Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 24

Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 24
að búa í leiguíbúð í Álfaskeiðinu í Hafnarfirði og á morgnana löbb- uðum við af stað í vinnuna sitt í hvora áttina, en gengum líklega bæði 300 metra hvort. Hann í Ofnasmiðjuna þar sem Krónan er í dag og ég í hina áttina á leikskól- ann á Hörðuvöllum, þar sem Lækjarskólinn er í dag. Þau fluttu til Västerås í Svíþjóð sumarið 1995 þegar Gísli fór í nám í flugvirkjun. „Það var alveg æðis- legt að vera með fjölskyldu í Sví- þjóð, en Una Valgerður, elsta dótt- ir okkar, var á fyrsta ári. Við vorum í góðu sambandi við Íslend- ingana á svæðinu, en þarna voru bæði margir flugvirkjar og læknar. Það var líka svo margt hægt að gera með fjölskyldunni og gott að E llisif Katrín Björns- dóttir fæddist 7. febr- úar 1972 á Landspít- alanum í Reykjavík og ólst upp í Selja- hverfinu og gekk í Seljaskóla. „Á þeim tíma sem ég var fermd var ekki komin kirkja í Seljahverfið svo ég fermdist í Fríkirkjunni í Reykjavík og séra Valgeir Ást- ráðsson fermdi mig en hann var fermingarkóngurinn það árið því árgangurinn var svo rosalega stór. Síðan þegar ég útskrifaðist frá Kvennaskólanum 1992 var athöfnin haldin í Fríkirkjunni og ég man að ég hvíslaði að einni vinkonu minni að ég ætlaði líka að gifta mig hérna í Fríkirkjunni. Það rættist því þar giftum við Gísli okkur og auðvitað sá séra Valgeir um að pússa okkur saman.“ Ellisif var hress stelpa og ákveðin. Þegar hún var tólf ára ákvað hún að svara auglýsingu í Dagblaðinu þar sem auglýst var eftir vinnukonu á Hofi í Öræfum. „Ég var ráðin og fór með rútu í sveitina sem var 9 tíma á leiðinni. Ég var næstu 3 sumur hjá Ara Magnússyni og Sigrúnu Sæmunds- dóttur og kunni afskaplega vel við mig og hef alltaf sterkar taugar til Öræfasveitarinnar eftir það.“ Sum- arið þegar hún var 15 ára fór hún norður á Siglufjörð til afa síns og ömmu og vann í fiski eitt sumar og kunni vel við sig. Ellisif segir að það hafi verið mjög gaman í Kvennaskólanum og hún á mjög góðar vinkonur frá þessum tíma. Með skólanum vann hún við ræstingar á Hótel Sögu og einnig á sumrin. „En ég fór í eitt sumar sem au-pair til Englands til þess að lappa upp á enskuna í rauninni, en fannst ekki verra að fá borgað fyrir það líka,“ segir hún hlæjandi. Hún kynntist Gísla eiginmanni sínum fyrir 30 árum í gegnum sameiginlega vini. „Við byrjuðum vera með börn. Fjölskyldan stækk- aði þegar Urður Björg fæddist ár- ið 1996 og Ellisif sinnti heimili og börnum. Árið 1999 ákvað Ellisif að fara í nám og fjölskyldan flutti til Gautaborgar. Hún hafði hug á að fara í talmeinafræði. „En svo fékk ég kynningu á heyrnarfræði,“ seg- ir hún. „Það var eiginlega tilviljun að ég fór í þetta nám, en sá svo sannarlega ekki eftir því því ég fékk strax brennandi áhuga á fag- inu. Það sem er skemmtilegast við heyrnarfræðina er að maður er að hjálpa fólki að efla samskipti sín við aðra. Mjög margar rannsóknir sýna hversu mikilvæg heyrnin er í öllum félagslegum samskiptum. Ef fólk fer að heyra illa, fer það að einangra sig og flosnar upp úr Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur – 50 ára Fjölskyldan F.v.: Gísli Reyr, Urður Björg, Ellisif, Una Valgerður og Tjörvi. Myndin er tekin við Dómkirkjuna 2019. Sjálfstæð alla tíð Ellisif réði sig sem vinnukonu á Hof í Öræfum tólf ára gömul eftir auglýsingu í Dagblaðinu. Markmiðið að sem flestir landsmenn heyri vel 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 11. mars AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ 30 ÁRA Ólafur fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Hveragerði. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri stað til að alast upp á.“ Ólafur fór í MR eftir grunnskólann. „Ég var í Gettu betur-liði skólans og það fór allur okkar frítími í það.“ Þegar komið var að framhaldsnámi stóð valið milli sagnfræði og verkfræði. „Stærðfræðin lá betur fyrir mér og áhuginn var aðeins meiri þar svo ég fór í Háskóla Íslands og tók grunn- námið í byggingarverkfræði þar og útskrifaðist 2014.“ Þá var förinni heitið til Danaveldis þar sem Ólafur fór í meistaranám í hljóðverkfræði við Tækniháskólann í Kaupmanna- höfn. „Það var ágætt að vera í Dan- mörku og gaman í náminu en borg- in er aðeins of stór fyrir mig og ég fann það þegar ég kom heim í fríum að hjartað sló á Íslandi.“ Ólafur segir að allt meistaranám í Danmörku sé kennt á ensku, en hann hafi gert sér far um að verða samræðuhæfur á dönskunni og býr að því í dag. Það eru aðeins um 10 manns með hljóðverkfræðimenntun á landinu og er Ólafur nýjasti meðlimur hópsins þótt sex ár séu liðin frá útskrift. „Þegar ég kom heim fór ég strax að vinna hjá Trivium ráðgjöf með nafna mínum Ólafi Hjálmarssyni sem hefur 30 ára reynslu á þessu sviði. Hljóðverkfræði er það svið verkfræðinnar sem snýr að hönnun, greiningu og fyrirbyggjandi aðgerð- um tengdum hljóði. Þetta er mjög vaxandi og gefandi svið og kannski ættu háskólarnir hérna heima að kynna fagið betur.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Ólafs er Þrúður Kristjánsdóttir félagsráðgjafi, f. 1990, og þau búa í Grafarvoginum. Foreldrar Ólafs eru Ingibjörg Ólafsdóttir sagn- fræðingur, f. 1958, og Pjetur Hafstein Lárusson skáld, f. 1952. Þau búa í Hveragerði. Ólafur Hafstein Pjetursson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Hugsaðu áður en þú framkvæmir. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú munt njóta þess að læra nýja hluti í dag sem víkka huga þinn. Þú segir alla réttu hlutina við rétta fólkið sem bregst við á réttan hátt. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þótt þú sért ekki hlynntur því sem ættingi þinn er að gera skaltu láta það afskiptalaust. Einstakar gjörðir leiða af sér einstakar niðurstöður. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það ætti að vera ofarlega á dag- skrá þinni í dag að rétta einhverjum hjálp- arhönd. Með lagni og léttri lund hefst allt. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Varastu að taka allt trúanlegt sem þér er sagt um aðra. Skoðaðu vandlega hvað þú hefur sjálfur og lærðu að meta það. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Af tilviljun kemst upp um ráðagerð þína um nýjungar í starfi. Viljirðu sjálfur njóta sannmælis ættu aðrir að njóta þess líka. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það skiptir öllu að nota rétt verkfæri við sérhvert verk, því annars áttu á hættu að ráða ekki við hlutina. Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Fjölskyldan er tilfinningalegur kjarni tilverunnar. Láttu ekkert freista þín svo að fjármálin fari úr böndunum. Reyndu samt að vera hjálplegur og veita öðrum stuðning. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er ekki rétt að taka þýð- ingarmiklar ákvarðanir án þess að afla allra staðreynda og gera sér grein fyrir afleið- ingunum. Skýr fókus hefur meiriháttar áhrif. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hugsar alltaf málin á enda, sem er fínt, en þú kemst alltaf að sömu niðurstöðunum. Gerðu það sem til þarf og snúðu málunum við. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. Leggðu áherslu á það að vernda einkalíf þitt og haltu þig fyrir utan sviðsljósið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú stendur óvenjufast á þínu en finnur þó til samkenndar heima fyrir. Ferill þinn fær byr undir báða vængi. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.