Morgunblaðið - 07.02.2022, Side 25

Morgunblaðið - 07.02.2022, Side 25
vinnu og félagslífi. Ef heilinn fær ekki örvun, þá fer hann að hrörna og maður sér það með heyrnar- skerta, að þeir fara að eiga erf- iðara með jafnvægi og heyrn leik- ur líka stórt hlutverk varðandi minni og elliglöp. Þess vegna er mjög mikilvægt að grípa inn í strax og heyrn fer að daprast.“ Árið 2002 útskrifaðist hún og fjölskyldan flutti heim og settist að í Grafarvogi. Hún fór strax að vinna í faginu og vann hjá Heyrn- artækni. Ellisif stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Heyrn, árið 2007 og hef- ur starfað þar síðan. Árið 2010 flutti fjölskyldan í Garðabæinn þar sem þau kunna vel við sig. Hún segir að helstu áhugamálin séu vinnan og fjöl- skyldan. „Ég hef alveg ótrúlegan áhuga á starfinu og finnst mjög gefandi að sjá breytinguna sem verður á fólki við það að fá lausn á slæmri heyrn og verða félagslega virkt og njóta lífsins. En svo hef ég líka mjög gaman af matargerð og veit fátt skemmtilegra en að halda góðar matarveislur. Svo hef ég líka mjög gaman af lestri góðra bóka.“ Fjölskylda Eiginmaður Ellisifjar er Gísli Reyr Stefánsson flugvirki, f. 17.3. 1974. Foreldrar hans eru Val- gerður Gísladóttir bankastarfs- maður, f. 9.10. 1947 og Stefán Jón- asson, hárgreiðslumeistari og tónlistarkennari, f. 26.12. 1946. Þau skildu. Börn Ellisifjar og Gísla eru 1) Una Valgerður, BA í Mass Media og atvinnuflugmaður, f. 17.10. 1994; Urður Björg heyrnar- ráðgjafi, f. 12.6. 1996 og 3) Tjörvi Stefán, nemi í bílamálun, f. 26.12. 2003. Systkini Ellisifjar eru Glúmur Björnsson, efnafræðingur í Reykjavík, og Soffía Hlín Björns- dóttir Nielsen, hagfræðingur í Danmörku. Foreldrar Ellisifjar eru hjónin Björn Búi Jónsson, eðlisfræðikenn- ari í Menntaskólanum í Reykjavík, f. 24.9. 1947 og Hildur Björg Sverrisdóttir húsmóðir, f. 26.3. 1947. Þau búa í Reykjavík. Ellisif Katrín Björnsdóttir Ingibjörg Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Ísafirði Sigurgeir Sigurðsson skipstjóri og síðar verkamaður á Ísafirði Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir húsfreyja á Blönduósi Jóhann Sverrir Kristófersson flugvallarvörður á Blönduósi Hildur Björg Sverrisdóttir húsmóðir í Reykjavík Dómhildur Símonía Jóhannsdóttir húsfreyja á Blönduósi Kristófer Kristófersson kaupmaður og bókari á Blönduósi Elínborg Hannesdóttir húsfreyja í Nýpukoti Ásmundur Jón Sveinsson bóndi í Nýpukoti í Víðidal, V-Hún. Soffía Jónsdóttir húsmóðir og verkakona, síðast á Siglufirði Jón Guðmundur Þórðarson vitavörður á Siglunesi, síðar verkamaður á Siglufirði Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Siglunesi Þórður Þórðarson vitavörður á Reykjanesi og síðar á Siglunesi Ætt Ellisifjar Katrínar Björnsdóttur Björn Búi Jónsson eðlisfræðikennari í MR í Reykjavík DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt „ÞÚ ERT MEÐ SVÆSINN KLÁÐAMÚR.“ „ÉG ER BARA AÐ LEYFA GULLA AÐ SVAMLA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera sitt besta. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG ER HÆTT AÐ BORÐA KARTÖFLUFLÖGUR ÉGÆTLA AÐ HÆTTA AÐ BORÐA SMÁKÖKUR Ó, NEI! HVAÐ GERUM VIÐ VIÐ ALLAR ÞESSAR AUKA KARTÖFLU- FLÖGUROG SMÁKÖKUR? ÉG FÆRI ÞÉR GJÖF FYRIR ORUSTU DAGSINS! VONANDI EITTHVAÐ SEM VIÐ HÖFUM NOT FYRIR! ÞIÐ GETIÐ NOTAÐ HANA NÚNA! Ég hitti karlinn á Laugaveginum og spurði hvernig hann hefði það. Hann svaraði snúðugt: Ég finn að gamall er ég orðinn og óttast að skilnings minnki forðinn hraðara en ég hugði. Áherslubreytingar eru stórar: Við íbúð hverja sorptunnur fjórar ein mér sem áður dugði Sigurður Hallur Stefánsson skrifar mér: „Í Mbl. í dag, 28. jan- úar, birtist ágæt sléttubandavísa, „sléttubönd með öfugri merkingu þegar lesið er aftur á bak“. Mér kom til hugar að senda aðra slíka úr bók minni Lífsblóm sem komst fyrir sjónir fárra“: Kraftinn eykur vílið vart, viskan manninn prýðir. Kjaftinn þenur spakur spart, spottið varist lýðir. Hjörtur Benediktsson skrifar í Boðnarmjöð: „Nýtt sameinað sveit- arfélaga fyrir norðan“: Núna við sjáum Norðurþing í námunda birtist Suðurþing. Mývatnssveit var í miðjunni þar en mun nú víst heita Nothing. Anna Dóra Gunnarsdóttir skrif- ar: „Frænka mín elskuleg setti inn mynd af fannhvítu fjalli og speglun himinsins í vatni og við hana þenn- an texta: „þegar himinninn stendur á haus“. Ég las það og bætti við og nú er þetta svona“: Þegar himinninn stendur á haus og er heldur í rásinni laus, lít ég fýrug til fjalls, því að fjallið er als- ett af skafli sem skalf þar og fraus. Magnús Halldórsson yrkir „úr fréttum, – „MAST gæti þurft að herða sóttvarnir við komu far- fugla““. Brátt á heiðar landsins mun fljúga fuglager flóa, tún og varpa alla prýðir. „Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer,“ fyrr en varir grímuskyldu hlýðir. Jón Arnljótsson yrkir: Flesta daga fæ ég mér, fæ ég mér að drekka, að drekka svoltinn sénever, séneverinn þekka. Hólmfríður Bjartmarsdóttir svarar um hæl: Já, látum aldrei sorg og sút setjast að í geði Drekkum út úr einum kút og yrkjum svo um gleði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sorptunnur og sveitar- félög fyrir norðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.