Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 12
Sýnir ofan í litunar-
pottana og fræðir
Regnbogi Litfagurt er
það, bandið jurtalitaða frá
Hespu hennar Guðrúnar.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Á
hugi minn fyrir jurtalitun
vaknaði þegar ég var að
skrifa meistararitgerð um
grasnytjar, um það hvern-
ig við nýttum gróðurinn í gamla daga.
Þá fann ég heimildir um að hér á
landi var gróður nýttur til litunar og í
framhaldi af því byrjaði ég að lita
band með jurtum,“ segir Guðrún
Bjarnadóttir náttúrufræðingur og
eigandi jurtalitunarvinnustofunnar
Hespuhússins í Ölfusi, en hún ætlar
að vera með fyrirlestur um litatímabil
Íslandssögunnar hjá Heimilisiðnað-
arfélaginu nk. miðvikudag.
„Íslendingar hafa notað jurtaliti
frá landnámi en lítið er um heimildir
alveg í upphafi, því ritöldin byrjar
ekki fyrr en á tólftu öld. Karlarnir
skrifa söguna og þeir voru ekki upp-
teknir af því að skrá eitthvað um jurt-
ir og litun og fyrir vikið er ég að geta í
eyður, til dæmis með því að kynna
mér hvað var verið að gera og nota
annars staðar á Norðurlöndum á
svipuðum tíma og hvaða sömu teg-
undir jurta vaxa hér. Við getum kall-
að það rökstutt gisk. Þegar kemur
fram á fimmtándu og sextándu öld
höfum við okkar eigin heimildir. Í Ís-
lendingasögunum er talað um litgrös
og brúngrös, en litgras er þá litunar-
jafni en brúngras er skóf. Þar er talað
um litklæði, en rannsóknir hafa sýnt
að í þeim eru erlendir litir. Litklæði er
því regnhlífarhugtak um erlenda
sterka liti. Íslendingasögurnar fjalla
um yfirstéttina svo það voru ríku karl-
arnir sem klæddust litklæðum. Þeir
fóru til útlanda þar sem þeir keyptu
fötin sín litríku og flögguðu þeim þeg-
ar heim var komið. Þannig settu þeir
sig yfir almúgann, en litklæði voru
tákn fyrir stöðu, völd og ríkidæmi.
Litklæði voru skilaboð um að viðkom-
andi hefði ferðast út fyrir landstein-
ana. Yfirstéttarkarlar riðu um héruð
og vildu láta fara mikið fyrir sér í
þessum litklæðum. Ef þeir hefðu farið
um í sauðalitum hefði enginn tekið eft-
ir þeim og þeir hefðu ekki verið ógn-
andi. Yfirvaldið málar sig þessum
sterku litum og mig grunar að á þess-
um tíma hafi almúginn klæðst flíkum í
mjög einföldum jurtalitum eða hrein-
lega sauðalitunum. Ólíklegt er að al-
múgafólk hafi gefið sér tíma til að lita
mikið eða spanderað dýrmætum eldi-
viði í slíkt pjátur.“
Skipaferðir skiptu miklu máli
Guðrún segir að nokkur hundruð
árum eftir landnám höfum við færst
úr litskrúðugum klæðum.
„Þegar við fórum undir Noregs-
konung í lok þrettándu aldar var þjóð-
in orðin nokkuð buguð og við fórum
inn í nokkur hundruð ár af því sem al-
mennt er talað um sem tímabil litleys-
is. Þetta kemur til af því að við kunn-
um ekki lengur að smíða skip og
vorum því hætt að fara til útlanda til
að kaupa fötin okkar. Við notumst við
það sem er hér heima úr okkar ein-
földu náttúru og förum að ganga mik-
ið í svörtu, þau klæði voru lituð úr
sortulyngi. Svartklædd þjóð leit út
fyrir að vera alltaf á leið í jarðarför,
eða buguð af sorg, sem við kannski
vorum því þetta voru frekar ömurleg-
ir tímar. Kannski var þjóðin þunglynd
og það endurspeglaðist í svörtum lit
klæðanna. Við erum í dökkum miðöld-
um í fatalitum alveg fram á upplýs-
ingaöld, en í mínum huga hefst hún á
átjándu öld. Þá förum við að flytja inn
erlendar jurtir til að poppa upp okkar
litaflóru í klæðum, sem og erlend
íblöndunarefni til að hjálpa okkur við
litunina. Einnig koma út íslensk
fræðslurit um það hvernig við getum
nýtt náttúruna til litunar. Þarna á
miðri átjándu öld verða klæðin okkar
litskrúðug aftur og margt hefur áhrif
á þessa þróun; veðurfar, staða þjóðar,
samgöngur og fleira. Skipaferðir
skipta miklu máli, sem og andlegt
ástand þjóðar,“ segir Guðrún og bætir
við að við notumst við jurtalitun allar
götur frá miðri átjándu öld og alveg
þar til snemma á tuttugustu öld, en þá
koma gervilitir til sögunnar. „Þá fara
jurtalitirnir frekar hratt úr tísku.“
Norðmenn vilja fjólublátt
Guðrún segir að breytt hugsun í
heiminum ráði mestu um að jurtalitir
eru aftur komnir í tísku nú á tuttug-
ustu og fyrstu öld.
„Núna er áhersla á að vernda
umhverfið og vera nýtnari, nýta nátt-
úruna af virðingu og fara varlega.
Forðast gerviefni sem Guð má vita
hvernig eru búin til í verksmiðjum,
fjöldaframleidd við aðstæður sem erf-
itt er að vita hverjar eru, bæði efni og
aðbúnaður fólks. Á Íslandi held ég að
bankahrunið 2008 hafi haft afgerandi
áhrif á auknar vinsældir jurtalitunar,
því þá fórum við að prjóna aftur. Við
duttum inn í „slow“-hreyfinguna og
við lærðum að meta betur handverkið.
Hjá mér fylltist allt af fólki á
jurtalitunarnámskeiðum. Hér á Ís-
landi var þetta mikil hugarfarsbreyt-
ing; að gera sjálfur, og sem betur hef-
ur hann viðhaldist áhuginn á að nýta
náttúruna af virðingu. Þetta fór enn
hærra í covid-tíð, þegar fólk sat heima
og prjónaði. Íslenskt prjónafólk er
núna tilbúið til að borga meira fyrir
vandað band í sinn prjónaskap, band
sem er jurtalitað, handspunnið og
handlitað.“
Fyrirtæki Guðrúnar, Hespu-
húsið, verður tíu ára á þessu ári en á
þeim áratug hefur hún komist að því
að ólíkar þjóðir kjósa ólíka liti.
„Þjóðverjar og flestir Norður-
landabúar vilja milda haustliti og jarð-
liti, en Norðmenn kaupa nær ein-
göngu blátt og fjólublátt. Íslendingar
eru mikið fyrir sterka liti, rautt, blátt,
bleikt og grænt,“ segir Guðrún og
bætir við að vinnustofan hennar gangi
út á að sýna ofan í litunarpottana og
fræða, auk þess að selja afurðina,
jurtalitað band.
„Erfitt er að hafa lifibrauð af
handverki einu, svo ég er líka með
hliðarvörur sem fræða um náttúruna,
spilastokk sem heitir Flóruspilið,
jurtalitapúsluspil og bókina Grasnytj-
ar á Íslandi, þjóðtrú og saga,“ segir
Guðrún sem er afar ánægð með að allt
sé að glæðast eftir covid-innilokun.
„Ég opnaði nýju stóru vinnustof-
una mína nánast á þeim degi sem cov-
id skall á. Fyrsta árið var því verulega
þungt hjá mér, en síðastliðið ár var
mjög gott. Ég er spennt fyrir komandi
sumri og gaman að geta aftur haldið
fyrirlestra með fólk fyrir framan mig.
Ég hef verið að halda zoomfyrirlestra,
en nálægð við fólk er svo miklu meira
gefandi.“
Fyrirlestur Guðrúnar verður í
Heimilisiðnaðarskólanum Nethyl 2e,
Rvk., nk. miðvikudag, 6. apríl, kl. 20.
„Yfirstéttarkarlar í Íslendingasögunum
riðu um héruð og vildu láta fara
mikið fyrir sér í litklæðum,“
segir Guðrún Bjarnadóttir
sem þekkir vel litatímabilin
í sögu okkar Frónbúa. Hún
stundar jurtalitun og býður
fólki til sín að fræðast.
Jurtalitun Guðrún á kafi í pottunum að sýna fólki og fræða um litun.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Forgangssvið 2022 eru:
Efla samstarf fræðsluaðila í þróun stafrænnar hæfni í kennslu, óháð búsetu.
Gerð er krafa um samstarf minnst þriggja fræðsluaðila.
Gerð og þróun rafrænna námsgagna, með áherslu á talað mál og menningu,
í íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Sérstök áhersla á neðri þrep evrópska
tungumálarammans (A1, A2, B1).
Hæfnigreiningar og starfaprófíllar í samstarfi atvinnulífs og fræðsluaðila eða
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga
nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna
verkefni sem sótt er um styrk til.
Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Vera vandaðar og skýrt fram settar.
Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu.
Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu.
Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn.
Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun.
Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt.
Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða
íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina.
Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu
nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar er að finna
á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is
Umsóknarfrestur er frá 28. mars og til 1. maí.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði
til nýsköpunar- og þróunarverkefna.
Styrkir