Morgunblaðið - 26.03.2022, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Allar nánari upplýsingar á
www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is
Verð
29.900
á mann í tvíbýli*
*aukagjald fyrir einbýli
kr. 11.000
VORFAGNAÐUR
Ferðaskrifstofu eldri borgara
Hótel Grímsborgum 15. maí
Bókanir í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is
eða í símum 783-9300/01
Njótið gistingar á 5* hóteli í fallegri náttúru,
snæðið góðan mat, hittið skemmtilegt fólk
og dansið fram eftir kvöldi.
Mikil stemning meðal eldri borgara þar sem
maður er manns gaman. Ferðakynning,
söngur, dans og gleði á björtu vorkvöldi.
Innifalið í verði: Skemmtun, matur,
gisting og morgunverður.
Veislustjóri: Gísli Jafetsson.
Deilt var um fyrirkomulag á sölu
ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka í
umræðum sem þingmennirnir Óli
Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, og
Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu,
áttu við Pál Magnússon í Dag-
málum, sem sýnd eru á mbl.is í dag.
Gengi bréfa í sölunni var 117, en
hafði verið 122 daginn áður en fag-
fjárfestar fengu að kaupa í bank-
anum. Hefur salan mætt talsverðri
gagnrýni í vikunni.
Kristrún, sem er oddviti Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík suður, segist
setja spurningarmerki við hvaða
fjárfestar hafi keypt á þessu verði,
þótt upplýsingar um þá liggi ekki al-
veg fyrir. Forsendan fyrir slíku út-
boðsferli sé sú að fá aðila sem taki
stóran hlut og séu með því að taka
markaðsáhættu.
Eðlilegur framgangsmáti
Óli Björn, sem er þingflokks-
formaður sjálfstæðismanna, er ekki
sama sinnis. Um ástæðuna fyrir því
að þessi afsláttur á verðinu hafi ver-
ið gefinn á varningi sem var umfram
eftirspurn segir hann í þættinum:
„Þegar talað er um vöru umfram
eftirspurn þá er það auðvitað í sam-
hengi við það verð sem var í boði,
þannig að þetta er ekki alveg svona
einfalt. Þetta er auðvitað eðlilegur
framgangsmáti á viðskiptum af
þessu tagi, þegar menn eru að bjóða
út stóran hlut. Þetta er töluvert
lægri afsláttur heldur en viðgengst
til dæmis í öðrum löndum.“
Um það hvort staðið hafi verið
rétt að sölunni, og hvort þessi af-
sláttur sé eðlilegur, segir Kristrún
að henni þyki fullkomlega eðlilegt að
fólk velti þessu fyrir sér.
„Það auðvitað situr í fólki salan
síðasta sumar. Auðvitað er hægt að
vera vitur eftir á og tala um að fólk
hafi ekki þekkt stöðuna, en stað-
reyndin er hins vegar sú að það
munaði umtalsverðu á því gengi sem
var selt á og því sem síðar kom, það
er hækkun markaðsverðs. Og ég
held að það sé svolítið það sem ein-
kennir viðbrögð fólks við sölunni
núna.“
Páll Magnússon nefnir til sög-
unnar samtal sem hann átti við einn
sérfræðing innan lífeyrissjóðakerf-
isins, sem hafi sagt, að að minnsta
kosti einn lífeyrissjóður hafi gert til-
boð í bréfin á markaðsgengi og viljað
kaupa fyrir um 12 milljarða. Þessu
tilboði hafi verið hafnað og þessum
aðila verið seld bréf fyrir um 3 millj-
arða á genginu 117. Þegar Óli Björn
var spurður út í þetta, hvort þetta
teldust eðlilegir viðskiptahættir,
taldi hann það ekki sanngjarnt að
hann svaraði fyrir þetta.
„Allt ferlið hefur verið með þeim
hætti að ég get ekki annað heldur en
glaðst og sagt að vel hafi tekist til.
Það getur vel verið að einhverjir
hnökrar hafi einhvers staðar verið,
en í heildina er þetta vel heppnuð að-
gerð,“ segir Óli Björn m.a. í Dag-
málum.
Fyrrum forseti gagnrýndur
Í þættinum eru fleiri mál til um-
ræðu, m.a. ummæli Ólafs Ragnars
Grímssonar, fv. forseta Íslands, sem
hann lét falla í Silfrinu sl. sunnudag
um Pútín og átökin í Úkraínu.
„Mér fannst þetta dapurlegt. Mér
finnst það dapurlegt að það sé við-
horf hér hjá áhrifamanni í íslenskri
pólitík til áratuga að það sé hægt að
finna einhverja skýringu á því að of-
beldisfull stjórnvöld virði að vettugi
sjálfstæði og fullveldi ríkis með því
að gera innrás, að það kunni að vera
einhvers staðar annarra skýringa að
leita en hjá viðkomandi hrottum,“
segir Óli Björn.
Kristrún tekur ekki svo djúpt í ár-
inni. „Mig grunar það að tilgangur
skilaboðanna hafi kannski verið sá
að við þurfum auðvitað að hugsa til
framtíðar hvernig við eigum við
Rússland,“ segir Kristrún m.a. um
ummæli Ólafs Ragnars.
Skiptar skoðanir um bankasölu
- Þingmenn takast á um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka í nýjum Dagmálaþætti Páls Magnússonar
- Kristrún Frostadóttir setur spurningarmerki við hvaða fjárfestar hafi keypt hlut ríkisins á afslætti
Morgunblaðið/Hallur Már
Dagmál Kristrún Frostadóttir og Óli Björn Kárason í viðtali hjá Páli Magnússyni, sem sýnt er á mbl.is í dag.