Morgunblaðið - 26.03.2022, Page 48

Morgunblaðið - 26.03.2022, Page 48
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytja nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur á tónleikum sem fara fram í Langholtskirkju kl. 17 í dag, 26. mars. Verkið nefnist The Time is Now og er við kvæði eftir Chris Foster. Háskólakórinn pantaði það hjá Báru í til- efni af 50 ára afmæli kórsins. Þá leikur Auður Edda Er- lendsdóttir klarinettukonsert eftir finnska tónskáldið Bernhard Crusell og loks verður flutt svíta nr. 2 úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Háskólakórinn frumflytur verk Báru Grímsdóttur á 50 ára afmælinu LAUGARDAGUR 26. MARS 85. DAGUR ÁRSINS 2022 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.330 kr. Áskrift 8.383kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Danmerkur í annað sinn en hann hefur yfirgefið Guif í Svíþjóð og samið við Lemvig. Daníel kveðst vera reynslunni ríkari eftir að hafa áður leikið í Danmörku snemma á ferlinum en þá hafi hann hreinlega lent á vegg eftir að hafa farið úr íslensku úrvalsdeildinni yfir í þá dönsku. »41 Daníel lenti á vegg í Danmörku ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Danska körfuboltaliðið Bakken Bears, sigursælasta íþróttaliðið í Árósum og besta lið Danmerkur í körfubolta, tekur á móti ítalska lið- inu Unahotels Reggio Emilia (Reggiana) í undanúrslitum Evr- ópubikarkeppni FIBA á miðviku- dag og gera heimamenn sér vonir um að leika til úrslita í keppninni í fyrsta sinn. „Það er stór áfangi að vera í undanúrslitum í þriðja sinn og það yrði mikill sigur fyrir danskan og skandin- avískan körfubolta að komast í úrslit,“ segir Sveinn Pálmar Einars- son, liðstjóri Bakken Bears. Sveinn lék körfubolta hjá Val í Reykjavík til 18 ára aldurs og þjálfaði yngri flokka áður en hann flutti til Danmerkur fyrir 15 árum. „Ég ætlaði að læra ljós- myndun og lauk grunnnáminu en eftir að ég kynntist sambýliskonu minni hérna byrjaði ég að starfa við lagerstjórnun og hef verið í henni undanfarin 14 ár, en vann hjá Samskip áður en ég flutti út.“ Parið býr í Árósum og þar hefur Sveinn verið þjálfari og stjórnar- maður annarra körfuboltafélaga í ríflega áratug. Áður en yfirstand- andi keppnistímabil hófst í ágúst í fyrra var starf liðstjóra hjá Bakken Bears auglýst laust til umsóknar, hann sótti um og var ráðinn. „Reynslan kom sér vel,“ segir hann og vísar til starfa innan sem utan vallar. Sigursælt lið Bakken Bears var stofnað 1953, hét þá Aarhus Basketball For- ening, ABF, og varð fyrst Danmerkurmeistari tímabilið 1957-1958. Frá tímabilinu 1996-1997 hefur liðið orðið 18 sinnum Danmerkurmeistari og þar af óslitið frá 2016. Þá hefur liðið 13 sinnum orðið bikarmeistari, síðast 2021. „Þegar ég byrjaði að vinna hérna fékk ég á tilfinninguna að ég væri kominn til fyrirtækis frekar en íþróttaliðs,“ segir Sveinn um umgjörðina, sem sé ólík öllu sem hann eigi að venj- ast. Hann bætir við að hann vinni með fimm öðrum á skrifstofunni auk þess sem þrír lærlingar séu þeim til aðstoðar. Tveir af þremur þjálfurum séu í fullu starfi sem slíkir og ekkert sé til sparað til að ná sem bestum árangri. Deildarkeppninni er nýlokið og varð Bakken Bears meistari án þess að tapa leik. Liðið stendur best að vígi í sex liða úrslitakeppn- inni, en augu allra beinast að und- anúrslitum Evrópubikarkeppn- innar. „Við höfum skoðað ítalska liðið mjög vel og teljum okkur eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram,“ segir Sveinn, en sex er- lendir leikmenn, þar af þrír Banda- ríkjamenn, leika með danska liðinu. Bakken Bears komst fyrst í und- anúrslit í keppninni tímabilið 2017- 2018 og tryggði sér þar aftur þátt- tökurétt fyrir um tveimur árum. Sveinn rifjar upp að liðið hafi náð sætinu í Minsk í Hvíta-Rússlandi og eftir leik hafi hópurinn horft á sjónvarpsútsendingu þar sem for- sætisráðherra Danmerkur hafi til- kynnt að Danmörku væri lokað vegna kórónuveirufaraldursins. „Í kjölfarið millilenti liðið í Riga í Lettlandi og hitti þar fyrir Bahce- sehir College frá Tyrklandi, sem hafði tryggt sér sæti á móti Bakken Bears í undanúrslitum kvöldið áður. Væntanlegir mótherjar hitt- ust samt ekki aftur, því keppninni var aflýst vegna faraldursins.“ Ljósmynd/Sara Tved Hansen Á bekknum Frá vinstri: Jens Sanggaard Knudsen sjúkraþjálfari, Sveinn Pálmar Einarsson og Michel Diouf. Af lagernum í liðstjórnina - Sveinn Pálmar liðstjóri besta körfuboltaliðs Danmerkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.