Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2022, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 14.05.2022, Qupperneq 108
TÓNLIST Kórtónleikar Carmina Burana eftir Carl Orff Stjórnandi: Fjóla Kristín Nikulásdóttir Einsöngvarar: Bryndís Guðjónsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson og Þorsteinn Freyr Sigurðsson Stjórnandi skólakórsins: Álfheiður Björgvinsdóttir Norðurljós í Hörpu sunnudagur 8. maí Jónas Sen Í byrjuninni á Carmina Burana eftir Carl Orff syngur kórinn „O fortuna!“ sem er latína og þýðir „Ó, forsjón.“ Því miður hefur mörgum mis- heyrst í gegnum tíðina og haldið að kórinn væri að syngja „go for tuna“ eða „veljið túnfisk.“ Kórinn á tón- leikunum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn var þó ágætlega skýrmæltur og sennilega misskildi enginn neitt, sem betur fer. Kórinn samanstóð af þremur hópum, Hljómfélaginu, Selkórnum og Skólakór Kársness, en sá síðast- nefndi var reyndar í langminnsta hlutverkinu og kom bara fram undir lokin. Heilt gengi af slagverksleik- urum spilaði og einnig tveir píanó- leikarar. Herlegheitunum var svo stjórnað af Fjólu Kristínu Nikulás- dóttur. Munkarnir fengu nóg Textinn í Carmina Burana er úr hluta af handritum frá þrettándu öld sem uppgötvuðust fyrir um tvö hundruð árum síðan í munka- klaustri í Benedikt-Beuren í Bæj- aralandi. Þetta er samansafn ljóða fyrrverandi munka sem höfðu fengið nóg af klausturlífinu og fóru út í heim að njóta lífsins og klípa í afturendann á hinu kyninu. And- rúmsloftið í tónlistinni er yfirleitt hressilegt og þrungið lífsgleði. Segja má að þetta sé táknrænt fyrir þá tíma sem við lifum núna. Vissulega erum við ekki uppgjafa- munkar, en engu að síður höfum við verið í einangrun vegna Covid. Núna er maður eins og kálfur að vori: frelsið er dýrðlegt! Smitandi sönggleði Gleðin var svo sannarlega til staðar í f lutningnum í Hörpu. Kórinn var þó nokkra stund að komast í gang. Söngurinn var fremur stirður í byrjun og sérstaklega voru karl- arnir, þegar þeir sungu einir, dálítið drafandi. Það vantaði léttleika og snerpu í sönginn. Sömuleiðis voru konurnar heldur þungar á sér í sjö- unda kaflanum, Hinn eðli skógur springur út, sem og víðar. Þetta lagaðist þó allt er á leið, og síðari hlutinn var prýðilega sunginn af kórnum. Skólakór Kársness var f lottur, söngur hans var tær og bjartur, og í ágætu jafnvægi. Misjafn einsöngur Einsöngvarar voru þrír, en Guð- mundur Karl Eiríksson baríton var í veigamesta hlutverkinu. Hann átti góða spretti en söngur hans var engu að síður nokkuð misjafn. Það vantaði f leiri liti í sönginn, hann var oft sviplítill. Sópran- söngur Bryndísar Guðjónsdóttur var sömuleiðis snyrtilegur en ekki sérlega grípandi; hann var ekki nógu safaríkur. Helst má hæla tenórnum Þor- steini Frey Sig urðssy ni f y r ir frammistöðu sína í því sem er lík- lega vanþakklátasta tenórhlut- verk tónbókmenntanna. Hann var þar í hlutverki svans sem verið var að steikja á teini og söng „æ, mig auman! Orðinn svartur og krauma af krafti“. Söngvarinn var skræk- róma, söng stundum í falsettu. Þetta hefði getað hljómað eins og hann væri raddlaus, enda virtist hann fremur skömmustulegur á svipinn í uppklappinu. Það var þó engin ástæða til; þvert á móti. Hljómsveitin stóð sig með ein- dæmum vel, bæði slagverk og píanó. Styrkleikajafnvægi á milli hljóm- sveitar, kórs og einsöngvara var eins og best verður á kosið, og Fjóla Kristín stjórnaði öllu af smekkvísi, kunnáttu og fagmennsku. Þetta voru skemmtilegir tónleikar þrátt fyrir ýmsa vankanta, enda var tón- listarfólkinu ákaft fagnað. n NIÐURSTAÐA: Söngurinn var ekki alveg fullkominn, en samt var margt verulega vel gert. Klipið í afturendann á hinu kyninu Fjóla Kristín stjórnaði öllu af smekkvísi, kunnáttu og fagmennsku. MYND/GISSUR ORRI STEINARSSON Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. Gardavatnið 21. ágúst í 7 nætur Ítalía 595 1000 www.heimsferdir.is 279.900 Flug & hótel frá 7 nætur Fararstjóri: Ágústa eða Una SÉRFERÐ Á by rg ða rm að ur : H ilm ar P ál l J óh an ne ss on AUÐVITAÐ ER EÐLILEGT… ...að frægur kvikmyndaleikstjóri fái gefins lóð í Gufunesinu. Það er jú gaman að vera með þessum frægu. Minni spilling – betri borg. Burt með meirihlutann. BETRI BORG ÞÉTT BYGGÐ BETRI HVERFI 58 Menning 14. maí 2022 LAUGAR- DAGUR FRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.