Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 79
Það þarf að huga vel að því að fjöl- skyldur og börn fái viðeigandi þjónustu svo þeim farnist vel eftir ættleiðingu og það viljum við standa vörð um. Rut Sigurðardóttir Það getur verið vandasamt að feta þann mjóa veg að hlusta á aðstæður og sjónarmið fólks, sýna hluttekningu og skilning en þurfa líka að benda fólki á að það séu fleiri sjónarhorn og að hægt sé að fara aðra leið en það stefni á. Þorleifur Kr. Níelsson Þorleifur Kr. Níelsson starfar sem félagsráðgjafi og fjöl- skyldufræðingur. Hann segir fagið vera afar fjölbreytt enda séu verkefnin jafn ólík og þau eru mörg. Fjölskyldufræði er ekki nýtt fag, að sögn Þorleifs. „Upphaf fjölskyldu- meðferðar úti í hinni víðu veröld má finna allt aftur til byrjunar 20. aldar eða um svipað leyti og aðrar sálfélagslegar kenningar spruttu fram. Saga fjölskyldumeð- ferðar á Íslandi byrjaði á áttunda áratug síðustu aldar og fagfélag fjölskyldufræðinga hérlendis var stofnað árið 1994. Kerfiskenningar (e. Systems Theory) eru þær grundvallarkenn- ingar sem liggja að baki hug- myndafræðilegum grunni fjöl- skyldufræðinga. Það er illmögulegt að hugsa um það hvernig veröldin virkar án þess að hugsa um það hvernig hin ýmsu kerfi virka. Auk kerfiskenninga eru aðrar kenn- ingar sem renna stoðum undir þetta fræðasvið. Fjölskyldumeð- ferð er gagnreynd og gamalgróin fræði til að aðstoða fjölskyldur og meðlimi þeirra með mismunandi úrlausnarefni.“ Fjölbreytt starf um land allt Þorleifur býr á Akureyri og starfar þar við fag sitt. Starfið er þó ekki einskorðað við Norðurland og dregur það hann víða á land. „Ég starfa sem sérfræðingur hjá hinu opinbera. Einnig starfræki ég ásamt öðrum viðtalsstofuna Skref – fjölskylduráðgjöf Norðurlands á Akureyri, þar sem fólk greiðir sjálft fyrir þjónustuna sem þar er veitt. Fólk getur þar fengið með- ferðarviðtöl og býð ég þá upp á ein- Margt býr í verkfærakistu fjölskyldufræðingsins Þorleifur segir það skipta lykilmáli í starfi fjölskyldufræðings að veita heild- ræna meðferð sem tekur tillit til allra aðila og aðstæðna í hverju máli fyrir sig. Fréttablaðið/auðunn Félagsráðgjafinn Rut Sig- urðardóttir hjá Íslenskri ætt- leiðingu bætti við sig námi í fjölskyldumeðferð til að geta veitt þeim sem leita til félags- ins víðtækari þjónustu. Það er mikilvægt að veita fólki sem ættleiðir öfluga þjón- ustu, fyrir, meðan og eftir ættleiðingu og að ættleiddir fái hana líka á unglings- og fullorðinsárum. „Íslensk ættleiðing var stofnuð í núverandi mynd árið 1978 en það var ekki fjölskyldufræðingur starfandi hér fyrr en fyrir tveimur árum, þegar ég útskrifaðist sem slíkur, en ég hef verið hér í fimm ár,“ segir Rut Sigurðardóttir hjá Íslenskri ættleiðingu. „Ég byrjaði sem félagsráðgjafi en bætti svo við mig fjölskyldufræðinámi sem efldi mig sem fagaðila og hefur gefið mér tækifæri til að auka þjónustu við fjölskyldur í ættleiðingar- ferlinu og til ættleiddra. Árið 2018 breyttum við ráðgjöf, stuðningi og fræðslu til fjölskyldna sem eru í ættleiðingarferlinu og svo hefur þjónustan haldið áfram að þróast á meðan ég var í náminu og eftir það. Sérstaða fjölskyldufræðinga er að við höfum færni og þekkingu til að vinna með mörgum í einu og það er mikilvægur þáttur þegar unnið er að þjónustu við fjöl- skyldur sem verða til við ættleið- ingu,“ segir Rut. „Ég hef séð mikla breytingu á því hvernig ég get stutt við fólk og fjölskyldur hjá félaginu eftir að ég bætti við mig þessari menntun.“ Veita þjónustu í gegnum allt ferlið „Við veitum þjónustu fyrir, meðan og eftir ættleiðingu. Við byrjum á því að undirbúa fólk, aðstoða við umsóknarferlið og erum svo til staðar eftir ættleiðinguna. Íslensk ættleiðing sinnir milligöngu, stuðningi og ráðgjöf, en það er sýslumaðurinn á höfuðborgar- svæðinu sem veitir leyfi til hjóna og einstaklinga til ættleiðinga,“ segir Rut. „Við komum eingöngu að milligöngu ættleiðinga frá öðrum löndum og erum í dag í samvinnu við Tékkland, Tógó, Kólumbíu og Kína. Í dag eru börnin sem ættleidd eru að utan yfirleitt yngst tveggja ára en meðalaldur undanfarin ár hefur verið þriggja til fjögurra ára. Ástæðan fyrir því að börnin eru yfirleitt yngst tveggja ára er sú að það þarf að vera tryggt að barnið sé lagalega laust til ættleiðingar,“ segir Rut. „Þá er búið að leita innan fjölskyldu og í uppruna- landi barnsins að fjölskyldu, en ættleiðing úr landi er alltaf síðasta úrræðið fyrir barn. Ættleiðing er alltaf áfall fyrir barn, það er verið að taka það úr aðstæðum sem það þekkir og setja það inn í nýjar aðstæður sem eru því framandi. Slíkt reynir alltaf á bæði barnið og foreldrana og því mikilvægt að undirbúningur, stuðningur og ráð- gjöf í ferlinu öllu sé til staðar.“ Gera það sem er best fyrir barnið „Hugmyndafræðin okkar sem ættleiðingafélag gengur út á það sem er best fyrir börnin og í okkar helsta samstarfslandi í dag, Tékk- landi, eru börn pöruð saman við réttu fjölskylduna, í stað þess að vera bara númer á lista,“ útskýrir Rut. „Því er það mjög misjafnt hvað fólk þarf að bíða lengi, allt frá hálfu ári til fjögurra ára, eftir að fólk hefur fengið forsamþykki hjá Sýslumanni og er komið á biðlista í upprunalandi. Sýslumaður vinnur eftir reglu- gerð um ættleiðingar og gefur leyfi, en það tekur níu til tólf mánuði og við vildum gjarnan stytta ferlið. Það að kerfið ákveði hvort þú megir vera foreldri er líka áskorun í sjálfu sér. „Við leggjum líka mikla áherslu á að þetta séu börn með áfallasögu sem foreldrar þurfa að vera tilbúnir að takast á við,“ útskýrir Rut. Þjónustan stuðlar að velferð „Þegar fólk fer að sækja barnið fær það stuðning og líka eftir að heim er komið. Þegar það er erlendis tilnefnir það svo vini og fjöl- skyldumeðlimi sem fá líka fræðslu, þannig að við sinnum líka stórfjöl- skyldu og tengslanetinu,“ útskýrir Rut. „Svo kemur frekari fræðsla þegar börnin hefja nám í leik- og grunnskóla. Til er ættleiðingarþunglyndi og það er töluvert algengara en fæðingarþunglyndi. Áskoranirnar eru oft miklu meiri og það eru oft væntingar um að allt verði frábært eftir þessa löngu bið,“ segir Rut. „Því þarf að huga vel að því að fjölskyldur og börn fái viðeigandi þjónustu svo þeim farnist vel eftir ættleiðingu og það viljum við standa vörð um. Í ljósi aldurs barnanna njóta þau ekki sömu þjónustu og nýfædd börn, en þeirri þjónustu er ætlað að styðja við barnið og foreldra þess. Þarna kemur Íslensk ættleiðing inn í staðinn og veitir stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að velferð þeirra.“ n Fjölskyldumeðferð hluti af ættleiðingarferlinu Rut Sigurðar- dóttir hjá Íslenskri ætt- leiðingu segir að þjónustan þar sé mikilvægur þáttur í velferð fjölskyldna sem verða til við ætt- leiðingu. Fréttablaðið/ antOn brinK staklingsmeðferð, parameðferð, fjölskyldumeðferð, sáttamiðlun, skilnaðarráðgjöf og handleiðslu fyrir annað fagfólk. Það kann að hljóma undarlega, en ég starfa hjá sérfræðiteymi Sýslumannsins á höfuðborgar- svæðinu. Þó er ég staðsettur með mína vinnustöð hjá Sýslumann- inum á Norðurlandi eystra á Akureyri. Sérfræðiteymið, sem ég er hluti af hjá sýslumanni, sinnir sáttameðferð, sérfræðiráðgjöf og sérfræðivinnu í forsjár-, lög- heimilis- og umgengnisdeilum. Þetta eru málin þar sem foreldrar eru ósammála um þessi atriði hjá sínum börnum. Ég fer oft á flakk í starfi mínu hjá sýslumanni og hitti foreldra og börn alls staðar á landinu en sérfræðiteymið sinnir öllu landinu. Reyndar hefur Covid- 19 gert það að verkum að foreldrar eru opnari fyrir því en áður að nýta fjarfundi þegar það er hægt.“ Börnin eru aðalatriðið Þorleifur útskrifaðist árið 2006 sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands og bætti við sig meistara- gráðu í fjölskyldumeðferð árið 2012 frá sama skóla. Einnig er hann með diplómanám í handleiðslu frá HÍ. „Menntun mín og reynsla sem félagsráðgjafi og fjölskyldu- fræðingur kemur sér afar vel í öllum ofangreindum störfum mínum. Það getur verið vandasamt að feta þann mjóa veg að hlusta á aðstæður og sjónarmið fólks, sýna hluttekningu og skilning en þurfa líka að benda fólki á að það séu fleiri sjónarhorn og að hægt sé að fara aðra leið en það stefni á. Í starfi mínu hjá sýslumanni eru börnin aðalatriðið og velferð þeirra og það getur reynt á þegar foreldra greinir á um hvað sé barninu fyrir bestu.“ Heildræn nálgun Að sögn Þorleifs er starfssvið fjöl- skyldufræðinga afar margþætt og oft og tíðum þverfaglegt enda sé bakgrunnur fjölskyldufræðinga margbreytilegur. „Aðalstyrkleiki fjölskyldufræðinga er að geta horft á aðstæður fólks út frá mörgum áttum og að geta hjálpað fjölskyld- um, af öllum stærðum og gerðum, að takast á við sameiginleg vanda- mál sem geta skapast í fjölskyldu- lífinu. Fjölskyldufræðingar telja að horfa verði á verkefnið sem við er að eiga með heildrænum hætti en ekki út frá einstaklingunum sem eiga í hlut. Algengasta starf fjölskyldufræð- inga er að veita einstaklings-, para-, og fjölskyldumeðferð á viðtals- stofum. Þess utan starfa fjölskyldu- fræðingar hjá ýmsum opinberum stofnunum, eins og til dæmis á heilbrigðissviði, félagsþjónustu, barnavernd og hjá sýslumanni, svo dæmi séu tekin. Fjölskyldu- fræðingar leynast jafnvel innan þjóðkirkjunnar og hjá óháðum félagasamtökum.“ Fag í sífelldri þróun „Það má segja að fræðin og fagið séu í sífelldri þróun. Sumt dettur út á meðan annað kemur nýtt inn, en flest nýtist þó í verkfærakistu sér- fræðingsins. Það sem mér finnst þó alltaf merkilegast er þegar sumir sérfræðingar segja að sín aðferð sé mest og best, til að ná árangri í því að hjálpa fólki til bættra lífsgæða. Það er hins vegar ekki svo. Frekar eru það einstaklingsbundnir þættir hjá þeim sem nota þjónustuna og meðferðarsambandið sem myndast á milli sérfræðinga og skjólstæðinga, sem mestu máli skipta fyrir árangur í viðtals- meðferð. Viðtalsmeðferð virkar ef skjólstæðingar upplifa sig sem virka þátttakendur í meðferðinni, upplifa meðferðarsambandið við sérfræðinginn á jákvæðan máta og finnst meðferðin vera í tengslum við sín mál og markmið í átt að bata og betri lífsgæðum.“ n 3LAUGARDAGUR 14. maí 2022 FjölskylduFr æðingaFélag Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.