Morgunblaðið - 26.03.2022, Side 29
MESSUR 29Á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún
Magna Þórsteinsdóttir. Helga Vilborg Sigur-
jónsdóttir flytur stutta kynningu á starfi kristni-
boðssambandsins víðs vegar um heiminn í
messukaffinu í Safnaðarheimilinu. Sunnu-
dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón
Sonja Kro og Hólmfríður Hermannsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Léttmessa sunnudag kl.
11. Prestarnir Petrína Mjöll og Þór þjóna fyrir
altari. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Org-
anisti er Hrafnkell Karlsson, Már Gunnarsson
tónlistarmaður syngur og talar til okkar. Val-
björn Snær Lillendahl og Ingunn Björk Jóns-
dóttir djákni sjá um sunnudagaskólann í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Fundur með foreldrum
fermingarbarna vorsins eftir guðsþjónustuna.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl.
13. Boðunardagur Maríu haldinn. Þorgils Hlyn-
ur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Séra Sig-
urður Jónsson þjónar fyrir altari. Sunnudaga-
skólinn verður á sínum stað. Kór Áskirkju
syngur, orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason.
Kaffisopi eftir messu. Guðsþjónusta á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli kl. 14.15. Séra Sigurður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organ-
isti er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söng-
ur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Davíð Sigurgeirsson leiðir tónlistina ásamt
sönghópi. Prestur er Arnór Bjarki Blomster-
berg.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk,
Pétur og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Alþjóðlegi söfnuður-
inn: Guðsþjónusta á farsí kl. 14. Prestur er
Soroush Hojatti. Tómasarmessa kl. 20. Áslaug
og Matthías sjá um tónlistina ásamt Karlakór
KFUM. Kveðjumessa sr. Gísla Jónassonar pró-
fasts.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Danni, Sóley, sr. Þorvaldur og Jónas Þórir.
Guðsþjónusta kl. 13 á fjórða sunnudegi í
föstu. Sr. Þorvaldur Víðisson þjónar fyrir altari
ásamt hópi messuþjóna. Sálmar eftir séra
Hallgrím Pétursson og fleiri verða á dagskrá.
Biðjum fyrir friði í Úkraínu. Félagar úr Kamm-
erkór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónas-
ar Þóris.
Miðvikudagar í Bústaðakirkju: Eldriborgara-
starf kl. 13.30-16.
DIGRANESKIRKJA | Fjölskyldumessa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Helga Kolbeinsdóttir. Veitingar í
safnaðarsal að messu lokinni. Hjallakirkja
ABBA-messa kl. 17. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir
og sr. Sunna Dóra Möller. Gítar: Friðrik Karls-
son. Píanó: Matthías V. Baldursson. Söngur:
Áslaug Helga, Katrín Hildur og Kristjana Þórey.
DÓMKIRKJAN | Messa klukkan 11. Séra
Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar og Dómkór-
inn. Eftir messu verður súpa til styrktar flótta-
fólki frá Úkraínu.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
10.30. Gospelsamkoma kl. 20. Gestur okkar
verður sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson í Aust-
fjarðaprestakalli, sem prédikar og leiðir einnig
lofgjörð ásamt gospelhóp Egilsstaðakirkju,
undir stjórn Tryggva Hermannssonar við flyg-
ilinn. Sóknarprestur þjónar. Við biðjum fyrir friði
og fólki á flótta og í lokin verður vöfflusala og
frjáls framlög til styrktar mannúðarstarfi í Úkra-
ínu.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Samstöðu-
guðsþjónusta til stuðnings Úkraínu kl. 11. Tek-
in verða samskot til stuðnings neyðarsöfun
Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Úkraínu.
Sérstakir gestir Diddú, Lay Low og Alexandra
Chernyshova ásamt Grími Helgasyni klarinettu-
leikara. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir
stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sr.
Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafs-
dóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins segir frá
stuðningi Hjálparstarfsins í Úkraínu. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma.
GLERÁRKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11.
Við fáum heimsókn frá hópnum sem heldur ut-
an um verkefnið Garðurinn hans Gústa. Eftir
guðsþjónustuna verður vöfflukaffi þar sem
hægt verður að setja frjáls framlög í bauk sem
renna óskipt til verkefnisins.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Kór
Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Árni
Heiðar Karlsson. Sunnudagaskóli er á sama
tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hafa sr.
Arna Ýrr Sigurðardóttir, Ásta Jóhanna Harðar-
dóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er
Stefán Birkisson. Selmessa er í Kirkjuselinu í
Spöng kl. 13.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Fluttur
fiðlukonsert í a-moll eftir J.S. Bach. Flytjendur:
Embla Karen Egilsdóttir, Kolbrún Eva Briem og
Steinunn Dís Sævarsdóttir úr Suzukitónlistar-
skólanum í Reykjavík. Organisti er Ásta Har-
aldsdóttir. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng.
Messuliðir með lagi Þorvaldar Halldórssonar.
Sr. María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu-
hópi. Opnun sýningar Selmuhópsins í forsal
kirkjunnar. Kaffi og konfekt. Kyrrðarstund
þriðjudag kl. 12. Núvitund fimmtudag kl.
18.15, einnig á netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur er Leifur
Ragnar Jónsson og þjónar og prédikar fyrir alt-
ari. Tónlistarflutningur í umsjá Hrannar Helga-
dóttur organista og kór Guðríðarkirkju syngur.
Barnastarf í umsjá Ástu Guðmundsdóttur og
félaga. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Friðarmessa kl.
11. Ræðumaður: Bjarni Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Sr.
Sigurður Kr. Sigurðsson þjónar. Guðmundur
Sigurðsson og félagar úr Barbörukórnum flytja
tónlist frá Úkraínu. Fermingarbörn selja vöfflur
til styrktar flóttamönnum frá Úkraínu. Sunnu-
dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson.
Messuþjónar aðstoða. Kórinn Cantoque en-
semble syngur. Organisti er Steinar Logi Helga-
son. Umsjón barnastarfs: Kristný Rós Gúst-
afsdóttir og Þuríður Helga Ingadóttir. Ensk
messa kl. 14. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason.
Organisti er Kári Þormar.
HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11 á boðunardegi Maríu. Kór Ísaksskóla
syngur undir stjórn Bjargar Þórsdóttur við undir-
leik Bjarkar Sigurðardóttur. Organisti er Guðný
Einarsdóttir og prestur er Helga Soffía Kon-
ráðsdóttir. Kirkjugestir eru hvattir til að koma
með dúkkur sínar og bangsa í guðsþjónustuna.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Hinn 27. mars
verður Abbamessa kl. 17 í umsjón sr. Sunnu
Dóru Möller og sr. Karenar L. Ólafsdóttur. Matt-
hías V. Baldursson sér um tónlistina ásamt Ás-
laugu Helgu, Katrínu Hildi, Kristjönu og Friðriki
Karlssyni sem er á gítar. Fjölskyldumessa 27.
mars kl. 11 í umsjón sr. Helgu Kolbeinsdóttur.
HJÚKRUNARHEIMILIÐ SKJÓL | Guðsþjón-
usta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 14.15.
Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
komur á sunnudögum. Almenn samkoma kl.
11. Samkoma fyrir enskumælandi kl. 14 (Engl-
ish speaking service). Samkoma fyrir
spænskumælandi kl. 16 (reunión en español).
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam-
koma með lofgjörð og fyrirbænum kl. 13. Ólaf-
ur H. Knútsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kaffi eftir stundina.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Séra Fritz
Már þjónar fyrir altari. Arnór og kór Keflavík-
urkirkju færa okkur tónlist og söng. Helga og
Grybos sjá um sunnudagaskólann.
KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar. Vox Populi
leiðir söng. Undirleikari er Árni Heiðar Karls-
son.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja
undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borg-
um á sama tíma. Kyrrðar- og íhugunarstund í
kirkju miðvikudag kl. 17.30.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir og sr. Bolli
Pétur Bollason þjóna. Organisti er Magnús
Ragnarsson og Fílharmónían syngur. Sara tek-
ur á móti börnunum í sunnudagaskólann og
boðið er upp á léttan hádegisverð að lokinni
messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Elísa-
bet Þórðardóttir organisti og Kór Laugarnes-
kirkju annast tónlistarflutning. Sr. Jón Ragn-
arsson þjónar og prédikar. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera
á eftir.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarathafnir
verða sunnudag 27. mars kl. 10.30 og 13.30.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þórðar Sigurðarsonar organista. Birkir Blær
Ingólfsson leikur á saxófón. Sr. Arndís Linn og
Ragnheiður Jónsdóttir leiða helgihald. Bíó og
popp. Sunnudagaskóli kl. 13 í safnaðarheim-
ilinu Þverholti 3, 2. hæð. Aðgangseyrir: 1
steinn.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli,
sem að þessu sinni verður inni í kirkju kl. 11.
Messa kl. 20. Félagar úr kór Lindakirkju leiða
lofgjörð undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr.
Guðni Már Harðarson þjónar.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl.
11. Sameiginlegt upphaf. Prestur er Skúli S.
Ólafsson. Félagar úr Háskólakórnum syngja.
Organisti er Gunnsteinn Ólafsson. Söngur,
sögur, gleði og gaman í sunnudagskólanum.
Umsjón Hilda Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir og Ari Agnarsson. Eftir guðsþjón-
ustu verða lok sýningar Hallgríms Helgasonar,
Það þarf að kenna fólki að deyja. Fjallað verður
um verkin í prédikun og listamaðurinn flytur
ávarp að messu lokinni.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Sunnudaginn 27.
mars kl. 14 verður fermingarguðsþjónusta.
Pétur þjónar fyrir altari, Óháði kórinn leiðir
messusöng og mun frumflytja lög eftir Foreign-
er og Blur í útsetningu Kristjáns Hrannars kór-
stjóra. Barnastarf. Petra verður messugutti og
Ólafur skráveifa.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni
Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Ný sjálfsmynd kristni á Íslandi á 21.
öld. Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri
talar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Félagar úr Kammerkórn-
um syngja. Kaffiveitingar að athöfn lokinni í
safnaðarheimilinu. Stund fyrir eldri bæjarbúa
þriðjudag kl. 14. Hjördís Geirs syngur og Þórey
Dögg segir frá sumardvöl á Löngumýri. Kaffi og
tertur. Kyrrðarstund miðvikudag kl. 12.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urriða-
holti kl. 10 og í safnaðarheimilinu kl. 11.
Guðsþjónusta með þátttöku fermingarbarna
kl. 11. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar.
Íhugunarguðsþjónusta kl. 20. Sr. Henning Emil
Magnússon, sr. Hjalti Jón Sverrisson og Bylgja
Dís Gunnarsdóttir leiða stundina.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir
stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar organ-
ista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðs-
prestur þjónar fyrir altari.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
NeskirkjaV
íðast hvar er mikill ein-
hugur með úkraínsku
þjóðinni sem þola má
yfirgang stórveldisins
sem hún deilir landa-
mærum með. Þessi einhugur hefur
ekki aðeins sprottið fram vegna
þess að þarna á úkraínska þjóðin
við ofurefli að etja og í slíkri stöðu
finna allir til með hinum minni
máttar. Vilja leggja
honum lið. En úkra-
ínska fólkið hefur
sýnt ótrúlega seiglu,
fórnarlund og bjart-
sýni, andspænis her-
sveitum óvinarins.
Þessi viðbrögð hafa
fangað heimsathygli
og vakið fólk til vit-
undar um hve styrkur
samstöðu og tilfinn-
ingar um réttlæti get-
ur skipt sköpum.
Fimm brauð,
tveir fiskar
Hvað getum við
gert?
Íslenska þjóð-
kirkjan hefur Hjálp-
arstarf kirkjunnar á
sínum snærum og
það hefur hrundið af
stað neyðarsöfnun
fyrir Úkraínu. Þar er
unnið faglega í söfn-
unarmálum og ein-
valalið heldur utan
um hana.
Í fjölmörgum
kirkjum um allt land
eru hafðar um hönd
svokallaðar stuðn-
ingsmessur, friðarmessur og sam-
stöðumessur. Þar er beðið fyrir
Úkraínu og safnað. Allir leggjast á
eitt. Fermingarbörn baka til dæm-
is vöfflur í einni kirkjunni og selja
til stuðnings úkraínsku þjóðinni
sem er nú í herkví. Allar þessar
messur eru vel sóttar og skipu-
lagðar með miklum sóma.
Hver leggur sitt fram þótt lítið
sé. „Hér er piltur sem er með fimm
byggbrauð og tvo fiska en hvað er
það handa svo mörgum?“ var spurt
eitt sinn þar sem þúsundir voru
saman komnar og skorti mat.
Meistarinn frá Nasaret leysti úr
þeim málum. Ekkert var of lítið til
að koma að notum. Á sama hátt er
ekkert of lítið sem safnast í
kirkjum landsins til handa Úkra-
ínu. Allt skiptir máli þegar hug-
urinn og væntumþykjan renna
saman í eitt stórt hjarta. Og meira
en það: Vel verður að hugsa um
það sem safnast svo ekkert fari til
spillis. Ábyrgð þeirra sem hrinda
af stað söfnunum er mikil. Það er
ekki aðeins keppikefli að standa
vel að verki heldur og fara vel með
það sem safnast.
Mörgum var brugðið þegar
rússneski bjarnarhrammurinn sló
til Úkraínu með þeim orðum að
hún hefði aldrei verið til. Það er
ekki til meiri grimmd og mann-
hatur en að segja við manneskju að
hún hafi aldrei verið til. Hún er
ekki einu sinni hlutgerð heldur
tekin úr lífheild þjóða sem ein-
staklingur. Með slíkum orðum er
engu hlíft og mannslíf einskis met-
in.
Stríð beinist að fólki. Því dýr-
mætasta sem hver þjóð á – lífgjöf
skaparans. Á fjórðu milljón hafa
lagt á flótta frá Úkraínu og millj-
ónir eru lokaðar af á
stríðshrjáðum svæð-
um.
Aldrei skortir
stríðin
Svo heyrist réttilega
sagt að enginn hafi
verið skorturinn á
stríðshörmungum á
fréttaskjáum lands-
manna – og landinn
misuppnæmur fyrir
þeim. Átök eru mis-
langt frá okkur og
sums staðar eru þau
orðin svo langvinn og
þjakandi að þau líða
hjá án þess að fólk
veiti þeim athygli –
það er enginn endir.
Oft er sagt að stór-
veldin bruggi launráð
sín með átökum hér og
þar í veröldinni – tefli
þar fram ýmsum dát-
um; öll eru þau með
flekkaðar hendur þeg-
ar kemur að fórnar-
lömbum stríðsátaka.
En allt í einu fannst
Evrópubúum eitt land
með fána himins og
gullinna akra vera sér
nær en önnur lönd. Kannski ein-
mitt vegna hins einbeitta og ein-
læga vilja úkraínsks almennings til
að standa vörð um sjálfstæði lands
síns og vestræn gildi sem hafa ver-
ið að skjóta rótum þar. Það snart
taugar fólks og því hafa svo margir
stigið fram með sín fimm bygg-
brauð og tvo fiska án allra úrtölu-
orða um hvort það komi að nokkru
gagni handa svo mörgum. Úkra-
ínska þjóðin talar beint til fólks í
persónu hins skelegga forseta
þeirra og án allra vífilengja: „Þetta
er að gerast fyrir augum ykkar og
við biðjum um hjálp – og frið!“ Við
erum krafin um að taka afstöðu.
Hver vill ekki leggja eitthvað í
hönd hins þjáða sem biður um
hjálp? Og frið. Sú bæn brennur
heitast á fólki þegar það horfist í
augu við dráp á saklausum borg-
urum, börnum, fulltíða fólki og
gamalmennum. Bæn um að hjálp-
arhraðar hendur færi úkraínsku
þjóðinni líf og frið. Hvert og eitt
okkar getur lagt sinn skerf af
mörkum svo það megi ganga eftir.
Ekkert er of lítið.
Kirkjan til fólksins
Ljósmynd/Colourbox, #6715
Úkraína „Allt í einu fannst Evrópubúum eitt land með fána himins og
gullinna akra vera sér nær en önnur lönd.“
Ekkert er of lítið
Hreinn S. Hákonarson
Höfundur er prestur á sam-
skiptasviði biskupsstofu.
hreinn@biskup.is
Sr. Hreinn S.
Hákonarson
Oft er sagt að
stórveldin
bruggi launráð
sín með átök-
um hér og þar í
veröldinni –
tefli þar fram
ýmsum dátum
– öll eru þau
með flekkaðar
hendur.