Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
M
eðal afmæl-
isbarna vik-
unnar er Jo-
hann
Sebastian Bach (f. 1685).
Halda mátti upp á fæðing-
ardag meistarans 21. mars
sl. ellegar bíða fram í næstu
viku, 31. mars, allt eftir því
hvernig reiknað er. Sam-
kvæmt júlíanska tímatalinu
er afmælisdagurinn liðinn
en eftir hinu gregoríska,
hinum „nýja stíl“, eru enn
nokkrir dagar í afmælið.
Slíkt yfirburðatónskáld og
andlegur risi gæti vissulega
vel átt skilið tvöfalt afmæl-
ishald, ef ekki 11 daga hátíð
ár hvert. Fleiri mætti nefna;
Árni Magnússon handrita-
safnari (f. 1663) fæddist 13.
nóvember, eftir hinum „gamla stíl“ sem tíðkaðist er hann kom í heiminn,
en afmælisdagur hans væri 23. nóvember eftir gregoríska tímatalinu sem
hér var tekið upp árið 1700.
Tilraunir hafa verið gerðar til að komast að því hvort tónlistariðkun og
tónlistarhlustun stækki heilabú fólks einhvern veginn. Vísbendingar
munu hafa fundist í þá veru
en þá helst í sambandi við
beina iðkun fremur en ein-
göngu hlustun. En hvort
sem tónlistin stækkar heil-
ann í okkur eða ekki þá er
hitt ótvírætt að íslensk tón-
listarumfjöllun, tónlistar-
námsefni, tónlistargagnrýni og tónlistarsaga á íslensku stækkar og
styrkir íslenska tungu. Staða málsins styrkist eftir því sem það er notað
á fleiri sviðum lífs og listar.
Orðið tónskáld er snilldarhugtak enda hafa íslenskir málnotendur
kunnað því svo vel að það er almennt miklu meira notað en kompónisti.
Hið ævagamla orð hljóðfæri samsvarar orðum á borð við verkfæri og eld-
færi. Sögnin að tónsetja er auðskilin; tónskáldið tónsetti ljóð Ingibjargar.
Þá eru lýsingarorðin ómstríður og ómblíður lýsandi um viss tónbil eða
tóna.
Tónlistarmálið geymir ýmis dæmi þess hvernig laga má erlend heiti að
beygingum og framburði í íslensku. Þannig eru sónöturnar með glæsi-
legu u-hljóðvarpi eins og jöturnar, og víólur og tríólur beygjast eins og
graftarbólur og aparólur. Mörg heiti í tónlist eiga sér þó fáar hliðstæður í
upprunalegum norrænum orðaforða hvað varðar beygingu og hljóð-
skipan, t.a.m. líbrettó, öðru nafni óper(ett)utexti. Ýmis erlend heiti um
hraða eða áferð eru jafnan notuð lítt eða ekki breytt en sem vonlegt er
skila hugtökin sér þó best til ungra iðkenda þegar reynt er að snara þeim
á íslensku, t.d. vivace – líflegt, cantabile – syngjandi, andante – með
gönguhraða. En allur er þessi orðaforði hluti af heildarvef sem teygir á
íslenskunni og tengir hana um leið að hluta til við alþjóðlegt tónlistar-
tungutak.
Meginatriðið er að fjallað er um tónlist í íslenskum textum og í sam-
skiptum íslenskumælandi fólks á móðurmáli þess; minna máli skiptir
þótt sum orðanna beri ótvíræð merki síns erlenda uppruna. Hver einasta
sérgrein sem sinnt er á íslensku máli breikkar notkunarsvið tungunnar
og styrkir grundvöll hennar sem þjóðtungu sem stendur undir nafni:
Tunga sem nota má og notuð er á öllum sviðum samfélagsins.
Slá þú hjartans
hörpustrengi
Ari Páll
Kristinsson
ari.pall.kristinsson-
@arnastofnun.is
Tungutak
Johann Sebastian Bach Afmælisbarn
vikunnar, f. 21./31. mars 1685.
S
é litið tvö ár til baka og til óttans sem sótti að
mörgum vegna frétta af heimsfaraldrinum og
óvissu um framtíðina vegna heilbrigðismála, af-
komu þjóðarbúsins og heimilanna ætti brúnin
að léttast við fréttir sem berast núna.
Það er til marks um þáttaskil að föstudaginn 1. apríl
ætla íslensk stjórnvöld að hætta að niðurgreiða hraðpróf
vegna Covid-19. Undanfarna mánuði hafa þessi próf lok-
að eða opnað okkur dyr að eðlilegum samskiptum. Heild-
arkostnaður ríkisins af sýnatöku vegna heimsfaraldurs-
ins frá því hann hófst nemur samtals 11,4 milljörðum
króna. Þetta er aðeins ein af háum útgjaldatölum ríkis-
sjóðs þegar litið er til faraldursins.
Enn á ný skal ítrekuð tillaga um að samin verði rann-
sóknarskýrsla um hvernig við var brugðist af hálfu opin-
berra aðila vegna faraldursins.
Hér er um slíkt áfall fyrir samfélag okkar að ræða að
um það gildir sama og bankahrunið, þótt ólíku sé saman
að jafna, að málið verður að gera upp á óhlutdrægan hátt
svo að af því megi læra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,
kynnti ríkisstjórninni föstudag-
inn 18. mars niðurstöður lífs-
kjararannsóknar Hagstofunnar
fyrir árin 2019-2021 sem sýna að
heimilin telja gæði eigin lífskjara
í, eða nálægt, sögulegu hámarki.
Hlutfall heimila sem eiga erfitt
með að láta enda ná saman hefur
aldrei verið lægra og aldrei hafa
færri talið byrði húsnæðiskostn-
aðar þungan. Hlutfall heimila
sem segjast búa við efnislegan skort er nálægt sögulegu
lágmarki og aldrei hafa færri heimili sagst eiga í erf-
iðleikum með að mæta óvæntum útgjöldum. Hlutfall
heimila í vanskilum hefur heldur aldrei verið lægra en
árið 2021 þegar vanskilahlutfall þeirra var 0,9% í lok árs-
ins.
Um 22% heimila bjuggu í leiguhúsnæði árið 2021 og
hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan 2009. Fjárhagsleg
byrði heimila á leigumarkaði er erfiðari en þeirra sem
búa í eigin húsnæði. Þannig telja 19% heimila á leigu-
markaði byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Hlutfallið hef-
ur verið stöðugt undanfarin ár. Sambærilegt hlutfall fyr-
ir heimili í eigin húsnæði er 10% og hefur þeim fækkað
stöðugt frá því mælingar hófust.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna hélt áfram að aukast á
síðasta ári þrátt fyrir vaxandi verðbólgu en hann jókst
um 1,1% á mann árið 2021 – en vöxturinn var 2,2% árið
2020. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hefur
hækkað um þriðjung frá árinu 2013.
Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna
hafi aukist um 7,5% árið 2021. Ráðstöfunartekjur á mann
jukust um 5,6%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann
jókst um um 1,1%.
Fáir hefðu líklega trúað því fyrir tveimur árum að töl-
ur af þessu tagi birtust um hag heimila og einstaklinga í
lok heimsfaraldursins hér á landi.
Á tveggja ára fresti tekur norræna rannsóknarstofn-
unin Nordregio púlsinn á efnahagsmálum, vinnumark-
aðnum og íbúaþróun í öllum norrænum sveitarfélögum
og landshlutum. Í ár er í skýrslu Nordregio, „State of the
Nordic Region“, fjallað um heimsfaraldurinn, „áhrif
hans kortlögð og settir fram ýmsir mælikvarðar sem
sýna hversu þrautseigt norræna samfélagslíkanið er
þegar á reynir,“ segir á vefsíðu norrænu ráðherranefnd-
arinnar miðvikudaginn 23. mars, degi Norðurlandaráðs.
Þar kemur fram að vegna styrkleika fjármálakerfa
Norðurlanda við upphaf faraldursins hafi verið hægt að
verja fé í bætur vegna vinnutaps, skattaívilnanir og
stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki. Meðaltekjur
heimila lækkuðu ekki, þökk sé fjárfestingum í vinnu-
markaðsúrræðum. Þessar ráðstafanir hafi mildað fé-
lagsleg áhrif heimsfaraldursins.
Á heildina litið var efnahagsleg niðursveifla á Norð-
urlöndum í samræmi við með-
altalið á alþjóðavísu en mun
minni en í Evrópusambandinu.
Verg landsframleiðsla dróst
saman um 3% á Norðurlöndum
miðað við 5,9% í ESB. Sökum
þess hve Íslendingar eru háðir
ferðaþjónustu voru áhrifin mest
hér árið 2020, þar sem verg
landsframleiðsla dróst saman um
7,1%. Sambærileg tala í Dan-
mörku var 2,1% en 0,7% í Noregi.
Samanlagt virði allra efnahagslegra stuðningsráðstaf-
ana í Danmörku nam 32,7% af vergri landsframleiðslu
(VLF). Þar á eftir kom Svíþjóð með 16,1% af VLF. Finn-
ar, Íslendingar og Norðmenn fjárfestu sem nemur 12-
14% af VLF.
Nú bendir allt til þess að ferðaþjónustan nái sér á flug
hér að nýju. Samtök atvinnulífsins (SA) birtu í vikunni
úttekt sem sýnir nauðsyn þess að hér sé enn gert stór-
átak til að bregðast við þörfinni fyrir erlent starfsfólk til
að tryggja hagvöxt.
Samtökin telja að á næstu fjórum árum, árin 2022-
2025, fjölgi innlendu fólki á vinnualdri um 3.000 en störf-
um fjölgi að minnsta kosti um 15.000. Þörf fyrir innflutn-
ing erlends starfsfólks verði mikil, það er minnst 12.000.
Langflestir þeirra þurfi að hafa háskólamenntun eða
aðra sérmenntun sem styrki atvinnulífið. SA telja að
80% þeirra hefji störf í einkageiranum og 20% hjá opin-
bera geiranum. Rúmur helmingur verði háskólamennt-
aður, þriðjungur með framhaldsskólamenntun og einn af
hverjum átta með grunnskólamenntun eingöngu.
Um þessar mundir er mikill viðbúnaður hér vegna
komu flóttafólks frá Úkraínu. Þar reynir á seiglu þjóð-
félagsins og hæfni til úrlausnar vegna miskunnarleysis
tilefnislauss stríðs. Allir eru boðnir og búnir til að rétta
hjálparhönd á hættustund. Hitt er síðan að líta til lengri
tíma og ná betri sátt en nú ríkir um skipan útlendinga-
mála þar sem ekki vaknar grunur um að skipulega sé
reynt að misnota félagslega kerfið.
Heimilin koma vel frá faraldrinum
Fáir hefðu líklega trúað því
fyrir tveimur árum að tölur af
þessu tagi birtust um hag
heimila og einstaklinga í lok
heimsfaraldursins hér á landi.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Þegar Úkraínumenn lýstu yfir
sjálfstæði árið 1991 voru þeir að
feta í fótspor margra annarra Evr-
ópuþjóða. Norðmenn höfðu sagt skil-
ið við Svía árið 1905, af því að þeir
voru og vildu vera Norðmenn, ekki
Svíar. Finnar höfðu sagt skilið við
Rússa árið 1917, af því að þeir voru
og vildu vera Finnar, ekki Rússar.
Íslendingar höfðu stofnað eigið ríki
árið 1918, af því að þeir voru og vildu
vera Íslendingar, ekki Danir. En
hvað er þjóð? Algengasta svarið er,
að það sé hópur, sem tali sömu
tungu. En það er ekki rétt. Bretar og
Bandaríkjamenn tala sömu tungu,
en eru tvær þjóðir. Svisslendingar
eru ein þjóð, en þar eru töluð fjögur
mál.
Önnur skilgreining er eðlilegri.
Þjóð er heild manna, sem vegna sam-
kenndar og fyrir rás viðburða vill
stofna saman og halda uppi eigin
ríki. Það er viljinn til að vera þjóð,
sem ræður úrslitum. Franski rithöf-
undurinn Ernest Renan orðaði þessa
hugmynd vel á nítjándu öld, þegar
hann sagði, að þjóðerni væri dagleg
allsherjaratkvæðagreiðsla. Hann var
talsmaður þjóðlegrar frjálshyggju,
en hún bætir úr þeim galla á hinni
annars ágætu hugmynd um frjálsan,
alþjóðlegan markað, þar sem menn
skiptast á vöru og þjónustu öllum í
hag, að þar er ekki gert ráð fyrir
neinni sögu, neinni samkennd, neinu
sjálfi. Menn þurfa ekki aðeins að
hafa. Þeir þurfa líka að vera.
Menn eru ekki aðeins neytendur,
heldur líka synir eða dætur, eig-
inmenn eða eiginkonur, feður eða
mæður. Jafnframt eiga þeir dýr-
mætt sálufélag við samlanda sína,
við Íslendingar við þær þrjátíu og
fimm kynslóðir, sem byggt hafa
þetta land á undan okkur, Úkra-
ínumenn við ótal forfeður sína og for-
mæður. Baráttan í Úkraínu þessa
dagana er um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Sjálfsákvörðunar-
réttur þjóða
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 2.090 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.