Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
Rússar hafa sett meiri kraft í undir-
búning fyrir allsherjarinnrás í Úkra-
ínu en ekki er ljóst hvort ráðamenn í
Moskvu hafi ákveðið að stíga skrefið
til fulls, að sögn bandarískra ráða-
manna.
Um 110 þúsund rússneskir her-
menn eru nú við landamæri Úkraínu.
Bandarískar leyniþjónustur hafa
ekki ákvarðað hvort Vladímír Pútín,
forseti Rússlands, hafi gert upp hug
sinn um það hvort verði af innrás-
inni.
Bandarískir ráðamenn vöruðu við
því að fjöldi hermanna við landamæri
Úkraínu færi hratt vaxandi og um
miðjan febrúar er áætlað að 150 þús-
und hermenn verði við landamærin –
nóg til þess að hefja allsherjarinnrás.
Þeir greina einnig frá því að Pútín
vilji hafa margar mögulegar innrás-
aráætlanir til hliðsjónar, allt frá því
að ráðast eingöngu inn í Donbas-hér-
að í Úkraínu, sem styður yfirtöku
Rússa, til allsherjarinnrásar í landið.
Rússar hafa alfarið neitað því að
ráðabrugg um innrás sé í pípunum.
Ef ráðamenn í Moskvu ákveða að
hefja allsherjarinnrás í Úkraínu, er
líklegt að Kænugarður, höfuðborg
Úkraínu, falli í hendur Rússa á að-
eins tveimur sólarhringum. Það er
áætlað að í allsherjarinnrás Rússa á
Úkraínu myndu 25 til 50 þúsund
óbreyttir borgarar falla, ásamt 5 til
10 þúsund úkraínskum hermönnum
og 3 til 10 þúsund rússneskum her-
mönnum. Innrásin gæti valdið flótta
milljón til fimm milljóna manna yfir
landamæri Póllands, bættu banda-
rískir embættismenn við.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur
ákveðið að senda bandaríska her-
menn til Póllands til þess að vernda
bandamenn Atlantshafsbandalags-
ins (NATO). Diplómatar bandalags-
ins vinna dag og nótt að því að fá
Rússa til að draga herinn til baka.
Rússar hafa einnig tilkynnt um
sameiginlegar hernaðaraðgerðir
herliðs Hvít-Rússa og herliðs Rússa
og hafa þær sveitir verið sendar til
Brest-héraðs í Hvíta-Rússlandi, sem
er norður af Kænugarði og við landa-
mæri Póllands.
Um 80 hersveitir Rússa eru stað-
settar víðsvegar við landamæri
Úkraínu og fjórtán til viðbótar eru á
leið til landamæranna. Fyrir tveimur
vikum voru aðeins 60 hersveitir við
landamærin.
Um 1.500 hermenn úr sérsveit
rússneska hersins (Spestnaz) eru við
landamærin. logis@mbl.is
Telja Rússa undirbúa allsherjarinnrás
AFP
Stríð Úkraínskir hermenn kenna
borgurum að halda á riffli.
- Um 110 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu - Telja að 33-70 þúsund manns falli
komi til átaka - Bandarískt herlið komið til Póllands - Kænugarður gæti fallið á tveimur sólarhringum
Marokkóska þjóðin varð fyrir miklu
áfalli í gær þegar björgunaraðilar
greindu frá því að drengurinn sem
féll í brunn á þriðjudag væri látinn.
Björgunaraðgerðir stóðu yfir í fimm
daga og öll þjóðin fylgdist með, með
öndina í hálsinum.
Drengurinn sem féll í brunninn
hét Rayan og var fimm ára gamall,
en björgunaraðgerðir vöktu heims-
athygli og myllumerkið Björgum
Rayan fór sem eldur í sinu um net-
heima. Óljóst var í vikunni hvort Ra-
yan væri enn á lífi og höfðu yfirvöld
áréttað að erfitt væri að meta lífs-
líkur hans.
Brunnurinn 32 metra djúpur
Í tilkynningu frá yfirvöldum segir
að Múhameð, konungur Marokkó,
hafi hringt persónulega í foreldra
Rayans til þess að tilkynna þeim
andlát hans. Síðdegis á laugardag
komust björgunarmenn niður að
botni brunnsins, sem er 32 metra
djúpur, eftir að hafa grafið að honum
með gröfum og jarðýtum.
Drengurinn var enn fastur og
þurfti að bora í gegnum brunninn til
þess að komast að honum, en björg-
unaraðilar þurftu að fara hægt í sak-
irnar þar sem mikil áhætta fólst í því
að bora að honum, vegna grjóthruns
sem getur myndast vegna titrings
frá bornum. Því þurfti að bora
gríðarlega hægt til þess að koma í
veg fyrir það. Sjónarvottar sáu for-
eldra drengsins labba niður að botni
brunnsins algjörlega niðurbrotin.
Þúsundir höfðu tjaldað í kringum
brunninn til þess að sýna fjölskyldu
og björgunaraðilum stuðning og
blaðamaður AFP sagði ástandið hafa
verið spennuþrungið.
Fólk hvatti björgunaraðila áfram,
söng trúarkvæði og bað fyrir
drengnum. Björgunarmenn höfðu
reynt að koma súrefniskúti og vatni
niður til Rayans en óljóst er hvort
hann hafi náð að nota það. Brunn-
opið var aðeins 45 sentimetrar og var
það of þröngt til þess að hægt væri
að síga niður og ná í drenginn og það
var talið of áhættusamt að reyna að
breikka það. Faðir Rayans hafði
ávarpað marokkósku þjóðina á
föstudag þar sem hann sagðist vona
að drengurinn væri enn á lífi og
þakkaði öllum fyrir stuðninginn. Því
miður varð honum ekki að ósk sinni
og þjóðin syrgir nú með fjölskyld-
unni. logis@mbl.is
Drengurinn sem féll í
brunn í Marokkó látinn
- Björgunaraðgerðir stóðu yfir í fimm daga - Þjóðarsorg
AFP
Áfall Þúsundir tjölduðu í kringum brunninn til þess að sýna fjölskyldu Ra-
yans stuðning. Sumir héldu á vasaljósum til þess að lýsa upp svæðið.
Nautaat hefur verið stundað í Furjeriah, fursta-
dæmi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum,
um áratuga skeið. Nautaatið er haldið alla föstu-
daga. Það er mikill heiður í Furjeriah að sigra í
nautaatinu og sum nautin eru sérstaklega rækt-
uð í þeim tilgangi að taka þátt í því. Viðburð-
urinn er vel sóttur af heimamönnum en dýra-
verndunarsinnar eru afar ósáttir við þessa hefð
og segja hana skaðlega fyrir dýrin.
AFP
Áratuga gömul hefð
fyrir nautaati í Arabíu
Elísabet II. Bret-
landsdrottning
varð í gær fyrsti
þjóðhöfðingi
Bretlands til
þess að vera við
stjórnvölinn í
sjötíu ár og til-
kynnti í kjölfarið
að það væri
„einlæg ósk“
hennar að Ka-
milla, eiginkona Karls Bretaprins,
fengi drottningartitilinn þegar
Karl verður konungur. Elísabet
sagðist vona að þegar Karl og Ka-
milla taka við krúnunni muni þau
njóta jafn mikils stuðnings og hún
hefur gert, á þeim sjötíu árum
sem hún hefur verið við völd. Karl
Bretaprins sagðist vera djúpt
snortinn og ósk móður hans væri
mikill heiður bæði fyrir hann og
Kamillu. Hann hrósaði líka eigin-
konu sinni í hástert og þakkaði
henni fyrir stuðninginn í gegnum
árin. logis@mbl.is
BRETLAND
„Einlæg ósk“
að Kamilla verði
drottning
Elísabet II. Bret-
landsdrottning