Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 63
KERECIS ÍSAFIRÐI
SUNDSTRÆTI 38
400 ÍSAFJÖRÐUR
+354 419 8000
KERECIS REYKJAVÍK
LAUGAVEGUR 77
101 REYKJAVÍK
+354 419 8000
KERECIS BANDARÍKIN
2300 CLARENDON BLVD
SUITE 1210
ARLINGTON
VIRGINIA 22201
+1 703 287 8752
KERECIS SVISS
WEBEREISTRASSE 61
8134 ADLISWIL
+41 43 499 15 66
KERECIS.COM
VERKEFNASTJÓRI Í VÖRUÞRÓUN
Starfsmaður mun vinna að vöruþróunarverkefnum frá
hugmynd að framleiðslu og bera ábyrgð á
vöruþróunarverkefnum; þ.m.t. uppsetningu verkefnis,
framvindu, kostnaðargreiningum og þeim prófunum
sem þarf að gera til að vara komist á markað.
Starfssvið
• Verkefnastýring vöruþróunarverkefna
• Kostnaðar- og tímaáætlun vöruþróunarverkefna
• Kortlagning prófana og eftirfylgni með áætlunum
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla í verkefnastjórnun og áhugi á tækniþróun
• Skipulag, frumkvæði og drifkraftur
Upplýsingar veitir Dóra Hlín Gísladóttir
(dhg@kerecis.com)
SÉRFRÆÐINGUR Í GÆÐADEILD
Starfsmaður mun vinna náið með gæðastjóra við að
stýra og þróa gæðakerfi Kerecis sem skilgreint er skv.
lögum um lækningavörur.
Starfssvið
• Innri og ytri úttektir
• Skjalastjórnun og vinnslu úrbóta
• Fyrirbyggjandi aðgerðir
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð enskukunnátta
• Nákvæmni og gott auga fyrir smáatriðum
• Skipulag, frumkvæði og drifkraftur
Upplýsingar veitir Klara Sveinsdóttir
(ks@kerecis.com)
SÉRFRÆÐINGUR Í SKRÁNINGARDEILD
Starfsmaður mun gegna mikilvægu hlutverki í heildar-
umsýslu markaðsleyfa fyrirtækisins á þeim
markaðssvæðum þar sem vörur Kerecis eru seldar.
Starfssvið
• Uppfærsla á tækniskjölum
• Skráning í alþjóðlega gagnagrunna er varða
vöruöryggi
• Skráning á ný markaðssvæði
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Nákvæmni og gott auga fyrir smáatriðum
• Mjög góð enskukunnátta og hæfni í textagerð
• Reynsla af skráningarvinnu á lyfjum eða
lækningavörum æskileg
Upplýsingar veitir Hilmar Hilmarsson
(hh@kerecis)
SÉRFRÆÐINGUR Í MARKAÐSMÁLUM
FYRIR EVRÓPU
Starfsmaður mun vinna að markaðsmálum fyrir
meginland Evrópu og starfa náið með markaðs- og
vöruteymi Kerecis og sölufólki Kerecis við markaðs-
setningu á vörum fyrirtækisins í Evrópu.
Starfssvið
• Þróa og innleiða markaðsaðgerðir í Evrópu
• Undirbúa og skipuleggja viðburði í samvinnu við sölu-,
markaðs- og vöruteymi
• Ferðalög eru áætluð 15-20%
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla af markaðsmálum
• Rík áhersla á frumkvæði, sjálfstæði og
skipulagshæfni
• Góð ensku- og þýskukunnátta í ræðu sem riti
Upplýsingar veitir Guðmundur Óskarsson
(gosk@kerecis.com)
SÉRFRÆÐINGUR Í MANNAUÐSMÁLUM
FYRIR EVRÓPU
Starfsmaður mun vinna að verkefnum er snúa að
framþróun og starfsánægju starfsmanna fyrirtækisins
í Evrópu (aðallega Ísland, Þýskaland og Sviss) ásamt því
að reka ráðningaferli fyrirtækisins á svæðinu.
Starfsmaður er hluti af alþjóðlegu mannauðsteymi
Kerecis og heyrir undir mannauðsstjóra fyrirtækisins á
skrifstofu fyrirtækisins á Washington D.C. svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ráðningarferli
• Framkvæmd mannauðsstefnu
• Þátttaka í stefnumótun fyrirtækisins í
mannauðsmálum
• Skýrslur og greiningar varðandi ráðningar og
starfmannamál
Menntunar og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þriggja til fimm ára starfsreynsla í mannauðsmálum
eða á sambærilegu sviði
• Góð ensku- og íslenskukunnátta í ræðu sem riti
ásamt a.m.k. grunnþekkingu í þýsku
• Rík áhersla á frumkvæði, sjálfstæði og
skipulagshæfni
Upplýsingar veitir Elina Erlendsson (ee@kerecis)
Staðsetning starfanna er í Reykjavík eða á Ísafirði.
Umsóknir berist til careers@kerecis.com fyrir lok dags
29. maí n.k.
HEFUR
ÞÚ ROÐ
VIÐ OKKUR?
Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum
á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á
hagnýtingu á roði og fitusýrum. Vörur Kerecis eru
notaðar til að meðhöndla margskonar vefjaskaða, s.s.
húðvandamál, skurðsár, þrálát sár, brunasár, munn-
holssár, heilabastsrof og til enduruppbyggingar
brjósta og kviðveggs.
Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í
samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um
heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir.
Um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í
Reykjavík, í Sviss, í Þýskalandi og í Bandaríkjunum.
Kerecis leitar að dugmiklu og drífandi fólki til að
taka þátt í örum vexti fyrirtækisins á heimsvísu!