Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 14

Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Augu heimsins beinast, sem von er, að ástandinu á landa- mærum Rússlands og Úkraínu og hættunni á innrás Rússlands, sem óhætt er að segja að sé yfirvofandi þó að óvíst sé að af henni verði. Ef til vill ætla Rússar sér ekki að gera innrás og eru aðeins að styrkja stöðu sína í samningum gagn- vart vesturveldunum. En til- burðir eins og Rússar sýna við landamæri Úkraínu geta þó endað með átökum hvort sem þau hafa þegar verið ákveðin eða ekki. Þetta er því í besta falli stórhættulegur pólitískur leikur sem gæti endað með ósköpum. Ógnanir sem að nokkru leyti eru af sama meiði eiga sér stað víðar þó að minna beri á þeim enda af annarri stærðargráðu. Þar má nefna vopnaskak Norð- ur-Kóreu, sem í janúar stóð fyrir níu eldflaugatilraunum, þar með talið skoti á öflugustu flaug sem ríkið hefur sent á loft í nokkur ár. Samhliða þessum tilraunum var gefið til kynna að tilraunir með langdrægar flaug- ar og kjarnorkuvopn gætu verið á dagskránni, sem ætti að verða til þess að heimsbyggðin tæki sig saman, herti tökin og gerði harðstjóranum Kim Jong-un ljóst að við þetta yrði ekki unað. Afstaða Rússa getur haft töluvert að segja um þróunina í Norður-Kóreu en Kína er í lykilstöðu til að hafa áhrif á þetta hættulega ríki. Viðbrögð Kína vegna vopnaskaksins voru þó vonbrigði. Skilaboðin þaðan voru þau að sýna yrði Norður- Kóreu meiri sveigjanleika. Auk- inn sveigjanleiki er fjarri því að vera þau skilaboð sem glæpa- ríki á borð við Norður-Kóreu skilur best. Ríki sem stundar tölvuárásir á heimsbyggðina og fjármagnar sig að stórum hluta með netglæpum til að halda uppi vopnaframleiðslu en svelt- ir þjóð sína á sama tíma er ekki líklegt til að láta af ofbeldinu ef því verður gefið aukið svigrúm. Kínversk og rússnesk stjórn- völd ættu að standa með öðrum ríkjum, bæði öðrum nágrönnum Norður-Kóreu og vesturveld- unum, við að þvinga stjórnvöld í Norður-Kóreu til að láta af þessu háttalagi og haga sér frið- samlega. Náist slík breyting fram er hægt að aðstoða þjóðina vegna þeirrar fátæktar sem stjórnvöld hafa komið henni í, annars eru allar tilraunir í þá átt því miður dæmdar til að mis- takast og gera illt verra. Annað varasamt ríki sem Kínverjar og Rússar geta haft jákvæð áhrif á en kjósa þess í stað að standa með og styðja er Íran. Klerkastjórnin í Íran hef- ur stuðlað að ófriði í Mið- Austurlöndum um árabil og eft- ir að fá afhentar fúlgur fjár í órekjanlegum seðl- um í tíð Obama for- seta og Bidens varaforseta, varð ríkið enn hættu- legra en fyrr. Þess- ar greiðslur voru hluti af því sem þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar töldu nauðsynlegt að reiða af hendi til að koma á eðlilegum samskiptum við Íran og fá ríkið til að hætta kjarnorkubrölti sínu, en dugði vitaskuld ekki til. Nú hefur Biden forseti ákveðið að halda áfram á sömu braut, sem er vissulega líka í ágætu samræmi við tilefnis- lausan flóttann frá Afganistan, og taka skref í átt að afléttingu þvingana gagnvart Íran. Þetta felur meðal annars í sér að önn- ur ríki og fyrirtæki geta tekið þátt í uppbyggingu borgara- legrar kjarnorkuáætlunar Ír- ans án þess að eiga á hættu refsiaðgerðir Bandaríkjanna, en hluti af þessari áætlun er uppbygging birgða af auðguðu úrani. Þetta á ekki að duga til að Íranar geti smíðað sér kjarn- orkuvopn, en færir þá nær því. Athygli vekur að þessar til- slakanir eru gerðar án þess að umheimurinn fái nokkra trygg- ingu á móti, hvað þá eftirlit með því sem fram fer í Íran. Banda- ríkjamenn eru aðeins með þessu að „komast að borðinu“ eins og stundum er sagt þegar mikið er gefið eftir fyrir lítið eða ekkert. Þeir verða mögulega beinir þátttakendur í viðræðunum um málefni Írans í Vínarborg þegar samningamenn Bretlands, Kína, Frakklands, Þýskalands og Rússa snúa aftur þangað eft- ir fundarhlé að hitta fulltrúa Ír- ans. Þeir síðastnefndu gáfu raunar lítið fyrir tilslakanir Bi- dens. Þær væru jákvætt skref en dygðu ekki til. Íranar gera ríkar kröfur fyrir sig, fyrir- staðan er lítil hjá öðrum ríkjum og jafnvel eindreginn stuðn- ingur frá Rússlandi og Kína. Þetta er hættuleg þróun. Ríki heims ættu að standa saman um að tryggja frið og leiðin til þess er ekki að ríkjum á borð við Norður-Kóreu og Íran verði hleypt í hóp kjarnorkuvelda eða að þeim verði gert kleift að ýta undir ógn og ófrið í nágrenni við sig. Öflug ríki á borð við Banda- ríkin, Kína og Rússland ættu að sjá að þeirra eigin hagsmunum og heimsins er best borgið með því að þau standi saman að því að hemja ríki af þessu tagi í stað þess að nota þau sem peð í vara- sömu valdatafli sínu. Og þau ættu að sjálfsögðu að sýna gott fordæmi sjálf með því að stuðla að friði í eigin heimshluta í stað þess að halda uppi ógn og stuðla jafnvel beinlínis að ófriði. Því fylgir mikil ábyrgð að hafa mikil áhrif en því fer fjarri að þau ríki sem mikil áhrif hafa nú um stundir standi undir þeirri ábyrgð. Friður helst ekki nema öflug ríki stuðli að honum en ógni ekki} Áhrif og ábyrgð A ð undanförnu höfum við verið svo lánsöm að fá leiðsögn færustu sér- fræðinga til varnar almenningi. Það er ekki lítils virði og sjálfsagt heldur feikilega mikilvægt sam- félaginu. Þegar þessi orð eru rituð er boðuð rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæði og Suður- landi og ef svo ólíklega vill til að blaðið berist inn um lúgur að morgni má ætla að veðrið sé nærri hámarki á höfuðborgarsvæðinu um það leyti sem blaðið snertir dyramottuna. Almannavarnir eru skv. orðskýringum sam- nefnari um varnir, viðbúnað, viðbrögð og endur- reisn, eða það skipulag sem verður að vera til staðar fyrir neyðarástand og miðar að því að verja borgarana fyrir hættum frá náttúru, af mannavöldum eða vegna tæknibilana. Við höfum heldur betur verið með almannavarnir allt um kring í glímu okkar við heimsfaraldurinn en síðustu daga hefur vísindafólk greint aðra hættu, sjálft ofsaveðrið. Ég er svo dúpt þakklát því fólki sem hefur helgað sig vís- indum, því það getur aðstoðað okkur við undirbúning og viðbrögð við ýmsum hættum en svo er það stjórnvalda að koma að endurreisn. Ég hef hvorki hundsvit á veðri né heil- brigðisvísindum og treysti því leiðsögn okkar fagfólks þegar við almenningur þurfum að hegða okkur á einn eða annan hátt okkum sjálfum til heilla. Við sýnum ýtrustu varkárni svo við þurfum ekki að treysta á neyðarvakt heilbrigðis- kerfis og almannavarna. Það er hins vegar stjórnvalda að byggja upp innviði sem þola áhlaup lík þeim sem við höfum verið að glíma við. Áhlaup farsóttar kallar á sterka inn- viði í heilbrigðiskerfinu og þegar stjórnarliðar segja heilbrigðiskerfið okkar hafa staðist prófið í heimsfaraldri þá er eingöngu verið að miða við fjölda dauðsfalla vegna Covid en ekki dauðsföll sem leiða má af Covid-ástandi vegna annarra sjúkdóma. Þá er heldur ekki verið að miða við það að heilbrigðiskerfið hafi ekki getað sinnt nauðsynlegum aðgerðum til bjargar manns- lífum og til að lina þjáningar vegna annarra sjúkdóma því biðlistar hafa aldrei verið lengri um allt heilbrigðiskerfið og starfsfólkið líklega aldrei nær örmögnun eftir hlaupin. Í veðurofsa reynir á annars konar innviði, svo sem flutningskerfi raforku, vegakerfið, almenn- ingssamgöngur og fjarskiptakerfið. Þar höfum við á undanförnum árum orðið vitni að verulega löskuðu kerfi innviða sem stjórnvöld verða að laga. Mikil- vægar stofnanir eins og heilbrigðisstofnanir hafa misst raf- magn, byggðakjarnar hafa verið án rafmagns og fjarskipta og þéttbýlisstaðir einangraðir vegna snjóflóða þar sem jarð- göng skortir. Sem betur fer erum við viðbúin fyrir hvellinn og eigum að gera allt sem við getum til varnar okkur og samfélaginu. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem mynda almannavarnir á Ís- landi því án ykkar værum við í verulegum vanda. Helga Vala Helgadóttir Pistill Takk almannavarnir Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Logi Sigurðarson logis@mbl.is V etrarvertíð ferðaþjónust- unnar á Kanaríeyjum hefur átt undir högg að sækja sökum Ómíkron- afbrigðisins. Sjötta bylgja farald- ursins í landinu hefur haft mikil áhrif á efnahag eyjaklasans og valdið því að hagvaxtarspár hafa dregist saman og atvinnuleysi hef- ur aukist. Ferðaþjónusta er stærsta at- vinnugreinin í eyjaklasanum en um 35% af íbúum eyjanna starfa við hana. Í janúar ákváðu atvinnurek- endur, eftir jólavertíðina, að fækka starfsfólki og tæplega 10.000 manns var sagt upp. Janúar hefur ávallt verið blóðugur mánuður fyrir starfsfólk í ferðaþjónustunni; árin 2016 og 2018 var um 6.000 manns sagt upp og má því sjá að óvenju- mikið var um uppsagnir í ár. Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali, sem heldur úti ferðum á Tenerife, segir árið hjá ferðaþjónustunni fara mun hægar af stað en áður og vanalega sé brjálað að gera á fyrri hluta ársins. Hann segir að aðal- ástæða fjölda uppsagna sé óvissan sem ríkti í nóvember og desember varðandi alvarleika Ómíkron- afbrigðisins. „Það er alveg rétt að starfs- fólki hefur fækkað gríðarlega, menn þorðu ekki að veðja á að þetta myndi lagast stax,“ segir Svali og bætir við að eftir að lönd hafi farið aflétta takmörkunum í auknum mæli séu bókanir byrjaðar að hrannast aftur inn. Hóteliðnaðurinn varð einna verst úti í síðasta mánuði og um 40% af þeim sem var sagt upp þá störfuðu hjá hinum ýmsu hótel- keðjum. Um 2.300 misstu starf sitt í verslunargeiranum og þar á eftir voru um 840 sem var sagt upp í byggingariðnaðinum. Svali telur að í febrúar og sér- staklega í mars verði gríðarlega mikið að gera og bendir á að í október og nóvember, þegar ástandið var gott, hafi bókanir á hótelherbergjum aldrei verið meiri á Tenerife, ekki einu sinni fyrir faraldurinn. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði aftur álíka sprenging núna í lok febrúar.“ Svali segir einnig að yfirvöld á eyjunni stefni á að aflétta öllum takmörkunum í mars og bætir við að ferðamenn finni lítið fyrir þeim aðgerðum sem eru í gildi nú. Ef litið er til framlags- greiðslna til lífeyrissjóðs má sjá hækkun frá því í febrúar 2020, áð- ur en faraldurinn skall á. Nú eru um 822 þúsund sem greiða í lífeyr- issjóð miðað við 818 þúsund fyrir faraldurinn. Ástæða þessarar aukningar er vöxtur í opinberum störfum í eyja- klasanum í heilbrigðisþjónustu, menntamálum og opinberri stjórn- sýslu. Þessi vöxtur leiddi til 17.300 nýrra starfa á móti um 16.200 töp- uðum störfum í ferðamannageir- anum á tímum faraldursins. Atvinnuleysi á eyjunni jókst um 2,14% í janúar í eyjaklasanum og um 207 þúsund manns voru á atvinnuleysisskrá í lok janúar. Atvinnuleysi í hótelgeiranum jókst mest eða um 4,8% og svipað var í verslunargeiranum, en þar jókst atvinnuleysi um 4,2%. Fleiri konur misstu vinnuna en karlar og fólk á aldrinum 25 til 45 ára varð fyrir meiri áhrif- um niðurskurðarins. Á eyjunni Fuerteventura jókst atvinnuleysi um 7,3%, mest allra eyja, miðað við 2,1% á Te- nerife. Ef atvinnuleysistölur og töpuð störf nú eru borin saman við janúar 2021 hefur ástandið batnað verulega. Ferðaþjónustan á Kanarí átt undir högg að sækja Tenerife hefur verið vinsæll án- ingarstaður Íslendinga síðustu ár. Svali Kaldalóns segir ástæð- ur vinsælda eyjunnar vera margvíslegar en fyrst og fremst sé það veðrið sem heilli Íslend- inga. „Þetta er eini staðurinn sem tilheyrir Evrópu þar sem þú get- ur farið yfir hávetur í tuttugu gráður og strönd. Svo er enginn tímamismunur og beint flug. Þetta er svo auðvelt og þægi- legt,“ segir Svali og bætir því við að gríðarlegur fjöldi Íslend- inga sé á eyjunni og um sex vél- ar, fullar af Íslendingum, fari vikulega til Tenerife. Hann segir einnig að framboð á ferðum til eyj- unnar sé mikið og það endurspeglist í verðinu. „Það er samkeppni milli ferðaskrifstofa. Þannig að verðið hefur verið nokkuð gott.“ Alltaf sól og blíða á Tene SÓLARLANDAFERÐIR Sigvaldi Kaldalóns Hitabeltisparadís Marga Íslendinga dreymir líklega um það að vera á Te- nerife meðan lægðin gengur yfir. Vetrarvertíðin hefur verið erfið á Kanarí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.