Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 33
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 21. maí 2022
Wacken Metal Battle hljómsveita-
keppnin fer fram á Húrra í kvöld.
oddurfreyr@frettabladid.is
Í kvöld fer hljómsveitakeppnin
Wacken Metal Battle fram á Húrra
í Reykjavík. Þar keppa sjö hljóm
sveitir um réttinn til að vera
fulltrúi Íslands í sumar á stærstu
þungarokkshátíð heims, Wacken
Open Air.
Það verður alþjóðleg dómnefnd
ásamt áhorfendum sem velur sig
urvegara kvöldsins. Sigurvegarinn
tekur þátt í lokakeppni Wacken
Metal Battle á þungarokks
hátíðinni, en alls keppa 29 þjóðir.
Alls sóttu 19 hljómsveitir um
þátttöku en hljómsveitirnar sjö
sem keppa í kvöld eru: Devine
Defilement, Forsmán, Holdris,
Krownest, Merkúr, Múr og Vögel.
Sérstakir gestir
Sveitirnar sem spila voru valdar
af alþjóðlegri dómnefnd og hluti
hennar kemur hingað til að fylgjast
með keppninni og vera í dóm
nefnd, en af því að þetta er 10 ára
afmælishátíð keppninnar á Íslandi
var mörgum erlendum gestum
boðið að koma.
Hljómsveitirnar Misþyrming
og Morpholith verða líka sérstakir
gestir, en Misþyrming er ein þekkt
asta og virtasta þungarokkssveit
landsins og Morpholith sigraði
í síðustu Wacken Metal Battle
keppni, sem fór fram árið 2019.
Nánari upplýsingar um tónleik
ana er að finna á www.facebook.
com/WackenMetalBattleIceland
og miðasala fer fram á tix.is. n
Wacken Metal
Battle í kvöld
Andrés Vilhjálmsson segir að mikil áhersla sé lögð á gæðakjöt og hráefni hjá Kjarnafæði-Norðlenska. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Breytt útlit og nýjungar á grillið
frá Kjarnafæði-Norðlenska
Í upphafi sumars eru Íslendingar í óðaönn að taka fram grillin, dusta af þeim rykið eftir
langan vetur, fylla gaskútana, strauja grínsvuntuna og setja sig í grillstellingar. Grilltímabilið
er formlega hafið og Kjarnafæði-Norðlenska hefur ýmislegt til grillmálanna að leggja. 2
Lykill að lífi
Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar
Munum eftir
K-lyklinum
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is