Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 22

Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á potta Eigum til lok á flest alla potta á lager. Td. stærðir 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, kringlótt lok og átthyrnt lok. HEITIRPOTTAR.IS Sími 777 2000 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Sjómannafélag Íslands Aðalfundur Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 16. febrúar kl. 16.00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal að Engjavegi 6 (við hliðina á Laugardalshöllinni), á 3. hæð, E-salur. Fundarefni: Hefðbundin aðalfundarstörf Önnur mál Trúnaðarmannaráð SÍ Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Útskurður kl. 13. Félagsvist kl. 13.Tafl með leiðbeinanda kl. 13. Menningarferð í Höfuðstöðina kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hjóla um heiminn kl. 14. Hádegis- matur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411 2600. Boðinn Pílukast kl. 9. Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Bingó kl. 11. Myndlist kl. 13. Sundlaugin er opin kl. 13.30-16. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RÚV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Stólajóga kl. 11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15, 15.40 og 16.20. Zumba Gold kl. 16.30 í Kirkjuhvoli. Glernámskeið í Smiðju kl. 13. Brids í Jónshúsi kl. 12.30-15.40. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9-10.30 botsía- æfing. Kl. 9-11.30 postulínsmálun. Kl. 10.50-12.15 jóga. Kl. 13-16 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl. 13.15-15 kanasta. Gullsmári 13 Opin handavinnustofa kl. 9-16. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 9. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dansleikfimi með Auði kl. 11 í Borgum. Félagsvist kl. 12.30 í Borgum, ath. breytt tímasetning og grímuskylda. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum, tréút- skurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og línudans með Guðrúnu í Borgum kl. 15 í dag. Allir hjartanlega velkomnir. Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna á Skólabraut kl. 9-11.30. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga / leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16. Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Ath, kl. 10.30 á morgun þriðjudag verður pútt í nýju aðstöðunni á Austurströnd. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Anna Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 16. mars 1945. Hún lést 24. janúar 2022. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Þorkelsdóttur verkakonu, f. 2.6. 1902, d. 22.2. 1994, og Guðmundar Jón- assonar vörubíl- stjóra, f. 10.8. 1908, d. 3.8. 1964. Anna átti eina syst- ur, Kristínu Jónu, f. 14. janúar 1943, d. 14. október 1995. Anna ólst upp í Langholts- hverfinu og sótti Langholtsskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1962, burtfararprófi frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins 1968 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð 1986. Hún giftist hinn 1. mars 1968 Gunnari Magnúsi Bjarnasyni við- skiptafræðingi, f. 10.1. 1930, d. 12.4. 2010. Þau áttu tvö börn: Örnu Björk, f. 28.5. 1969, og Bjarna Magnús, f. 13.9. 1973. Seinni maður Önnu var Gunnar Sigurgeirsson múr- ari, f. 3.6. 1942, d. 3.12. 2011. Anna starfaði lengst af sem skrifstofumaður; hjá Heklu, Kristjáni Ó. Skagfjörð og Leiklistarskóla Íslands. Þá rak hún á tímabili hannyrða- verslunina Jenný og kaffiteríu Norræna hússins. Síðustu árin starfaði hún við fyrirtæki barna sinna Aðalhreinsi Drífu. Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 7. febrúar 2022, klukkan 15. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Í dag kveðjum við Önnu frænku eins og við kölluðum hana alltaf, sem mér þykir svo undur vænt um. Á kveðjustundum koma upp í hugann alls konar skemmtilegar minningar. Anna hefur alltaf átt sér stað í lífi mínu alveg frá því ég fæddist en við bjuggum í sama húsi, Efsta- sundi 81, þegar ég var barn. Hún bjó ásamt Stínu systur sinni og foreldrum þeirra, Guðrúnu, sem var systir ömmu minnar Úrsúlu, og Guðmundi, á efri hæðinni og við á þeirri neðri. Pabbi og Guð- mundur byggðu húsið í samein- ingu á árunum eftir stríð. Það var töluverður samgangur á milli hæðanna, að minnsta kosti sótt- umst við Ebba systir í það að fara í heimsókn upp á loft. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Þær systur pössuðu okkur oft og í mínum huga voru þær órjúfanlegur hluti af yndislegri æsku. Anna var skemmtileg og falleg kona, ljóshærð, smávaxin með svolítið dimma rödd. Hún fékk leiklistarbakteríuna sem ung stúlka og fór í leiklistarskóla og lauk þaðan námi. Á þeim árum var ég í Kvennaskólanum í Reykjavík og fékk þá stundum að fara með henni á æfingar eða þá að ég „kom við“ í skólanum hjá henni á leið- inni heim og dvaldi fram eftir degi, hugfangin af leikhúsinu en þá var kennt í Þjóðleikhúsinu. Það var sko ekki amalegt að eiga frænku í þeim heimi og fá að fylgjast með æfingum hjá leiklistarnemunum, sitja eins og lítill ungi á öftustu bekkjum Þjóðleikhússins til að trufla ekki. Hún starfaði stutt í leikhúsinu enda fljótt komin með heimili og tvö ung börn. Seinna var hún svo ráðin sem ritari í Leiklistarskólanum og þar líkaði henni lífið, var eins og unga- mamma að hugsa um leiklistar- nemana. Ég man sérstaklega eftir því þegar hún kom upp í Mosó eftir að við fjölskyldan fluttum þangað, á sólardegi um hásumar, á nýjum Volkswagen sem hún hafði eign- ast, íklædd rósóttum sumarkjól og hvítum hælaskóm, með hárið upp- sett í sátu en svo kallaðist túperað hár í denn. Hún var svo falleg og fín og ekki var verra að hún kom vopnuð snyrtivörum í stórri tösku og síðan var tekið til við að mála mig ellefu ára stelpuna – því það fannst mér toppurinn á tilverunni. Anna var mjög skemmtilegur kar- akter, því hún hafði bein í nefinu eða einhvers konar röggsemi yfir að ráða, var lítið fyrir væl og tók auðveldlega ákvarðanir eða gekk í verkin óhikað. Alltaf þegar við Laxárnesfólkið hittumst var sjálfgefið að Anna og hennar fjölskylda kæmu enda voru þær systur svo nátengdar okkur. Ég man eftir mörgum skemmtilegum fjölskylduboðum og einnig útilegum eða ferðum í Kjósina sem oftast urðu ævintýra- ferðir með söng og gamni. Nú er komið að leiðarlokum og við hittumst ekki í leikhúsinu leng- ur. Takk fyrir að vera góða frænk- an mín og okkar systkinanna sem óska þér góðrar ferðar í Sumar- landið og hjartans þakkir fyrir samfylgdina í lífinu. Innilegar samúðaróskir til Örnu og Bjarna sem reyndust mömmu sinni svo vel og eiga nú um sárt að binda. Hrafnhildur. Ég hef sjaldan verið þakklátari en þegar ég fékk símtal fyrir rúm- um 20 árum frá Önnu eða Önnu ömmu eins og hún er kölluð á mínu heimili. Ég þekkti hana rétt aðeins á þessum tíma í gegnum Örnu dóttur hennar. Hún vildi bjóða fram aðstoð sína við að gæta Birgis Steins, níu mánaða gamals sonar míns. Ég var þarna þreytt móðir þriggja ungra barna og öll hjálp vel þegin. Mig grunaði hins vegar ekki mikilvægi þessa sím- tals og þetta yrði upphafið að fal- legu sambandi milli þeirra tveggja sem hefur haldist til dagsins í dag. Það var ákveðið að Birgir Steinn færi til Önnu alla miðviku- dagsmorgna. Hægt og rólega bættust við stöku dagar um helgar og svo fór Anna að fá hann lán- aðan í næturgistingar. Við fórum að kalla hana Önnu ömmu því svona gera bara ömmur. Árin liðu og Anna amma varð einn mikilvægasti hluti af lífi Birg- is Steins. Sem foreldri var yndis- legt að sjá að einhver var tilbúinn að elska barnið manns skilyrðis- laust og jafnvel án þess að blóð- tengsl kæmu þar að. Birgir Steinn vissi það líka að hann átti í henni hvert bein og gat alltaf treyst því að hún vildi honum allt hið besta. Það var líka alveg ljóst að á meðan á heimsóknum hjá Önnu ömmu stóð vildi hann sem minnst af okkur foreldrunum vita og tók helst ekki á móti símtölum frá okkur. Því hjá ömmu var hann í dekri, fékk allar sínar óskir upp- fylltar. Amma var búin að baka og smyrja ofan í hann og útbúa allt sem hann óskaði sér í það skiptið. Þau voru búin að ná sér í spólu til að horfa á og eina sem vantaði var hundur eða köttur í fangið og það fékk hann við það eitt að nefna það. Amma skapaði honum draumaheim og símtal frá okkur truflaði þann heim. En amma Anna átti líka sinn draumaheim, sem var heimur leikhússins, og Birgir Steinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn- ast þeim heimi í gegnum hana. Ég velti því þó stundum fyrir mér í seinni tíð hvort ástin til leikhúss- ins hefði líka með eitthvað annað að gera en það augljósa. Hún var jú útskrifuð leikkona og afspyrnu- vel gefin, þekkti flestöll þau verk sem sett voru þar upp. En það var nefnilega ekki bara Birgir Steinn sem hafði fengið úthlutað pláss í hjarta hennar heldur meira og minna allir sem útskrifuðust úr leiklistarskólanum þegar hún vann þar. Þetta voru allt „börnin“ hennar. Væntumþykjan skein í gegn þegar hún talaði um þessi börn sín og ferð á leiksýningu var eins og vel heppnað ættarmót þar sem hún gat fylgst stolt með sínu fólki. Birgir Steinn hefur ábyggi- lega furðað sig á ríkidæmi sínu að eiga Önnu sem ömmu og að líkleg- ast væri stór hluti leikarastéttar- innar nákomnir ættingjar! Nú er komið að leiðarlokum rúmum 20 árum eftir að ég fékk símtalið góða. Hvernig getur mað- ur þakkað fyrir þetta allt? Hvern- ig getur maður komið í orð hversu djúpt þessi gæska hennar hefur snortið okkur öll? Þvílík gæfa fyr- ir Birgi Stein að fá að kalla hana ömmu og njóta hennar sem slíkr- ar. Á tímum sem þessum, þegar allir eru að flýta sér, staldraði Anna við og bauð Birgi Steini það verðmætasta sem við fáum hér á jörð: Tíma og ást. Anna Margrét, Birgir Steinn. Anna Guðmundsdóttir ✝ Ari Arthursson tæknifræð- ingur fæddist í Reykjavík 12. mars 1948. Hann lést 28. janúar 2022 á Landspítalanum Hringbraut, 73 ára að aldri. Foreldrar hans voru Arthur Tómasson og Þóra Kristinsdóttir, þau eru bæði látin. Systur Ara voru Rannveig og Þóra Kristín sem einnig eru látnar. Ari var í Laugarnesskóla sem barn og fór síðan í flugnám og lauk einkaflugmannsprófi. Ari útskrifaðist sem tæknifræð- ingur frá Tækniskóla Íslands 1978. Lengst af vann hann hjá Vatnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur. Eftirlifandi eig- inkona Ara er Guðrún Birna Guðmundsdóttir leikskólakennari, f. 8. apríl 1948. Eldri dóttir Ara og Guðrúnar Birnu er Vigdís Klara, f. 21. febrúar 1968, eig- inmaður hennar er Guido Bäumer, f. 30. apríl 1965. Þau eiga tvo drengi, Marek Ara og Matthías. Yngri dóttir þeirra er Halldóra Æsa, f. 20. maí 1975, eiginmaður hennar er Geir Thorsteinsson, f. 26. mars 1967. Þau eiga þrjú börn, Þor- stein, Sigurð Breka og Heklu Maríu. Útför Ara fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. febrúar 2022, klukkan 11. Þegar við hjónin skráðum okk- ur í samkvæmisdans á níunda áratug síðustu aldar hvarflaði það ekki að okkur að við værum þar að hitta fólk sem við ættum eftir að hitta einu sinni í viku alla vetur síðan. En þannig var það, í þessum hópi voru þau Guðrún og Ari, hún opin og hvatvís, hann hægari. Það var Guðrúnu og Ara mjög gefandi að finna hvernig þau náðu tökum á hverjum dansinum af öðrum; enskum valsi, cha cha cha og hvað þeir heita allir. Við áttum margar góðar sam- verustundir með þeim hjónum fyrir utan dansinn. Hittumst í heimahúsi, eða við ýmsar aðrar aðstæður. Heimsóknir okkar til þeirra Guðrúnar og Ara í Kofann þeirra, en svo nefndu þau sum- arbústaðinn sinn við Gíslholts- vatn, bar þó hæst. Þar áttum við margar góðar stundir með þeim hjónum. Þar var öllu haganlega fyrir komið og Ari í essinu sínu að gera við sláttuvélina eða koma bátnum út á vatn og þá var gjarn- an veitt í soðið. Skógræktin var reglulega tekin út. Þar var búið að setja niður þúsundir trjáa, og þannig gerðu þau hjón skjól við bústaðinn. Ari var rólegur að eðlisfari, en hann var fylginn sér sem hjálpaði honum að finna danstaktinn, koma sláttuvélinni sinni í gang eða hvað það var sem þurfti að redda. Enda var Ari alltaf svolít- ill sveitamaður í eðli sínu og kunni að redda málunum. Stutt var í húmorinn hjá Ara og það duttu oft upp úr honum ýmsar hnyttnar tilvitnanir. Við munum sárt sakna Ara, sem var okkur einstakur félagi, en minningin um góðan dreng mun lifa áfram með okkur. Við sendum Guðrúnu Birnu, Vigdísi, Halldóru og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og megi minningin um Ara lengi lifa með okkur. María og Hjörtur, Jónína og Guðmundur. Ég hafði ekki heyrt í eða séð Ara í líkast til tvö ár eða meira. Samt kom mér andlátsfregnin sem gamall skólabróðir flutti mér á óvart. Við Ari kynntumst í gegnum strák sem varð sessunautur minn þegar ég, nýfluttur frá Akureyri, kom í 12 ára bekk í Laugarnes- skóla. Þessi strákur bjó í Sig- túninu í þriðja húsi frá Ara. Af einhverjum ástæðum þá smullum við Ari vel saman og héldum vel saman mörg næstu ár. Ég minnist ferða í bíó með pabba Ara sem þá keyrði okkur sem ekki vorum komnir með bíl- próf. Ég minnist líka ferða austur í bústað sem fjölskylda Ara átti austur við Gíslholtsvatn. Veiði í vatninu og ég man líka eftir að við Ari gengum eitt sinn í fleiri klukkutíma í leit að rjúpum án þess að sjá eða verða varir við nokkra slíka. Ég man eftir að við í lok göngunnar ákváðum að reyna okkur í skotfimi til að ferðin væri ekki alveg tilgangslaus. Held við höfum notað aflagðan girðingar- staur sem mark. Ari hafði betur, enda var þetta, ef ég man rétt, í fyrsta skipti sem ég skaut af byssu. Ýmislegt fleira brölluðum við saman og í minninu er ferð um mitt sumar í Þórsmörk þar sem við áttum góða helgi í fögru umhverfi. Ýmislegt fleira bröll- uðum við saman og þegar við vor- um að nálgast tvítugt voru komn- ir tveir félagar til viðbótar í hópinn, sem var bara nokkuð duglegur að sækja Glaumbæ, Breiðfirðingabúð og seinna Hótel Loftleiðir um helgar. Í lok þessa tíma vorum við báð- ir og reyndar allir komnir með vinkonur sem seinna urðu eigin- konur okkar. Börn fóru að koma og á þess- um tíma fór frekar að losna um það þétta samband sem við Ari höfðum átt saman. Við héldum þó alltaf sambandi og hittumst stundum, þó ekki oft. Seinna varð þetta að símtölum, sem yfirleitt voru hálftíma eða allt að klukkutíma löng, um það bil tvisvar eða þrisvar á ári. Þarna vorum við komnir í aðra vinahópa og létum símtölin og einstaka hitting duga. Ég votta Guðrúnu Birnu, dætrunum Vigdísi Klöru og Hall- dóru Æsu ásamt þeirra mönnum og barnabörnum mína innileg- ustu samúð við fráfall Ara. Minningin lifir. Jónas Brjánsson. Ari Arthursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.