Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 20
Doktorsnemasjóður umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins auglýsir
eftir umsóknum. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir á samspili landnýtingar
og loftslags. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn nemendur í doktorsnámi á sviði
náttúruvísinda. Sjóðurinn veitir styrki samkvæmt almennum áherslum umhverfis-, orku-
og loftslagsráðuneytisins og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna,
færni rannsakenda og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu. Rannís hefur umsjón
með sjóðnum.
Styrkir sjóðsins eru ætlaðir doktorsnemum og eru veittir í allt að 36 mánuði.
Umsækjendur verða að hafa verið samþykktir inn í doktorsnám við íslenskan háskóla.
Doktorsgráðan skal vera veitt frá íslenskum háskóla en möguleiki er á sameiginlegri
gráðu með erlendum háskóla.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís.
Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar og reglur um sjóðinn er að finna á rannis.is
Doktorsnemasjóður
Styrkir til rannsókna á samspili
landnýtingar og loftlags
Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 kl. 15:00
kristinnpall@frettabladid.is
AUSTURRÍKI Alls voru 205 einstakl-
ingar víðs vegar um Evrópu hand-
teknir í vikunni fyrir aðild að skipu-
lagðri smyglstarfsemi á fólki, sem
velti um 152 milljónum evra, yfir 21
milljarði króna, á rúmu ári. Innan-
ríkisráðherra Austurríkis, Gerhard
Karner, greindi frá þessu og að um
helmingur þeirra sem væru í haldi
hefði verið handtekinn í Austurríki.
Í þýskum fjölmiðlum er talað um
að umræddir smyglarar hafi á rúmu
ári smyglað rúmlega 36 þúsund
manns frá ársbyrjun 2021. Flestir
einstaklingarnir komu frá Sýrlandi
og greiddu á bilinu sem nemur 420-
630 þúsund krónum fyrir aðstoð
við að komast frá Ungverjalandi
til Austurríkis þar sem þeir fengu
síðar aðstoð við að komast ýmist til
Belgíu, Frakklands, Hollands eða
Þýskalands.
Höfuðpaurinn er tæplega þrí-
tugur Rúmeni og voru einstaklingar
handteknir í Tékklandi, Ungverja-
landi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þá gerði
lögreglan upptækar 80 bifreiðar
sem voru sérhannaðar til að smygla
fólki.
„Þetta er áfangasigur í baráttunni
við skipulagða glæpastarfsemi.
Þessum glæpagengjum er alveg
sama um mannslíf,“ sagði Karner en
tveir einstaklingar fundust látnir í
bíl á vegum glæpahringsins við
eftirlit á landamærum Ungverja-
lands í fyrra. Í þeirri ferð voru 29
einstaklingar um borð í bílnum. ■
Rúmlega tvö hundruð handtökur úr
alþjóðlegum smyglhring í Evrópu
Af 205 handtökum voru 96 í Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fyrirhuguð umsókn Finna og
Svía í NATO gæti haft mikil
áhrif á þjóðaröryggismál í
Evrópu. Utanríkisráðherra
segir Ísland þó ekki vera ber-
skjaldaðra en önnur lönd.
tsh@frettabladid.is
UTANRÍKISMÁL Búist er við því að
bæði Finnar og Svíar sæki um aðild
að Atlantshafsbandalaginu (NATO)
á næstunni. Bæði lönd eru mjög
uggandi um þjóðaröryggi sitt í kjöl-
far innrásar Rússa í Úkraínu.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir utanríkisráðherra hefur sagt
að Ísland muni ljá Finnum og Svíum
algjöran stuðning ef þeir sækja um
aðild í NATO og telur að bandalagið
muni breytast til batnaðar með inn-
göngu þeirra.
„Þarna er um að ræða okkar
nánustu nágranna- og vinaþjóðir
sem við eigum í mjög miklu sam-
starfi, samskiptum og tengslum við
á öllum sviðum. Að fá þau tvö ríki
inn í Atlantshafsbandalagið, það
myndi ég segja að styrki okkur,“
segir Þórdís Kolbrún.
Fyrirhuguð umsókn Finna og Svía
um aðild að NATO gæti haft víðtæk
áhrif á þjóðaröryggismál í Evrópu,
þar á meðal á Íslandi. Fréttablaðið
greindi frá því í gær að netárásir á
neyðarlínuna jukust til muna í kjöl-
far innrásar Rússa í Úkraínu. Þórdís
Kolbrún segir Ísland þó ekki vera
berskjaldaðra en önnur ríki.
„Auðvitað eru ógnirnar mis-
jafnar. Erum við að tala um beina
hernaðarógn, erum við að tala um
þessar fjölþátta ógnir? Netárásir eru
vaxandi og ríki eru langflest, ef ekki
öll, að byggja upp sína þekkingu og
getu og við erum svo sannarlega að
því líka.“
Rússar eru mjög andvígir NATO-
umleitunum Finna og Svía og líta á
mögulega inngöngu í sambandið
sem beina ógn við þjóðaröryggi
sitt. Dmitry Peskov, fjölmiðlafull-
trúi Kremlar, sagði Finna taka þátt
í fjandsamlegum aðgerðum gegn
Rússlandi sem myndu kalla á sam-
ræmd viðbrögð.
„Því meira sem við ætlum að gera
úr möguleikanum á því að Rússar
grípi til ráðstafana, því betur ættum
við að skilja hvers vegna Finnar og
Svíar vilja ganga í bandalagið,“ segir
Þórdís Kolbrún.
Ein af mögulegum refsiaðgerðum
Rússa er sú að loka fyrir sölu raf-
magns og náttúrulegs gass. Greint
var frá því í gær að rússnesk fyrir-
tæki séu að íhuga að stöðva útflutn-
ing orku til Finnlands. Rafmagn frá
Rússlandi telur um 10 prósent af
orkunotkun Finna og gas um 5 pró-
sent. Finnsku orkufyrirtækin Fin-
grid og Gasgrid segja þó enga hættu
á að Finnar líði orkuskort ef verður
af hótunum Rússa.
Gangi Finnar og Svíar í NATO gæti
það verið einn stærsti viðsnúningur
í öryggis- og varnarmálum Evrópu
í áratugi, en bæði Finnland og Sví-
þjóð hafa verið hernaðarlega hlut-
laus síðan á tímum kalda stríðsins.
Spurð um hvort þessar vendingar
gefi til kynna að úti sé um frið í Evr-
ópu segir Þórdís Kolbrún:
„Ég myndi ekki segja það. En það
sem skrifað var um í sögubókunum
að væri lokið, því var augljóslega
ekki lokið. Það er stríð í Evrópu
sem er í fullum gangi og ekki liggur
fyrir með hvaða hætti, hvenær eða
hvernig því muni ljúka, hvort það
muni breiðast út eða ekki.“
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri NATO, sagði á fimmtudag að
umsókn Finna og Svía yrði afgreidd
hratt og örugglega en talið er að
Tyrkir gætu mögulega orðið þránd-
ur í götu miðað við ummæli Recep
Erdogan Tyrklandsforseta í gær.
Hann kvaðst ekki líta umsókn Svía
og Finna jákvæðum augum og sagði:
„Norðurlöndin eru líkt og híbýli
hryðjuverkahópa sem hafast jafn-
vel við á löggjafarþingum þeirra“.
Samkvæmt reglum NATO þurfa
öll aðildarríki að samþykkja nýjar
umsóknir, en Tyrkland hefur verið
meðlimur bandalagsins síðan 1952.
Ísland er eitt af stofnríkjum
NATO og hefur átt sæti við borðið
síðan 1949. Þórdís Kolbrún segir
Ísland gegna mikilvægu hlutverki í
bandalaginu þrátt fyrir smæð sína.
„Það er allt breytt og mér finnst
skipta máli að við tölum hátt og
skýrt og segjum það sem við mein-
um og meinum það sem við segjum.
Séum óhrædd við að taka afstöðu
sem fullvalda sjálfstætt ríki með
sterka utanríkisstefnu og skýra
sýn.“ ■
Aðild Finna og Svía að NATO styrki Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir Ísland muni standa með Finnum og Svíum
ef þeir sækja um í NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
125 mílur
200 km
© GRAPHIC NEWSHeimildir: Reuters, DW, NATO Myndir: Getty Images
Finnland og Svíþjóð ganga í Atlantshafsbandalagið
ATLANTSHAF
R Ú S S L A N D
Forsætisráðherrar Svíþjóðar og
Finnlands. Magdalena Andersson,
til vinstri, og Sanna Marin.
Eystr
asalt
Helsinki
Moskva
Stokkhólmur
DANMÖRK
NED
BEL
FRA
ITA
UK PÓLLAND
GER
ROM
HUN
CZE
SVK
EISTLAND
LETTLAND
LITÁEN
HVÍTA-RÚSSLAND
ÚKRAÍNA
Donbass
Krímskagi
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
FINNLAND
Gotland:
Gæti gert Svíþjóð
berskjaldað ef
átök brjótast út.
St. Pétursborg:
Næststærsta borg
Rússlands er í
einungis 170 km
¥arlægð frá ¦nnsku
landamærunum.
Kólaskagi:
Höfuðstöðvar §ota
Rússa í norðri er einn
helsti öryggisventill
þjóðaröryggis landsins.
Suwalki-skarð:
Gæti orðið §öskuháls
ef Rússar reyna að
einangra Eystrasaltsríkin.
Kalíníngrad: Rússar segjast munu geyma kjarnorkuvopn
og ofurhljóðfráar eld§augar á landsvæði sínu við
Eystrasalt ef Finnar og Svíar ganga í NATO.
Kadetrinne:
Hernaðarlega mikilvæg
siglingaleið inn í Eystrasalt.
Leiðin í átt að NATO-aðild 2022
Svíþjóð, 9.-12. maí: Ríkisstjórn
Svíþjóðardemókrata ræðir hvort snúa
eigi við áratugalangri andstöðu við
NATO-aðild.
Finnland, 12. maí: Sauli Niinistö
forseti og Sanna Marin forsætisráðherra
gefa út sameiginlega y¦rlýsingu um
nauðsyn þess að sækja um aðild að NATO.
Svíþjóð, 13. maí: Sænska þingið kynnir
niðurstöður öryggisgreiningar sem benda
til þess að NATO-aðild myndi bæta
þjóðaröryggi Svíþjóðar.
29.-30. júní: Finnland og
Svíþjóð gætu lagt inn
formlega umsókn um
aðild á leiðtogafundi
NATO í Madrid.
Aðildarríki
NATO
18 Fréttir 14. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ