Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
16. - 28. FEBRÚAR - 12 DAGAR
GISTING Á BEST JACARANDA 4*
VERÐ FRÁ159.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
16. - 21. FEBRÚAR - 5 DAGAR
GISTING Á HOVIMA PANORAMA 4*
VERÐ FRÁ129.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
FLUG OG GISTING
VETRARSÓL Á TENERIFE
MEÐ
MORGUNMAT
HÁLFT
FÆÐI
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
FJÖLDIBROTTFARA ÍFEBRÚAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við erum alsæl og stúlkan, sem
ber svip okkar beggja, dafnar vel,“
segir Lilja Björk Guðmundsdóttir í
Kaupmannahöfn, nýbökuð móðir.
Þau Jóhann Halldór Sigurðsson,
kærasti hennar, eignuðust dóttur
sem fæddist á þriðjudag í sl. viku.
Að barn fæðist er alltaf undur og
ævintýri en nú ber svo við að sagan
er stærri. Svo vill til að faðir Jó-
hanns og móðir Lilju Bjarkar eru
samstarfsfólk, Sigurður Ingi Jó-
hannsson, innviðaráðherra og for-
maður Framsóknarflokksins, og
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoð-
arkona hans til fjölda ára.
Fundu strauma á Flúðum
Stúlkan litla fæddist á sjúkrahús-
inu í Hvidovre í Kaupmannahöfn
rétt eftir miðnætti 1. febrúar. Hún
vó 3,8 kg og var 49 cm.
Fjölskyldan litla er nú komin til
síns heima á stúdentagörðum á
Vesturbrú. Lilja lauk námi í skart-
gripagerð frá KEA, hönnunarskól-
anum í Kaupmannahöfn, fyrir
nokkrum dögum en Jóhann Halldór
er í meistaranámi í alþjóða-
stjórnmálum við háskólann í Hró-
arskeldu.
„Við Lilja hittumst fyrst á Flúð-
um um verslunarmannahelgina
2019. Vissum hvorugt af hinu áður,
en ég þekkti fyrir Ingveldi mömmu
hennar eftir langa samvinnu hennar
og pabba míns,“ segir Jóhann Hall-
dór. „Við Lilja náðum strax vel
saman og fundum fljótlega ein-
hverja strauma. Í lok þessa sumars
fór Lilja út til Kaupmannahafnar til
að halda sínu námi áfram. Án þess
að segja nokkrum skrapp ég út í
heimsókn um haustið og þá
ákváðum við að verða par. Biðum
þó, meðal annars vegna samvinnu
foreldra okkar, fram að jólum með
að segja nokkrum frá því hvað væri
í gangi. Fljótlega eftir áramót 2020
fluttist ég svo út til Lilju. Var rétt
mættur þegar skall á með kórónu-
veiru, svo öllu var skellt í lás. Við
urðum því að vera saman öllum
stundum næstu misserin og fannst
það ekki slæmt. Erum á sömu nót-
um um ansi margt, meðal annars í
pólitík.“
Ömmur og afar í heimsókn
Móðir Jóhanns Halldórs er Anna
Ásmundsdóttir, fyrri kona Sigurðar
Inga. Faðir Lilju Bjarkar og eigin-
maður Ingveldar er Guðmundur
Smári Ólafsson. Föðuramman var í
Kaupmannahöfn í vikunni til að líta
á sonardótturina og móðurfólkið fór
út um helgina. Föðurafinn er
væntanlegur á svæðið í vikunni.
„Okkur Jóa líður vel hér í Kaupa-
mannahöfn og verðum búsett hér
sennilega nokkur ár í viðbót. Ætl-
um þó að skeppa heim til Íslands
um páskana þar sem dóttirin verð-
ur skírð. Nafnið er ennþá óákveð-
ið,“ segir Lilja Björk.
Sæla í Kaupmanna-
höfn og dóttirin dafnar
Ljósmynd/Ingveldur Sæmundsdóttir
Hamingja Jóhann Halldór Sigurðsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir með
litlu dótturina. Ömmur og afar í heimsóknum til að líta á afkomandann.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Ingveldur
Sæmundsdóttir
- Sonur ráðherra og dóttir aðstoðarkonu hans til fjölda ára
eru nýbakaðir foreldrar - Jóhann Halldór og Lilja Björk
Rauð veðurviðvörun eins og gefin
hefur verið út og gildir í dag fyrir
sunnan- og vestanvert landið –
höfuðborgarsvæðið þar meðtalið –
þýðir að fólk á ekki að vera á ferð
nema brýna nauðsyn beri til. Þá hef-
ur ríkislögreglustjóri lýst yfir hættu-
stigi almannavarna á landsvísu.
Heimavinna er boðorð dagsins,
skv. því sem Víðir Reynisson yfirlög-
regluþjónn sagði á mbl.is í gær.
Mikilvægt er að fólk haldi sig
heima meðan verið er að ryðja hús-
götur, sem getur verið tímafrekt,
segir í tilkynningu almannavarna.
Skóla- og frístundastarf á höfuð-
borgarsvæðinu verður fellt niður.
Skólar verða þó opnir með lág-
marksmönnun fyrir þau sem þurfa
nauðsynlega vistun fyrir börn sín.
Öllum morgunferðum hjá Strætó
á höfuðborgarsvæðinu og á lands-
byggðinni verður aflýst í dag. Búist
er við að innan borgar hefjist akstur
um kl. 10:00, en hugsanlega síðar.
Hjá velferðarsviði Reykjavíkurborg-
ar má búast við að margvísleg starf-
semi raskist, svo sem heimahjúkrun
og -þjónusta. Neyðarskýli verða öll
opin.
Á Landspítalanum er búist við
miklum truflunum í dag. Engin dag-
og göngudeildarþjónusta verður á
sjúkrahúsinu og fá sjúklingar úthlut-
aða nýja tíma. Engar bólusetningar
verða í Laugardalshöll og ekki er
gert ráð fyrir að opið verði í sýna-
töku á Suðurlandsbraut. Í tilkynn-
ingu frá Landhelgisgæslu er hvatt til
aðgæslu við ströndina og að hugað
verði að skipum og bátum í höfnum
vegna hárrar sjávarstöðu.
Á Akureyri er skólastarfi í dag af-
lýst. Gert er ráð fyrir afleitu veðri í
Eyjafirði og að ófært verði með öllu
um götur bæjarins. Fólk er hvatt til
að vera sem minnst á ferli meðan
veðrið gengur yfir. sbs@mbl.is
Raskanir víða og
ástandið er rautt
- Ofsa spáð - Fólk
sé heima - Heima-
vinna er boðorðið
Morgunblaðið/Eggert
Lokun Gangvirki samfélagsins
verður stöðvað vegna veðurspár.
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Ásgeir Sveinsson sigraði í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ á
laugardag með 697 atkvæði eða 69
prósent gildra atkvæða og mun því
leiða lista flokksins í vor.
Alls greiddu 1.044 atkvæði í próf-
kjörinu, þar af voru gild atkvæði
1.010 talsins. Auð og ógild atkvæði
voru því 34. Í öðru sæti var Jana
Katrín Knútsdóttir með 380 atkvæði
í 1. til 2. sæti eða 37,6 prósent gildra
atkvæða. Í þriðja sæti var Rúnar
Bragi Guðlaugsson með 429 atkvæði
samanlagt í 1. til 3. sæti eða 42,5 pró-
sent gildra atkvæða. Í fjórða sæti
var Kolbrún G. Þorsteinsdóttir með
412 atkvæði samanlagt í 1. til 4. sæti
eða 40,8 prósent gildra atkvæða. Í
fimmta sæti var Hjörtur Örn Arnar-
son með 477 atkvæði samanlagt í 1.
til 5. sæti eða 47,2 prósent gildra at-
kvæða. Í sjötta sæti var Arna Haga-
línsdóttir með 437 atkvæði saman-
lagt í 1. til 6. sæti eða 43,3 prósent
gildra atkvæða. Í sjöunda sæti var
svo Hilmar Stefánsson með 497 at-
kvæði samanlagt í 1. til 7. sæti eða
49,2 prósent gildra atkvæða.
Ætla ekki að styðja flokkinn
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjar-
fulltrúi og Kristín Ýr Pálmarsdóttir
varabæjarfulltrúi ætla hvorug að
styðja flokkinn þegar gengið verður
til kosninga í vor. Þær tóku báðar
þátt í prófkjörinu og saka Ásgeir
Sveinsson, nýkjörinn oddvita sjálf-
stæðismanna í Mosfellsbæ, um
óheiðarlega kosningabaráttu. Kol-
brún fór fram gegn Ásgeiri en laut í
lægra haldi og hafnaði í 4. sæti.
Kristín Ýr bauð sig fram í 3. sæti en
var ekki á meðal sjö hæstu.
„Ég og mín persóna var algjörlega
tekin niður í þessu prófkjöri,“ sagði
Kolbrún í samtali við Morgunblaðið
morguninn eftir
prófkjörið.
„Ég hef fengið
hótunarsímtöl frá
stuðningsmönn-
um hans síðustu
tvö ár. Það var
ýmislegt sem
gerðist á kjör-
tímabilinu þar
sem sterkir menn
í flokknum hót-
uðu mér öllu illu ef ég myndi ekki
láta mig hverfa. Það var meðal ann-
ars ástæða þess að ég þurfti að
hætta sem formaður bæjarráðs.“ Þá
segir hún Ásgeir hafa notað fjármál
fyrrverandi eiginmanns síns gegn
sér.
Ásgeir hafnar ásökununum
„Ég er bara orðlaus. Þetta kemur
mér í opna skjöldu,“ sagði Ásgeir
vegna ásakananna. „Fyrir mér eiga
þær ekki við nein rök að styðjast.
Hvað varðar tímasetninguna þá er
óþægilegt og skrítið að heyra af
þessu núna, daginn eftir að niður-
stöður prófkjörsins liggja fyrir.“
Þá segist Ásgeir ekki hafa vitað af
hótununum og lítur málið grafalvar-
legum augum. Hann hefði viljað vita
af málinu fyrr.
„Það voru engar hótanir á mínum
vegum. Þeir sem þekkja mig vita að
ég myndi ekki beita mér þannig.“
Ásgeir leiðir
í Mosfellsbæ
Ásgeir
Sveinsson
Kolbrún G.
Þorsteinsdóttir
Kristín Ýr
Pálmarsdóttir
- Harðlega gagnrýndur af mótframboði