Morgunblaðið - 07.02.2022, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2022
Skíðaganga Vel viðraði til útivistar í borginni um helgina, sem margir
nýttu sér. Logn var á undan stormi sem óvíst er hve lengi stendur.
Eggert
Fyrirsögn þessarar
greinar er bein til-
vitnun í ummæli Hjör-
dísar Leifsdóttur á
Brúnastöðum í Fljót-
um, sem komu fram í
hlaðvarpsþætti mínum
„Spjallvinir Guðna
Ágústssonar um sveit-
ina, bændur og búalið“
(landbúnaðarráðherra
mannlíf.is.). Á Brúna-
stöðum er rekið eitt glæsilegasta
sauðfjárbú landsins með um tvö
þúsund fjár í sumarhögum. Þar er
hafin framleiðsla á geita- og sauða-
ostum og rekinn fjölbreyttur bú-
skapur ásamt ferðaþjónustu.
Það hefur legið fyrir um langa
hríð að sauðfjárbændur glíma við
erfiðleika vegna lágs afurðaverðs og
nú bætist ofan á það hátt áburð-
arverð og hækkanir á öllum aðföng-
um. Trausti Hjálm-
arsson sauðfjárbóndi
rekur ástæður verð-
lækkunarinnar í síð-
asta Bændablaði: „Árið
2016 varð 10% verðfall
og árið 2017 hrundi af-
urðaverð um 30%.“
Þetta er meira en
nokkur atvinnuvegur
þolir, og lítið hefur
þokast í rétta átt síðan.
Ástæðan er offram-
leiðsla, ekki síst vegna
þess að útflutnings-
markaðir brugðust, segir hann.
Um þessar mundir sýnir RÚV
þættina Verbúðina sem segja frá
hvernig komið var fyrir sjávar-
útveginum þegar stjórnmálamenn
tóku upp fiskveiðistjórnunarkerfið
og breyttu öllum lögmálum til að
losa atvinnuveginn frá gjaldþrotum
og eilífum áföllum. En gengisfell-
ingar voru tíðar hér áður vegna
þess að sjávarútvegurinn rak sig
ekki. Sjávarútvegurinn bjó við um-
gjörð sem gerði það að verkum að
útgerðir hvorki lifðu né gátu dáið.
Enda var viðkvæðið að allt væri að
fara „norður og niður og til andskot-
ans“, eins og stjórnmálamaðurinn
Sverrir Hermannsson orðaði það.
„Ræktum Ísland“ er
leiðarvísir breytinga
Ég vona að löngu tímabili að-
gerðaleysis sé að ljúka í landbún-
aðarmálum, verkefni færist heim á
ný í landbúnaðarráðuneytið og
„skúffan“ og virðingarleysið gagn-
vart bændum heyri fortíðinni til. Að
landbúnaðurinn fái ekki síðri aðbún-
að og umgjörð en sjávarútvegurinn í
nýju matvælaráðuneyti. Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn
fólu Svandísi Svavarsdóttur að fara
með bæði land og sjó í nýrri rík-
isstjórn. Vonandi er það ekki merki
um minnkandi stuðning flokkanna
við þessa miklu grunnatvinnuvegi
þjóðarinnar. Og nú sem jafnan áður
verða þeir að taka á með ráðherran-
um og bændaforystunni. Ég vil trúa
því að hinn nýi landbúnaðarráð-
herra láti verkin tala. Aðalatriðið er
það sama og með sjávarútveginn
forðum: að byggja upp umgjörð sem
gerir sauðfjárbændum kleift að lifa.
Og hinum fjölbreytta landbúnaði
sem er lífakkeri landsbyggðarinnar
að dafna eins og kemur fram í við-
tali bóndans á Brúnastöðum í Fljót-
um.
„Ræktum Ísland“ er merkilegt
umræðuskjal Björns Bjarnasonar
fyrrverandi ráðherra og Hlédísar H.
Sveinsdóttur, um landbúnaðinn og
landsbyggðina, en Kristján Þór Júl-
íusson valdi Björn og Hlédísi til
þessa mikla verks. Þau tilgreina 22
skref sem að mati verkefnastjórn-
arinnar er nauðsynlegt að stíga við
gerð aðgerðaáætlunar sem yrði
tímasett og kostnaðarmetin. Nítján
efnisflokkar eru teknir til rækilegr-
ar umfjöllunar. Með þeim unnu að
tillögunum Sigurgeir Þorgeirsson
og Bryndís Eiríksdóttir. Rík-
isstjórnin hefur gefið nýtt fyrirheit
gagnvart landbúnaðinum í stjórn-
arsáttmála sínum. Landbúnaðurinn
er grunnatvinnuvegur mat-
vælaframleiðslunnar. Svandísi Svav-
arsdóttur skal óskað velfarnaðar í
mikilvægu starfi. Vonandi tekst
henni að höggva á marga hnúta og
leiða bændur og neytendur til nýrra
tíma.
Eftir Guðna
Ágústsson » Landbúnaðurinn er
grunnatvinnuvegur
matvælaframleiðslunn-
ar. Svandísi Svavars-
dóttur skal óskað vel-
farnaðar í mikilvægu
starfi.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Gríðarlega erfiðir tímar fyrir sauðfjárbændur
Undirritaður hefur
ákveðið að óska eftir
stuðningi í annað sæti í
prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins vegna kom-
andi borgarstjórnar-
kosninga.
Með framboðinu býð
ég fram krafta mína og
reynslu í þágu Reyk-
víkinga. Brýnt er að
ráðast í veigamiklar
umbætur þar sem vinstri meirihlut-
inn stendur illa að rekstri borgar-
innar og stjórnun mikilvægra mála-
flokka er afar ábótavant. Færa þarf
áherslur borgarinnar frá ýmsum
gæluverkefnum núverandi meiri-
hluta til grunnþjónustu.
Samstaða er mikilvæg
Mikilvægt er að komandi próf-
kjör verði nýtt til að velja sam-
hentan hóp frambjóðenda. Sá hópur
þarf að hafa skýra sýn á þjónustu og
rekstur borgarinnar
og kjark til að taka erf-
iðar ákvarðanir.
Ég starfaði lengi
sem borgarfulltrúi og
gjörþekki því málefni
borgarinnar frá fyrstu
hendi. Þá gegndi ég
starfi framkvæmda-
stjóra hjá Evrópu-
ráðinu 2019-21, öðl-
aðist þar frekari
reynslu og kynntist
ýmsum nýmælum í
rekstri sveitarstjórna
á alþjóðavettvangi.
Endurskoða verður þjónustu og
rekstur Reykjavíkurborgar frá
grunni og gera margvíslegar breyt-
ingar til hins betra. Ég tel að þekk-
ing mín og reynsla muni nýtast vel í
því mikilvæga verkefni.
Helstu stefnumál:
. Skipulagsmál Horfið verði frá
lóðaskortsstefnu með stórfelldri
aukningu lóðaframboðs í nýjum
hverfum. Við þróun eldri hverfa
verði áhersla lögð á sátt við íbúa.
Horfið verði frá ofuráherslu á mikið
byggingarmagn og offorsi, sem ein-
kennt hefur þéttingartrúboð vinstri
meirihlutans.
Eign fyrir alla!
. Sem flestum verði gert kleift að
eignast eigið húsnæði. Með stór-
auknu lóðaframboði og lækkun
lóðaverðs skapast skilyrði til að
lækka íbúðaverð.
. Samgöngur Ráðist verði í tíma-
bærar samgönguframkvæmdir í
Reykjavík, t.d. bætta ljósastýringu
og mislæg gatnamót, sem auka um-
ferðaröryggi, draga úr mengun og
greiða fyrir umferð.
. Borgarlínuskatt – Nei takk! Ekki
kemur til greina að þyngja skatt-
byrði Reykvíkinga frekar en orðið
er. Hafna ber hugmyndum um nýj-
an skatt á Reykvíkinga til að fjár-
magna svokallaða borgarlínu, verk-
efni upp á a.m.k. 100 milljarða
króna.
. Ekki verði þrengt frekar að
Reykjavíkurflugvelli á meðan ekki
finnst annar góður flugvallarkostur
á höfuðborgarsvæðinu og ríkið kýs
að hafa þar miðstöð sjúkraflugs,
björgunarflugs og innanlandsflugs.
Reykjavíkurskatturinn
. Stöðvum óeðlilega hækkun fast-
eignaskatta! Vinda þarf ofan af
hömlulausum hækkunum á fast-
eignaskatti, sem Reykvíkingar hafa
fengið yfir sig á undanförnum árum.
Miklar hækkanir á fasteignaverði
hafa leitt af sér stórhækkun fast-
eignaskatta og spáð er enn frekari
hækkunum á næstu árum. Þar sem
húsnæðisverð er langhæst í Reykja-
vík kemur skatturinn mun harðar
niður á Reykvíkingum en öðrum
landsmönnum. Hann er því sann-
kallaður Reykjavíkurskattur.
. Sundabraut sem fyrst! Reykja-
víkurborg standi við gerða samn-
inga um Sundabraut og greiði fyrir
lausn verkefnisins í stað þess að
standa í vegi fyrir því eins og vinstri
meirihlutinn gerir leynt og ljóst.
. Fjármál. Stórbæta þarf rekstur
borgarinnar með sparnaði, hagræð-
ingu og aukinni stærðar-
hagkvæmni.
. Fækkun borgarfulltrúa. Við hag-
ræðingu sýni borgarstjórn gott for-
dæmi og beiti sér fyrir því að borg-
arfulltrúum verði fækkað á ný. 53%
fjölgun þeirra sl. fjögur ár hefur
engu skilað nema vaxandi kerfisk-
ostnaði og aukinni óráðsíu í rekstri
borgarinnar.
. Skólamál. Efla þarf upplýs-
ingagjöf frá skólum til heimila um
frammistöðu nemenda og taka upp
einkunnakerfi, sem nemendur og
foreldrar skilja.
Eftir Kjartan
Magnússon »Endurskoða þarf
þjónustu og rekstur
borgarinnar frá grunni
og breyta til hins betra.
Ég tel að þekking mín
og reynsla nýtist vel í
því verkefni.
Kjartan Magnússon
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Grunnþjónustu í stað gæluverkefna
Eitt helsta bitbein
borgarmálanna á und-
anförnum misserum
er með hvaða hætti
uppbygging sam-
gangna verður á höf-
uðborgarsvæðinu til
næstu ára. Næstum
því tvö og hálft ár eru
síðan samgöngu-
sáttmáli höfuðborg-
arsvæðisins var und-
irritaður milli ríkisins
og sex sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu. Fyrsta markmið sam-
göngusáttmálans var eftirfarandi:
„Greiðar, hagkvæmar og skilvirkar
samgöngur á höfuðborgarsvæðinu
með jafnri uppbyggingu innviða
allra samgöngumáta.“
Öllum er ljóst að meirihlutinn í
borginni hefur ekki haft áhuga á
jafnri uppbyggingu allra sam-
göngumáta, heldur einblínt á al-
menningssamgöngur og heldur
óbeint staðið í vegi fyrir uppbygg-
ingu annars konar samgöngu-
innviða. Sundabrautin er aug-
ljósasta dæmið í þeim efnum.
Einnig má nefna uppfærslu gatna-
móta Reykjanesbrautar og Bú-
staðavegar. Vegagerðin hefur bent
á að úrbóta sé þörf á téðum gatna-
mótum frá árinu 2006 og þau voru
ofarlega á blaði í samgöngu-
sáttmálanum frá 2019. Hins vegar
er lítið sem ekkert að gerast þar í
dag, en fram-
kvæmdum átti að
ljúka á árinu 2021.
Uppbygging al-
menningssamganga er
góðra gjalda verð og
göfug markmið sem
þar liggja að baki.
Það þýðir þó ekki að
annars konar sam-
gönguúrbætur eigi að
sitja á hakanum. Ekki
verður annað séð en
að meirihluti borg-
arstjórnar Reykjavík-
ur sé þó á þeim bux-
unum.
Hins vegar er tómt mál að tala
um risavaxnar fjárfestingar í sam-
gönguinnviðum á meðan neyðar-
ástand ríkir í fjármálum borg-
arsjóðs. Skuldir borgarinnar hafa
hlaðist upp á undanförnum árum,
hvort sem bara er litið til A-hluta
eða samstæðu Reykjavíkurborgar.
Það gerist þrátt fyrir að tekjur
borgarinnar hafi aukist stöðugt á
undanförnum árum í kjölfar launa-
skriðs og hækkandi fasteignaverðs.
Samkvæmt nýjasta uppgjöri A-
hluta Reykjavíkurborgar námu
heildarskuldir 143 milljörðum
króna og hafa um það bil tvöfaldast
að raunvirði frá miðju ári 2014, en
þá tók núverandi meirihluti við
stjórnartaumunum í borginni.
Meirihlutinn hyggur síðan á tuga
milljarða lántöku til viðbótar á
næstu árum.
Rekstur A-hluta borgarinnar er
með innbyggðan halla upp á marga
milljarða á ári og treystir borgin á
arðgreiðslur frá Orkuveitunni til að
reksturinn haldi vatni. Reykjavík-
urborg er í raun komin í þá stöðu
að þurfa að treysta á hátt álverð í
útlöndum til að endar nái saman.
Það er ósjálfbær og óábyrg til-
högun.
Til að Reykjavíkurborg geti
hreinlega tekið þátt í uppbyggingu
samgönguinnviða á næstu árum
þarf að koma skikki á efnahags-
reikning borgarinnar. Skynsamleg-
asta leiðin til þess er að borgin
dragi sig alfarið úr rekstri fyrir-
tækja sem hafa lítið með lögbundin
verkefni sveitarfélaga að gera.
Nærtækustu dæmin þar eru
Gagnaveita Reykjavíkur, Sorpa og
Faxaflóahafnir. Skynsamlegt væri
að skoða sölu eða aðkomu fjárfesta,
til dæmis lífeyrissjóða, að eignar-
haldi téðra fyrirtækja. Meira um
það síðar.
Allt kostar þetta
Eftir Þórð
Gunnarsson » Fjármál Reykjavík-
urborgar eru með
þeim hætti að borgin
ræður ekki við stórar
fjárfestingar í nauðsyn-
legum samgöngu-
innviðum.
Þórður
Gunnarsson
Höfundur er hagfræðingur og óskar
eftir stuðningi í 4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.