Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 40
Google kynnti nýlega ný gleraugu sem geta þýtt erlend tungumál jafnóðum og sýnt notendum þýddan texta í sjónsviði þeirra. Gler- augun eiga að auðvelda sam- skipti milli fólks sem talar ólík tungumál. oddurfreyr@frettabladid.is  Google kom mörgum á óvart á nýlegri kynningu með þessum nýjustu gleraugum sem nýta tækni sem sýnir stafræna hluti í raunveru- leikanum, sömu tækni og var notuð fyrir Pokémon Go á sínum tíma. Gleraugun gera notendum kleift að skilja fólk þó að það sé að tala tungumál sem það kann ekki. Þau nota Google Translate til að þýða jafnóðum það sem er sagt og birta þýðinguna eins og texta í sjónvarpi í sjónsviði notandans. Gleraugun gætu líka reynst mjög gagnleg fyrir heyrnarskerta. Google gaf engar upplýsingar um hvenær gleraugun koma á markað og sýndi virkni þeirra eingöngu í myndbandi sem lýsti því hvernig þau eiga að virka. Það er því óvíst hvernig notkun þeirra verður háttað eða hversu vel þau eiga eftir að virka í raun, en ef hug- myndirnar ganga eftir verður þetta gagnleg og áhugaverð tækni. Sundar Pinchai, forstjóri Google, segir að fyrirtækið sé mjög spennt fyrir möguleikunum sem tækni sem sýnir stafræna hluti í raun- veruleikanum býður upp á og virðist sjá fyrir sér að hún verði nýtt á ýmsa nýja vegu án þess að snjallsímar séu hluti af dæminu. Hann sagði að Google hefði fjárfest mikið í þessari tækni og ætlaði að nýta hana í alls kyns ólíkum vörum. Hann bætti við að þessi tækni sé nú þegar gagnleg í snjallsímum, en að töfrarnir verði sjáanlegir þegar hægt verður að nota hana í raunveruleikanum án þess að þurfa að nota snjalltæki sem millilið.■ Þýðingagleraugu frá Google væntanleg á markaðinn Svona á við- mótið að líta út frá sjónarhorni notandans. SKJÁSKOT/YOUTUBE Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Pétur Björnsson Pétur segir að Protis Liðir hafi hentað honum frábærlega og gert honum kleift að fara aftur að hreyfa sig og hjóla, en áður voru allir „demparar“ farnir úr hnján- um. Hann fann mikinn mun á sér eftir fimm daga notkun og honum versnar fljótt ef hann sleppir því að taka Liði. MYNDIR/AÐSENDAR Sæbjúgu eru gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín sem er í Protis Liðum. Protis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á líf- virku fiskprótíni úr villtum íslenskum þorski og öðru sjávarfangi. Lífsgæði Péturs Björnssonar gjörbreyttust eftir að hann byrjaði að taka Protis Liði. Protis Liðir er náttúrulegt fæðu- bótarefni sem unnið úr kollagen- ríkum skrápi sæbjúgna með viðbættu vatnsrofnu þorskprótíni, fyrir viðhald vöðva og túrmeriki fyrir bólgueyðandi áhrif. Pétur er búsettur á Sauðárkróki og starfar sem kerfisstjóri hjá tölvufyrir- tækinu Fjölneti, sem hann á og rekur. Pétur hefur alla tíð stundað íþróttir enda segist hann vera keppnismaður. Ástæða þess að hann byrjaði að taka inn Protis Liði var ónýt hné. Áhrifin komu á óvart „Ætli ég hafi ekki byrjað að taka Protis Liði vegna verkja í hné. Það var fyrir um það bil sex árum. Annað hnéð er brjósklaust og klippa þurfti til liðþófa. Ég hef farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þá hef ég einnig farið í aðgerð út af hinu hnénu. Þar hafa liðþófar einnig verið klipptir auk þess sem sprunga er í brjóski. Þegar ég reyndi að hreyfa mig urðu hnén stokkbólgin, líkt og handbolti að stærð. Þessu fylgdu miklir verkir, til dæmis þegar ég gekk upp tröppur. Mér fannst líka erfitt að sitja lengi í bíl eða flugvél. Það var virkilega erfitt fyrir mig að keyra frá Sauðárkróki til Reykjavíkur,“ útskýrir Pétur. „Ég hafði ekki mikla trú á Protis Liðum í upphafi, en ákvað að prófa að taka inn fjórar töflur á dag með morgunmatnum. Um sama leyti hætti ég að gleypa Voltaren rapid, sem er bólgueyðandi lyf og fer ekki vel í maga. Það kom mér mikið á óvart að eftir stuttan tíma minnk- uðu bólgurnar mikið og verkirnir eiginlega hurfu. Ég veit svo sem ekkert hvernig ég á að að útskýra þetta, en það er eins og eitthvað læknist í hnénu með Protis Liðum. Ég gat allt í einu skokkað smá- vegis og hreyft mig. Áður voru allir „demparar“ farnir úr hnjánum,“ segir hann. Fór að geta hjólað Pétur er kyrrsetumaður þar sem hann starfar við tölvur og finnst því mikilvægt að hreyfa sig. „Ég hjóla mikið. Það gat ég illa gert fyrir sex árum. Það var í rauninni alveg magnað að strax á fimmta degi eftir að ég byrjaði á Liðum var ég farinn að finna mikinn mun á mér. Sömuleiðis versnaði mér fljótt þegar ég sleppti að taka inn Liði og fékk aftur vonda verki. Protis Liðir hafa hentað mér frábærlega og ég er ekkert að liggja á skoðunum mínum um að þetta gerir mér mjög gott. Ef ég myndi hætta alveg að taka Liði væri ekkert annað í stöðunni en að fara í hnjáliða- skipti. Á meðan þetta er í lagi er ég ekkert að hugsa um slíkt.“ Þegar Pétur er spurður hvort hann viti um ástæðu þess að hnén gáfu sig, svarar hann: „Ég slasaðist fyrir rúmum 28 árum þegar ég var að hlaupa utanvegar í Noregi þar sem ég var í námi. Steig illa niður og reif liðþófa, átti síðan að fara í aðgerð sem aldrei varð úr, þannig að fóturinn varð alltaf verri og verri. Ég fór að setja allan þungann á hinn fótinn og skemmdi hann líka. Það má segja að þetta séu týpísk íþróttameiðsli. Ég hljóp mikið á þessum árum og tók þátt í hinum og þessum íþróttum. Þegar maður er vanur að hreyfa sig kemur upp eirðarleysi og pirringur ef það er ekki hægt af einhverjum orsökum. Ég hef reynt ýmislegt en á mjög erfitt með hlaup. Ég hef hins vegar fundið mig á reiðhjólinu enda gerir það mér gott að hjóla. Það er frábært að hjóla hér um sveitirnar, lítil umferð og fátt sem truflar,“ segir Pétur. „Ég fer því út að hjóla á hverjum degi.“ Ginseng hafsins Skrápur sæbjúgna inniheldur lífvirka efnið kondroitín súlfat. Skrápur sæbjúgna inniheldur einn- ig hátt hlutfall af sinki, joði og járni og eru sæbjúgu gjarnan kölluð „ginseng hafsins“ en þau innihalda lífvirka efnið sapónín. Kollagenið sem unnið er úr sæbjúgum inni- heldur hátt hlutfall af mikilvægum amínósýrum, sérstaklega tryp- tófan, auk mangans og nauðsyn- legra vítamína fyrir heilbrigð bein, brjósk og liðvökva. ■ Nánar á protis.is. Protis-vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða. Fór að geta hreyft sig aftur með Protis Liðum www.detailsetrid.is Allt í bílaþrifin á einum stað Allar helstu vörur frá vörumerkinu GYEON Upplýsingar og ráðgjöf veitir Andri í síma 787-7888 eða andri@detailsetrid.is 4 kynningarblað A L LT 14. maí 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.