Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 26.03.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.03.2022, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Höfn í Hornafirði Árleg Menningarhátíð sveitar- félagsins var haldin 11. mars sl. í Nýheimum. Það ríkir alltaf nokkur eftirvænting vegna hennar en tilefni hátíðarinnar er að afhenda styrki og aðrar viðurkenningar til frjálsra fé- lagasamtaka, stofnana og einstakl- inga sem sinna fjölbreyttum menn- ingarverkefnum og félagslífi. Á hátíðinni er ungu tónlistarfólki jafn- framt gefið tækifæri til að koma fram. - - - Menningarverðlaunin vekja oft mesta athygli en þau féllu að þessu sinni Hönnu Dís Whitehead í skaut fyrir framlag hennar til lista og hönnunar. Verk Hönnu Dísar hafa vakið verðskuldaða eftirtekt og er hún eftirsóttur hönnuður víðs vegar um heiminn. Hún hefur haldið sýningar í heimabyggð, Reykjavík og víða erlendis. Hanna Dís hefur m.a. skipulagt listasmiðjur fyrir börn á Hornafirði og á sl. ári var hún valin til að hanna vörur fyrir Listasafn Reykjavíkur og Ásmundarsafn. Vörulína Hönnu Dísar, Dialog, sem framleidd er á Hornafirði, var meðal þeirra verka sem valin voru í auglýsingaherferð Eyjólfs Pálssonar í Epal til að kynna fjölbreytileika íslenskrar hönnunar svo fátt eitt sé nefnt. - - - Umhverfisverðlaunin þykja sömuleiðis áhugaverð og heiður að hljóta. Verðlaunin skiptast í þrjá flokka. Í flokki einstaklinga hlutu viðurkenningu Hulda Laxdal Hauksdóttir og Páll Róbert Matt- híasson fyrir snyrtilega lóð og sjálf- bæra hugsun. Á heimili þeirra Hafn- arbraut 41 er allur lífrænn úrgangur nýttur, annaðhvort sem fóður fyrir hænurnar eða til moltu- gerðar. Hæsnaskíturinn er svo nýtt- ur í beðin og grænmeti ræktað þar á sjálfbæran hátt. Í flokki fyrirtækja hlutu viður- kenningu Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson, eigendur gistiheimilisins Brunnhóls, fyrir öt- ult starf að umhverfismálum og snyrtilegt umhverfi fyrirtækisins þar sem umhverfisvitund hefur ver- ið í hávegum höfð í áratugi. Þau hafa hlotið umhverfisvottun Vakans, voru frumkvöðlar í notkun tveggja þrepa fráveitu og hafa flokkað allt sorp í um 30 ár. Sömuleiðis hafa þau unnið ötullega að bættu aðgengi að hinni miklu náttúrufegurð svæð- isins. Í flokki lögbýla hlaut Ragnar Pétursson í Þorgeirsstöðum viður- kenningu fyrir snyrtilega umgengni og frumlega innsetningu. Nálægt heimreiðinni að bænum hefur hann fest á klöpp einfaldan rauðan stól af stærri gerðinni sem hefur orðið vin- sæll áningastaður ferðafólks. Fólk staldrar þar við til að taka myndir af sér á stólnum með tignarlegt Brunnhornið (Vestrahorn) í bak- grunni. Þá hefur Ragnar verið til fyrirmyndar í tengslum við rétt al- mennings til útivistar en við veg- slóðann inn í Þorgeirsstaðardal er skilti sem á stendur „Not private road“ eða „Ekki einkavegur“. - - - Leikfélag Hornafjarðar fagnar 60 ára afmæli með leiksýningunni „Hvert örstutt spor“ sem er byggt á Silfurtúngli nóbelsskáldsins. Höf- undur og leikstjóri er Stefán Sturla. Hefð er fyrir því að leikfélagið og lista- og menningarsvið Framhalds- skólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) vinni saman að uppsetningu leikverka og reynslan af því sam- starfi er góð. Sýningin hefur fengið sérstaklega góðar viðtökur og er öll- um sem að henni koma, eldri sem yngri, til sóma. - - - Rannsóknasetur Háskóla Ís- lands á Hornafirði fagnar 20 ára af- mæli um þessar mundir. Af því til- efni var ársfundur rannsóknasetra haldinn á Höfn 23.-24. mars. Fyrri daginn var boðað til veglegs afmæl- ismálþings í Nýheimum þar sem starfsmenn nokkurra rannsókna- setra kynntu rannsóknarverkefni sín. Ýmsir gestir komu til þess að taka þátt í fundinum, m.a. Jón Atli Benediktsson rektor og Áslaug Arna Sigurðardóttir ráðherra sem fluttu ávörp. Starfsemi rannsókna- setranna á landsbyggðinni mælist vel fyrir hjá heimafólki. - - - Þórbergssetur á Hala í Suður- sveit heldur upp á afmælisdag skáldsins á hverju ári með veglegri og fjölbreyttri dagskrá. Á morgun, sunnudag, verður dagskrá þar sem gestir á hátíðinni eru Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur sem rifjar upp minningar úr barnæsku frá kynnum sínum af Þórbergi Þórðarsyni og skreytir þær með skáldlegu ívafi eins og honum er einum lagið. Með honum í för eru fé- lagar hans frá hinum fornu Spöðum. Einnig kemur í heimsókn Sól- veig Pálsdóttir rithöfundur og barnabarn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Hún kynnir bók sína Kletta- borgina þar sem segir frá dvöl henn- ar í Hraunkoti í Lóni á sjöunda ára- tug síðustu aldar. Ljósmynd/Bryndís Bjarnason Hátíðleg athöfn Fjölmargir fengu afhentar viðurkenningar, verðlaun og styrki á árlegri menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum á dögunum. Fengu afhent verðlaun og styrki 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Vegagerðin hefur auglýst fyrsta út- boðið sem tengist fyrirhuguðum stokkum á þjóðvegum í Reykjavík. Óskað er eftir tilboði í mat á um- hverfisáhrifum og forhönnun Reykjanesbrautar milli Vestur- landsvegar og Holtavegar. Um er að ræða hönnun vegstokks í núverandi vegstæði Sæbrautar (Reykjanesbrautar), um 850 metra að lengd, frá Vesturlandsvegi og fram yfir Kleppsmýrarveg. Fyrir gatnamótin við Holtaveg verður að- lögun vegar og stokks lokið að nú- verandi vegi. Aðlaga þarf rampa á mislægum gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar þegar Sæbrautin er lækkuð. Stokkurinn færi undir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs og yrðu ný gatnamót þar ofan á norðurhluta stokks með römpum að og frá Sæbraut til norð- urs og suðurs. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóð- anda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð, segir á vef Vegagerðarinnar. Tilboðum skal skilað rafrænt þriðjudaginn 26. apríl nk. sisi@mbl.is Bjóða út hönnun á stokki - Um 850 metra vegstokkur verður á stæði Sæbrautar Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæbraut Stokkurinn mun liggja frá Vesturlandsvegi og verður 850 metrar. 2022 Sjálfstæðisflokkurinn er með próf- kjör í dag í tveimur sveitarfélögum vegna komandi sveitarstjórnar- kosninga; í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Kosning utan kjörfundar hefur verið í gangi á báðum stöðum í vikunni. Í Eyjum eru 15 manns í framboði og kosið er um átta efstu sætin. Kosið verður í dag í Ásgarði frá kl. 10-18. Tveir gefa kost á sér í fyrsta sætið, þau Hildur Sólveig Sigurðar- dóttir og Eyþór Harðarson. Á Akureyri er kosið í Brekku- skóla frá kl. 10-18. Sex eru í fram- boði en kosið verður um fjögur efstu sæti listans. Einn gefur kost á sér í 1. sæti eingöngu, Heimir Örn Árnason. Ketill Sigurður Jóelsson býður sig í 1.-2. sæti og Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi í 1.-3. sæti. Prófkjör á Akureyri og í Eyjum í dag Sigurður Torfi Sigurðsson ráðu- nautur leiðir lista Vinstri- grænna sem samþykktur var á félagsfundi VG í Árborg í fyrra- kvöld. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra var sér- stakur gestur fundarins og ræddi stöðu stjórnmálanna við fundar- gesti. Í öðru sæti listans er Guð- björg Grímsdóttir framhaldsskóla- kennari og Jón Özur Snorrason í þriðja. Formaður Vinstri-grænna í Árborg, Sædís Ósk Harðardóttir, er í fjórða sæti listans. Sigurður Torfi leiðir VG í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson Framboðslisti Bæjarlistans í Hafnarfirði hef- ur verið sam- þykktur. Í efsta sæti er Sigurður P. Sigmundsson hagfræðingur. Annað sæti skip- ar Hulda Sólveig Jóhannsdóttir íþróttafræðingur og það þriðja Árni Þór Finnsson, gönguleiðsögumaður og lögfræð- ingur. Sæti fjögur til átta skipa Guðlaug Svala Steinunnar Krist- jánsdóttir, Arnbjörn Ólafsson, Klara Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Ragnarsson og Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir. Lilja Eygerð- ur Kristjánsdóttir og Einar P. Guð- mundsson reka lestina í níunda og tíunda sæti listans. Framboð Bæjarlist- ans í Hafnarfirði Sigurður P. Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.