Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 108
TÓNLIST
Kórtónleikar
Carmina Burana eftir Carl Orff
Stjórnandi: Fjóla Kristín
Nikulásdóttir
Einsöngvarar: Bryndís
Guðjónsdóttir, Guðmundur Karl
Eiríksson og Þorsteinn Freyr
Sigurðsson
Stjórnandi skólakórsins:
Álfheiður Björgvinsdóttir
Norðurljós í Hörpu
sunnudagur 8. maí
Jónas Sen
Í byrjuninni á Carmina Burana eftir
Carl Orff syngur kórinn „O fortuna!“
sem er latína og þýðir „Ó, forsjón.“
Því miður hefur mörgum mis-
heyrst í gegnum tíðina og haldið að
kórinn væri að syngja „go for tuna“
eða „veljið túnfisk.“ Kórinn á tón-
leikunum í Norðurljósum í Hörpu
á sunnudaginn var þó ágætlega
skýrmæltur og sennilega misskildi
enginn neitt, sem betur fer.
Kórinn samanstóð af þremur
hópum, Hljómfélaginu, Selkórnum
og Skólakór Kársness, en sá síðast-
nefndi var reyndar í langminnsta
hlutverkinu og kom bara fram undir
lokin. Heilt gengi af slagverksleik-
urum spilaði og einnig tveir píanó-
leikarar. Herlegheitunum var svo
stjórnað af Fjólu Kristínu Nikulás-
dóttur.
Munkarnir fengu nóg
Textinn í Carmina Burana er úr
hluta af handritum frá þrettándu
öld sem uppgötvuðust fyrir um
tvö hundruð árum síðan í munka-
klaustri í Benedikt-Beuren í Bæj-
aralandi. Þetta er samansafn ljóða
fyrrverandi munka sem höfðu
fengið nóg af klausturlífinu og fóru
út í heim að njóta lífsins og klípa í
afturendann á hinu kyninu. And-
rúmsloftið í tónlistinni er yfirleitt
hressilegt og þrungið lífsgleði.
Segja má að þetta sé táknrænt
fyrir þá tíma sem við lifum núna.
Vissulega erum við ekki uppgjafa-
munkar, en engu að síður höfum
við verið í einangrun vegna Covid.
Núna er maður eins og kálfur að
vori: frelsið er dýrðlegt!
Smitandi sönggleði
Gleðin var svo sannarlega til staðar
í f lutningnum í Hörpu. Kórinn var
þó nokkra stund að komast í gang.
Söngurinn var fremur stirður í
byrjun og sérstaklega voru karl-
arnir, þegar þeir sungu einir, dálítið
drafandi. Það vantaði léttleika og
snerpu í sönginn. Sömuleiðis voru
konurnar heldur þungar á sér í sjö-
unda kaflanum, Hinn eðli skógur
springur út, sem og víðar. Þetta
lagaðist þó allt er á leið, og síðari
hlutinn var prýðilega sunginn af
kórnum.
Skólakór Kársness var f lottur,
söngur hans var tær og bjartur, og
í ágætu jafnvægi.
Misjafn einsöngur
Einsöngvarar voru þrír, en Guð-
mundur Karl Eiríksson baríton var
í veigamesta hlutverkinu. Hann
átti góða spretti en söngur hans
var engu að síður nokkuð misjafn.
Það vantaði f leiri liti í sönginn,
hann var oft sviplítill. Sópran-
söngur Bryndísar Guðjónsdóttur
var sömuleiðis snyrtilegur en ekki
sérlega grípandi; hann var ekki
nógu safaríkur.
Helst má hæla tenórnum Þor-
steini Frey Sig urðssy ni f y r ir
frammistöðu sína í því sem er lík-
lega vanþakklátasta tenórhlut-
verk tónbókmenntanna. Hann var
þar í hlutverki svans sem verið var
að steikja á teini og söng „æ, mig
auman! Orðinn svartur og krauma
af krafti“. Söngvarinn var skræk-
róma, söng stundum í falsettu.
Þetta hefði getað hljómað eins og
hann væri raddlaus, enda virtist
hann fremur skömmustulegur á
svipinn í uppklappinu. Það var þó
engin ástæða til; þvert á móti.
Hljómsveitin stóð sig með ein-
dæmum vel, bæði slagverk og píanó.
Styrkleikajafnvægi á milli hljóm-
sveitar, kórs og einsöngvara var
eins og best verður á kosið, og Fjóla
Kristín stjórnaði öllu af smekkvísi,
kunnáttu og fagmennsku. Þetta
voru skemmtilegir tónleikar þrátt
fyrir ýmsa vankanta, enda var tón-
listarfólkinu ákaft fagnað. n
NIÐURSTAÐA: Söngurinn var
ekki alveg fullkominn, en samt var
margt verulega vel gert.
Klipið í afturendann á hinu kyninu
Fjóla Kristín stjórnaði öllu af smekkvísi, kunnáttu og fagmennsku.
MYND/GISSUR ORRI STEINARSSON
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
ét
t t
il l
eið
ré
tti
ng
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fyr
irv
ar
a.
Gardavatnið
21. ágúst í 7 nætur
Ítalía
595 1000 www.heimsferdir.is
279.900
Flug & hótel frá
7 nætur
Fararstjóri:
Ágústa eða Una
SÉRFERÐ
Á
by
rg
ða
rm
að
ur
: H
ilm
ar
P
ál
l J
óh
an
ne
ss
on
AUÐVITAÐ ER
EÐLILEGT…
...að frægur kvikmyndaleikstjóri fái gefins lóð í Gufunesinu.
Það er jú gaman að vera með þessum frægu.
Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann.
BETRI BORG
ÞÉTT BYGGÐ
BETRI HVERFI
58 Menning
14. maí 2022 LAUGAR-
DAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ