Morgunblaðið - 07.02.2022, Qupperneq 32
FULLKOMIN
ÞÆGINDI
FALLEG
HÖNNUN OG
ÞÆGINDI
PANDORA
HÆGINDASTÓLAR
HLEÐSLUSTÓLLMEÐ 3 MÓTORUM
STILLANLEG HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
– EIN ALLRA BESTA HEILSUDÝNA Í HEIMI
ZERO
GRAVITY
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Sviðsverkið When the Bleeding Stops eftir Lovísu Ósk
Gunnarsdóttur var sýnt í Rosendal-leikhúsinu í Noregi
um helgina. Verkið var opnunarsýning Reykjavík Dance
Festival í nóvember og hlaut afar góðar viðtökur. Í verk-
inu fjallar Lovísa um þögnina og skömmina sem virðist
einkenna breytingaskeiðið og persónulega reynslu sína
af því að eldast sem dansari. Fyrir sýninguna í Noregi
bauð Lovísa konum þar í landi að taka þátt í verkinu
með því að senda sér myndband þar sem þær dansa
sóló heima í stofu eftir ákveðinni uppskrift. Nokkrar
norskar konur sameinuðust líka íslensku dönsurunum
á sviðinu í Þrándheimi til að kafa djúpt í hina marglaga
reynslu og upplifun tengda breytingaskeiðinu.
When the Bleeding Stops í útrás
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 38. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði í 200
metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll-
inni í gær á 24,05 sekúndum. Var það mesta afrek Ís-
lendings á mótinu samkvæmt stigagjöf Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins en fyrir árangurinn fékk Guðbjörg
Jóna 1.078 stig. »27
Guðbjörg Jóna átti mesta afrekið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Handbolti er á margra vörum eftir
Evrópukeppni karla í janúar, þar
sem íslenska landsliðið vann hug og
hjörtu unnenda íþróttarinnar. Árni
Stefánsson, forsprakki og skóla-
stjóri Handboltaskólans í Kiel í
Þýskalandi (handboltaskolinn-
ikiel.com), segir að mótið hafi ýtt
undir áhuga á þátttöku í skólanum í
sumar og þegar sé vel bókað. „Eins
og 2019 verðum við með tvær 50
manna ferðir og bókanir hafa gengið
vel.“
Frá stofnun skólans 2013 hefur
Árni boðið upp á kennslu fyrir 14 til
17 ára krakka á hverju ári. Fyrri
ferðin í sumar verður 15. til 22. júlí
og sú seinni 26. júlí til 2. ágúst. Kiel
varð fyrir valinu í byrjun vegna þess
að Alfreð Gíslason, núverandi lands-
liðsþjálfari Þýskalands, var þjálfari
THW Kiel og bauð æskuvini sínum
að vera sér innan handar. „Fótbolta-
skólar hafa lengi verið í boði en mér
fannst vanta handboltaskóla. Ég bar
hugmyndina um slíkan skóla undir
Alla Gísla, vin minn, og hann sagði
að krakkarnir gætu fylgst með æf-
ingu hjá sér og hitt leikmennina ef
skólinn yrði í nágrenninu. Ég komst
í samband við menn ytra og boltinn
hefur rúllað síðan.“
Varanlegur vinskapur
Krakkarnir búa í íþróttamiðstöð í
Malente, skammt frá Kiel, og þar
eru æfingabúðirnar og öll afþreying.
Frá upphafi segist Árni hafa lagt
áherslu á gæði, gagn og gaman og í
sumar sjái Stefán Árnason, yngri-
flokkaþjálfari hjá KA, Andri Snær
Stefánsson, þjálfari meistaraflokks
kvenna hjá KA/Þór, Ágúst Jóhanns-
son, þjálfari meistaraflokks kvenna
hjá Val og aðstoðarþjálfari karla- og
kvennalandsliðanna, Jóhann Ingi
Guðmundsson, unglinga- og mark-
mannsþjálfari hjá Haukum, og Þórir
Ólafsson, unglingaþjálfari á Selfossi,
með sér um þjálfunina. „Ég hef allt-
af verið með marga af bestu þjálf-
urum okkar með mér, æfingarnar
eru einstaklingsmiðaðar með árang-
ur að leiðarljósi og svo förum við yfir
hvað skiptir máli til þess að ná langt
í íþróttinni, en síðan eru kvöldvökur
þar sem gleðin er í fyrirrúmi.“ Hann
bætir við að auk tveggja daglegra
æfinga séu aukaæfingar, fyrirlestrar
um mataræði, hugarfar, forgangsröð
og fleira, vídeófundir og svo fram-
vegis. „Þetta er draumaumhverfi
fyrir alla krakka sem hafa áhuga á
handbolta og ekki síst fyrir þá sem
vilja ná langt.“
Vegna heimsfaraldursins var ekki
farið til Þýskalands sumarið 2020 en
fimm daga skóli var á Selfossi í stað-
inn. Í fyrrasumar var svo aftur farið
út og þá með 53 krakka. „Við vorum
mjög varkár vegna Covid en allt
gekk vel og við vonum að ekkert
stöðvi okkur í sumar,“ segir Árni.
Um 450 krakkar hafa sótt skólann
til þessa. Árni segir að flestir hafi
komið frá höfuðborgarsvæðinu, Ak-
ureyri, Vestmannaeyjum og Selfossi
en líka frá öðrum stöðum eins og til
dæmis Ísafirði og Húsavík. „Sumir
hafa farið tvö ár í röð og einn fór
fjórum sinnum í skólann.“ Hann seg-
ir að skólinn þjappi krökkunum sam-
an og gaman sé að sjá hvað þeir séu
fljótir að kynnast hver öðrum.
„Þarna myndast góður vinskapur og
félagslegi þátturinn er því mjög
mikilvægur.“
Í fyrsta hópnum voru nokkrir nú-
verandi landsliðsmenn karla og
kvenna. Árni nefnir til dæmis Lovísu
Thompson, Söndru Erlingsdóttur,
Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn
Jónsson, Ými Örn Gíslason og Elliða
Vignisson. „Það var mjög gaman að
kynnast þessum krökkum og ekki
síður hefur verið athyglisvert að
fylgjast með þeim síðan og sjá
hverju þeir hafa áorkað.“
Gæði, gagn og gaman
- Handboltaskóli Árna Stefáns í Kiel í Þýskalandi í áratug
Öflugir Árni Stefánsson og Alfreð Gíslason í Handboltaskólanum í Kiel.
Æfing Fremst eru Selfyssingarnir Ómar Ingi Magnússon og Elvar Örn
Jónsson, núverandi landsliðsmenn, sem voru í skólanum á sínum tíma.