Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.05.2022, Qupperneq 4
Nýr meirihluti fjögurra flokka verður líklega myndaður á Akureyri eftir helgi. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN Hvað nærðu að gera á fimm mínútum? Það tekur Fiat 500e aðeins fimm mínútur í hraðhleðslu að ná 50km akstursdrægni. Fiat 500e sameinar gæði og tímalausa ítalska hönnun sem hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast örugglega á milli staða innanbæjar. Með 3+1 hurðum og allt að 433 km drægni FIAT.IS bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Hópur fólks er að skipuleggja mótmæli á næstu dögum þar sem brugðist verður við fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum hælisleitenda hér á landi. Sema Erla Serdar, formaður Sol­ aris, hjálparsamtaka fyrir hælisleit­ endur og f lóttafólk á Íslandi, segir það engri manneskju sæmandi að sópa fólki héðan til Grikklands. Á sama tíma séu breytingar á lögum í bígerð sem muni útiloka enn frekar að stór hópur fái hæli hér. „Það er hrikalegt að það eigi bara að f lytja fólk héðan í hrönnum. Sennilega eru fleiri lönd í svipuðum hugleiðingum og við. Hvernig eiga Grikkir að geta tekist á við slíka viðbót, aðstæður Grikkja eru nógu slæmar fyrir?“ segir Sema. Ríkislögreglustjóri brást í gær við forsíðufrétt Fréttablaðsins um hrinu brottvísana fram undan. Í tilkynningu frá embættinu segir að 250 útlendingum hafi verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi undanfarið. Hafi sá hópur safnast upp og dvelji enn hér á landi. Ekki hafi verið hægt að frávísa þeim vegna atriða sem tengjast Covid. „Þeim sem fengið hafa synjun um alþjóðlega vernd er nú boðið að yfirgefa landið sjálfir, en þeir sem ekki þiggja það boð munu fara í fylgd lögreglu,“ segir ríkislögreglu­ stjóri. Á árinu hafa 1.586 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, þar af 1.027 einstaklingar frá Úkraínu. n Mótmæli gegn yfirvofandi bylgju brottvísana sögð í bígerð Alls 1.586 hafa sótt um alþjóðalega vernd á Íslandi í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sema Erla Serdar, formaður Solaris Meirihlutaviðræður eru í gangi í alls 19 sveitarfélögum víðs vegar um land. Odd­ vitar flokkanna í Reykjavík halda spilunum þétt að sér en í Hafnarfirði og Kópavogi er útlit fyrir að Framsóknar­ flokkur og Sjálfstæðisflokkur nái saman á allra næstu dögum. ggunnars@frettabladid.is STJÓRNMÁL Engar formlegar við­ ræður eru hafnar í Reykjavík um myndun nýs meirihluta. Oddvitar f lokkanna gefa lítið upp um stöðu mála. Á sama tíma er góður gangur í viðræðum Framsóknarf lokks og Sjálfstæðisf lokks í Hafnarfirði. Valdimar Víðisson, oddviti Fram­ sóknarmanna, hefur látið hafa eftir sér að líklega muni flokkarnir senda frá sér tilkynningu nú um helgina eða í síðasta lagi á mánudag. Oddviti Sjálfstæðisf lokksins í Kópavogi segir eðlilegt að flokkur­ inn fái bæjarstjórastólinn. Vonir standa til að meirihluti Sjálfstæðis­ flokks og Framsóknarflokks verði myndaður í næstu viku. Formlegar meirihlutaviðræður í Mosfellsbæ hefjast nú um helgina á milli Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Mosfellsbæj­ ar. Framsókn mun ekki gera tilkall til bæjarstjórastólsins heldur óska þess að bæjarstjóri verði ráðinn. Í Vestmannaeyjum er meiri­ hlutaviðræðum Eyjalistans og Fyrir Heimaey lokið. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar. Viðræður um mynd un nýs meiri­ hluta í Hveragerði standa yfir á milli fulltrúa Framsóknarflokks og Okkar Hveragerðis. Þar hafa odd­ vitar lýst því yfir að forgangsmálið verði að ráða nýjan bæjarstjóra á faglegum grunni. Valdaskipti eru í uppsiglingu í sveitarfélaginu Hornafirði eftir að Framsókn tapaði hreinum meiri­ hluta og helmingi kjörinna fulltrúa. Kex­framboðið er í oddastöðu og getur valið á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til samstarfs. Allt bendir til þess að Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknar­ flokksins í Fjarðabyggð, verði áfram bæjarstjóri sveitarfélagsins. Vel horfir með að Framsóknarflokkur­ inn og Fjarðalistinn nái saman með endurnýjaðan meirihluta Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir viðræður fjögurra flokka um meirihlutasamstarf á góðri siglingu. Gera má ráð fyrir að meirihluti Mið­ flokks, Samfylkingar, Framsóknar­ f lokks og Sjálfstæðisf lokks verði myndaður fljótlega upp úr helgi. Í Fjallabyggð standa viðræður Jaf naðar fólk s og Sjálfst æðis­ f lokks yfir. Þar stefnir í að f lokk­ arnir myndi traustan meirihluta en saman eiga þeir fimm bæjarfulltrúa af þeim sjö sem sitja í bæjarstjórn. Formlegar viðræður eru hafnar um meirihluta í Dalvíkurbyggð á milli K­listans og Sjálfstæðisflokks. K­listinn bauð í fyrsta skipti fram í vor og hlaut yfir fjörutíu prósent atkvæða. Á Akranesi eiga Samfylking og Sjálfstæðisf lokkur í óformlegum viðræðum um meirihlutasamstarf. Fyrri viðræður Framsóknarflokks og Samfylkingar sigldu í strand fyrir helgina eftir að samtal f lokkanna varð neikvætt, að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Reykjanesbæ styrkti stöðu sína í nýliðnum kosn­ ingum og útlit er fyrir að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarf lokks og Beinnar leiðar endurnýi heitin á næstu dögum. Að síðustu eru þreifingar í gangi um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Þar vann Miðflokkurinn stórsigur í kosningunum og þarf einungis einn fulltrúa til viðbótar til að mynda meirihluta. n Oddvitar á rökstólum um land allt Oddvitar stjórn- málaflokkanna í Reykjavík feta sig hægt og bítandi í átt að myndun meirihluta. Engar formlegar viðræður eru þó hafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK tsh@frettabladid.is FLÓTTAFÓLK Íslensk stjórnvöld buðu alls 123 afgönskum flóttamönnum vernd síðasta haust, í kjölfar valda­ töku Talibana. Alls þáðu 78 einstaklingar boðið en fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar fengu vernd í öðrum ríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá félags­ og vinnumarkaðsráðuneyt­ inu skiptast hinir 78 einstaklingar á eftirfarandi hátt: Tuttugu starfs­ menn Atlantshafsbandalagsins, fimm afganskir kvenkyns dómarar og fjölskyldur þeirra. Ellefu fyrr­ verandi nemendur við Alþjóðlega jafnréttisskólann á Íslandi og 42 manneskjur í fjölskyldusameiningu. Ljóst er að hingað til lands hafa einnig komið afganskir flóttamenn og sótt um vernd á eigin vegum. Sumir þessara einstaklinga hafa hins vegar fallið undir skilgreining­ ar íslenskra stjórnvalda og fengið vernd á þeim grundvelli og því er erfitt að aðgreina þessa tvo hópa. Í skriflegu svari Útlendingastofn­ unar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að frá ágúst 2021 hafi 46 Afganar sótt um vernd á Íslandi á eigin vegum og 29 þeirra fengið veitta vernd eða viðbótarvernd. n Þáðu ekki allir vernd á Íslandi Afganir líða skort. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 4 Fréttir 21. maí 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.