Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 07.02.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng Alicante ga 26. febrúar aðra leið Flugsæti til 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti 595 1000 www.heimsferdir.is með 50% afslátt á opnunardaginn og það var allt brjálað þá. Við þurftum að telja fólk inn svo við myndum ekki lenda í vandræðum út af samkomu- takmörkunum.“ Eygló segir að það sé ekkert skrít- ið við það að opna nýja ísbúð í janúar. „Íslendingar eru þyrstir í ís allan ársins hring. Það skiptir engu máli þó það sé kalt úti. Það er þægilegt og skemmtilegt að fá sér, ódýrt og hent- ar öllum. Hvort sem þeir eru 70 ára að fá sér ís í brauði eða fimm ára að fá sér trúðaís.“ Eyglóar og vinkonu hennar, Telmu Finnsdóttur. „Við vildum komast í Vesturbæinn, okkur finnst geggjað að geta þjón- ustað Seltjarnarnes og Vesturbæinn. Það hefur mikið verið spurt eftir okk- ur þar, eins og reyndar víðar,“ segir Eygló um ástæður fyrir vali á stað- setningu nýjustu ísbúðarinnar. Töldu fólk inn á opnunardaginn Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa að hennar sögn. „Það hefur gengið virkilega vel. Við erum alltaf Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur allt gengið vonum fram- ar en við höfum líka lagt mikið á okk- ur,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir, einn eigenda Ísbúðar Huppu. Áttunda ísbúð Huppu var opnuð á dögunum vestur á Seltjarnarnesi þar sem áður var bensínstöð og nú síðast blómabúð. Uppgangur Huppu hefur verið hraður síðustu ár og er hún nú stærsta keðja ísbúða á Íslandi. Fyrsta ísbúðin var opnuð á Selfossi sumarið 2013 og tveimur árum seinna var sú fyrsta opnuð á höfuð- borgarsvæðinu. Huppu er nú einnig að finna í Álfheimum, Spöng í Grafarvogi, Garðabæ og Hafnarfirði auk Kringlunnar en sú búð er lokuð um þessar mundir vegna endurbóta. Þá er Huppa líka með útibú í Borgarnesi. Með 130 starfsmenn Í dag starfa um 130 manns hjá fyrirtækinu að sögn Eyglóar og ekki eru fleiri ísbúðir á teikniborðinu sem stendur. „Þetta er orðið stórt fyrir- tæki og mikil skrifstofuvinna sem fylgir. Við höfum samt alltaf verið á staðnum og kynnst starfsfólkinu vel, þær hafa greiðan aðgang að okkur. Við erum líka mjög stolt af því að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir skemmstu, það var mikill sigur,“ segir Eygló. Huppa er í eigu tveggja vinahjóna en reksturinn er í höndum Morgunblaðið/Unnur Karen Huppa Áttunda ísbúð Huppu var opnuð á Norðurströnd á Seltjarnarnesi fyrir skemmstu og hefur notið vinsælda. Áttunda ísbúðin slær í gegn þrátt fyrir kulda - Ísbúð Huppu opnuð á Seltjarnarnesi - 130 starfsmenn Morgunblaðið/Eggert Ísfólkið Gunnar Már Þráinsson, Telma Finnsdóttir, Eygló Rún Karlsdóttir og Sverrir Rúnarsson með Huppuísinn góða fyrir nokkrum árum. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Íslenskur matreiðslunemi Mennta- skólans í Kópavogi hlaut 3. sætið á Ólympíuleikum matreiðslunema í síðustu viku. Halldór Hafliðason, matreiðsluneminn sem um ræðir, segist hæstánægður með bronsið og stefnir á frekari sigra í framtíð- inni, komist hann í kokkalandsliðið. Halldóri til aðstoðar voru Krist- vin Þór Gautason og Dagur Gnýs- son. „Þetta var bara geggjað lið, við unnum allir vel saman,“ segir Hall- dór en þeir voru allir saman á öðru ári í skólanum. Keppnin fer vanalega fram á Ind- landi en hefur síðustu tvö ár verið haldin á netinu í gegnum YouTube, sökum faraldursins. „Þá virkar það í rauninni þannig að við setjum upp þrjár myndavélar, öll 50 löndin,“ segir Halldór en þeir stilltu upp eld- húsaðstöðu niðri í MK. 50 lönd tóku fyrst þátt í for- keppni, sem Halldór flaug í gegn- um. „Svo í raun er þessu skipt í tvennt. Maður kemst annaðhvort í topp 10, sem ég komst áfram í, eða topp 20 en þá keppir maður um ell- efta til tuttugasta sætið,“ segir Halldór. Verkefni úrslitaviðureignarinnar var að úrbeina kjúkling og gera úr honum rétt og eftirrétt í kjölfarið úr sérstökum lista hráefna sem þeir fengu sendan. Halldór er á síðustu önninni í sínu fjögurra ára matreiðslunámi og klárar því í vor. Hann segist stefna á kokkalandsliðið í framtíð- inni. „Já, ég hef unnið með nokkr- um þar. Síðan hef ég mætt á æfing- ar sem aðstoðarmaður.“ Hlaut bronsið á Ólympíuleikum - Neminn Halldór stefnir langt Ólympíufari Halldór Hafliðason matreiðslunemi hlaut bronsið. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Flugvélin sem hafði verið saknað síð- an um hádegisbil á fimmtudag í síð- ustu viku fannst í sunnanverðu Þing- vallavatni á ellefta tímanum á föstudagskvöld. Fyrst var óljóst hvort þeir fjórir sem voru um borð vélarinnar væru enn í henni en leit með kafbáti seinni part laugardags leiddi í ljós að enginn var inni í flak- inu. Þar með var ljóst að mennirnir hefðu komist úr vélinni af sjálfsdáð- um eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetra frá landi þar sem styst er. Í framhaldi af því var skipulögð áframhaldandi leit. Leitarhundar, bátar og drónar aðstoðuðu við leit meðfram bökkum Þingvallavatns í gær. Þá kafaði kafbátur á vegum fyrirtækisins Teledyne Gavia á svæðinu. Í gær bárust upplýsingar um að á sónarmynd úr kafbátnum hefði sést eitthvað sem gæti hafa verið útlínur á mannslíkama. Land- helgisgæslan og sérsveitin fóru í kjölfarið að kafa eftir því. Hættu leit vegna veðurs Um áttaleytið í gærkvöld var greint frá því að líkin fjögur hefðu fundist. „Búið er að finna og stað- setja líkamsleifar 4 einstaklinga á botni vatnsins á 37 metra dýpi eða neðar. Undirbúið var að kafa eftir þeim en þar sem veður er að versna hratt var ákveðið að hætta aðgerðum enda ekki hægt að tryggja öryggi kafaranna við þær aðstæður sem eru núna,“ sagði í tilkynningunni frá lög- reglunni. Lögreglan segir að skipulagning á björgunaraðgerðum sé hafin og gengið verði í þær strax og veður leyfi. Þá hafa aðstandendur beðið fyrir kærar kveðjur til björgunar- aðila allra fyrir þeirra störf undan- farna daga. Flugvélin er einnig enn í vatninu en ekki liggur fyrir hvenær hún verður sótt. Aðgerðin er tæknilega flókin og til þess að hún gangi vel fyrir sig þarf að vera veðurgluggi sem varir að minnsta kosti í tvo sólarhringa. Halda áfram þegar veður leyfir - Komust úr vélinni af sjálfsdáðum - Sónarmynd úr kafbáti leiddi til líkfundanna - Líkin á 37 metra dýpi eða neðar - Flugvélin enn í vatninu - Tæknilega flókin aðgerð - Hætta á mengunarslysi Morgunblaðið/Óttar Geirsson Þingvallavatn Líkin fjögur fundust um áttaleytið í gærkvöldi en ekki var kafað eftir þeim þar sem veðurskilyrði voru ekki góð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.