Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 87
upp þeim í vil þann 16. júní 2021.
Ólafur Hilmar segir grundvöll
inn fyrir málaferlunum hafa verið
vegna reglugerðarbreytingar sem
kom út árið 2018 um húsnæðisúr
ræði fyrir fatlað fólk.
Þar segir að ef ekki tekst að útvega
húsnæði innan þriggja mánaða frá
því að umsókn um húsnæðisúrræði
hafi verið samþykkt skuli tilkynna
umsækjanda um ástæður tafanna
og hvenær fyrirhugað sé að hús
næðisúrræðið geti verið tilbúið.
Kjartan og foreldrar hans hafa
aldrei fengið svör frá borginni um
það hvar hann stendur á biðlistum
né hvenær líklegt þyki að röðin
komi að honum varðandi úthlutun
á húsnæði.
Flóki Ásgeirsson, lögmaður Kjart
ans, segir að svo virðist sem engin
sérstök röðun sé fyrir hendi á bið
lista borgarinnar og að það sé í raun
engin leið fyrir einstaklinga að fá að
vita hvaða bið þeir eiga eftir. Í mála
tilbúnaði Flóka fyrir hönd Kjartans
kemur meðal annars fram að í raun
sé ekki um biðlista að ræða heldur
eins konar biðhít.
Í niðurstöðu dómsins segir að
umsækjendum um húsnæði fatl
aðra á vegum borgarinnar sé raðað
í fjóra þjónustuf lokka eftir þjón
ustuþyngd. Þá sé augljóst af gögnum
máls að borgin raði ekki einstakl
ingum á biðlista á neinn gegnsæjan
hátt innan hvers flokks. Sökum þess
sé í raun ómögulegt fyrir einstak
ling að vita hvort hann sé næstur
í röðinni eftir húsnæði eða hvort
hann sé aftastur, enn síður hvort
aðrir sem komi inn á listann verði
teknir fram fyrir hann. „Við svo
óljósar aðstæður verða réttindi
einstaklinga til húsnæðis einungis
í orði en ekki á borði.“
Héraðsdómur dæmdi málið
Kjartani í hag en borgin gat ekki
unað niðurstöðunni og áfrýjaði
málinu til Landsréttar og verður það
tekið fyrir í haust. n
Mér finnst Kjartan
mjög merkileg mann-
eskja og margt sem
hann hefur í raun
kennt manni sem gerir
mann að því sem
maður er í dag.
Ragnheiður
frá fæðingu að Kjartan myndi
þurfa eigið húsnæði með þjónustu
á vegum borgarinnar við átján
ára aldur hefur hann verið á bið
lista eftir slíku í sjö ár. Kjartan
þarf sólarhringsþjónustu vegna
sykursýkinnar og hafa foreldrar
hans tekið mestan þungann sem
umönnunaraðilar hans frá fæðingu.
Þau segja kerfið sérkennilegt og að
það sé vonlaust verkefni að berjast
við það. Erfitt sé að vera bjartsýn
fyrir hönd Kjartans.
Erfið barátta
„Þú átt ekki að þurfa að klóra þig í
gegnum kerfið,“ segir Ragnheiður.
„Ég segi nú alltaf guð hjálpi þeim
sem hafa bara kerfið til að reiða sig
á, þeir verða frystir úti. Kerfið gerir
ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir
svona fólk, það verður að berjast
fyrir hverri einustu tommu og
þetta er alltof blóðug barátta,“ bætir
Ólafur Hilmar við.
Ragnheiður líkir baráttunni við
rafmagnsdyr sem eiga að opnast
með rafmagni en þarf alltaf að opna
með öxlinni. „Þú merst á endanum
og þú getur ekki mikið meira.“
Ólafur segir að miðað við reynslu
þeirra í 25 ár með Kjartani myndi
hann ekki álasa neinum sem á von
á fötluðu barni fyrir að fara í þung
unarrof. „Mér er ekki það illa við
nokkurn einasta mann að ég óski
honum að lenda í þessu því þessi
barátta er alveg gríðarlega erfið.“
Foreldrar Kjartans hræðast til
hugsunina um að hann lifi þau.
„Ég er tæplega fjörutíu árum eldri
en hann svo það er mjög líklegt að
hann lifi mig og það er afskaplega
erfið tilhugsun að skilja hann eftir
í höndunum á kerfi sem þú treystir
ekki,“ segir Ólafur Hilmar og bætir
við að hann yrði rólegri ef Kjartan
færi á undan. „Það er hart að segja
þetta og örugglega ekkert þægilegt
að heyra það en þetta er bara því
miður staðan. Þegar maður getur
ekki sjálfur aðstoðað hann, hver
gerir það þá?“
Ragnheiður tekur undir: „Ég
meina, ef þú átt börn, þá viltu ekki
lifa þau en það er mín ósk að ég lifi
Kjartan. Maður gæti dáið rólegri.“
Fátt um svör
Sem fyrr segir hefur Kjartan verið á
biðlista eftir húsnæði með þjónustu
á vegum Reykjavíkurborgar í sjö
ár. Foreldrar hans hafa lengi leitað
svara hjá borginni um hvar Kjartan
sé staddur á biðlistum og hvenær
þau geti átt von á að fá íbúð úthlut
að. Þau svör hafa þó aldrei verið á
reiðum höndum hjá borginni.
Frá fæðingu Kjartans hafa for
eldrar hans deilt umönnuninni
sín á milli ásamt því að vera bæði
í fullu starfi. Kjartan er í dagvistun
á virkum dögum og fær sjö daga í
skammtímavistun á mánuði þar
sem hann gistir. Þá hefur Ragn
heiði og Ólafi Hilmari staðið til
boða beingreiðslusamningur við
borgina til þess að ráða starfsmenn
inn á heimili sín til að aðstoða við
umönnun, sem þau hafa nýtt sér.
Vegna sykursýki Kjartans þarf
að fylgjast með blóðsykri hans
á þriggja klukkustunda fresti og
þurfa þeir sem annast hann að
þekkja til og hefur það komið í
hlut foreldra hans að fræða starfs
mennina. Af heildartímafjölda
hvers mánaðar er Kjartan alfarið
í umsjón foreldra sinni tæplega
helming. Við það bætast svo veik
inda, frí og starfsdagar. „Maður er
náttúrlega löngu kominn fram yfir
það að eiga nokkurn veikindarétt,“
segir Ólafur Hilmar.
Ragnheiður og Ólafur Hilmar
furða sig á starfsemi ríkis og sveitar
félaga og segja rifrildi þeirra á milli
ekki mega bitna á einstaklingum
eins og Kjartani, „sem hefur ekkert
annað gert en að fæðast.“
Enginn biðlisti
Í apríl 2020 höfðuðu foreldrar
Kjartans mál fyrir hans hönd gegn
borginni sem fór fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur og var dómur kveðinn
· Ávarp
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ
· Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir
Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild HÍ
· Hvar er kaupmáttaraukningin mín?
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaformaður kjarahóps ÖBÍ
· Kaffihlé
· Pallborð
Bergþór H. Þórðarson, varaformaður ÖBÍ
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaformaður kjarahóps ÖBÍ
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins
Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur
· Lokaorð
Atli Þór Þorvaldsson, formaður kjarahóps ÖBÍ
EF ÞEIR ERU LÆSTIR
LÁSAR GERA BARA GAGN
Rit- og táknmálstúlkun · Léttar veitingar í boði
Fundarstjóri: Eggert Skúlason
Skráning á obi.is
Allir velkomnir
Málþing ÖBÍ · 17. maí 2022 · kl. 13:00 til 15:30
Grand Hóteli (Háteig) · Sigtúni 38 · Reykjavík
UM
6
9.
G
RE
IN
L
AG
A
UM
A
LM
AN
N
AT
RY
GG
IN
GA
R
Dagskrá
Helgin 37LAUGARDAGUR 14. maí 2022 Fréttablaðið