Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
✝
Einar Þór Eg-
ilsson fæddist í
Reykjavík 23.
ágúst 1980. Hann
lést á Kanaríeyjum
10. janúar 2022.
Foreldrar hans
eru hjónin Hrefna
S. Einarsdóttir, f.
1946, og Egill Þ.
Einarsson, f. 1947.
Systur Einars Þórs
eru Agla, f. 1972,
og Alda Berglind, f. 1978.
Eftirlifandi eiginkona Einars
Þórs er Karen Olga Ársæls-
dóttir, f. 13. desember 1980.
Einar og Karen gengu í hjóna-
band 6. ágúst 2005 og hinn 13.
júní sama ár fæddist þeim son-
urinn Daníel Máni. Seinna bætt-
ust við dóttirin Ellen María, f.
20. desember 2008, og síðast
sonurinn Baldur Már, f. 23. des-
ember 2014.
Einar Þór ýmis störf og vann
m.a. við uppsetningu tölvu-
forrita á skrifstofu Alþingis.
Einar og Karen bjuggu í
Danmörku árin 2007-2014 og
þar starfaði Einar Þór að námi
loknu sem yfirmaður hugbún-
aðarverkfræði hjá Deltek og
síðar við þróun hugbúnaðar hjá
Trustpilot. Jafnframt því forrit-
aði hann einfalda spilaleiki á
netinu sér til gamans og stofn-
aði í kringum þá sitt eigið fyrir-
tæki, Rauðás hugbúnað.
Eftir að fjölskyldan flutti
heim til Íslands 2014 varð það
hans aðalstarf og var fyrirtækið
útnefnt eitt af „Fyrirmyndar-
fyrirtækjum“ áranna 2019-
2021.
Einar Þór lærði og spilaði á
ýmis hljóðfæri, var dýravinur
og lagði mikið af mörkum til
mannúðarmála.
Útför að hætti Siðmenntar
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, 7. febrúar 2022, kl. 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Einar Þór ólst
upp í Neðra-Breið-
holti fyrstu árin en
fluttist síðan með
fjölskyldunni í Suð-
urhlíðarnar og bjó
þar mestan hluta
æskunnar.
Einar Þór stund-
aði grunnskólanám
í Hlíðaskóla og
lauk síðar námi í
tölvunarfræði og
stúdentsprófi við Iðnskólann í
Reykjavík. Þá stundaði hann
nám í tölvunarfræði við Háskól-
ann í Reykjavík og lauk þar BS-
prófi með afburðaeinkunn. Það-
an lá leiðin til Kaupmannahafn-
ar þar sem hann stundaði nám
við Tækniháskóla Danmerkur,
DTU, og lauk þar MS-gráðu í
tölvunar- og hugbúnaðarverk-
fræði.
Á námsárum sínum stundaði
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi 8 ára gömul að eignast bróð-
ur. Ljóshærðan ljúfling sem lét
lítið fyrir sér fara á heimili þar
sem tvær eldri systur réðu ríkj-
um. Hann fékk nafnið Einar í
höfuðið á öfum okkar tveim og
stjúpafa. Það var ekki laust við
að okkur systrum fyndist við
þurfa að halda verndarhendi yfir
blíðlyndum og hrekklausum litla
bróður en með tímanum kom í
ljós að hann spjaraði sig vel á
sinn hægláta hátt. Innan tíðar lét
ég systur okkar eftir það hlut-
verk að passa litla bróður og
hvarf inn í flókinn heim tánings-
áranna. Ég varð móðir ung og þá
tók Einar sér hlutverk um-
hyggjusams stóra bróður frænda
litla sem bjó á heimilinu fyrstu
æviárin.
Einar þroskaðist fallega og
varð heilsteyptur ungur maður.
Hann var afburðanemandi í for-
ritun en hafði hljótt um sigra
sína. Eitt sinn var ég að óskapast
yfir nýju tölvukerfi á vinnustað
mínum sem mér fannst óskilvirkt
og vandasamt í notkun. Einar
bað þá um að fá að kíkja aðeins á
það og næsta dag var hann óum-
beðinn búinn að skapa frá grunni
nýtt og mun fullkomnara tölvu-
kerfi. Ég varð undrandi og þakk-
lát og vildi greiða honum fyrir.
Hann afþakkaði það og sagði
með sínum hlýja og lúmska húm-
or að hann vildi bara ekki hafa
systur sína pirraða í vinnunni.
Það var ekki laust við að stóru
systur þætti spennandi að fylgj-
ast með litla bróður eignast kær-
ustu sem síðar varð eiginkona
hans og fyrr en varði hann orð-
inn fullorðinn maður og stoltur
faðir. Örlögin höguðu því svo að
við systkin, komin sitt hvoru
megin við þrítugt, fluttum á
sama tíma til Kaupmannahafnar.
Fjarri heimahögunum varð sam-
band okkar mun nánara en það
hafði áður verið og saman kynnt-
umst við nýju landi og menningu.
Við eignuðumst bæði annað barn
með rúmlega árs millibili og eftir
að við fluttum í næsta nágrenni
við hvort annað varð samgang-
urinn milli heimilanna meiri. Ég
dáðist að því hversu einstaklega
natinn, þolinmóður og góður fað-
ir Einar var.
Ég verð ævinlega þakklát fyr-
ir þessi sjö ár sem við áttum
saman í Kaupmannahöfn og
varðveiti dýrmætar minningar
um ferðir í skógana, garðana,
ströndina og hinar reglulegu
ferðir smábarnaforeldranna á
leikvelli með kaffi latte í bréf-
bolla. Matarboðin og hátíðisdag-
ana og síðast en ekki síst óborg-
anlegt kvöld er stóra systir dró
sómamanninn í kynnisferð um
dimmustu knæpur Frederiks-
berg.
Þegar á móti blés reyndist litli
bróðir minn, sem reyndar var
löngu vaxinn mér yfir höfuð, sem
besti stóri bróðir og varð klett-
urinn í lífi mínu. Lífið varð ekki
samt í Kaupmannahöfn eftir að
hann flutti með fjölskylduna
heim til Íslands hvar hann varð
kletturinn í lífi eldri sonar míns
og reyndist honum sem besti fað-
ir á ögurstundum.
Einar var jarðbundinn og hlé-
drægur með rólegt fas og fallega
framkomu. Hann hafði frábæra
kímnigáfu og var fátt fyndnara
en að fylgjast með honum svara
dónalegum viðskiptavinum með
kurteisi og lúmskum húmor. Eitt
sinn var honum bent á að leik-
arinn Mark Hamill notaðist við
spilasíðu hans og skemmti Einar
sér við að hakka notandaaðgang
„Luke Skywalkers“ og láta hann
kljást við Darth Vader eða Dad í
næstu heimsókn. Leikarinn hafði
gaman af uppátækinu og kallaði
Einar besta aðdáandann í al-
heiminum í „tweeti“.
Einar náði undraverðum ár-
angri á sínu sviði en lét það aldr-
ei stíga sér til höfuðs og kaus að
berast ekki á. Mannúðarmál
voru honum hjartfólgin og lét
hann þá sem minna mega sín
njóta velgengni sinnar. Nú er ég
hrædd um að honum bróður mín-
um þætti orðið nóg um lofið en
ég get með öllu hjarta sagt að
hann Einar bróðir minn var besti
og vandaðasti maður sem ég hef
nokkurn tíma kynnst og ég hefði
ekki getað óskað mér betri bróð-
ur.
Elsku hjartans bróðir minn,
orð ná ekki utan um þann óbæri-
lega harm að grimmur sjúkdóm-
ur skildi hrifsa þig frá okkur fyr-
irvaralaust í blóma lífsins og
sárar er en tárum taki að hafa
verið hinu megin við hafið ófær
um að veita þér björg. Ég leyfi
mér að trúa að við hittumst á ný í
sólbjörtum sölum himnasmiðs-
ins. Þangað til hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Agla Egilsdóttir.
Ég og Einar höfum verið
bestu vinir frá því að ég man eft-
ir mér. Við erum fæddir með
þriggja mánaða millibili og mæð-
ur okkar eru æskuvinkonur
þannig að það lá beint við að við
yrðum vinir. Enda var það svo að
eftir að hann flutti í sama hús og
ég í Víðihlíðinni vorum við nán-
ast óaðskiljanlegir. Margir skóla-
félagar héldu að við hlytum að
vera bræður.
Við lékum okkur saman alla
daga. Oft fórum við með allt okk-
ar kúreka-playmo eða geim-lego
hvor heim til annars og lögðum
undir okkur húsið. Seinna var
það körfubolti sem við spiluðum
fram á nótt með hinum krökk-
unum í hverfinu. Við horfðum á
úrslitakeppni NBA heima hjá
vini okkar Friðgeiri, sem var svo
heppinn að vera sá eini okkar
með Stöð 2. Ég hélt með Bulls og
Einar með Suns en ég man ekki
til þess að það hafi valdið neinum
deilum. Þungarokk og rafmagns-
gítarar voru líka sameiginleg
áhugamál. Við sátum oft saman
og glömruðum á gítar, ég var ör-
lítið ófeimnari við að syngja en
Einar mun sleipari á gítarnum.
Einar var almennt mjög skap-
andi og átti meira að segja eftir
að smíða sinn eigin rafmagnsgít-
ar á fullorðinsárum. Hann var
líka mjög flinkur að teikna og á
tímabili var herbergið hans fullt
af litlum blýantsteikningum af
hjólabrettaköppum, körfubolta-
mönnum og rokkurum.
Á hverjum morgni hringdi
Einar dyrabjöllunni hjá mér
(hann var árrisulli en ég) og við
gengum saman yfir „heiðina“ úr
Suðurhlíðunum yfir í Hlíðaskóla.
Í minningunni var þetta löng og
erfið ganga, oftast í myrkri, og
þá var gott að hafa góðan fé-
lagsskap. Einar kvartaði stund-
um yfir því að ég gengi of hratt.
Einar var nefnilega rólyndismað-
ur sem var ekki mikið að æsa sig.
Ég man aldrei eftir því að hann
hafi orðið reiður út í nokkurn
mann eða skeytt skapi sínu á
öðrum. Hann var líka með frá-
bæran lágstemmdan húmor.
Hann átti auðvelt með að koma
auga á það sem var skondið í
kringum okkur og var alveg
ótrúlega fyndinn án þess að það
væri á kostnað neins.
Jafnvel eftir að leiðir skildi í
menntaskóla héldum við áfram
að bralla margt saman. Við fór-
um á böll og í partí í skólum hvor
annars, fórum í ferðalög á tón-
listarhátíðir erlendis og margt
fleira. Ótrúlega margt af því sem
ég upplifði sem barn og ungur
maður upplifði ég með Einari.
Svo samstiga vorum við að þegar
ég hringdi í hann til að segja
honum að ég og Unnur ættum
von á okkar fyrsta barni þá kom
smá hik á hann og svo sagði hann
að það ættu þau Karen líka.
Þrátt fyrir að hafa búið í mis-
munandi löndum lengi á fullorð-
insárum héldum við alltaf góðu
sambandi. Það var alltaf gaman
og afslappandi að hittast og
spjalla saman og það gerðum við
reglulega. Við hefðum átt að
fylgjast að út ævina en það varð
ekki. Ég mun sakna hans ógur-
lega og það er erfitt að hugsa til
þess að við munum ekki deila
fleiri upplifunum. Óteljandi
minningar um góðan vin munu
þó fylgja mér ævilangt.
Friðrik.
Það er sárt að þurfa að kveðja
Einar vin minn. Hann hef ég
þekkt allt frá upphafi grunnskól-
ans þar sem við tilheyrðum sama
vinahópi. Þá höfðum við sameig-
inlegan áhuga á teikningum og
því að koma margvíslegum fígúr-
um á blað, í mínu tilfelli drekum
og forynjum, en ég man að Einar
lagði mikið upp úr að skapa sem
ófrýnilegasta „pönkara“.
Þessi vinátta hélst þótt vissu-
lega hafi sambandið verið mis-
mikið eftir því sem okkar áhuga-
mál og þroski áttu samleið (hvað
þroska varðar held ég að Einar
hafi oftast haft vinninginn). Ég
naut samfylgdar við hann gegn-
um umrót unglingsáranna og síð-
ar áttum við nokkur misgáfuleg
ævintýri sem ungmenni. Þegar
bernskubrekin voru svo að baki
fékk maður að reyna það hve
traustur vinur Einar var, rækt-
arsamur og þolgóður. Á seinni
árum þótti mér honum takast að
koma ár sinni vel fyrir borð og
skal ég viðurkenna að ég leit svo-
lítið upp til hans hvað það varðar.
Hér hefur varla verið tæpt á
þeim ótal mörgu minningum sem
eftir sitja, en það að gera þeim
tilhlýðileg skil væri efni í ansi
langan pistil. Þær minningar eru
nú svo afskaplega dýrmætar og
þegar horft er til baka get ég
ekki séð eftir einu einasta and-
artaki sem varið var með honum.
Hér hef ég aðeins fjallað um
mín kynni af Einari en auðvitað
var hann stór hluti af lífi margra
annarra sem þurfa nú að horfa á
bak honum. Vil ég því votta fjöl-
skyldu hans, ættingjum og nán-
um vinum mína innilegustu sam-
úð. Einars er og verður sárt
saknað.
Fyrir þau forréttindi að hafa
fengið að eiga hann að vini vil ég
þakka.
Gísli Gunnarsson.
Elsku vinur, nú kveðjumst við.
Það var gæfa að kynnast þér,
Karen og börnunum í Frederiks-
berg hér um árið. Þið voruð kær-
komin viðbót við litla Íslendinga-
samfélagið okkar í Borups Have.
Með ykkur eignuðumst við hjón-
in vandaða og góða vini og börnin
okkar beggja mynduðu hin fal-
legustu vinabönd, sem vonandi
endast þeim út lífið.
Það hefur verið þakkarvert að
eiga þig að, Einar minn. Frá
fyrstu kynnum var ljóst að þú
varst gæðin í gegn, skarpgreind-
ur og áreiðanlegur, fyrirmynd
barna þinna og traustur eigin-
maður. Þú varst líka fyrirmynd
okkar sem þekktum þig. Ég sá
hæfileikamann sem kunni að for-
gangsraða nánu og sterku sam-
bandi við fjölskyldu sína, en
tókst á sama tíma, með útsjón-
arsemi og elju, að búa sér og sín-
um umgjörð sem flesta dreymir
um. Þess vegna bað ég þig líka
einn daginn að halda erindi í
kennslustund hjá mér, fyrir nem-
endur sem vildu verða frum-
kvöðlar. Mig langaði að gefa
nemendunum tækifæri til að
ræða við mann sem hafði náð frá-
bærum árangri sem frumkvöðull,
en var á sama tíma með fæturna
rækilega á jörðinni – stóískur
fjölskyldufaðir. Að sjálfsögðu
stóðstu undir væntingum mín-
um. Þú sagðir nemendum heið-
arlega, af lítillæti og í bland við
mátulega sjálfshæðni, hvernig þú
hafðir byggt upp farsælan rekst-
ur.
Þú skilur eftir hjá mér margar
fleiri minningar, allar góðar: um
nýlega fjölskylduferð í Aðaldal-
inn, jólaboð fyrir aðeins fáeinum
vikum, þar sem þú spilaðir á raf-
magnsgítar sem þú hafðir sjálfur
smíðað, sjósundsferðir, útiveru,
matarboð, barnaafmæli og margt
fleira. Takk fyrir það, vinur.
Fyrir okkur sem þekktum þig
og fengum að fylgja þér um
lengri eða skemmri veg, er
þyngra en tárum taki að missa
svo framúrskarandi hæfileika-
mann og vin. Því verður þó aldrei
líkt saman við missi Karenar,
Daníels, Ellenar Maríu og Bald-
urs. Ég veit hins vegar fyrir víst
að þau eru öll heilsteypt og hug-
rökk og sól þeirra mun smám
saman aftur rísa að morgni. Ég
veit líka að við munum öll, ná-
grannarnir og vinirnir frá dög-
unum í Borups Have, standa þétt
við bakið á þeim og veita allan
þann stuðning sem við getum.
Ég ætla að taka mér leyfi og
mæla fyrir hönd okkar allra,
þegar ég segi: Farðu í friði, vinur
kær.
Hallur Þór.
Við kynntumst haustið 2002 í
Tölvunarfræði í Háskólanum í
Reykjavík og frá fyrsta degi urð-
um við mjög þéttur og góður
hópur. Þessi ár eru eftirminnileg
og voru mjög skemmtileg.
Við köllum okkur Rjómann,
það er tenging í „aðeins það
besta“ og höfum við haldið hóp-
inn síðan við útskrifuðumst vorið
2005.
Einar spilaði stórt hlutverk í
þessum hópi, hann var góður vin-
ur, einlægur, hógvær, jarðbund-
inn, traustur, alltaf stutt í húm-
orinn og hafði mjög góða
nærveru. Hann var afburða nem-
andi, samviskusamur og þurfti
lítið að hafa fyrir náminu enda lá
það vel fyrir honum. Hann var
mjög hvetjandi og stappaði í okk-
ur stálinu og sagði alltaf „jú, jú,
þú getur þetta“.
Í skólanum vorum við saman
alla daga og nánast allan sólar-
hringinn þegar stór verkefnaskil
og prófatíð voru í gangi, þá var
oft mikið hlegið enda yfirleitt
komið fram yfir háttatíma og
fólk dottið í svefngalsa. Einar
var mikilvægur þátttakandi í því
en fór yfirleitt alltaf fyrstur
heim. Ástæða þess er að hann
var búinn að fræða okkur hin
nægilega mikið og hann vildi
verja sem mestum tíma með
elsku Karen sinni, þau voru alltaf
svo náin og sætt par.
Við hin, sem stundum þurftum
að hafa meira fyrir náminu, sögð-
um oft í gríni að við skyldum
bara „taka þetta með Einari“.
Það þýddi að hann var alltaf
tilbúinn að hjálpa ef þess þurfti
og er þessi frasi enn notaður í
dag hjá hópnum.
Eftir standa góðar minningar
um allar vísinda- og sumarbú-
staðaferðirnar, hlátursköstin,
svefngalsana, hádegisverðina og
alla verkefnavinnuna.
Eins og gengur þá höfum við
hist minna eftir að náminu lauk
en vináttan hefur ætíð verið náin
og sterk þegar við hittumst. Það
hefur verið gaman að fylgjast
með Einari og fjölskyldu hans
stækka og þroskast auk þess að
sjá fyrirtækið hans blómstra sem
hann stofnaði út frá áhugamáli
sínu.
Elsku Karen, Daníel, Ellen og
Baldur, hugur okkar er með ykk-
ur á þessum erfiðu tímum. Það
er mikill missir að Einari og eig-
um við eftir að sakna hans mikið.
Á sama tíma finnum við til þakk-
lætis fyrir óteljandi gleðistundir
sem við áttum með kærum vini.
Hvíldu í friði elsku vinur.
Þínir vinir,
Birna, Bjarki, Bjarni, Dag-
björt, Finnur, Grímur, Guð-
laug, Gunnar, Hrannar, Sól-
rún, Stella, Tinna og Vala.
Einar Þór Egilsson
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést mánudaginn 31. janúar, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið, styrktarreikningur
0130-26-410420, kennitala 590406-0740, eða minningarkort
Landspítalans. Athöfninni verður streymt á
https://youtu.be/uZeM-sp7_H0
Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Jón Sigurðsson
Ólafía Karlsdóttir Jónas Hafsteinsson
Björn Gunnar Karlsson Íris Hulda Jónsdóttir
Auðbjörg Jónsdóttir Árni Björn Hilmarsson
Enika Hildur Jónsdóttir Guðvarður B. Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÁLMAR TH. INGIMUNDARSON
húsasmíðameistari,
Háholti 16, Hafnarfirði,
lést 12. janúar á hjartadeild Landspítalans.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 9. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er
bent á að styrkja Sorgarmiðstöðina, kt. 521118-0400, reiknr.
0513-26-009753. Útförinni verður einnig streymt:
https://youtu.be/6_C0tDAAH og
hlekk á streymi ná nálgast á mbl.is/andlat.
Sigríður V. Árnadóttir
Þóra Friðrika Hjálmarsdóttir Guðmar Sigurðsson
Erlendur Árni Hjálmarsson Edda Sjöfn Smáradóttir
Guðbjörg Hjálmarsdóttir Þórður Rafn Stefánsson
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÓLÖF ALDA ÓLAFS
húsmóðir,
Norðurbrú 5, Garðabæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
síðastliðinn föstudag. Útför fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 11.
febrúar kl. 11.
Hjartans þakkir til starfsfólks á deild B5, Landspítalanum
Fossvogi. Streymi frá útförinni má nálgast hér:
https://youtu.be/KnSgFmYtEOA
Fríða Freyja K. Gísladóttir Sigurður Þór Ásgeirsson
Anna Hlíf Gísladóttir Nils Jörgen Davidsen
Bryndís Marsibil Gísladóttir Luca Pozzi
Björn Gíslason Laufey Óskarsdóttir
og barnabörn