma er hjá þér og hefur tekið á
móti þér. Ég veit ekki hvernig lífið
verður án þín, ég veit ekki hvernig
ég get haldið áfram án þín, þú
varst kletturinn í lífi mínu og
minna barna. Þú varst alltaf til
staðar þegar við þurftum aðstoð
við hitt og þetta. Þú varst stoð mín
og stytta, mín besta vinkona og
við vorum mjög nánar og þannig
varst þú við okkur öll fjögur
systkinin.
Margir hafa hringt í mig og
sent mér skilaboð og öll þessi
skilaboð eiga eitt sameiginlegt:
þau segja að þú hafir verið mjög
litríkur karakter, hlý og um-
hyggjusöm, og það varst þú svo
sannarlega. Hvert sem þú fórst
varstu hrókur alls fagnaðar, það
fór aldrei á milli mála þegar
Stebba var á staðnum. Það heyrðu
það líka allir í margra kílómetra
fjarlægð.
Þú varst ein af þeim sem setja
sig alltaf í annað sæti og aðra og
þá aðallega börnin í fyrsta sæti.
Alltaf tilbúin til þess að passa fyrir
mann hvort sem það var í hálftíma
eða nokkra daga. Ef það kom fyrir
að þú lofaðir upp í ermina á þér,
þá reddaðir þú bara pössuninni
sjálf án þess að láta okkur vita af
því. Ef þú passaðir fyrir okkur yf-
ir helgi eða yfir nætur, þá var oft-
ar en ekki búið að taka alla skápa
og gólf í gegn og ósjaldan sem þú
fékkst símtöl þar sem við þurftum
upplýsingar um hvar dótið okkar
væri eftir tiltektirnar þínar. Alltaf
voruð þið Stjáni komin til aðstoð-
ar þegar veislu bar að höndum hjá
okkur eða þegar við vorum að
flytja (sem var nú ekkert sjaldan
hjá okkur fjölskyldunni enda köll-
um við okkur Flakkarana), þá
varst þú komin með tuskuna og
Stjáni með pensilinn áður en mað-
ur vissi af. Elsku mamma, ég gæti
skrifað endalaust um þig.
Elska þig svo mikið, ég sé þig
aftur þegar minn tími kemur og
treysti á að þið amma takið þá vel
á móti mér, en þangað til veit ég
að þið tvær horfið niður til okkar
og vakið yfir okkur.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína, ég mun alla tíð
sakna þín meira en orð fá lýst.
Þangað til næst, elska þig.
Þín
Hilda.
Undanfarnir dagar hafa verið
þungir og myrkir, eftir að tengda-
móðir mín Stebba lést. Það er
bara einhvern veginn ekki í mynd-
inni að vera að kveðja hana núna.
Við í fjölskyldunni höfum verið
mjög brotin, Hilda að kveðja
mömmu sina og besta vin sinn og
strákarnir okkar eru sorgmæddir
yfir fráfalli ömmu sinnar, sérstak-
lega sá yngsti, sem kann ekki að
stýra sínum tilfinningum.
Stebba var að mörgu leyti ein-
stök manneskja. Hún hafði sér-
lega sterka réttlætiskennd og
mátti ekkert aumt sjá. Allir voru
jafnir, eða í það minnsta nutu þeir
vafans. Fjölskyldan var henni afar
dýrmæt og hún naut sín best með
henni og voru fjölskylduhitting-
arnir ótrúlega margir og örir. Ég
kynntist Stebbu árið 2010 þegar
við Hilda fórum að stinga saman
nefjum. Frá fyrsta degi var ég
eins og einn af fjölskyldunni,
ásamt börnunum mínum sem ég
átti fyrir. Mjög minnisstæð er
ferð sem við Hilda fórum með
Stebbu og Stjána á Vestfirðina
þar sem flestir staðir voru heim-
sóttir og gistum við í tjöldum.
Ekta íslenskt sumarveður var all-
an tímann, hitinn náði heilum tíu
gráðum og fór svo alveg niður í
tveggja stiga frost á nóttunni. Það
skipti Stebbu engu máli, hún var í
fríi með fjölskyldunni og það var
það eina sem skipti hana máli, jú
og svo almennileg steik á kvöldin.
Ég kveð þig með söknuði kæra
tengdamóðir, þú verður í minnum
okkar um aldur og ævi.
Sigurður G. Gunnarsson.
Kæra amma mín.
Hvað er hægt að segja um þig
sem hefur ekki þegar verið sagt
þúsund sinnum?
Allt mit líf hefur þú verið til
staðar og það er erfitt að sætta sig
við að þú sért ekki lengur hérna
hjá okkur. Skrítið hvernig maður
heldur að maður hafi hundrað ár
til að hitta manneskju og svo er
það orðið of seint.
Skringilegt en satt þá vildi ég
óska þess að þú hefðir getað
hreinsað úr eyrunum á í síðasta
skipti þótt að ég hafi hatað það
sem krakki.
Maður hefur búið til margar
minningar með þér en örugglega
sú besta er þegar ég drakk með
þér og söng með allri fjölskyld-
unni, ekkert nema gleði og hávaði
í loftinu. Við töluðum um að það
væru örugglega ekki margir sem
gætu sagt að þeir hefðu verið að
djamma með ömmu sinni.
Elsku amma mín, ég mun
sakna þín allt mitt líf og vona að
þú hvílir í friði í næstu veröld sem
kemur eftir þessari. Sjáumst í
næsta lífi.
Jón Theodór Sverrisson.
Hún amma var mikilvæg festa í
mínu lífi, það var alltaf bókað að
þegar maður heimsótti ömmu þá
tók hún alltaf á móti mér og mín-
um með hlýju, það er sárt að hafa
hana ekki lengur. Hún reyndist
mér frábær og elskuleg amma
enda setti hún það hlutverk ofar
en margt annað. Þegar ég fer yfir
lífshlaup ömmu í huganum ásamt
minningum um hana dreg ég þann
lærdóm að setja sína nánustu
ávallt í fyrsta sæti og vera sam-
heldin enda fátt annað sem skiptir
máli þegar öllu er á botninn hvolft.
Elsku amma, blessuð sé minning
þín, ást þín gagnvart börnum þín-
um mun áfram lifa næstu kynslóð-
ir.
Farin ertu amma mín,
það er sárt að sakna.
Ég mun ávallt minnast þín,
með bros þitt í hjarta.
(SS)
Sigurður Sverrisson.
Elsku amma mín, þetta er svo
óraunverulegt að ég skuli vera að
skrifa minningargrein til þín. Þú
áttir einhvern veginn alltaf að
vera hérna, þú varst bara partur
af manni og maður var ekki einu
sinni búinn að hugsa út í það að
einn daginn kæmi að þeim degi að
þú myndir kveðja þennan heim,
hvað þá svona allt of fljótt.
Alveg síðan ég fékk símtalið um
að þú værir farin hafa minning-
arnar okkar saman gjörsamlega
flætt yfir mig. Sérstaklega þessi
yndislegi tími sem við fengum
saman þegar ég var í fæðingaror-
lofi og þú ekki að vinna. Þú komst
nánast á hverjum degi til mín og
varst allra besti félagsskapur sem
ég hefði getað hugsað mér.
Rjúpufellið á sérstakan stað í
hjarta mínu, allt sem var brallað
þar með ykkur afa og Baldri og
Finni. Það var þar sem þú tókst
mig undir þinn verndarvæng þeg-
ar ég stal pokemon-spilum af
Baldri sem var korter í ungling og
ekkert sérstaklega sáttur út í litlu
frænku. Laugardagskvöldin með
snakk, gos og súkkulaðimöndlur
yfir Spaugstofunni, Eurovision-
partíin, allar veislurnar o.s.frv. Öll
ferðalögin með þér út um allt land
en þá sérstaklega elsku besti
Galtalækur. Það sem sá staður
geymir margar dýrmætar minn-
ingar, en það sem gerði hann dýr-
mætastan varst þú.
Elsku amma, það verður eng-
inn kolsvartur kaffibolli eða ísilagt
vatnsblandað Campari sem ég
mun færa þér, ekki lengur stolt
bros sem kynnir mig sem nöfnu
þína, ekki lengur símtal til að at-
huga með hvað lykilorðið þitt sé
aftur og ekki lengur þitt hlýja
faðmlag og huggandi orð á erfið-
um stundum.
Elsku amma, ég elska þig svo
mikið og orð fá því ekki lýst
hversu sárt ég mun sakna þín, ég
mun varðveita minningu þína svo
lengi sem ég lifi. Þangað til næst,
amma mín, ég bið að heilsa.
Stefanía Lind Sverrisdóttir.
Elsku besta. Þá hefur það gerst
sem hefur alltaf hrætt mig; eitt af
okkur sjö systkinunum er dáið.
Þegar þú greindist með krabba-
meinið fyrir hálfu ári grunaði mig
ekki að tíminn yrði svona naumur.
Þú tókst þessum fréttum af svo
miklu æðruleysi að ég gat ekki
annað en trúað því að þér myndi
batna.
Við höfum heilmikið brallað
saman um ævina, ég var barnapí-
an þín þegar stelpurnar þínar
voru litlar, svo eyddum við heilu
sumri saman ásamt fleirum á
Seyðisfirði og unnum í fiski,
skelltum í eitt systrabrúðkaup
1988, ferðuðumst utan- og innan-
lands saman og eru Galtalækjar-
ferðirnar um versló sérstaklega
minnisstæðar þar sem stór hluti
af systkinahópnum kom saman
ásamt fölskyldum. Það voru
dásamlegir tímar. 30 ára brúð-
kaupsafmælisferðin okkar til
Berlínar 2018 var geggjuð og
Krítarferðin sama ár algjört æði.
Það verður erfitt ef ekki
ógjörningur að lifa við það að hafa
þig ekki hjá okkur elsku systir
mín. Þú barst hag allra fyrir
brjósti. Börnin þín, tengdabörnin,
barna- og barnabarnabörnin þín,
við systkini þín og okkar fjöl-
skyldur og elsku pabbi okkar, við
geymum minninguna um þig í
brjósti okkar og gleymum þér
aldrei.
Hvíldu í friði elsku besta og
skilaðu frá mér kveðju í sumar-
landið.
Elsku Kristján, Jórunn Fregn,
Hilda Bára, Baldur, Finnur og
stórfjölskylda,
minning um elskulegu Stefaníu
okkar lifir um ókomin ár.
Vordís.
Elsku Stebba frænka, í dag er
afmælisdagurinn þinn. Í staðinn
fyrir að ég hringi í þig og óski þér
til hamingju með afmælið sit ég
með tárin í augunum og skrifa
minningargrein um þig.
Hvernig má það vera að elsku
Stebba frænka hafi verið tekin frá
okkur alltof snemma? Þú barðist
hetjulega í gegnum veikindin, sem
voru reyndar ekkert svo löng. Ég
hitti þig daginn áður en þú byrj-
aðir í fyrstu lyfjameðferðinni og
þú varst svo staðráðin í að klára
þetta með stæl. Því miður náði ég
ekki að hitta þig mikið eftir þetta,
ég var alltaf svo hrædd við veir-
una sem herjar á okkur. En ég
náði að heyra í þér viku fyrir and-
lát þitt og töluðum við saman og
verð ég ævinlega þakklát fyrir
það. En eitt get ég sagt þér, þú
varst og verður alltaf í hjarta
mínu. Þegar amma Fregn dó árið
2005 var ég staðráðin í að þú yrðir
nýja amman í fjölskyldunni, sem
þú gerðir. Þegar eitthvað bjátaði á
var hægt að leita til þín og þú
gafst ráð og ég veit að ég er ekki
ein um það.
Núna nýlega hef ég verið að
renna í gegnum gömul skilaboð
sem fóru okkar á milli og þá tók ég
eftir því að eiginlega allar okkar
skilaboðasendingar voru á nótt-
unni. Alltaf þegar ég gat ekki sof-
ið, eða já bara kom seint heim,
varst þú alltaf vakandi og oftar en
ekki komstu upp hjá mér og
spurðir mig hvað ég væri að gera
vakandi á þessum tíma og hvort
það væri ekki allt í lagi. Þú vildir
alltaf fylgjast með og varðst ekki
róleg fyrr en þú vissir að allt væri í
góðu.
Elsku Stebba, ég veit að þér
líður vel núna og eruð þið amma
pottþétt að bralla eitthvað saman í
draumalandinu, þú kannski segir
henni hvað er búið að vera að ger-
ast í Glæstum vonum.
Ég elska þig eða „love you“
eins og þú sagðir oft.
Minning þín lifir.
Kristján, Jórunn, Hilda, Bald-
ur, Finnur, afi og systkini, ég
sendi ykkur stórt kærleiksknús á
þessum erfiðu og sorglegu tímum.
Þín systurdóttir,
Margrét Fídes.
Ég bíð við bláan sæ,
ein í blíðum sunnanblæ,
brátt mun bátur þinn
birtast, vinur minn …
(Jón Sigurðsson)
Þetta er lagið okkar í sauma-
klúbbnum Samþykkt og ein-
hverra hluta vegna finnst okkur
að þetta sé lagið hennar Stefaníu
vinkonu okkar eða Stebbu eins og
við kölluðum hana.
Í rúm 40 ár höfum við vinkon-
urnar gengið saman í gegnum
lífsins ólgusjó, gleði og sorg, þó
meiri gleði. Stebba var stór hluti
af okkar hópi og kom inn í hann
með hvelli, þessi litla kona með
risastóran persónuleika sem lífg-
aði upp á tilveruna. Það voru
margar hliðar á Stebbu; töffar-
inn, skvísan, naglinn, „besser-
wisserinn“, dugnaðarforkurinn,
gleðigjafinn, barnagælan, fjöl-
skyldukonan. Hún var með
sterka réttlætiskennd og risa-
stórt hjarta og mátti ekkert aumt
sjá. Hún læddist ekki með veggj-
um, var ekki mjög hljóðlát, stóð
fast á sínum skoðunum og hvik-
aði hvergi. Það sópaði að henni
og hún var hrókur alls fagnaðar
þannig að á stundum stóð okkur
ekki alveg á sama. Við fórum
margar ferðir bæðir innanlands
og utan en okkur er minnisstæð
ferðin okkar til Rómar, þar sem
Stebba sló í gegn og átti hug og
hjarta Ítalanna, þessi fallega
kona sem geislaði af með
sígaunaútlitið sitt.
Á tímabili voru nornir Stebbu
hugleiknar og átti hún orðið stórt
og myndarlegt safn af nornum og
var hún með nornaþema í sex-
tugsafmæli sínu, er það ein af
skemmtilegri uppákomum sem
við höfum tekið þátt í. Síðasta
samverustund okkar var í októ-
ber síðastliðnum þegar veikindin
höfðu þegar tekið mikinn toll af
henni en hún var ótrúlega sterk
þetta kvöld og við áttum svo ynd-
islega stund með henni og Krist-
jáni.
Það verður fátæklegra hjá
okkur nú þegar elsku besta vin-
kona okkar hún Stebba er farin
frá okkur, en brátt mun bátur
hennar leggja að ströndum Sum-
arlandsins þar sem við vitum að
vel verður á móti henni tekið.
Hvíl í friði elsku vinkona, ást-
ar- og samúðarkveðjur til Krist-
jáns og allra barnanna.
Saumaklúbburinn Samþykkt,
Ragnheiður, Sigrún,
Vilborg, Anna og
Guðrún.
Stefanía
Þorvaldsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Ég vildi að þú gætir
komið aftur til okkar.
Ég sakna þín.
Þinn
Eyþór Andri.
Amma mín var mikil-
vægasta persóna í fjöl-
skyldu minni, það verður
erfitt að vera án hennar.
Ég sakna þín elsku amma.
Þinn
Þorvaldur Daði.