Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bókaforlög fengu tæpar 374 millj- ónir króna í endurgreiðslur frá ís- lenska ríkinu á síðasta ári. Greiðsl- urnar eru inntar af hendi í samræmi við lög sem sett voru til að styðja tímabundið við íslenska bókaútgáfu. Fyrsta heila starfsár nýs sjóðs sem settur var á fót vegna þessa var árið 2020 og það ár voru greiddar út 398 milljónir króna. Á síðasta ári voru afgreiddar 732 umsóknir um endurgreiðslu og heildarkostnaður við þær sem tald- ist endurgreiðsluhæfur var rúmar 1.495 milljónir króna. Endur- greiðslan nemur fjórðungi kostn- aðar, alls 374 milljónir króna. Rétt er að hafa í huga að margar þeirra bóka sem fengu endurgreiðslu í fyrra voru gefnar út árið 2020 enda hafa útgefendur níu mánuði frá út- gáfudegi til að sækja um. Þegar rýnt er í þá kostnaðarliði sem fylgja bókaútgáfunni og ríkið greiðir fyrir má sjá að prentun veg- ur þyngst, eða 28,1% kostnaðarins. Þar á eftir koma höfundarlaun, 20,2%, þá auglýsingar, 12,9%, rit- stjórn, 9,8%, hönnun, 8,6%, og þýð- ingar 7,1%. Níu milljónir í ástarsögur Sem fyrr er Forlagið langstærsti útgefandinn. Það tekur til sín 91 milljón af heildarsummunni fyrir 109 verk. Það er talsvert minna en árið áður þegar Forlagið fékk 116 milljónir fyrir 134 verk. Bjartur/ Veröld er næststærsta forlagið og sótti sér 37 milljónir fyrir 29 titla. Árið áður fékk Bjartur/Veröld 42 milljónir fyrir 41 verk. Storytel skip- ar sér í þriðja sætið og fékk 29 millj- ónir fyrir framleiðslu hljóðbóka. Skammt undan eru Sögur sem fengu tæpar 28 milljónir. Endurgreiddur kostnaður hleyp- ur á nokkrum hundruðum þúsunda við flestar prentaðar bækur. Fjórar af vinsælustu skáldsögum ársins 2020 skera sig þó úr en þær eru eftir fjóra af þekktustu rithöfundum landsins; Arnald Indriðason, Ólaf Jóhann Ólafsson, Yrsu Sigurðar- dóttur og Ragnar Jónasson. Greiðslur vegna þeirra eru á bilinu 3,8-7,4 milljónir króna. Nokkra at- hygli vekur að fjórar þáttaraðir af Sönnum íslenskum sakamálum, sem framleiddar voru fyrir Storytel, fengu háar greiðslur í fyrra, alls 5,9 milljónir króna. Þá fékk Ásútgáfan 9,3 milljónir króna fyrir 24 bækur. Sú útgáfa er kunn fyrir Rauðu ser- íuna svokölluðu og þeir titlar sem fengu endurgreiðslu í fyrra voru Ást og afbrot 1-4, Ást og óvissa 1-4, Ást og undirferli 1-4, Ástarsögur 1-4, Sjúkrahússögur 1-4 og Örlagasögur 1-4. Bókaforlögin fengu alls 374 milljónir frá ríkinu - Forlagið langstærsti útgefandinn - Bók Arnaldar dýrust Stuðningur við útgáfu bóka á íslensku Endurgreiðsla kostnaðar árið 2021 Endurgreiðsla kostnaðar einstakra bóka árið 2021 Heimild: Rannís Útgefandi Endurgreiðsla,m.kr. Forlagið 91,2 Bjartur/Veröld 37,4 Storytel 29,3 Sögur 27,8 Útgefandi Endurgreiðsla,m.kr. Edda 15,7 Bókafélagið 13,3 Benedikt 12,3 Salka 10,4 Bókabeitan 10,3 Ugla 9,3 Ásútgáfan 9,3 Sæmundur 9,1 Angústúra 7,5 Hið íslenska bókmenntafél. 7,3 Óðinsauga 7,1 Drápa 5,7 Fullt tungl 5,5 Hólar 5,4 Aðrir útgefendur 60,0 Alls 374 m.kr. 7,4milljónir kr. 5,5milljónir kr. 4,7milljónir kr. 3,8milljónir kr. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kosið verður um sameiningu á tveimur svæðum í dag. Annars veg- ar ganga íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps á Norðausturlandi til atkvæða um tillögu að samein- ingu sveitarfélaganna. Hins vegar kjósa íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar á Snæfellsnesi um sameiningu. Verði af sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar verður til tæp- lega 1.300 manna sveitarfélag. Sveitarfélögin liggja saman og ann- ast Stykkishólmsbær stóran hluta af þjónustu við íbúa Helgafellssveitar með samningum sveitarfélaganna. Breytingin verður því ekki mikil. Þó verður sett á fót dreifbýlisráð sem fastanefnd sameinaðs sveitarfélags í þeim tilgangi að draga úr áhyggjum íbúa í dreifbýli af að missa áhrif á verkefni í nærsamfélaginu. Dreif- býlisráð á að annast sérverkefni sem snúa að íbúum þess hluta sveitar- félagsins. Kjörfundir verða í dag klukkan 10 til 18. Kosið er í Grunnskóla Stykk- ishólms og félagsheimilinu Skildi. Í Langanesbyggð eru tveir þétt- býliskjarnar, Þórshöfn og Bakka- fjörður, auk dreifbýlis. Verði sam- eining samþykkt bætist við dreifbýli í Svalbarðshreppi og íbúar verða 600. Jarðirnar í sérsjóð Langanesbyggð annast rekstur stórra málaflokka fyrir Svalbarðs- hrepp svo ekki er von á miklum breytingum hjá íbúum. Laxveiði- jarðir sem Svalbarðshreppur á voru viðkvæmt atriði í upphafi samein- ingarviðræðna. Var það mál leyst með því að allar jarðir í eigu beggja sveitarfélaganna, níu talsins, verða lagðar í sérstakan sjóð á vegum sveitarfélagsins, jarðasjóð, ef af sameiningu verður. Markmiðið er að tryggja að veiðiréttur í laxveiði- ánum og nýting jarðeigna verði áfram í höndum íbúa á starfssvæði sjóðsins. Tekjurnar á að nýta til styrkingar byggðum og atvinnu- tækifærum. Kjörfundur verður frá klukkan 10 til 18 í dag. Kjörstaðir eru í félags- heimilinu Þórsveri á Þórshöfn, í skrifstofu skólans á Bakkafirði og í Svalbarðsskóla. Séraðgerðir í þágu dreifbýlis - Kosið um einingu á tveimur svæðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Helgafell Kirkjustaðurinn Helgafell verður innan nýja sveitarfélagsins. EL PLANTIO GOLF RESORT ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS SÉRTILBOÐ Á GOLFFERÐ Komdu með í skemmtilega ferð með Úrval Útsýn og Golfbúðinni Hafnarfirði til Alicante þann 31. mars til 7. apríl n.k. á El Plantio á frábæru verði. Þessi vikuferð í sól og sumaryl verður með skemmtilegu sniði. Það verður m.a. boðið upp á tvö golfmót með glæsilegum verðlaunum frá Úrval Útsýn og Golfbúðinni. Fararstjóri ferðarinnar er hann Magnús Margeirs, en hann mun halda vel utan um hópinn á meðan á ferðinni stendur. INNIFALIÐ Í VERÐI: ÞÁTTTAKA Í GOLFMÓTUM ÚÚ OG GOLFBÚÐARINNAR ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR GOLFBÍLL INNIFALINN FLUTNINGUR Á GOLFSETTI VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI ÍSLENSK FARARSTJÓRN AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI GOLF 31. MARS - 07. APRÍL VERÐDÆMI FRÁ 226.500 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA GOLFMÓTMEÐ GLÆSILEGUMVINNINGUM FRÁÚRVAL ÚTSÝN OGGOLFBÚÐINNI ÖRFÁ SÆTI LAUS Slakað hefur verið á sóttvarna- reglum innan Landspítala og segir formaður farsóttanefndar að miðað við fækkun innlagna og fjölda í eft- irliti göngudeildar sé faraldurinn á hægri niðurleið. Enn eru tvær lyk- ildeildir spítalans þó undirlagðar af Covid-sjúklingum og staðan á Land- spítala áfram erfið, m.a. vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Heimsóknareglur hafa verið rýmk- aðar og deildum spítalans er heimilt að hætta hólfa- og hópaskiptingu ásamt fleiru. „Okkur hefur sýnst það á komum í göngudeildina annars vegar og inn- lögnum hins vegar að þetta sé svona heldur að síga niður mjög hægt,“ segir Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítala. Hún segir að tilslakanirnar þýði ekki að Landspítali telji faraldurinn liðinn undir lok, enda er spítalinn enn á neyðarstigi. Fremur sé slakað á vegna þess hve margir hafa nú þegar smitast. „Það hefur ekki jafn mikið upp á sig að vera með strangar heimsókn- artakmarkanir, setja fólk í sóttkví, prófa það þegar það kemur yfir landamærin og þetta allt saman. Þessar reglur eru svolítið gengnar sér til húðar,“ segir Hildur. 60 sjúklingar með Covid-19 liggja á Landspítala í dag. Stór hluti þessa hóps er mjög veikur af undirliggj- andi sjúkdómum og bætir Covid-19 því gráu ofan á svart. Þunga stöðu á spítalanum má því enn skýra með fjölda sjúklinga með Covid-19 en einnig með veikindum starfsfólks og langvarandi álagi á það. „Fólkið okkar er orðið svo lang- þreytt, það er orðin veruleg áskorun að manna hvern einasta dag,“ segir Hildur. ragnhildur@mbl.is Faraldurinn á hægri niðurleið - Áskorun að manna hvern einasta dag Ljósmynd/Landspítali Veira Starfsfólk Landspítalans er langþreytt sökum mikils álags.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.