Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 9

Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Með kaupum á 100 lítra+ fiskabúrum fylgir afsláttarkort sem veitir 20% afslátt af öllu í fiskadeild í 30 daga Sandra Hlíf Ocares sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnar- kosninga. Hún er með meistarapróf í lögum og hefur verið verkefnastjóri Byggingavett- vangsins sem vann m.a. að breyt- ingum á mannvirkjalögum. Sandra er í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og kærunefnd útlend- ingamála. Hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þjónusta við fólkið í borginni hef- ur mætt afgangi. Því vil ég breyta, segir í kynningu frá Söndru. Sandra Hlíf vill 3. sætið í Reykjavík Sandra Hlíf Ocares Hjördís Ýr John- son gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi. Hjördís verið bæjarfulltrúi frá 2014. Hennar áhersla er á traustan rekstur bæjarins um leið og haldið er uppi öflugri þjónustu. Þá vill Hjördís í ljósi góðrar fjár- hagsstöðu Kópavogsbæjar hraða uppbyggingu skóla og vega. Hjördís er framleiðslustjóri StudioM, framleiðsludeildar Árvak- urs. Hún hefur BA-gráðu í fjöl- miðlun og sjónvarpsþáttagerð og stundaði meistaranám í uppeldis- og menntunarfræðum við HÍ. Hjördís Ýr vill 2. sætið í Kópavogi Hjördís Ýr Johnson 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrsta æfingin í Miðgarði, nýju fjölnota íþróttahúsi í Garðabæ, var tekin á laugardagsmorgun. Ungir knattspyrnuiðkendur úr yngstu flokkum Stjörnunnar og Ung- mennafélags Álftaness æfðu um morguninn. Þá reyndu gönguhópar úr félögum eldri borgara göngu- og skokkbraut sem liggur um svalirnar á húsinu. Miðgarður og mannfólkið Framkvæmdir við húsið í Vetrar- mýri hófust í byrjun árs 2019 og voru í höndum ÍAV sem Garðabær samdi við eftir niðurstöðu í alútboði. ASK arkitektar og Verkís verk- fræðistofa hönnuðu húsið, en heild- arkostaður við byggingu þess er um fjórir milljarðar kr. Þetta er ein stærsta framkvæmd og fjárfesting sem Garðabær hefur nokkru sinni ráðist í. Nafn hússins, Miðgarður, var til- kynnt formlega á dögunum en það er fengið úr niðurstöðum nafna- samkeppni. Samkvæmt goðafræð- inni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Slíkt rímar vel við hugmyndir um fjölnota íþróttahúsið þar sem vonast er eftir lífi og fjöri á degi hverjum ásamt því að þar verður rými fyrir fjölbreytt viðfangsefni, segir í tilkynningu frá Garðaæ. Knattspyrnuvöllur í fullri stærð Miðgarður er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð. Þá er í húsinu klifurveggur auk teygju- og upphitunaraðstöðu og fyrsta flokks þrekæfingaaðstöðu, ásamt stoðrým- um. Stærð íþróttasalar er um 80x120 m og um 800 áhorfendur geta verið á svölum íþróttasalarins. Í hliðarrýmum sunnan megin í byggingunni eru tvær óráðstafaðar hæðir um 1.500 fermetrar að stærð hvor um sig þar sem er gert ráð fyrir heilsutengdri starfsemi. Sam- tals er flatarmál hússins um 18.200 fermetrar. Æfing Fótboltakrakkar úr Stjörnunni og af Álftanesi á fyrstu æfingunni í Miðgarði sl. laugardag. Fjölbreytt starfsemi fær inni í byggingunni nýju. Æfingar hafnar í nýjum Miðgarði - Nýtt glæsilegt íþróttahús í Garðabæ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Vetrarmýri Samtals er flatarmál hússins um 18.200 fermetrar. Auk frá- bærrar íþróttaaðstöðu verður þarna heilsutengd starfsemi af ýmsu tagi. Alls greindust 1.415 kórónuveirusmit innanlands á laugardag og 39 á landamærunum samkvæmt upp- lýsingum frá almannavörnum. Enn fleiri greindust á föstudaginn, 1.856 smit alls innanlands en þar af voru 25 smit á landamærunum. Það er metfjöldi smita á einum degi, 600 fleiri en daginn þar á undan. Kona á sjötugsaldri lést á gjörgæsludeild Land- spítalans á föstudag vegna Covid-19-veikinda. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspít- alans í gær liggja nú 26 sjúklingar þar inni með Co- vid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í önd- unarvél. Nú eru 9.373 sjúklingar undir eftirliti á Covid- göngudeild spítalans, þar af 3.295 börn. Covid- sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru 216. Metfjöldi smita á föstudag Morgunblaðið/Eggert Skimun Hátt í tvö þúsund greindust með veiruna á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.