Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 28
261 mark hafa liðin skorað. 8 löndum hafa liðin spilað í. 59 leiki hefur Liverpool spilað. 3 tapleikir eru hjá Liverpool. 53 leiki hefur Jordan Henderson spilað. 63 leiki mun Chelsea spila á tímabilinu. 33 leikmenn hefur Chel- sea notað á tímabilinu. 79 klukku- tíma hefur Antonio Rudiger spilað. 37 leikmenn hefur Liverpool notað. 6 vítakeppn- um hafa liðin lent í. Úrslitaleikur FA bikarsins fer fram í dag. Chelsea mætir þar Liverpool en þetta er þriðja skipti í röð sem Chelsea leikur til úrslita. Liverpool er þar í fyrsta sinn síðan 2006 þegar Steven Gerrard átti eina eftirminnilegustu frammistöðu bikarsins. Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast og allir hafa endað með jafntefli. Þó má búast við fjörugum leik. benediktboas@frettabladid.is Sá elsti og virtasti í boði Liverpool Liverpool mun spila alla leiki sem hugsast getur á þessu tímabili. Þeir eiga alveg enn örlitla mögu- leika á fernunni þó það sé fjarlægt að þeir vinni ensku deildina. Félagið hefur þegar lyft einum bikar, deildarbikarnum og mæta Chelsea um helgina um FA bikarinn og svo Real Madrid í París þann 28. maí í úrslitaleik í Meistaradeildinni. Leikurinn á laugardaginn verður leikur númer 60 hjá félaginu en alls munu leikirnir verða 63. Liverpool hefur verið ótrú- legt í allan vetur og það yrði svakalegt ef þeir enda bara með deildarbikarinn eftir svona magnað tímabil. Þeir hafa jú aðeins tapað þrisvar sinnum, gegn West Ham og Leicester í deildinni og Inter Milan í Meistaradeildinni. Annars þekkir Jurgen Klopp og hans menn ekki neitt annað en að vinna. Liðið spilar ákaflega fal- legan fótbolta sem gaman er að horfa á. Innan liðsins eru svo snillingar eins og Mo Salah og Trent Alexand- er Arnold. Þó er stærsta stjarnan í Jurgen Klopp, stjóra liðsins. Hvort sem fólk heldur með Liverpool eða ekki þá elskar fólk Jurgen Klopp. Einstakur karakter. Einu meiðslin eru Fabinho og spurning hvort tímabilinu sé lokið á brassanum. Það eru jú bara fjórir leikir eftir á næstu 14 dögum og þrír titlar í boði. Chelsea Hvað er hægt að segja um þetta tímabil Chelsea. Það hefur eiginlega verið bannað börnum innan 12. Eigenda- skipti, Lukaku-við- talið og ýmislegt fleira utanvallar hefur haft áhrif á liðið inni á vell- inum. Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum en að undanförnu hefur sigið á ógæfuhliðina. Fjórir af átta tapleikjum hafa komið í síðustu 11 leikjum. Eiður Smári Guðjohn- sen, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði þó á vellinum um síðustu helgi að Chelsea gæti vel kveikt á sér til að gera góða hluti á Wem- bley. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Chelsea er í úrslitum FA-bikarsins en þeir hafa tapað síðustu tveim- ur úrslitaleikjum, gegn Arsenal og Leicester. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, þekkir það ágætlega að loka úrslitaleikjum með Chelsea og úrslitaleikjum almennt. Hann hefur þegar unnið fimm titla með Chelsea, meðal annars Meistara- deildina í fyrra. Chelsea verður án Mateo Kova- cic sem meiddist gegn Leeds en liðið hefur þegar spilað 63 leiki á þessu tímabili. Þótt Liverpool séu líklegri til að hampa bikarnum í lokin má ekkert afskrifa Tuchel og hans menn. Annars verða þeir fyrsta liðið til að tapa þremur bikarúrslitaleikjum í röð. Það er eitthvað sem Chelsea getur ekki sætt sig við. Á tímabilinu AUÐVITAÐ ER EÐLILEGT… ...að samningur borgarinnar við olíufélögin vegna uppkaupa á bensínstöðvum sé Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann. Annars fara borgarbúar að hafa skoðanir. BETRI BORG Á by rg ða rm að ur : H ilm ar P ál l J óh an ne ss on 26 Íþróttir 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.