Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2022, Blaðsíða 36
Mörg hundruð blaðamenn eru samankomnir í Tórínóborg á Norður-Ítalíu að fjalla um Eurovision-keppnina, en hinar íslensku Systur komust áfram í undanúrslitum og keppa því til sigurs á laugardagskvöldið. Erlendir blaðamenn spá fyrir Systrum Erlendir blaðamenn eru almennt séð hrifnir af Systrum þótt hinn franski Ralph viðurkenni að eiginkonu sinni hafi fundist lagið leiðinlegt og Getter frá Eistlandi muni ekki eftir því. réttablaðið/EbU ralph AFP í Frakklandi „Ég er sjálfur hrifinn af íslenska laginu, það var ljúft og ég naut þess að hlusta á það. Við sáum þetta í sjónvarpinu, ég og konan mín. Henni fannst lagið leiðinlegt, mér þykir leitt að þurfa að segja það. Og yfirmanninum mínum fannst það líka. En svona eru skiptar skoðanir á þessu.“ Hvað varðar gengi á lokakvöldinu svarar Ralph að erfitt sé að spá fyrir um gengi laganna sem lenda fyrir miðju. „Þetta lendir ekki í einhverju af efstu tíu sætunum, heldur kannski þarna á milli tíunda og tuttugasta sætis.“ Aðspurður hver þemu ársins séu og hvort heimsfaraldur hafi áhrif á innsend lög og úrslit, svarar hann: „Kannski smávegis, þetta árið. Núna eru mörg rosalega róleg lög. Við getum horft til finnsku rokkaranna í Lordi, sem voru mjög harðir, til dæmis. Svoleiðis lag yrði aldrei sent inn núna. Þannig að kannski eiga lög eins og það portúgalska meiri möguleika, en það er svona mjög rólegt lag.“ Keppnin í ár einkennist nokkuð af ballöðum, auk þess sem stríðið í Úkraínu litar blaðamannafundi og and- rúmsloft meðal aðdáenda og blaðamanna að vissu marki. Ekki hefur borið mikið á mótmælum en Systur hafa þó verið mjög ötulir talsmenn þess að vekja athygli á stríðinu og eru eitt af fáum keppnisliðum sem nota vettvanginn til þess. Það eru skiptar skoðanir um öll framlögin, eins og gengur, en Fréttablaðið tók nokkra blaðamenn tali og spurði þá út í íslenska lagið og hvernig þeir ætli að Systrum gangi á úrslitakvöldinu. n Fréttablaðið á Eurovision Nína Richter ninarichter @frettabladid.is r Getter Elu24 í Eistlandi Getter segist ekki muna sérstak- lega eftir íslenska framlaginu frá þriðjudagskvöldinu. Hún bætir við að það hafi komið henni verulega á óvart að lagið hafi komist áfram, en á sama tíma hafi lögum sem var spáð miklu veðgengi í veðbönkum ekki gengið vel. Hún segir að hugsanlega sé ástæðan sú að þeir sem lifi og hrærist í keppninni fjalli um hana og hafi sem mestan áhuga séu hugsanlega á ann- arri bylgjulengd en fólk heima í stofu. „Fólk er að leita að rólegri tónlist,“ segir hún og vísar til þess hversu margar ballöður hafi verið í seinni undanúrslitakeppninni. Hún spáir því að ró- legum lögum eigi eftir að ganga betur í ár heldur en undanfarin ár sem séu góðar fréttir fyrir hið angurværa framlag Íslands í flutningi Systra. Ebba Expressen í Svíþjóð „Mér finnst þetta fallegt framlag og einstakt að þær séu að syngja á íslensku, mér finnst það mjög svalt,“ segir hún. Hún segist vona að það hjálpi í stigagjöfinni. „Ég er mjög hrifin af því þegar fólk flytur lög á eigin tungumáli og vona að þær græði á því.“ Aðspurð hvaða henni þyki sterkasti þátturinn í lagi Systra nefnir hún þá staðreynd að þær séu systur. „Að þær séu systur er svo flott og miðlar þessari fjölskyldutilfinningu.“ Hún segist halda að tónlistin sé að mörgu leyti öðruvísi þetta ár en hin fyrri. „Ég held að fólk sé opnara fyrir mismunandi tónlistar- stefnum en áður,“ segir hún. „Í Covid vorum við að hanga fyrir framan skjáina og rúlla í gegnum TikTok. Við sáum alls konar tónlistarstefnur og listamenn og ég held að þetta hafi kannski opnað hugi fólks.“ Hún segist halda að Úkraína hirði sigurinn þetta árið en spáir því að Ítalía verði líka ofar- lega. „Ég held líka að Bretland eigi góða mögu- leika. Og ég held að Svíar nái langt, en ég verð auðvitað að segja það,“ segir hún og hlær. „Þetta getur farið á hvaða veg sem er. Ég held að dómarastigin og símaatkvæðin verði rosalega ólík.“ Postarlis Sky TV í Grikklandi Postarlis segist elska íslenska framlagið. „Ég elska raddirnar og harmóníurnar,“ segir hann. Postarlis ræddi við systurnar á dögunum og segir þær yndislegar og ljúfar að ræða við. „Ég var ekki viss í fyrri undanúrslitunum hvort þær myndu komast áfram en ég held að Norður- löndin muni kjósa þetta lag af því að það er mjög vandað,“ segir hann. „Ég sé fyrir mér að dómar- arnir verði mjög hrifnir af þessu.“ Hann segir símaatkvæðin mjög óútreiknanleg. „Við vitum ekki hvernig þetta fer. Ég held að Svíar vinni keppnina, kannski Úkraína.“ Postarlis segir að lokum að hann voni að Grikkir standi sig vel í keppninni. „Við vinnum kannski bara. Okkur langar rosalega í sigurinn þetta árið,“ segir hann. Joris NOS, Hollenska ríkissjónvarpið Joris segir hollensku blaða- mennina hafa setið saman og fylgst með Íslendingum á sviði í keppninni á þriðjudag. „Við vorum öll mjög hrifin,“ segir hann og bætir við að hópurinn hafi borið lagið saman við framlag Hollands fyrir nokkrum árum, The Common Linnets með lagið The Calm after the storm. „Þarna var hatturinn og allt leit þannig út,“ segir hann. Joris nefnir að söngurinn hafi verið flottur og framsetningin alls ekki væmin. „Þetta var mjög íslenskt bara og ég elska þetta. Ég vona að það endi í einu af tíu efstu sætunum. Ég er virkilega hrifinn af því.“ Hann kveðst mjög ánægður með pólitískan boðskap Systra. „Ég vona að fleiri listamenn taki afstöðu. Mér finnst skrýtið að maður heyri svona lítið af mótmælum hérna vegna Úkraínu. Mér fannst það mjög sterkt þegar þær töluðu fyrir friði í Úkraínu á blaðamannafundum,“ segir hann. „Það eru ekki margir sem gera það og það er stríð í gangi í Evrópu. Þær eiga skilið mikla virðingu fyrir það.“ Joris er hugsi yfir yfirlýsingum EBU hvað varðar að halda pólitík utan keppninnar. „EBU segir að þetta sé fjölskylduþáttur og pólitík eigi ekki að koma þessu við, en það er stríð í gangi. Það hlýtur að mega minnast á það.“ 34 Helgin 14. maí 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.