Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 28
261
mark
hafa liðin
skorað.
8
löndum
hafa liðin
spilað í.
59
leiki hefur
Liverpool
spilað.
3
tapleikir
eru hjá
Liverpool.
53
leiki hefur
Jordan
Henderson
spilað.
63
leiki mun
Chelsea
spila á
tímabilinu.
33
leikmenn
hefur Chel-
sea notað á
tímabilinu.
79
klukku-
tíma hefur
Antonio
Rudiger
spilað.
37
leikmenn
hefur
Liverpool
notað.
6
vítakeppn-
um hafa
liðin lent í.
Úrslitaleikur FA bikarsins fer fram í dag. Chelsea mætir þar Liverpool en
þetta er þriðja skipti í röð sem Chelsea leikur til úrslita. Liverpool er þar
í fyrsta sinn síðan 2006 þegar Steven Gerrard átti eina eftirminnilegustu
frammistöðu bikarsins. Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast og allir
hafa endað með jafntefli. Þó má búast við fjörugum leik.
benediktboas@frettabladid.is
Sá elsti og virtasti í boði
Liverpool
Liverpool mun spila alla leiki sem
hugsast getur á þessu tímabili.
Þeir eiga alveg enn örlitla mögu-
leika á fernunni þó það sé fjarlægt
að þeir vinni ensku deildina.
Félagið hefur þegar lyft einum
bikar, deildarbikarnum og
mæta Chelsea um helgina um
FA bikarinn og svo Real Madrid
í París þann 28. maí í úrslitaleik
í Meistaradeildinni. Leikurinn
á laugardaginn verður leikur
númer 60 hjá félaginu en alls
munu leikirnir verða 63.
Liverpool hefur verið ótrú-
legt í allan vetur og það yrði
svakalegt ef þeir enda bara
með deildarbikarinn eftir
svona magnað tímabil. Þeir
hafa jú aðeins tapað þrisvar
sinnum, gegn West Ham og
Leicester í deildinni og Inter
Milan í Meistaradeildinni.
Annars þekkir Jurgen Klopp
og hans menn ekki neitt
annað en að vinna.
Liðið spilar ákaflega fal-
legan fótbolta sem gaman
er að horfa á. Innan liðsins
eru svo snillingar eins og
Mo Salah og Trent Alexand-
er Arnold. Þó er stærsta
stjarnan í Jurgen Klopp,
stjóra liðsins. Hvort sem
fólk heldur með Liverpool
eða ekki þá elskar fólk
Jurgen Klopp. Einstakur
karakter.
Einu meiðslin eru
Fabinho og spurning
hvort tímabilinu sé lokið
á brassanum. Það eru jú
bara fjórir leikir eftir á
næstu 14 dögum og þrír
titlar í boði.
Chelsea
Hvað er hægt að segja
um þetta tímabil
Chelsea. Það hefur
eiginlega verið
bannað börnum
innan 12. Eigenda-
skipti, Lukaku-við-
talið og ýmislegt
fleira utanvallar
hefur haft áhrif
á liðið inni á vell-
inum.
Liðið hefur
ekki tapað mörgum
leikjum en að undanförnu hefur
sigið á ógæfuhliðina. Fjórir af átta
tapleikjum hafa komið í síðustu
11 leikjum. Eiður Smári Guðjohn-
sen, fyrrverandi leikmaður liðsins,
sagði þó á vellinum um síðustu
helgi að Chelsea gæti vel kveikt á
sér til að gera góða hluti á Wem-
bley.
Þetta er í þriðja sinn í röð sem
Chelsea er í úrslitum FA-bikarsins
en þeir hafa tapað síðustu tveim-
ur úrslitaleikjum, gegn Arsenal og
Leicester. Thomas Tuchel, stjóri
Chelsea, þekkir það ágætlega að
loka úrslitaleikjum með Chelsea
og úrslitaleikjum almennt. Hann
hefur þegar unnið fimm titla með
Chelsea, meðal annars Meistara-
deildina í fyrra.
Chelsea verður án Mateo Kova-
cic sem meiddist gegn Leeds en
liðið hefur þegar spilað 63 leiki á
þessu tímabili.
Þótt Liverpool séu líklegri til að
hampa bikarnum í lokin má ekkert
afskrifa Tuchel og hans menn.
Annars verða þeir fyrsta liðið til að
tapa þremur bikarúrslitaleikjum í
röð. Það er eitthvað sem Chelsea
getur ekki sætt sig við.
Á tímabilinu
AUÐVITAÐ ER
EÐLILEGT…
...að samningur borgarinnar við olíufélögin
vegna uppkaupa á bensínstöðvum sé
Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann.
Annars fara borgarbúar að hafa skoðanir.
BETRI BORG
Á
by
rg
ða
rm
að
ur
: H
ilm
ar
P
ál
l J
óh
an
ne
ss
on
26 Íþróttir 14. maí 2022 LAUGARDAGUR