Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 27
sæti í fullorðinsflokki en Petra Palmio frá Finnlandi stóð uppi sem sigurveg- ari. Margir erlendir keppendur voru með enda hefur keppnin á listskautum á Reykjavíkurleikunum verið sterk síð- ustu árin. Ísland fékk ein gullverðlaun þegar Júlía Rós Viðarsdóttir sigraði í unglingaflokki. _ Handknattleikskonan Anna Katrín Stefánsdóttir er mætt aftur á völlinn eftir sex ára fjarveru vegna höfuð- meiðsla. Anna varð fyrir því óláni að fá þungt högg á gagnaugað á æfingu í lok ársins 2015 og þurfti hún að hætta handboltaiðkun. Hún sneri hinsvegar aftur með Gróttu um helgina og skor- aði eitt mark í 23:20-sigri á ÍR í 1. deildinni, Grill 66-deildinni. Anna Katrín varð Íslandsmeistari með Gróttu árið 2016 og þótti mjög efni- leg á sínum tíma og er 24 ára göm- ul. _ Sigurgöngu Hamars í efstu deild karla á Ís- landsmótinu í blaki lauk um helgina þegar liðið tap- aði fyrir HK 3:1 í Kópavogi. HK vann hrinurnar 25:21, 30:28 og 25:16 en Hamar vann 25:21 og jafnaði þá 1:1. Viðureignin var tvísýn því þriðja hrinan var framlengd. HK hefur sex stiga for- skot á toppnum en Hamar á hins vegar þrjá leiki til góða. _ Irene Schouten frá Hollandi vann til gullverðlauna með glæsibrag í 3.000 metra skautahlaupi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hún sló 20 ára gamalt ólympíu- met í leiðinni. Schouten kom í mark á 3:56,93 mínútum og bætti fyrra met, 3:57,30, frá árinu 2002. _ Therese Johaug krækti í fyrstu gullverðlaun leikanna að þessu sinni þegar hún sigraði í 15 kílómetra skíða- göngu. Vegalengdina gekk hún á 44:13,7 mínútum og sigraði örugg- lega. Johaug hefur fjórum sinnum unnið til verðlauna á Vetrarólymp- íuleikum. Hún var mjög í fréttum árið 2016 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Læknir norska landsliðsins sagði af sér í framhaldinu en hann og Johaug héldu því fram að græðandi stera hefði verið að finna í varasalva sem Johaug not- aði. Hafði hún fengið heiftar- legan varaþurrk í æfingabúðum í Ölpunum. Fékk hún átján mánaða keppnisbann. _ Hin tvítuga Zoi Sadowski-Synnott frá Nýja-Sjálandi fagnaði drama- tískum sigri í brekkufimi á snjóbretti í kvennaflokki og þar með fyrstu gullverðlaunum Nýja-Sjálands á Vetrarólympíuleikum frá upphafi. Hafa Nýsjálendingar alls fjórum sinn- um fengið verðlaun á leikunum í gegnum tíðina. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í gær á 24,05 sekúndum. Var það besti árangur Íslendings á mótinu samkvæmt al- þjóðlegri stigagjöf en fyrir árang- urinn fékk Guðbjörg 1.078 stig. Tiana Ósk Whitworth, einnig úr ÍR, hljóp á 24,50 sekúndum og voru þær báðar á undan Milju Thureson frá Finnlandi sem hljóp á 24,67 sekúndum. Guðbjörg og Tiana kepptu einnig í 60 metra hlaupinu og þar mátti vart á milli sjá. Naomi Sedney sigr- aði á 7,39 sekúndum, Guðbjörg kom næst á 7,44 sekúndum og Tiana á 7,45 sekúndum. „Ég er mjög ánægð. Auðvitað vill maður alltaf sjá bætingu en ég var mjög nálægt því að bæta mig í 60 metra hlaupinu. Ég var bara einu sekúndubroti frá mínum besta tíma. 200 metra hlaupið var að mestu leyti mjög flott en ég datt næstum því eftir 100 metra. Ég veit að ég á mjög mikið inni. Um leið og ég næ að útfæra hlaup full- komlega þá mun ég henda í stóra bætingu. En maður á ekki að stressa sig á því hvenær bætingin verður heldur leyfa því bara að gerast,“ sagði Guðbjörg Jóna þeg- ar Morgunblaðið spjallaði við hana í Laugardalshöllinni í gær en Ís- landsmet Guðbjargar Jónu í 60 metra hlaupi innanhúss er 7,43 sek- úndur. Aukin samkeppni hjálpar til Tiana Ósk Whitworth er að ná sér á strik á ný eftir að hafa verið frá vegna meiðsla en hún hljóp á 7,45 sekúndum í 60 metra hlaupinu. „Á heildina litið er ég frekar ánægð með daginn. Ég er ánægð- ari með 60 metrana heldur en 200 metra hlaupið en bæði hlaupin voru fín,“ sagði Tiana þegar Morgun- blaðið ræddi við hana. „Það hjálpar alltaf svo mikið að fá samkeppni frá erlendum keppendum. Við Guð- björg erum svolítið vanar því að vera bara tvær að hlaupa en með alþjóðlegum mótum eins og RIG kemur önnur stemning. Sér- staklega þegar áhorfendur eru leyfðir. Það hjálpar mikið og því hefði verið gaman að ná bætingu í dag og nýta sér aðstæður,“ sagði Tiana Ósk og að svo búnu var þess- um spretthörðustu konum landsins fylgt í lyfjapróf af lyfjaeftirliti ÍSÍ. - Kristján Viggó Sigfinnsson undirstrikaði hversu öflugur há- stökkvari hann er orðinn en þessi 18 ára gamli Ármenningur vippaði sér yfir 215 sentimetra. - Hildigunnur Þórarinsdóttir úr ÍR sigraði í langstökki eftir jafna keppni. Stökk hún 5,84 metra í tveimur síðustu stökkum sínum en Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH stökk 5,70 metra. - Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason getur ekki keppt í kringlukastinu á veturna. Hann keppti hins vegar í kúluvarpi eins og hann hefur stundum gert á Reykjavíkurleikunum. Guðni náði sínum besta árangri í kúlunni og varpaði henni 18,84 metra. Sekúndubroti frá eigin Íslandsmeti - Guðbjörg Jóna og Tiana Ósk í fínu formi á hlaupabrautinni snemma árs Morgunblaðið/Arnþór Birkisson RIG Guðbjörg Jóna kemur fyrst í mark í 200 metra hlaupinu í gær. Tiana Ósk Whitworth er til hægri og hin finnska Milja Thureson er til vinstri. Valur er Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir öruggan 4:1- sigur á KR í úrslitaleik á Origo- vellinum á Hlíðarenda í gær. KR fór betur af stað og Kristján Flóki Finnbogason skoraði fyrsta markið á 18. mínútu. Andri Adolphsson fór meiddur af velli hjá Val á 29. mínútu og Guðmundur Andri Tryggvason leysti hann af hólmi. Aðeins tveimur mínútum síð- ar jafnaði Guðmundur. Patrick Pedersen kom Valsmönnum yfir á 61. mínútu og hann tvöfaldaði for- skotið á 73. mínútu. Daninn var ekki hættur því hann fullkomnaði þrennuna og gulltryggði sigur Valsmanna á 75. mínútu. Valsmenn urðu einnig Reykjavík- urmeistarar á síðasta ári, þá eftir sigur á Fylki. johanningi@mbl.is mbl.is/Óttar Geirsson Valur Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson með bikarana á lofti. Aftur unnu Valsmenn Reykjavíkurmótið Valur vann sannfærandi 32:19- sigur á Víkingi á heimavelli í Olís- deild karla í handknattleik í gær. Eftir jafnar upphafsmínútur komst Valur í 10:5 og var staðan í hálfleik 17:10. Víkingar voru ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik og öruggur Valssigur varð raunin. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði níu mörk fyrir Val og Benedikt Gunnar Óskarsson gerði sjö. Gunn- ar Valdimar Johnsen skoraði fimm fyrir Víking. Keppni á Íslandsmótinu er ný- lega farin í gang á nýjan leik eftir langt hlé sem gert var vegna Evr- ópukeppni karla. Tveir leikir eru fyrirhugaðir í kvöld en þá mætast annars vegar Stjarnan og Haukar og hins vegar FH og HK. Valur er með 20 stig, eins og Haukar og FH í þremur efstu sæt- unum. Víkingur er í ellefta og næst- neðsta sæti með tvö stig. Einar Þorsteinn skoraði níu mörk Morgunblaðið/Óttar Geirsson Markahæstur Einar Þorsteinn skorar eitt níu marka sinna í gær. Subway-deild kvenna Haukar – Valur..................................... 73:82 Staðan: Njarðvík 14 10 4 930:876 20 Fjölnir 14 10 4 1176:1076 20 Valur 15 10 5 1136:1078 20 Haukar 13 8 5 967:908 16 Keflavík 14 6 8 1091:1063 12 Grindavík 16 3 13 1138:1306 6 Breiðablik 14 3 11 1002:1133 6 1. deild kvenna Tindastóll – Stjarnan ........................... 84:77 Vestri – KR ........................................... 65:70 Þór Ak. – Fjölnir b ............................... 93:79 Aþena/UMFK – Hamar/Þór ............... 72:83 Spánn Real Madrid – Valencia ...................... 93:94 - Martin Hermannsson skoraði 5 stig og gaf 5 stoðsendingar fyrir Valencia. Zaragoza – Unicaja Málaga ............... 93:82 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og tók 10 fráköst fyrir Zaragoza. B-deild: Gipuzkoa – Real Valladolid................ 85:71 - Ægir Már Steinarsson skoraði 8 stig og tók 2 fráköst fyrir Gipuzkoa. Evrópubikar FIBA Antwerp Giants – Kiev Basket .......... 83:70 - Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á 22 mínútum fyrir Antwerp. 4"5'*2)0-# Olísdeild karla Valur – Víkingur................................... 32:19 Staðan: FH 13 9 2 2 365:326 20 Valur 13 9 2 2 375:328 20 Haukar 13 9 2 2 388:353 20 Stjarnan 13 8 2 3 387:369 18 ÍBV 13 8 1 4 387:386 17 Selfoss 13 7 1 5 342:335 15 Afturelding 13 4 4 5 371:365 12 KA 13 6 0 7 367:375 12 Fram 12 4 2 6 339:343 10 Grótta 12 3 1 8 314:326 7 Víkingur 14 1 0 13 312:401 2 HK 12 0 1 11 318:358 1 Olísdeild kvenna Afturelding – Valur .............................. 21:37 Haukar – HK ........................................ 28:20 Staðan: Fram 13 10 1 2 357:308 21 Valur 14 9 0 5 385:324 18 Haukar 15 8 1 6 417:395 17 KA/Þór 12 7 1 4 327:310 15 ÍBV 12 7 0 5 332:306 14 Stjarnan 13 6 0 7 333:337 12 HK 12 4 1 7 278:307 9 Afturelding 15 0 0 15 337:479 0 Grill 66-deild kvenna Fjölnir/Fylkir – Víkingur .................... 24:25 Stjarnan U – Fram U........................... 35:33 Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Gummersbach – Erlangen ................. 27:29 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach en Hákon Daði Styrm- isson er frá vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið. Magdeburg – Minden.......................... 34:26 - Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Magdeburg en Ómar Ingi Magnússon skoraði ekki. RN Löwen – Kiel ................................. 24:26 - Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir Löwen. B-deild: Aue – Hüttenberg................................ 27:29 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3 mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 5 skot í marki liðsins. Coburg – Emsdetten ........................... 34:25 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 7 mörk fyrir Coburg. - Anton Rúnarsson var ekki í leikmanna- hópi Emsdetten. Pólland Kielce – Szczecin ................................. 34:21 - Haukur Þrastarson skoraði 1 mark fyrir Kielce og Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki í leikmannahópnum. Frakkland Chartres – Aix...................................... 31:32 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Aix. Montpellier – Saran ............................ 26:22 - Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með Montpellier vegna meiðsla. Noregur Drammen – Nærbö.............................. 37:31 - Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir Drammen. Elverum – Kolstad............................... 37:30 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 3 mörk fyrir Elverum. Svíþjóð Skövde – Alingsås ............................... 34:25 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde. Skara – Kristianstad........................... 28:27 - Andrea Jacobsen skoraði 5 mörk fyrir Kristianstad. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.