Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 22
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
Það er á
frelsisdegi
eins og
þeim sem
nú líður
sem Íslend-
ingar þurfa
að minna
sig á að
lýðræðið er
verk sem
er alltaf í
vinnslu.
Í blaða-
viðtali
stuttu síðar
bætti hún
um betur
og sagðist
ekki einu
sinni geta
hugsað sér
að setjast
niður yfir
bjór með
Íhalds-
manni.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Pylsuskandall skekur Þýskaland. Í síðasta
mánuði afþökkuðu úkraínsk stjórnvöld
heimsókn forseta Þýskalands, Frank-Walter
Steinmeier, til Kænugarðs vegna tengsla
hans við Pútín Rússlandsforseta. Kanslari
Þýskalands, Olaf Scholz, kvaðst ekki mundu
mæta ef Steinmeier mætti ekki koma líka.
Sendiherra Úkraínu í Þýskalandi uppnefndi
Scholz súra pylsu. „Þetta er ekki leikskóli,“
sagði sendiherrann, „heldur hrottalegasta
útrýmingarstríð síðan nasistar réðust inn
í Úkraínu“. Samstarfsmaður kom kanslar-
anum til varnar. „Scholz er ekki pylsa.“
Scholz er þó ekki – eins og pylsa – milli
brauðsneiða, heldur milli steins og sleggju.
Þótt mörgum Þjóðverjum þyki Scholz ekki
gera nóg til hjálpar Úkraínu finnst öðrum
hann hafa gert of mikið. Mótmælaköll
yfirgnæfðu ræðu sem hann hélt nýverið í
borginni Kíl í Norður-Þýskalandi. Samkvæmt
nýrri könnun trúir einn af hverjum fimm
Þjóðverjum rússneskum samsæriskenning-
um um stríðið. „Úkraína er full af nasistum,“
hrópaði einn mótmælendanna. Samflokks-
maður Scholz var meðal áheyrenda. „Þau
hefðu ekki mátt þetta í Rússlandi,“ sagði hann
og andvarpaði. „En hér verðum við að láta
þetta yfir okkur ganga því þetta er partur af
lýðræðinu.“
Nýverið skrifaði ég pistil í Fréttablaðið þar
sem ég gagnrýndi embættisverk Bjarna Bene-
diktssonar fjármálaráðherra og formanns
Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið fékk ég vina-
legt tölvuskeyti frá lesanda sem lýsti því yfir
í léttum dúr að við Bjarni yrðum líklega seint
vinir.
Mér varð hugsað til breskrar þingkonu,
Lauru Pidcock, sem var kjörin á þing árið 2017
fyrir Verkamannaflokkinn. Eitt af hennar
fyrstu verkum var að lýsa því yfir að hún gæti
aldrei orðið vinur Íhaldsmanns því íhaldið
væri „óvinur“. Í blaðaviðtali stuttu síðar bætti
hún um betur og sagðist ekki einu sinni geta
hugsað sér að setjast niður yfir bjór með
Íhaldsmanni.
Miklu verri
Bandaríski stjórnmálafræðingurinn
Francis Fukuyama er þekktur fyrir að hafa í
metsölubók árið 1992 lýst yfir „endalokum
sögunnar“, fullnaðarsigri hins frjálslynda
lýðræðis yfir stjórnarháttum á borð við
harðstjórn og einræði. Fukuyama hefur nú
slegið endalokunum á frest. Í nýútkominni
bók viðurkennir Fukuyama að frjálslyndi
sé í bráðri hættu. Hann segir undirstöðu
frjálslynds samfélags – umburðarlyndi í
garð ólíkra skoðana og virðingu fyrir rétt-
indum einstaklingsins, lögum og reglum
– vera á undanhaldi. Síðustu sextán ár hafi
borgara- og stjórnmálaréttindi í heiminum
farið minnkandi á meðan alræðisríkjum
á borð við Kína og Rússland hafi vaxið
ásmegin.
Fukuyama telur hinu frjálslynda lýð-
ræði þó ekki stafa ógn af Pútín eða öðrum
tegundum stjórnarfars. Hættan komi þvert
á móti innan frá. Hann sakar okkur, sem
búum við lýðræði, um að taka því sem
sjálfsögðu. Sundruð í skotgröfum sam-
tímans leyfum við skemmdarstarfsemi að
viðgangast, annars vegar af hálfu hægri af la
sem virða ekki leikreglur lýðræðisins í anda
Trumps, hins vegar afla á vinstri vængnum
sem vega að skoðana- og tjáningarfrelsinu
með umburðarleysi í garð ólíkra sjónar-
miða.
Væri ég til í að drekka bjór með Bjarna
Benediktssyni? Ég veit ekki hvort Bjarni
væri til í bjór með mér. Mér væri það hins
vegar ljúft og skylt að drekka bjór með
honum. Því það er grundvallarforsenda
frjálslynds lýðræðissamfélags að geta verið
ósammála án þess að vera óvinir.
Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórn-
arkosninga. Lýðræðið er oft, eins og Olaf
Scholz fékk að finna, orðljótt, hávært, fullt
af fávisku, rifrildum, málamiðlunum og
mótsögnum. En við „látum það yfir okkur
ganga“. Því aðrir kostir eru svo miklu verri.
Gleðilegan kjördag! n
Bjór með Bjarna
Flutningur læknastofu
Hef flutt læknastofu mína úr Domus Medica
í Læknahúsið dea medica Glæsibæ,
Álfheimum 74, 7.hæð,104 Reykjavík.
Tímabókanir
milli kl. 8 og 16
í síma: 5151600
Nánari upplýsingar á
kllaekningar.is
Karl Logason
æðaskurðlæknir
Á kjördegi er vert að velta fyrir sér
mikilvægi lýðræðisins, svo og
skoðanafrelsisins, þeirrar gæfu
að geta tjáð hug sinn án þess að
fangelsið bíði manns.
Skoðanafrelsið hefur verið á undanhaldi.
Sömu sögu verður að segja af sannleikanum.
Hann hefur líka látið undan. Í stað þessa hafa
komið upphrópanir, útúrsnúningur og orð-
hengilsháttur. Og fyrir vikið er jörðin orðin
f löt. Hún hefur líkast til aldrei verið f latari.
Og skipta þar engu vísindaafrek síðari
tíma, allar uppgötvanirnar og endurteknar
sannanir á því sem hægt er að reyna og prófa.
Hvítt skal vera svart – og svart skal vera hvítt.
En skoðanaskipti eru lífsnauðsynleg. Þau
þroska og víkka hugann, svo og sjóndeildina.
Fátt er í rauninni mikilvægara í mannlegum
samskiptum en að skiptast á skoðunum, reifa
hugmyndir og velta vöngum, kokka saman
ráðgátuna um lífið sjálft.
Þess vegna er svo mikilvægt að umbera
ólíkar skoðanir, njóta þeirra og læra af þeim,
telja sig aldrei hafa höndlað sjálfan sann-
leikann heldur standa opinmynntur frammi
fyrir gáfum annarra sem geta svo hæglega
verið meiri og þroskaðri en manns eigin vits-
munir.
Og skoðanir þurfa að vera alla vega, hægra
megin og vinstra megin og inn til miðjunnar
– og ef því er að skipta, þar fyrir ofan og þar
fyrir neðan. Og aðalatriðið er að gefa þeim
rými, sýna þeim tillitssemi, hlúa að þeim
í lífinu svo þær liti það, gefi því víddir og
breikki samfélagið.
Það er á frelsisdegi eins og þeim sem nú
líður sem Íslendingar þurfa að minna sig á
að lýðræðið er verk sem er alltaf í vinnslu.
Því er alltaf að þoka áleiðis – og vegferðin
er og hefur verið mikilvæg, allt frá spilltu
ofríki fámennrar karlaklíku til breiðrar og
virkrar þátttöku alls almennings sem finnur
til máttar síns í kjörklefanum, laus undan oki
frændsemi og f lokkshollustu.
Og hann getur hæglega skipt um skoðun,
þessi eini og sami almenningur. Hann hefur
til þess frelsi. Hann hefur til þess kerfi sem
heitir lýðræði.
En að þessu öllu saman er sótt. Einræðisríki
sem eru uppfull af sjálfum sér – og jafnvel
einræðistilburðir í svokölluðum lýðræðis-
ríkjum – ætla sér að kveða niður plágu sann-
leikans og skoðanafrelsisins. Þeim stendur
ógn af umburðarlyndi og mannréttindum.
Það er af þessum sökum – og þær eru stórar –
sem það þarf áfram að berjast fyrir lýðræði. n
Á kjördegi
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 14. maí 2022 LAUGARDAGUR