Morgunblaðið - 26.03.2022, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
✝
Egill Óli
Helgason
fæddist 3. apríl
1996. Hann lést
11. mars 2022.
Hann var sonur
Helga Svein-
björnssonar, f.
30.1. 1949, og
Hólmfríðar Bjarg-
ar Ólafsdóttur, f.
10.4. 1954, d. 4.9.
2002. Hann átti
tvö hálfsystkini, en þau eru
þau Gunnur Ösp Jónsdóttir, f.
3.10. 1980, og Ívar Örn Helga-
son, f. 15.12. 1977.
Alsystir hans heit-
ir Rannveig Góa
Helgadóttir, f.
22.6. 1998.
Sambýliskona
hans og unnusta
heitir Anna Mjöll
Aðalsteinsdóttir
Clausen, f. 13.12.
1997, og áttu þau
von á sínu fyrsta
barni í maí 2022.
Útför hans fer fram í dag,
26. mars 2022, kl. 14 í Skál-
holtskirkju.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða,
hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
Elsku Egill Óli, þessi orð Jón-
asar Hallgrímssonar koma í hug-
ann við skyndilegt og ótímabært
fráfall þitt. Það er erfitt að bægja
frá hugsunum um hvað manni
finnst það óréttlátt og ósanngjarnt
þegar ungur maður eins og þú ert
tekinn á brott frá okkur, frá unn-
ustu og ófæddu barni, fjölskyldu
og vinum. Maður finnur til van-
máttar síns og verður reiður en
eins og þú sagðir svo oft: „Öll reiði
er réttlát reiði svo lengi sem hún
yfirtekur mann ekki.“
Þú varst svo mikill rokkari Eg-
ill minn og svo mikill klettur. Stór
og mikill klettur sem stóð með
henni Önnu okkar í gegnum súrt
og sætt. Það verður aldrei nóg
þakkað fyrir það. Þú varst ekki
beint árennilegur þegar Anna
kom með þig í heimsókn, stór og
mikill, en við nánari kynni kom í
ljós hvaða mann þú hafðir að
geyma. Hjá þér var glasið nánast
alltaf hálffullt, jákvæður og auð-
mjúkur varstu en líka staðfastur
og trúr sjálfum þér. Þú spilaðir úr
þeim spilum sem þér voru gefin og
gerðir það á sem bestan hátt fyrir
þig og þína. „Maður verður að
muna að taka litlu sigrunum“ voru
orðin þín.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Vinahópurinn þinn var sterkur
og þú kletturinn sem hélt honum
saman. Það var skemmtilegt þeg-
ar hann kom saman í Birkigrund-
inni til að spila. Hópurinn sund-
urleitur en einhvern veginn
samhentur og undir styrkri stjórn
þinni við spilið. Um vini þína er
eftir þér haft: „Ég vil skapa
öruggt umhverfi fyrir vini mína
svo ég geti komið þeim úr skelinni,
fá þau til að virka í umhverfinu.“
Vin sínum
skal maður vinur vera,
þeim og þess vin.
En óvinar síns
skyli engi maður
vinar vinur vera.
(Úr Hávamálum)
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við þig Egill Óli, óskum
þér velfarnaðar á veiðilendum ei-
lífðarinnar. Gullkornin þín lifa
með okkur áfram og við munum
gera okkar besta til að búa Önnu
og litla kút öruggt skjól í framtíð-
inni. Hér er eitt gullkorn að lok-
um:
„Ég vinn í því að gera daginn
betri, því ef dagurinn er slæmur
þá er alltaf hægt að gera hann
betri.“
Blessuð sé minning þín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku Anna Mjöll og litli kútur,
fjölskylda og vinir, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Asa Clausen og
Aðalsteinn Bragason.
Góðir vinir og samferðamenn
eru ekki auðfundnir en sannar-
lega eru þau sem fengu þann
heiður að vera í þinni návist gæfu-
rík og heppin að hafa kynnst þér.
Hvort sem sú stund hafi verið lítið
andartak eða stór og dýrmætur
hluti af lífi manns erum við þér
sannarlega þakklát fyrir það Eg-
ill minn.
Ég minnist þess að hafa kynnst
þér á réttum tíma og þú varst
mikilvægur hluti af æsku minni.
Þú hélst áfram að vera góður vin-
ur og drengur góður að leita til
þegar maður þurfti á ýmsum ráð-
um að halda, eða til að hittast og
eiga góðar stundir saman í alls
konar uppátækjum.
Þú hafðir gengið í gegnum
margt áður fyrr en þú náðir yf-
irnáttúrulegum árangri í að
standa af þér storminn sem dundi
á þér eins og vanur skipstjóri úti á
stórsjó. Þínu skipi stýrðir þú þína
eigin stefnu og þú fórst með já-
kvæðni og skopskyn að vopni þína
vegleið. Styrkur þinn á sér engan
samanburð og set ég þig á háan
stall sem merki um þrautseigju
og styrkleika.
Væntumþykja og umhyggja
eru líka orð sem lýsa þér vel og
mikill dýravinur. Ég dáðist oft að
kunnáttu þinni og þekkingu á
dýralífi og þeirri umhyggju sem
þú sýndir dýrum lofts, láðs og
lagar í dýragarðinum í Slakka.
Nói á örkinni hefði tvímælalaust
farið í samkeppni við þig og þú
hefðir sannarlega haft vinning-
inn. Foreldrar þínir ólu þig vel
upp með að útgeislun móðurlegs
eðlis og föðurlegrar ímyndar væri
miðlað til annarra, bæði manna
og dýra. Þú hreinlega geislaðir af
góðum kostum og dyggðum. Því
það er víst rétt að ef maður hefur
verið harkalega beygður eða
brotinn en hefur samt hugrekki
til að vera einlægur og kær til
annarra lifandi vera, þá ertu
hörkutól með hjarta engils.
„Því hungraður var ég og þér
gáfuð mér að eta, þyrstur var ég
og þér gáfuð mér að drekka, gest-
ur var ég og þér hýstuð mig.
Klökkur ég var og þér biðuð með
opinn faðminn til huggunar og öxl
til að gráta á.“ Ég mun sakna þess
Egill minn að geta leitað til þín
þegar ég er hryggur og í sorg því
þú varst alltaf tilbúinn til að
hlusta og hugga þá sem til þín
leituðu. Þitt hlutverk var dýr-
mætt og víst er þá komið að okkur
að vera þeir sem hafa opinn faðm
og öxl til að gráta á. Því ég veit að
þú leitaðir líka til okkar á lífsleið-
inni þegar þú varst í sorg. Það er
sönn óendurgoldin ást og mikil-
vægur lærdómur sem verður
miðlað áfram, því ég veit að hugg-
un er ekki langt undan.
Vegferðin hefur verið skraut-
leg og gott veganesti út í lífið.
Mikill söknuður mun ríkja en ei
skal gleyma að lifa í þökk og gleði
fyrir hvern þann dag sem okkur
er gefinn sem dýrmæta gjöf, eins
og þú sýndir okkur.
Hafðu hátt á himnum, þú
þarna háværi, orðheppni, bros-
mildi, yndislegi og lífsglaði kump-
áni. Gefðu styrk þinn til þeirra
sem þess þurfa og hönd á bak
þeirra sem á stuðningi þurfa að
halda. Ég finn fyrir hendi þinni á
öxl minni, því þú munt vera okkur
nær um aldur og ævi. Þegar ég lít
upp sé ég þitt fallega, hlýja bros
sem veitir ró í hjörtum okkar.
Farðu í friði blessaður vinur
minn og göfugmenni.
Blessi þig að eilífu Egill minn.
Þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar.
Þinn
Sjafnar Björgvinsson.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
uns allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
(M. Joch.)
Þessi gömlu vers lýsa betur en
flest annað sem ég hef lesið lífs-
viðhorfi Egils Óla.
Það var bjartur og fallegur
dagur þegar hann kom fyrst til
okkar í Rauðaskóg. Sólskindag-
arnir okkar saman áttu eftir að
verða margir, fyrst þar upp frá og
seinna hér í Reykholti.
Það kom eins og af sjálfu sér að
hann kallaði okkur afa og ömmu,
einkabrandarinn okkar var að
amma kallaði hann enn unga litla
eftir að hann var orðinn meira en
höfðinu hærri en hún.
Það eru forréttindi að kynnast
svo góðum dreng, sem hugsaði
um það hvað hann gæti gert fyrir
aðra en ekki hvað aðrir gætu gert
fyrir hann.
Minningarnar eru svo margar;
Egill Óli að bera lítinn félaga á há-
hesti svo stubburinn gæti séð gos-
mökk sem húsin skyggðu á.
Eða að rétta barni hjálpar-
hönd, sem var í vandræðum
vegna hálkunnar á skólalóðinni.
Það væri of langt mál að telja allt
upp sem í hugann kemur.
Of talaði hann um að sig lang-
aði að læra til þess að verða
stuðningsfulltrúi fyrir ungmenni
sem erfitt ættu. Þótt draumurinn
um nám rættist ekki var hann
samt alltaf að styðja aðra.
Hann kom eins og ljósgeisli til
að sýna okkur raunverulega feg-
urð lífsins og svo sannarlega gaf
hann yngri félögum bróðurarf,
auðæfi sem hvorki mölur né ryð
fá eytt.
Hugur okkar er hjá Önnu og
ófædda barninu þeirra, megi góð-
ur Guð styðja þau.
Við sendum fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hólmfríður, Sigurður
og fjölskylda.
Egill Óli Helgason
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
lést mánudaginn 7. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Magnús Guðfinnsson Inga Dóra Halldórsdóttir
Sigurður Jón Guðfinnsson Halla Elísabet Guðmundsd.
Guðni Guðfinnsson Sondy Haldursdottir Johansen
Jens Guðfinnsson Erla Rúna Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR AXELSSON
fornbóka- og listmunasali,
lést laugardaginn 12. mars á
hjúkrunarheimilinu Seljahlíð.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigríður Ólafía Guðmundsd. Guðmundur Stefánsson
Guðrún Lára Guðmundsd. Gunnar Már Antonsson
Lárus Sigurbjörn Guðmunds. Ágústa Katrín Guðmundsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÓLAFUR MAGNÚS ÓLAFSSON,
Norðurvör 2, Grindavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
þriðjudaginn 22. mars. Útförin fer fram
frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 30. mars klukkan 13.
Garðar Ólafsson Lilja Garðarsdóttir
Ólafur Helgi Ólafsson Guri Grønbech Fredriksen
Arnar Ólafsson Eyrún Björk Eyjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar,
ÞÓREY RAGNHEIÐUR VÍDALÍN
ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Borg í Arnarfirði,
lést á Skógarbæ 15. mars.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
30. mars klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaugur Már Valgeirsson Ásdís Erla Bjarnhéðinsdóttir
Guðríður Eygló Valgeirsd. Guðmundur Pétursson
Sunna S. Söbeck Arnardóttir Þórður Gunnarsson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og bróðir,
SIGURÐUR JÓSEF BJÖRNSSON
frá Hólum í Hjaltadal,
er látinn
Ari Björn Sigurðsson Rebekka Stefánsdóttir
Ynja Mist Aradóttir, Óðinn Arason, Urður Aradóttir
Ragnar Björnsson, Björn Friðrik Björnsson
Gunnhildur Björnsdóttir
Elskulegur föðurbróðir okkar,
SNÆBJÖRN GÍSLASON
frá Litla-Lambhaga,
Skilmannahreppi,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða
þriðjudaginn 22. mars.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 1. apríl
klukkan 13.
Hrefna Sigurðardóttir
Ármann Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson
Þóra Gísladóttir
Gísli Gíslason
Björgvin Ómar Gíslason
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
stjúpsonur og bróðir,
DR. ARNAR MÁR BÚASON,
nýdoktor við hagfræðideild HÍ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítala í Kópavogi miðvikudaginn
16. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
29. mars klukkan 13.
Camila Pía Canales O.
Viktor Örn Arnarsson
Búi Kristjánsson Sif Sigfúsdóttir
Haukur Þór Búason
Birgir Hrafn Búason
Kristín Mjöll Bjarnad. Johnsen
Telma Sif Búadóttir
Hildur Björk Búadóttir
og fjölskyldur okkar
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
KRISTINN PÁLL EINARSSON,
Tjarnartúni 7, Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
22. mars. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. apríl klukkan 13.
Þökkum starfsfólki Sjúkrahússins á Akureyri innilega fyrir
kærleiksríka umönnun og stuðning. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri.
Sóley Guðmundsdóttir
Halldór Sveinn Kristinsson Guðrún Karítas Bjarnadóttir
Kristinn Freyr Kristinsson
Sigríður Ósk Kristinsdóttir Björgvin N. Ásgeirsson
Davíð Már Kristinsson
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN
SIGURJÓNSDÓTTIR,
Hlíðargötu 29, Sandgerði,
lést á Hrafnistu Hlévangi
mánudaginn 14. mars. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju
fimmtudaginn 31. mars klukkan 15. Athöfninni verður streymt á
https://www.facebook.com/groups/sigridurgudrun
Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat
Guðni Magnús Sigurðsson
Sigurður Guðnason Margrét Sanders
Rósa Margrét Guðnadóttir Haraldur Grétarsson
Erlendsína M. Sigurjónsd.
barnabörn og barnabarnabörn