Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
40 ÁRA Katrín er frá Einarsstöðum í
Reykjadal, S-Þing., en býr á Akureyri.
Hún er leikskólakennari með meistara-
gráðu í sérkennslufræðum frá Háskól-
anum á Akureyri. Katrín er sérkennslu-
stjóri á leikskólanum Klöppum á Akureyri.
„Áhugamál mín eru fjallgöngur,
fræðslumál um sérkennslu og skólamál,
ferðalög og handavinna.“ Katrín er í
saumaklúbbunum Sveitapíum og Fabulous
Five.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Katrínar er
Valbjörn Ægir Vilhjálmsson, f. 1978, bygg-
ingafræðingur og á fyrirtækið M2 hús.
Synir þeirra eru Ævar Freyr, f. 2004,
Anton Logi, f. 2006, og Valur Matthías, f.
2013. Foreldrar Katrínar eru Guðfinna Sverrisdóttir, f. 1956, grunnskóla-
kennari, og Einir Viðar Björnsson, 1956, bílstjóri. Þau eru einnig
ferðaþjónustubændur á Einarsstöðum.
Katrín Elísa Einisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú verður að taka þig saman í and-
litinu og fara vandlega í gegn um fjármálin.
Í stað þess að ákveða að sætta sig bæði við
gott og vont skaltu bæta þetta vonda.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er óþarfi að taka alla skapaða
hluti bókstaflega því það kallar bara á álag
og örvæntingu. Nú sérðu skýrt hvað það er
sem ekki gengur upp í lífi þínu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú átt að taka frumkvæðið í þínar
hendur í stað þess að láta reka fyrir
athugasemdum annarra.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú mátt aldrei missa sjónar á tak-
markinu, jafnvel ekki þótt einhver daga-
munur sé á velgengni þinni. Leitaðu ráða
hjá þér reyndari mönnum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Náinn vinur reynist kaldrifjaðri en þú
hefðir nokkurn tímann getað gert þér í hug-
arlund. Hugsaðu áður en þú talar og vertu
viss um að þú sért ekki að fara úr öskunni í
eldinn.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er að færast meiri hraði í líf þitt.
Við þér blasa nú ýmsir möguleikar og það
skiptir sköpum hvernig þú heldur á málum.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þig langar til þess að bregða út af van-
anum í dag en vilt ekki gera mikið úr því.
Ekki hugsa málin of mikið, nú er tími til að
upplifa og nota önnur skynfæri.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Fólk tekur eftir því að þú legg-
ur þig fram um að inna starf þitt vel af
hendi. Þú ert fullur af krafti og iðar í skinn-
inu eftir að koma öllu á biðlistanum í verk.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú hefur einhverjar hug-
myndir varðandi eitthvað mikilvægt skaltu
bera þær undir vini þína. Einhver þér eldri
gefur þér góð ráð í dag.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það getur skipt sköpum að beita
réttum aðferðum til þess að ná árangri. Ef
þú leggur þig fram muntu ná takmarki
þínu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér hættir til að taka sjálfan þig
of hátíðlega. Hlustaðu á þína innri rödd
sem segir að tími sé kominn til að slaka á.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt þér finnist þú hafa alla hluti á
hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref
þú átt að stíga næst. Innst inni veistu svör-
in.
í átta ár. Hann sat á Kirkjuþingi
2004-2008 og var í stjórn Skógrækt-
arfélags Suður-Þingeyinga í sautján
ár. Hann hefur setið í stjórn Harm-
2013, í stjórn Atvinnuþróunarfélags
Þingeyinga, í stjórn Dvalarheimilis-
ins Hvamms á Húsavík og hann var
formaður sóknarnefndar Nessóknar
D
agur Jóhannesson
fæddist 26. mars 1937 í
Haga í Aðaldal og ólst
þar upp. Hann tók við
búi foreldra sinna í
Haga 1953, aðeins sextán ára gamall.
„Öll mín systkini voru farin að heim-
an nema yngsti bróðir minn og það
var enginn til að taka við, en faðir
minn var orðinn heilsulaus.
Þetta var ekki stórt bú, en einhver
þurfti að hugsa um það. Ég þurfti
meira að segja að flýta grunnskól-
anum og tók fullnaðarpróf ári fyrr en
venja var til þess að geta farið að
sinna búskap. Þetta var lítið bú af því
faðir minn var kennari. Við vorum
með tvær kýr og þrjátíu kindur. Ég
bætti svo auðvitað við en á þessum
tíma voru menn að stækka búin ört.
Árið 1956 byggði ég fjós fyrir 12
mjólkurkýr og ég var eiginlega aldr-
ei með meira því jörðin er svo lítil.
Hún ber ekki meira. Búskapurinn
var líka bara hluti af mínu starfi. Svo
var ég með um 60 kindur alveg til
2018 en ég hætti með kýrnar 2002.
Ég er þó enn í garðrækt, er að rækta
bæði kál og kartöflur en fæ aðstoð
við það. Ég er orðinn það fullorðinn.“
Dagur var sparisjóðsstjóri í Spari-
sjóði Aðaldæla 1972-1990, formaður
Búnaðarfélags Aðaldæla 1978-1993
og oddviti Aðaldælahrepps 1978-
2002. „Þetta var 400 manna sveitar-
félag og oddviti var þar sveitarstjóri
um leið. Það var engin sérstök sveit-
arstjórastaða. Þetta er orðið annað
þjóðfélag en var enda eðlilegt að
hlutirnir haldi áfram að þróast.
Kúabúunum hefur fækkað og þau
stækkað, en sauðfjárbúunum hefur
ekki fækkað mikið.
Það er gaman að nefna að í lok
oddvitatímabilsins og eftir að ég
hætti sem oddviti hafði ég umsjón
með endurbyggingu Hraunsréttar
sem er nú ein fallegasta og merkileg-
asta rétt á landinu. Endurhleðslan
var geysilegt verkefni og það var
tekin sú ákvörðun að nýta hana
áfram og endurhlaða í staðinn fyrir
að leggja hana niður og hafa hana
eingöngu sem þjóðminjar.“
Dagur hefur gegnt ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum; hann sat í stjórn
Sparisjóðs Suður-Þingeyinga 1990-
onikkufélags Þingeyinga, stjórn Fé-
lags eldri borgara í Þingeyjarsveit
og í stjórn Rótarýklúbbs Húsavíkur.
Þá hefur hann setið í ýmsum stjórn-
Dagur Jóhannesson, bóndi og fyrrverandi oddviti í Haga í Aðaldal – 85 ára
Ljósmynd/Atli Vigfússon
Tók sextán ára við búskapnum
Hraunsrétt Hólmgrímur Kjartansson, t.v., og Dagur við endurhleðsluna.
Skógræktin í Haga Dagur með
yngsta barnabarninu, Sölku Sif.
Til hamingju með daginn
Vestmannaeyjar Elmar Breki Óskars-
son fæddist 28. ágúst 2021 kl. 8.50 í
Reykjavík. Hann vó 3.940 g og var 52
cm langur. Foreldrar hans eru Erna
Georgsdóttir og Óskar Snær Vignis-
son.
Nýr borgari
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 4. apríl
Páskablað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 8. apríl
Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum
gómsætumréttumásamtpáskaskreytingum,
páskaeggjum, ferðalögumogfleira.
Bóndinn Dagur sinnti búskap
í Haga í 65 ár og er enn með
garðrækt á bænum.