Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 86
Ég mun
aldrei
áfellast
foreldra
fyrir að
taka
ákvörðun
um að eyða
fötluðu
barni.
Ragnheiður
Foreldrar Kjartans Ólafs-
sonar, 25 ára þroskahamlaðs
manns með Downs-heil-
kenni, segja það sinn helsta
ótta að hann lifi þau. Kjartan
hefur verið á biðlista eftir
húsnæði hjá Reykjavíkurborg
í sjö ár og segja þau baráttuna
við kerfið átakanlega.
„Það er okkar aðalótti að hann lifi
okkur,“ segja Ragnheiður Gunnars-
dóttir og Ólafur Hilmar Sverrisson,
foreldrar Kjartans.
Kjartan fæddist þann 12. janúar
1997 og er yngstur þriggja barna
þeirra Ragnheiðar og Ólafs Hilmars.
Ragnheiður varð ófrísk að Kjartani
35 ára gömul og segir hnakkaþykkt-
armælingu ekki hafa staðið til boða
á þeim tíma líkt og í dag, aðeins
legvatnsástungu. Meðgangan hafi
gengið vel og aldrei hafi neitt bent
til þess að Kjartan myndi fæðast
með einhvers konar frávik.
Að sögn Ragnheiðar töldu læknar
sem hún hitti á meðgöngunni lík-
urnar á að Kjartan myndi fæðast
með einhvers konar frávik mun
minni en líkurnar á að legvatns-
ástunga myndi leiða til fósturláts.
Fötlun Kjartans kom því þeim
Ragnheiði og Ólafi Hilmari í opna
skjöldu við fæðinguna.
Áfellist ekki foreldra
„Það er mjög sérstök upplifun að
eignast fatlað barn, sérstaklega
þegar maður fær engan undirbún-
ingstíma eða neitt,“ segir Ólafur
Hilmar og bætir við að það hafi
verið mikið áfall.
„Í mínu tilviki var það í raun
þannig að maður átti kannski ekki
von á því að líta glaðan dag eftir
þetta. Þetta er það mikið áfall,“
útskýrir Ólafur Hilmar og heldur
áfram: „Himnarnir hrynja svolítið,
þú sérð ekki fram úr hlutunum og
tilveran er í raun og veru horfin.
Síðan koma varnarviðbrögðin og
fólk heldur áfram.“
„Mér finnst Kjartan mjög merki-
leg manneskja og margt sem hann
hefur í raun kennt manni sem gerir
mann að því sem maður er í dag,“
segir Ragnheiður. Það sé þó vissu-
lega mjög flókið að eiga fatlað barn.
„Ég geri ekki lítið úr því og mun
aldrei áfellast foreldra fyrir að taka
ákvörðun um að eyða fötluðu barni,
það mun ég aldrei gera,“ segir Ragn-
heiður.
Aðspurð hvort hlutirnir hefðu
farið öðruvísi hefði hún vitað
hvernig málin stæðu fyrri hluta
meðgöngunnar segir Ragnheiður
ólíklegt að hún hefði breytt ein-
hverju.
Kjartan er að sögn foreldra sinna
mjög rólegur. Hann er vinur vina
sinna og mikill dýravinur. Ólafur
Hilmar segir son sinn hlusta á jóla-
lög allt árið og eiga það sameigin-
legt með Línu langsokk að hafa sótt
skóla og vinnu til þess eins að fá
sumarfrí. „Um leið og laufin fara að
koma eða brumið á trén kemur og
lúpínurnar fara gægjast upp úr jörð-
inni þá vill Kjartan fara í sumarfrí,“
segir Ólafur Hilmar og hlær.
Þarf sólarhringsgæslu
Líf Kjartans og foreldra hans flækt-
ist til muna þegar hann greindist
með insúlínháða sykursýki aðeins
fimm ára gamall. Vegna skerðingar
sinnar hefur hann aldrei og mun
aldrei geta tekið ábyrgð á sjúk-
dómnum. „Ef ég á að vera alveg
hreinskilin þá finnst mér meira mál
að díla við sykursýkina en það að
Kjartan sé með Downs-heilkenni,
því vegna hennar þarf hann 24
klukkustunda gæslu allan sólar-
hringinn,“ segir Ragnheiður.
Leiðir Ragnheiðar og Ólafs Hilm-
ars skildu fyrir nokkrum árum og
býr Kjartan hjá þeim til skiptis,
viku í senn. Þau eru sammála um
að álagið á hjónabandið hafi verið
mikið og baráttuna við kerfið sem
fjölskyldan hefur þurft að standa
í frá fæðingu Kjartans hafa verið
erfiða. Að sögn Ragnheiðar og Ólafs
Hilmars hafa þau þurft að sækja alla
þjónustu fyrir Kjartan frá upphafi.
Þrátt fyrir að það hafi legið fyrir
Óttast að hann
lifi foreldrana
Kjartan Ólafsson í gróðurhúsinu í Bjarkarási þar sem hann elskar að vera en hann er einnig mikill dýravinur. Fréttablaðið/Ernir
Ragnheiður
Gunnarsdóttir
og Ólafur Hilmar
Sverrisson, for-
eldrar Kjartans.
Fréttablaðið/
Sigtryggur ari
Helena Rós
Sturludóttir
helenaros
@frettabladid.is
36 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið