Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 35
performans. Höllin tók við sér í
okkar lagi og ég bara ímyndaði
mér og mér fannst ég bara finna
einhvern veginn að Evrópa hefði
svarað þessu lagi vel.“
Gísli Marteinn segist hafa séð
svona augnablik í Eurovision og
nefnir Olsen-bræður sem dæmi.
„Þeim hafði hvergi neins staðar
verið spáð nálægt því að sigra. Svo
bara gerist eitthvað í f lutningnum,
því þótt þetta sé risastór sjónvarps-
þáttur þá eru þetta, þegar upp er
staðið, bara listamenn á sviði að
syngja í míkrófón og annað hvort
tekst þeim vel upp eða ekki. Og
stundum bara gerist eitthvað. Ein-
hverjir töfrar.“
Eurovisionpólítíkin skemmtileg
Eurovion er ekki einfalt fyrirbæri.
„Þú getur bæði tekið stóru myndina
og sagt bara þetta er merkilegasti
menningarviðburður í Evrópu en
þú getur líka tekið minni myndina
og sagt, þetta er sjónvarpsþáttur.
Hvort tveggja er rétt.“ Í eðli sínu er
þetta náttúrlega bara sjónvarps-
þáttur sem byrjaði meira að segja
bara sem útvarpsþáttur en hefur
vaxið yfir í eitthvað annað. Núna
endurspeglast í hverri keppni, á
hverju einasta ári, eitthvað sem
er að gerast í álfunni. Armenía og
Aserbaísjan gefa hvort öðru aldrei
stig, áhugafólk um Eurovision veit
mjög vel um deilurnar milli þessara
tveggja landa og betur en flestir Evr-
ópubúar.
Aðdáendur Eurovision vita vel
hvar stór hluti Albana býr því það
sést á því hvernig er kosið. Gísli
nefnir líka mikla pólitík í kringum
Írland og Norður-Írland. „Írar senda
mjög oft Norður-Íra í Eurovision,
sem eru náttúrlega bara Bretar
sem eru líka að keppa. Þannig að
það er hægt að fara mjög djúpt í
pólitíkina í Eurovision. Mér finnst
það skemmtilegt. Ekkert endilega
bara fyrir lýsinguna heldur fyrir mig
sjálfan að læra meira um álfuna í
gegnum þennan skemmtilega kíki.“
Gísli segir áhugann á Eurovisi-
on um alla Evrópu mun meiri en
Íslendingar kannski haldi.
„Ok k ur Íslendingum f innst
gaman að segja að við séum þau
einu sem horfum á Eurovision en
það er auðvitað bara alls ekki rétt.
Úrslitakvöldið er á aðalrásinni hjá
öllum Evrópuþjóðum.“ Gísli vísar
í nýlega umfjöllun BBC máli sínu
til stuðnings. „Þar er meðal annars
sögð saga af því að franski lýsand-
inn, sem er búinn að vera í þessu
djobbi mjög lengi, fékk símtal frá
Macron forseta sem sagði: „Heyrðu,
ítalski gæinn var að taka kókaín,
Frakkland á að vinna þetta, geturðu
ekki gert eitthvað?“ Svona símtal
fékk sem sagt kollegi minn og þetta
er dæmi um hvað fólk hefur mikinn
áhuga á þessu.“
Sjálfur er Gísli Marteinn að farast
úr spenningi. „Þetta verður stór-
kostlegur dagur því þegar allt kemur
til alls snýst þetta hvort tvegga, bæði
kosningarnar og Eurovison, um að
gera samfélagið betra. n
Á
by
rg
ða
rm
að
ur
: H
ilm
ar
P
ál
l J
óh
an
ne
ss
on
AUÐVITAÐ ER
EÐLILEGT…
...að kostnaður við Hlemm hafi farið meira en hundrað milljónum
fram úr kostnaðaráætlun.
Þetta er jú mathöll.
Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann.
BETRI BORG
Stuðningur
við fatlað fólk
á kjördag
Réttindagæslumenn fatlaðs fólks munu vera
með vakt á kjördag, þann 14. maí, frá kl. 9.00 til
kl. 22.00. Þar getur fatlað fólk fengið stuðning og
upplýsingar vegna kosninga.
Ef þig vantar stuðning á kjördag:
Hafðu samband í síma 554-8100, með
tölvupósti á postur@rettindagaesla.is
eða á facebook.com/rettindagaeslumadur.
Gísli Marteinn og Björg Magnúsdóttir hafa staðið vaktina í Eurolandi.
Helgin 33LAUGARDAGUR 14. maí 2022 Fréttablaðið