Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 9
Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda
leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Stefnt er að opnun
annars heilsuleikskóla í Garðabæ haustið 2023. Skólar ehf. er um 20 ára
gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum
Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík.
Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsu-
stefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og
nærsamfélagsins.
Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar
Í nýja leikskólanum er áhersla lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir
leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt
óháð hreyfigetu.
Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í
leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi
og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.
Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi
Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem
annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.
Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við
starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks
var unnin sérstök Heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd.
Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður
þá sem eitthvað bjátar á hjá.
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA
Nýr sex deilda heilsuleikskóli, Urriðaból, opnar í Garðabæ í haust
– og annar ári síðar
Heilsueflandi umhverfi
Taktu þátt í að byggja upp nýjan skóla fyrir yngstu Garðbæingana
Leikskólinn tekur mið af nýjustu lögum um leikskóla og
aðalnámskrá leikskóla og verður í samræmi við menntastefnu
bæjarfélagsins.
Við þurfum allt að 38 starfsmenn til að starfa í sex deildum.
Störfin eru eftirfarandi:
– Leikskólastjóri
– Aðstoðarleikskólastjóri
– Deildarstjórar fyrir sex deildir
– Fagstjóri í hreyfingu
– Fagstjóri í sköpun
– Sérkennslustjóri
– Matráður
– Aðstoðarmatráður
– Leikskólakennarar
– Leiðbeinendur
Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is
og um starfsemi Skóla ehf. á skolar.is