Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Brekkustígur 3, 245 Sandgerði
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herb. efri hæð og ris með sérinngangi við Brekkustíg
í Sandgerði með sérinngangi
Eignarlóð.
Ath. skoðar skipti á ódýrari eign.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 31.000.000 Stærð 141,4 m2
G
ens una sumus. Við erum
ein fjölskylda. Þessi ein-
kennisorð Alþjóðaskák-
sambandsins, FIDE,
blöstu við á stórum borða í Laugar-
dalshöllinni fyrir 50 árum þegar
Fischer og Spasskí háðu sitt fræga
einvígi. En þessi orð eiga ekki við í
dag og vandséð hver aðkoma Rússa
verður í sumar þegar haldið verður
upp á hálfrar aldar afmæli einvígis-
ins. Sem betur fer eru þeir til meðal
fremstu skákmeistara Rússa sem
lýst hafa opinberlega yfir andúð
sinni á innrásinni í Úkraínu. Má þar
nefna Jan Nepomniachtchi, Peter
Svidler, Alexander Grischuk og
Alexöndru Kosteniuk. En Sergei
Karjakin, fæddur og uppalinn Úkra-
ínu og tók út sinn skákþroska þar,
en gerðist rússneskur þegn árið
2009, var á dögunum dæmdur í sex
mánaða keppnisbann af siðanefnd
FIDE fyrir ömurleg ummæli og
stuðning við innrás Rússa.
Því hefur verið haldið fram að
Pútín, sem er þekktur skák-
áhugamaður og gamall KGB-agent,
hafi aldrei sætt sig við endalok Sov-
étríkjanna og að í huga hans hafi
raunverulegt uppgjör aldrei farið
fram. Mín kynslóð ólst upp við
magnaðan rússneskan skákkúltúr
og að tefla í einhverju lýðveldi Sov-
étríkjanna var besta leiðin til að
auka styrk sinn; á einu ári, 1988-’89,
tefldi ég á þremur alþjóðlegum mót-
um eystra: í Jerevan, Sotsjí og
Moskvu. Það var líka stór stund að
mæta Sovétmönnum á ólympíu-
mótum og það gerðum við fjórum
sinnum á tímabilinu 1980-1990. Ís-
lendingar tefldu við Sovétmenn í síð-
ustu viðureign stórveldisins á ól-
ympíumótinu í Novi Sad í gömlu
Júgóslavíu haustið 1990.
Þegar horft er yfir farinn veg þá
blasir við að Rússar og Úkraínu-
menn áttu flesta skákmennina í lið-
um Sovétríkjanna sem unnu öll ól-
ympíumót utan eitt á tímabilinu
1952-1990. Efim Geller kom frá
hafnarborginni Odessa en hinir eru
flestir frá Lviv og grennd: Leonid
Stein, Oleg Romanishin, Alexander
Beljavskí og Vasilí Ivantsjúk.
Hvernig má það gerast að Rússar
ráðist með slíkri heift á gamla
bræðraþjóð sína? „Fasismi er lygi
sem er borin fram af ruddum,“ sagði
Ernest Hemingway í ræðu fyrir 85
árum („… facism is a lie told by bul-
lies“). Rússneski sendiherrann sem
kom fram hjá RÚV um daginn hefði
alveg mátt sleppa þeirri lygaþvælu
að athæfi Rússa sé eitthvað annað
en morðárás. Íslendingar eru betur
upplýstir en svo að nokkur trúi slíku.
Það er ekki verið að loka á sam-
félagsmiðlana hér né heldur raun-
verulegar fréttir. En kannski var
þessi maður ekki frjáls orða sinna.
Látum fremsta skákmann Úkra-
ínu fyrr og síðar eiga síðasta orðið:
ÓL í Istanbúl 2012:
Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) –
Wang Hao (Kína)
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 b6 7. a3 Bxc3+
8. bxc3 c6 9. cxd5 cxd5 10. De2 Rc6
11. 0-0 Ra5 12. a4 He8 13. Re5 Re4
14. f3 Rd6 15. Ba3 Bb7 16. Bxd6
Dxd6 17. f4 g6 18. Dg4 Rc4 19. Dg3
Dc7 20. Bxc4 dxc4 21. f5!
Þetta gegnumbrot ræður úrslit-
um.
21. … f6
22. fxg6 fxe5 23. Hf7 Dc6 24.
gxh7+“
Snilldarlega leikið.
24. … Kxf7 25. Hf1+ Ke7
26. h8(D)!
Og annar frábær leikur þó að 28.
Dg7+hefði líka unnið.
26. … Hxh8 27. Dg7+ Kd6 28.
dxe5+
– og svartur gafst upp, því mát
blasir við, t.d. 28. … Kd5 29. Hd1+
Ke4 30. Hd4+ Kxe3 32. Dg5+ Ke2
33. Dd2 mát.
Einkunnarorð FIDE
eiga ekki lengur við
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/Helgi Árnason.
Þrjár efstu Þessar urðu efstar á vel sóttu stúlknamóti sem fram fór í sam-
komusal Siglingaklúbbsins Ýmis, f.v.: Guðrún Fanney Briem, Freyja Birkis-
dóttir sem varð efst og Iðunn Helgadóttir.
Ásgeir Pétursson fæddist 21.
mars 1922 í Reykjavík og ólst
upp á Hólavöllum við Suðurgötu.
Foreldrar hans voru hjónin Pét-
ur Magnússon, f. 1888, d. 1949,
bankastjóri og ráðherra, og Þór-
unn Ingibjörg Guðmundsdóttir,
f. 1895, d. 1966, húsmóðir.
Ásgeir var formaður Heim-
dallar 1950-52 og formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna
1955-57. Árin 1951-61 starfaði
hann í forsætisráðuneytinu og
sem aðstoðarmaður Bjarna
Benediktssonar menntamála-
ráðherra 1953-56. Hann var
sýslumaður Borgarfjarðarsýslu
1961-79 og bæjarfógeti í Kópa-
vogi 1979-92.
Ásgeir var formaður Náttúru-
verndarráðs Íslands 1956-60 og
stjórnarformaður Sementsverk-
smiðju ríkisins lengst af 1959-89.
Hann beitti sér m.a. fyrir stofnun
Tónlistarfélags Borgarfjarðar og
stuðlaði mjög að uppbyggingu
Reykholts. Hann var varaþing-
maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1964-72. Hann var formaður
orðunefndar 1996-2001. Árið
2006 gaf Ásgeir út endurminn-
ingar sínar, Haustliti.
Eiginkona Ásgeirs var Sigrún
Hannesdóttir, f. 1923, d. 2006,
húsmóðir. Börn þeirra eru fjög-
ur.
Ásgeir lést 24. júní 2019.
Merkir Íslendingar
Ásgeir
Pétursson
Nú er hamrað á
því að ekki sé svig-
rúm til kjarabóta
handa almennum
launþegum, sem
horfa stóreygir á
sjálftökuliðið hirða
öll þau laun, bónusa
og kauprétti sem
hugurinn girnist.
Þetta ástand hefur
farið síversnandi,
eftir því sem fákeppnin hefur
vaxið. Að stjórnmála- og emb-
ættismenn miði laun sín við laun
fákeppnisforstjóranna er „ban-
eitrað“, því þar með vantar allt
mótvægi og eftirlit.
Leitað lausnar
Hugmynd mín, til að stöðva
„höfrungahlaup“ stjórnendanna,
er eftirfarandi: Lögbundið verði
að ráðningarferli í störf for-
stjóra allra félaga og stofnana
sem fara með almannafé, s.s. op-
inberra hlutafélaga, lífeyris-
sjóða, banka, almenningshluta-
félaga og félaga sem hafa verið
úrskurðuð markaðsráðandi,
verði í tveimur þrepum: Fyrst
yrði auglýst eftir umsækjendum
og þeir hæfu valdir úr. Svo yrði
hinum hæfu gefinn kostur á að
endurnýja umsóknina, en nú
með bindandi tilboði um þau
mánaðarlaun sem viðkomandi
býðst til að leysa starfið af
hendi á, án nokkurra auka-
greiðslna. Um yrði að ræða eft-
irlitsskylt „lokað útboð“, svo
skylt væri að taka því boði sem
yrði hagstæðast og birta opin-
berlega. Með þessari aðferð
mundi forstjórinn njóta „sam-
keppnishæfra“ kjara, sem er það
orð sem notað er til að réttlæta
launakröfur sjálftökufólksins.
Binda mætti launin eftir þetta
við launavísitölu, en ekki mætti
greiða umfram það. Vilji menn
hækka launin meira skuli starfið
auglýst laust og allt ráðningar-
ferlið endurtekið.
Almannafé
Réttlætingin væri sú að öll fé-
lög sem fara með almannafé,
sem eru ekki bara
ríkisfyrirtæki, því
skráð félög á markaði
gera það t.d. líka og
öll félög sem starfa
utan virks samkeppn-
ismarkaðar, skuli
halda launakostnaði
yfirmanna niðri eins
og öðrum kostnaði.
Forstjórarnir mundu
verða tregir til að
veita aðstoðar-
mönnum sínum hærri
laun en þeir njóta
sjálfir. Eðlilegt er að byrja á
ríkisrekstrinum og halda svo
áfram í ljósi reynslunnar.
Menn mundu andæfa með því
að vitna í EES-reglur, en það er
einmitt vegna þess að á þessari
eyju, fjarri stórum, virkum mörk-
uðum, duga samkeppnisreglur
EES ekki til að hindra sjálftöku
arðs og launa! Svo mundu menn
vitna til eignarréttar hluthafanna,
sem útiloki að réttur þeirra til að
ráða meðferð fjár síns verði
skertur. Því er til að svara að
réttur eins má ekki ganga út yfir
rétt annarra.
Sjálftaka forréttindafólks
Stóri vandinn í samfélaginu er
orðinn sá að fákeppni er orðin
allsráðandi. Eigendur og stjórn-
endur þessara fyrirtækja taka sér
allan þann arð, öll þau laun og
bónusa, sem hugurinn girnist. Við
vitum að mannshugurinn girnist
peninga, hann fær sig aldrei full-
saddan af þeim. Kostnaðinum er
velt beint út í verðlagið, heimilin
borga lúxus hinna fáu. Þetta er
nefnt „eignatilfærsla“. Menn raka
saman fé sem aðrir hafa skapað,
samkvæmt aðferðinni „margt
smátt gerir eitt stórt“. Stjórn-
málaflokkar ættu að taka þessi
mál á dagskrá núna.
Eftir Ragnar
Önundarson
Ragnar Önundarson
» Stóri vandinn í
samfélaginu er
orðinn sá að fákeppni
er orðin allsráðandi.
Höfundur er fyrrverandi
stjórnandi fákeppnisfélaga.
Vitskert veröld?