Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 8
benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Heildarlosun gróður- húsalofttegunda fyrir árið 2021 var 7 prósentum meiri en 2020 í CO2 ígildum. Allir íslenskir þátt- takendur í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) hafa skilað inn CO2 ígildum. Uppgerðar losunarheimildir flug- rekenda jukust um 42 prósent. Los- unin í iðnaði jókst um 3,6 prósent. Helsta ástæða þessarar aukningar er að PCC Bakki jók við framleiðsluna. Flugrekendur um Evrópu losuðu 26,7 milljón tonn af CO2 ígildum út í andrúmsloftið í fyrra en iðnaðurinn spúði út 1,311 milljörðum tonna af CO2 ígildum sem var 7,3 prósent aukning milli ára. ■ Ísland mengaði meira en í fyrra birnadrofn@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Ekki verður farið í sérstakt sumarátak fyrir náms- menn í atvinnuleit hjá Vinnumála- stofnun (VMST) í ár líkt og gert var á síðasta ári. Unnur Sverrisdóttir, for- stjóri VMST, segir ástæðuna fyrst og fremst gott atvinnuástand. „Atvinnulífið hefur tekið hratt við sér og atvinnuleysi lækkar hratt milli mánaða. Ferðaþjónustan alveg hreint æpir á starfsfólk,“ segir Unnur. Hún segir námsmenn í atvinnu- leit geta leitað til Vinnumiðlunar VMST eftir upplýsingum og þar sé einnig hægt að sækja um hin ýmsu störf. „Kannski þarf fólk þá að taka einhverju starfi á meðan það leitar að sínu draumastarfi,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun tekur um þessar mundir upp nýtt tölvu- kerfi. Ekki verður hægt að fara inn á Mínar síður á vef VMST fram á þriðjudag vegna þessa. Þá verður skrifstofan lokuð á næsta mánu- dag. ■ Næg sumarstörf fyrir námsmenn Tryggjum áfram árangur og ábyrga stjórnun í Hafnarfirði með góðri kosningu Sjálfstæðisflokksins! Það er ekki tilviljun að um 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn komst í meirihlutasamstarf fyrir 8 árum hefur verið tekið til í fjármálum sveitarfélagsins og nú blómstrar bærinn, íbúum fjölgar og mikið uppbyggingarskeið er hafið. Kjósum framfarir, farsæld og fagran bæ. Setjum X við D.Sjálfstæðisflokkurinn lætur verkin tala. Réttindagæsla fatlaðs fólks verður til stuðnings og aðstoðar á öllum kjörstöðum í dag. Það getur verið ógnvæn- legt og kvíðavaldandi fyrir fatlað fólk að mæta á kjörstað. Viðmót og aðgengi skiptir miklu máli. birnadrofn@frettabladid.is KOSNINGAR Réttindagæsla fatlaðs fólks verður til stuðnings og aðstoð- ar á öllum kjörstöðum í sveitar- stjórnarkosningum sem fram fara í dag. Réttargæslan verður á kjör- stöðum frá því klukkan níu í dag til klukkan tíu í kvöld þegar kjör- stöðum verður lokað. Inga Björk Margrétar Bjarna- dóttir, verkefnastjóri hjá Þroska- hjálp, segir ástæðu þess að réttar- gæslan verði á svæðinu þá að fatlað fólk hafi átt í miklum vanda með að nýta kosningarétt sinn. „Það er bæði vegna fordóma í samfélaginu og hindrana á kjörstöð- um,“ segir Inga. Hún segir hindran- irnar geta verið af ýmsum toga. „Þær geta snúið að því að dregið sé úr ein- staklingunum, að aðgengi sé ekki nægilega gott, að þau fái ekki nægar upplýsingar um kosningarnar eða næga aðstoð á kjörstað, svo dæmi séu tekin,“ segir hún. Inga segir að um áramót hafi tekið gildi lagabreyting sem heim- ili fólki með þroskahömlun eða skyldar fatlanir að nýta sér aðstoð á kjörstað. Áður hafi aðstoð á kjörstað verið bundin við tvær tegundir fatl- ana, fólk sem gat ekki notað hendur sínar og blinda og sjónskerta. „Með breytingunni geta allir fatl- aðir nýtt sér aðstoð á kjörstað sem felst til dæmis í því að komast á kjör- stað, fara inn í kjörklefann, merkja við, setja atkvæðið í kjörkassann eða bara hvað það sem fólk þarf aðstoð með,“ útskýrir Inga. Þá segir hún að í breytingunum felist einnig meira frelsi til fatlaðra kjósenda þegar kemur að aðstoð á kjörstað. „Fólk getur valið hvort það nýtir sér aðstoð réttindagæslunnar eða það getur tekið með sér aðstoð- arfólk sem það þekkir og treystir,“ segir Inga. Inga segir að fyrir fjölda ein- staklinga með fötlun geti það eitt að fara á kjörstað verið ógnvæn- legt, erfitt og jafnvel kvíðavald- andi. „Við vitum um dæmi þess úr síðustu kosningum þar sem það tók einstakling tvær klukkustundir að kjósa. Það eru margir sem þurfa að hafa mikið fyrir því að kjósa og þess vegna er réttindagæslan á vaktinni. Til þess að tryggja það að fólk fái að nýta kosningaréttinn sinn, sem er einn dýrmætasti réttur sem við eigum.“ Ár ni Múli Jónasson, f ram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir viðmót á kjörstað sérlega mikilvægt þegar kemur að fötluðum kjós- endum. „Ekki bara aðgengið heldur móttökurnar og framkvæmdin öll,“ segir hann. „Félagsmálaráðherra sendi kjör- stjórnum sérstaka hvatningu um að vanda sig í öllu sem lýtur að upp- lýsingagjöf og viðmóti. Okkur þykir mjög vænt um það og við vonum að þetta hafi áhrif vegna þess að við höfum fengið ábendingar um að fólki finnist ekki hafa verið tekið á móti því eins og því þætti eðlilegt,“ segir Árni. Þroskahjálp hefur undanfarið boðið einstaklingum upp á sýndar- veruleikaþjálfun sem ætlað er að draga úr kvíða fyrir kosningunum og til að hjálpa fólki að undirbúa sig. Um er að ræða sýndarveruleika sem sýnir alvöru kjörstað þegar einstakl- ingurinn setur upp tölvugleraugu. „Það hafa margir nýtt sér þetta en einstaklingum með fötlun getur þótt erfitt að fara á kjörstað og þetta er ein leið til að auðvelda þeim það,“ segir Anna Lára Steindal, verkefna- stjóri upplýsinga- og kynningar- mála hjá Þroskahjálp. ■ Fatlað fólk átt í vanda með að nýta kosningarétt sinn vegna hindrana Inga segist vita dæmi þess að tekið hafi fatl- aðan einstakling tvær klukku- stundir að kjósa. Þroskahjálp hefur boðið upp á sýndarveru- leika þar sem fólk getur undir- búið sig fyrir kosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Inga Björk Mar- grétar Bjarna- dóttir, verkefna- stjóri Anna Lára Stein- dal, verkefna- stjóri 6 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.