Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 1

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 6. M A R S 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 72. tölublað . 110. árgangur . Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr. Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun. Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd. Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur Eigum nokkra lausa til afhendingar strax ÚKRAÍNSKAR FJÖLSKYLDUR GETA NOTIÐ SÍN LEIKA MEÐ FÆREYSKU OG ÍSLENSKU BARNASÝNINGIN ÞOKA 42FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ 4 _ Framleiðslugeta verksmiðju Steinullar hf. á Sauðárkróki gæti verið aukin, en hún hefur átt í erf- iðleikum með að anna mikilli eft- irspurn að undanförnu. Stefán Logi Haraldsson fram- kvæmdastjóri segir að þó sé ekki ljóst hvernig það verði gert. „Hér er fyrir hendi mikilvæg þekking og meginhráefni eru á svæðinu. Sam- legðaráhrifin verða væntanlega meiri með því að auka framleiðsl- una þar sem menn hafa náð góðum tökum á tækninni,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að á tímum farald- ursins virðist hafa verið uppsveifla í byggingariðnaði hér á landi, bæði í nýbyggingum og viðhaldsverk- efnum. „Töluvert virðist vera fram und- an og margt sem bendir til að menn ætli að herða sig í byggingum á íbúðarhúsnæði og bæta í.“ »16 Morgunblaðið/Björn Jóhann Verksmiðja Uppsveifla hefur verið í iðn- aðinum að undanförnu, segir Stefán Logi. Mikið sóst eftir steinull að norðan Vorverkin eru víða hafin, þar á meðal við höfn- ina á Húsavík, þar sem verið var að mála þennan fallega trébát þegar Morgunblaðsmenn bar að garði. Þau eru þó fleiri vorverkin og þar á meðal eru kosningar til sveitarstjórna, sem fram fara hinn 14. maí. Blaðamenn Morgunblaðsins eru á kosn- ingaferðalagi milli helstu sveitarfélaga vítt og breitt um landið og á Húsavík tóku þeir sveitar- stjórnarmenn í Norðurþingi tali fyrir kosninga- hlaðvarp Dagmála, sem birt er í dag og sagt er frá í blaðinu. »14-15 Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Vorverkin við höfnina á Húsavík Skúli Halldórsson Logi Sigurðarson Stjórnvöld í Kreml hafa gefið í skyn að mögulega kunni þau að draga úr yfirlýstum markmiðum innrásar sinnar í Úkraínu. Þar með gætu þau dregið herlið á brott frá borgum í vesturhluta landsins. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði fyrir um innrásina aðfaranótt 24. febrúar og sagði það um leið gert til að tortíma her Úkraínu og steypa úkraínska forsetanum Volodimír Sel- enskí af stóli. Sergei Rúdskoí, háttsettur rúss- neskur hershöfðingi, lýsti því yfir í gær á sjónvörpuðum fundi æðstu yf- irmanna hersins, að herinn myndi nú einbeita sér að „algjörri frelsun“ Donbas-héraðanna í austurhluta landsins. Samstaða á skýrum forsendum Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra kveðst hafa fundið fyrir mjög mikilli samstöðu á leiðtogafundi ríkja Atlantshafsbandalagsins, sem hald- inn var í Brussel á fimmtudag. „Hún byggir á mjög skýrum for- sendum, það er þessi kjarnagrein bandalagsins um að árás á eitt ríki feli það í sér að hin ríkin grípi til varna fyrir það ríki. Þetta er auðvitað búið að margárétta undanfarnar vik- ur, enda alveg ljóst að ríkin sem liggja næst átökunum eru áhyggju- full,“ segir Katrín í samtali við Morg- unblaðið. Spurð hvort rædd hafi verið við- brögð við mögulegri efnavopnaárás kveður hún já við en tekur fram að trúnaður ríki um allt sem fram fór. „Það sem er mikilvægt í þessu er að við stöndum fast á því að við, Atl- antshafsbandalagið, erum ekki að fara inn í þessi átök,“ segir Katrín. „En eins og kemur fram í yfirlýsing- unni eftir fundinn, varðandi beitingu efnavopna, þá segir bandalagið að þarna sé í raun og veru lína sem ekki megi fara yfir.“ Afleiðingarnar fyrir óbreytta borg- ara séu henni ofarlega í huga. „Við er- um með milljónir á flótta og þarna við borðið sitja ríki sem eru að taka á móti miklum fjölda fólks, milljónum Úkraínumanna,“ segir Katrín. „Við sjáum þessar hörmungar sem fylgja og þegar við horfum lengra fram í tímann þá vitum við það að efnahagslegar afleiðingar geta orðið verulega neikvæðar. Þarna er stór hluti af hveitiframleiðslu heimsins og þetta getur haft skæð áhrif á hungur í heiminum.“ Rússar gætu skipt um stefnu - Herinn einbeiti sér að austurhluta landsins - Efnavopn eru lína sem ekki má fara yfir, segir Katrín MStríð í Evrópu »4, 23 og 24 AFP Leiðtogi Katrín Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.